Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Blaðsíða 20
þriðjudagur 10. febrúar 200920 Fókus á þ r i ð j u d e g i Button Beint á toppinn The Curious Case of Benjamin Button fór beint á topp aðsóknarlista kvik- myndahúsanna fyrstu helgina í sýningum. Tæplega þrjú þúsund manns lögðu leið sína á myndina sem tilnefnd er til þrettán óskarsverðlauna. Í öðru sæti er My Bloody Valentine 3D sem var í fyrsta sæti um síðustu helgi og þar á eftir kemur Bride Wars sem frumsýnd var á föstudaginn. Þriðja nýja myndin, The Reader með Kate Winslet og Ralph Fiennes, nær aðeins ellefta sæti. Frítt Fyrir atvinnulausa Þjóðleikhúsið hefur um árabil veitt atvinnulausum afslátt á sýningar en nú hefur verið ákveðið að stíga skref- inu lengra og bjóða upp á sérstök fríkort. Kortin, sem Þjóðleikhúsið kallar „samstöðukort“, eru afhent í miðasölu leikhússins gegn vottorði um skráningu á atvinnuleysisskrá og gilda sem fríkort út leikárið. Hand- hafi kortsins á rétt á einum frímiða á hverja sýningu Þjóðleikhússins á yfirstandandi leikári. Handhafi þarf aðeins að sýna kortið, ásamt per- sónuskilríkjum, í miðasölunni þegar viðkomandi vill koma á sýningu. eivör í lang- holtskirkju Eivör Pálsdóttir heldur tónleika í Langholtskirkju næsta sunnu- dag, 15. febrúar. Eivöru þarf vart að kynna, enda hefur hún sungið sig inn í hjörtu landsmanna með hæfileikum sínum sem sumum finnst varla af þessum heimi. Eivör hlaut Íslensku tónlistar- verðlaunin árið 2003 sem besti flytjandi og söngvari og 2004 fékk hún leiklistarverðlaunin Grímuna fyrir tónlist og flutning í verkinu Úlfhamssaga. Á tónleik- unum í Langholtskirkju verður hún ein, berfætt og með gítarinn sinn og mun flytja eigin lög ásamt öðrum. Miðasala er á midi.is og í verslunum Skífunnar á Laugavegi og í Kringlunni. stórt og gott plan Myndin Stóra planið í leikstjórn Ól- afs Jóhannessonar var sýnd á kvik- myndahátíðinni í Rotterdam sem nú er nýlokið. Viðtökurnar voru góðar að sögn Vignis Jóns Vignissonar hjá Poppola, framleiðslufyrirtæki myndarinnar, í samtali við Logs.is. Tveir hollenskir gagnrýnendur gáfu myndinni til að mynda fjórar stjörn- ur og sögðu hana vera „afbragðs- dæmi um þurran og dökkan nor- rænan húmor sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara.“ Þess má geta að Sopranos-leikarinn Michael Imp- erioli og Stefan Schaefer, sem kynnt- ust þegar þeir léku í Stóra planinu, áttu aðra mynd saman á hátíðinni. Hún heitir The Hungry Ghosts og eru þeir félagar í þetta skiptið á bak við tjöldin, Imperioli sem leikstjóri og Schaefer sem framleiðandi. Það er með ólíkindum hvað það getur reynst erfitt að fá góðan og hollan skyndibita í Reykjavík. Þótti mér því kærkomin viðbót þegar veitingastaðurinn Krúska á Suður- landsbraut var opnaður fyrir nokkr- um mánuðum. Krúska er í eigu Náttúrulækningafélags Íslands og tengdra aðila og notast ekki við hvítt hveiti, hvítan sykur, auka- og/eða bragðefni í matargerðina. Hrásykur er eingöngu notaður í gómsæta eft- irréttina. Veitingastaðurinn er fallega hannaður og er tilvalið að setjast þar niður og borða rétt dagsins, súpu dagsins eða jafnvel bara fá sér unaðslega kökusneið og kaffi með vinkonunum. Einnig er mikið úr- val af einkar girnilegum og fallega framreiddum réttum sem hægt er að velja saman á hina ýmsu vegu og taka með sér heim til að hita upp eða borða kalda. Um daginn stopp- aði ég á Krúsku á leiðinni heim úr vinnunni, einn af þessum dög- um sem maður ómögulega nenn- ir að elda og ísskápurinn tómur. Í þetta skiptið ákvað ég að smakka á grænmetislasagna og