Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Side 9
þriðjudagur 10. febrúar 2009 9Fréttir „Þau rifust mikið fyrir framan mig á meðan á viðtalinu stóð og virtust skoðanaskipti þeirra endurspegla hve ólík þau eru í eðli sínu. Hún er hvatvís, opinská og segir sína meiningu. Hann er að sjálfsögðu diplómat. Ég myndi segja að efnahagsástandið hafi gert þennan mun meira áberandi en ekki haft áhrif á gagnkvæma ást þeirra,“ segir blaðamaðurinn Joshua Hamm- er í samtali við DV. Hammer tók viðtal við forsetahjón- in fyrir tímaritið Condé Nast Portfolio en þar eru forsetahjónin ósammála um ástandið á Íslandi, grípa fram í hvort fyrir öðru og rífast beint fyrir framan blaðamanninn. Ólafur fraus í stólnum Í viðtalinu getur Hammer þess að Dorrit hafi átt erfitt með að sitja kyrr í stól sínum meðan Ólafur Ragnar talaði um efnahagsástandið. Oftar en einu sinni brá hún sér undir borð til að klappa Sámi, tveggja ára göml- um hundi sem hjónin eiga. Á einum tímapunkti stóð Dorrit upp frá borð- inu og fór að leika við hundinn en gat síðan ekki haldið aftur af skoðunum sínum lengur. „Ég hef varað við þessu [fjármála- hruninu] lengi og ég sagði það í hvert skipti sem banki var opnaður á síð- ustu árum,“ segir Dorrit. „Já, en Dorrit, það er ekki hægt að hafa þetta eftir þér,“ segir Ólafur sem leið mjög óþægilega við þessi ummæli forsetafrúarinnar að sögn blaðamanns. „Hver segir það?“ spyr Dorrit. „Ég segi það. Tvímælalaust,“ svar- ar Ólafur. Dorrit yppir bara öxlum og heldur áfram. „Í matarboði hérna [á Bessa- stöðum] árið 2006 sagði ég við Jeffrey Sachs: Getur þú ekki gert eitthvað í þessu? Geturðu ekki fengið Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn til að koma hingað og skoða hvað er á seyði?“ segir Dorr- it en Sachs er virtur hagfræðingur við Columbia-háskólann. Eins og kemur fram í greininni man Sachs ekki eftir þessu samtali en hann vann með for- setanum þetta ár. Við þessi ummæli frýs Ólafur í stólnum að sögn blaðamanns, skerpir röddina og segir: „Dorrit, þú getur samt ekki sagt þetta.“ „Ég var að segja þetta,“ segir Dorr- it. „Já, en þú getur samt ekki sagt þetta. Þú bara getur það ekki.“ Í viðtalinu segir Dorrit að hún hafi oft sagt Ólafi Ragnari frá áhyggjum sínum um bankana en hann hafi ekki tekið mark á ótta hennar. „Við töluð- um oft um þetta. Hann gat ekki séð fyrir í sínum villtustu draumum hvað átti eftir að gerast. Barnalegur er rétta orðið [til að lýsa honum].“ Tveimur dögum eftir viðtalið fékk Hammer símtal frá Dorrit þar sem hún sagði: „Þú veist efnið sem eigin- maður minn fór fram á að myndi ekki birtast? Ekki hlusta á hann. Fyrir mína parta má nota það allt.“ Gripið fram í fyrir forsetanum Seinna í viðtalinu segir Ólafur að þús- undir manna muni líklegast missa heimili sín en þessi ummæli forset- ans koma af stað öðru rifrildi milli hjónanna. „Mér þykir fyrir því, elskan mín, en ég er ósammála þér,“ segir Dorrit og leggur frá sér eftirréttarhnífinn. „Eng- inn á eftir að missa heimili sitt. Hvern- ig getur það gerst í landi þar sem eru helmingi fleiri hús en fólk?“ „Dorrit, þú getur ekki sagt þetta,“ svarar forsetinn. „En það er ekki hægt að selja þessi hús. Ég lofa þér að það verður enginn Íslendingur heimilislaus,“ segir Dorr- it. „Þú getur ekki sagt þetta. Þú getur bara ekki sagt þetta,“ segir Ólafur. „Ég segi það. Hingað til hefur allt ræst sem ég hef sagt,“ segir Dorrit. „Þú getur ekki sagt þetta. Þú hef- ur ekkert fyrir þér í þessu. Varðandi þetta málefni hefur þú ekki sérfræði- þekkinguna til að segja þetta. Þú hef- ur ekki þekkingu á íslensku húsnæð- islögunum,“ segir Ólafur. „Hvað ætla þeir að gera? Skilja þessar þúsundir íbúða eftir tómar?“ spyr Dorrit. „Þetta er – þú getur ekki fært rök fyrir þessu – nei, nei. Dorrit, Dorrit, má ég vinsamlegast halda áfram?“ spyr Ólafur en Dorrit heldur ótrauð áfram. „Þegar ég er búin. Það eru þús- undir íbúða þarna úti.“ „Fyrst og fremst, Dorrit, er raun- in þessi: Þetta snýst ekki um fjölda íbúða,“ segir Ólafur. „Elskan… ,“ segir Dorrit en Ólafur grípur fram í fyrir henni. „Dorrit, Dorrit …“ segir Ólafur en Dorrit grípur fram í fyrir honum. „Þeir henda fólki ekki út. Ég skal segja þér af hverju: Enginn annar get- ur flutt inn í þessi hús og allir banka- menn eru …,“ segir Dorrit en eigin- maðurinn tekur af henni orðið. „Dorrit, ekki segja svona hluti.“ Ást við fyrstu sýn „Ég varð strax ástfanginn af henni,“ segir Ólafur þegar fyrstu kynni for- setahjónanna eru rifjuð upp. „Hann bað mig um að kvænast sér á þriðja stefnumóti,“ segir Dorrit sem hélt fyrst að Ólafur væri sendiherra Finnlands í Bretlandi. Stuttu seinna í viðtalinu byrja forsetahjónin aftur að munnhöggv- ast þegar talað er um veislu Kaup- þings árið 2004 þegar bankinn keypti danska bankann FIH í Kaupmanna- höfn. „Ég man eftir þeim atburði,“ segir Dorrit. „Nei, ég var þarna einn, Dorrit, þú varst ekki viðstödd,“ segir Ólafur. „Elskan, ég sat við hliðina á þér,“ segir Dorrit. „Nei, þú varst ekki þar,“ segir Ól- afur. Álagsmerki á hjónabandinu Hammer er duglegur að benda les- endum sínum á hve ólík forsetahjón- in eru og tekur Dorrit undir það. „Við eigum ekkert sameiginlegt nema að við tölum bæði ensku og við elskum að fara á skíði. Mér leiðast stjórnmál.“ Í greininni segir Hammer að ást- arsamband forsetahjónanna sýni merki um álag. Í samtali við DV stað- festir Hammer þetta en telur hjóna- bandið ekki standa á brauðfótum. „Þó að þau hafi rifist mikið fyrir framan mig var mikil ást og umhyggja á milli þeirra. Ég held að hjónaband þeirra sé ekki í hættu,“ segir Hamm- er. Undir lok viðtalsins lýsir Hamm- er því þegar hann fór með forseta- hjónunum á tónleika í Reykjavík. Eft- ir tónleikana ætlaði Dorrit að fara í partí á næturklúbbi í Reykjavík. Án forsetans. Við afhendingu Íslensku bók- menntaverðlaunanna á Bessastöðum fyrir stuttu vakti athygli að Dorrit tók lítið sem ekkert þátt í athöfninni. Hún kom og heilsaði gestum, skellti sér upp í pontu og sló á létta strengi. Hún lét sig fljótlega hverfa og var sögð vera veik. Þetta kom á kreik sögusögnum þess efnis að einhverra örðugleika gætti í hjónabandinu en forsetaemb- ættið vill ekkert tjá sig um þær sögu- sagnir. Enn fremur vill Ólafur ekkert tjá sig um viðtalið við Hammer. Eins og eiginkona araba Undir lok viðtalsins berst janúarbylt- ingin í tal. Hammer segist hafa fylgst vel með henni þegar hann var hér á landi. Þá lítur Dorrit á hann öfundar- augum og segir: „Mig langaði að fara á mótmælin en eiginmaður minn leyfði mér það ekki. Ég er eins og eiginkona araba.“ DV hafði samband við Amal Tamimi, einn af stofnendum Samtaka kvenna af erlend- um uppruna, og bar þessi ummæli Dorritar und- ir hana. Amal trúði ekki sínum eigin eyrum og skellihló. „Var Dorrit að segja það? Samkvæmt okkar menningu er það svona. Kona fer ekkert án leyf- is frá eiginmanni sínum. Ég trúi ekki að Dorrit þurfi leyfi. Ég veit að hún er sterk kona. Ólafur er heldur ekki íhaldsmað- ur. Ég held að þetta sé meira pólitískt mál. Forsetafrúin má ekki taka þátt í svona því hún verður að vera hlut- laus. Það besta við Dorrit er að hún talar frá hjartanu,“ segir Amal sem finnst ummæli Dorritar langt frá því að vera móðgandi. „Nei, þetta er rétt. Hún er ekki að ljúga.“ Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, eru í viðtali í marshefti tímaritsins Condé Nast Portfolio. Í viðtalinu rífast hjónin um efnahagsástandið á Íslandi og grípa fram í hvort fyrir öðru. Að sögn blaðamannsins Joshua Hammer sem hitti hjónin rifust þau mikið meðan viðtalið var tekið og greindi hann merki álags á ástarsambandi þeirra. Deilur samlynDra forsetahjóna „Við eigum ekkert sameigin-legt nema að við tölum bæði ensku og við elskum að fara á skíði. Mér leiðast stjórnmál.“ lilJa KatRín GunnaRsDÓttiR blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Ást við fyrstu sýn forsetinn segist strax hafa orðið ástfanginn af dorrit en kreppan virðist taka sinn toll af ástarsambandi forsetahjónanna. MynD GunnaR GunnaRsson „Eins og eiginkona araba“ að sögn dorritar leyfði Ólafur henni ekki að mæta á mótmælin í janúarbylt- ingunni og henni leið að eigin sögn eins og eiginkonu araba. MynD GunnaR GunnaRsson sagði Dorrit þetta? amal Tamimi skellihló þegar hún heyrði að dorrit liði eins og eiginkonu araba. MynD stEfÁn KaRlsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.