keypti rétt dagsins, indverskan kjúklingarétt og sætkartöflusalat fyrir karlinn. Ásamt því kippti ég með spínat- fylltri sesamsamósu og fersku sal- ati. Fyrir öll herlegheitin borgaði ég rétt rúmar tvö þúsund krónur og að auki var laumað með í pok- ann minn brauði, hummus og rist- uðum fræjum til að strá yfir salat- ið. Ég fékk því einstaklega mikinn mat fyrir lítinn pening. Gríðarlega bragðgóði lasagnaskammturinn sem var svo vel útilátinn að karlinn þurfti að draga mig að landi, kost- aði rétt rúmar níu hundruð krónur en mér þykir sérstakt gleðiefni að fá góða máltíð undir þúsund krónum. Þjónustan er góð og hef ég hingað til ekki komið að tómum kofanum hjá starfsfólki þegar kemur að því að spyrja út í innihaldið í réttunum. Persónulega finnst mér skemmti- legt að geta líka keypt kjúklingarétti en ekki eingöngu grænmetisrétti. Til að skoða rétti dagsins og matseðil staðarins bendi ég líka á heimasíð- una, kruska.is. Krista Hall gómsætt á góðu verði Systir Beauvier (Meryl Streep) er skólastýra kaþólsks grunnskóla. Hún er sérdeilis íhaldssöm, ólíkt föður Brendan Flynn (Philip Seymor Hoff- man) sem er prestur við skólann. Hann á í sérstaklega góðu sambandi við fyrsta og eina svarta strákinn í skólanum. Beauvier grunar strax að eitthvað gruggugt sé á seyði í sam- skiptum þeirra. Myndin fer víða í pælingum sínum um trú, efa, synd, óvissu, goggunarröð feðraveldisins og það hvernig maður fylgir sann- færingu sinni. Hún er snjöll stólræða Brendans Flynn um hvernig ógerlegt sé að leiðrétta kjaftasögur. Hann líkir því við það að skera upp kodda undir beru lofti og reyna í kjölfarið að týna saman allt fiðrið. Philip Seymor Hoffman er frábær hér, nú sem endranær. Hann hefur í gegnum tíðina túlkað frábærlega alls kyns perverta, laumuhomma, níðinga, fíkla og nú kaþólskan prest. Maður grunar hann ósjálfrátt um græsku vegna hans fyrri hlutverka og gæti verið að leikstjórinn sé vísvit- andi að leika sér með það að sá efa- semdarfræjum. Öll myndin er langt frá því að vera svarthvít saga um gott og illt. Mað- ur á erfitt með að vita hvar maður stendur í afstöðu sinni til söguper- sóna sem er rökrétt í mynd um styrk efans. Langar samræðurnar virka oft ómarkvissar og langdregnar en ýta engu að síður undir þessa efatilfinn- ingu. Leikarar eru almennt góðir þótt þunginn hvíli á Hoffman og Streep sem sýna frábæra frammistöðu hér. En Amy Adams er tilgerðarleg og pirrandi sem hin endalaust barna- lega og sívælandi systir James. Myndin Doubt er byggð á sam- nefndu leikriti handritshöfundarins og leikstjórans, John Patrick Shanley, og á ef til vill betur heima á leiksviði en í bíó, enda er umgjörðin sérdeil- is einföld. Hér eru örfáir tökustaðir og örfáir leikarar sem hlýtur að vera viljandi gert og er vissulega frumlegt og djarft. En myndin nýtir sér eng- an veginn þá möguleika sem kvik- myndaformið býður upp á og virkar þreytt. Doubt stendur og fellur með samræðunum og þær skortir einfald- lega styrkleika til þess að valda því. Erpur Eyvindarson kaþólskir syndaselir Stendur og fellur „doubt stendur og fellur með sam- ræðunum og þær skortir einfaldlega styrkleika til þess að valda því.“ KrúsKa Hraði: Veitingar: Viðmót: Umhverfi: Verð: í skyndi Doubt Leikstjóri: john Patrick Shanley Aðalhlutverk: Meryl Streep, Philip Seymour Hoffman, amy adams og Viola davis kvikmyndir Frábær Meryl Streep leikur frábærlega hina íhaldssömu skólastýru, systur beauvier. Krúska við Suðurlandsbraut Mikið úrval af hollum mat á góðu verði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.