Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Síða 13
Samkvæmt alþjóðlegum listum yfir gagnsæi í löndum heims er Indónes- ía í 143. sæti hvað varðar spillingu, er þá miðað við að því lægra sem sætið er því meiri sé spillingin. Sérfræðing- ar eru sammála um að Indónesía sé með spilltustu löndum heims, og er landið á svipuðum slóðum og Simb- abve hvað það varðar. Nú um stundir er spilling enn rótgróin í kerfinu, þrátt fyrir lýðræði í áratug og tilvist nýrrar nefndar sem vinna á gegn spillingu með fulltingi forseta sem heitið hefur að gera baráttu gegn spillingu að sín- um lykilatriðum. Því er svo komið að reyna á nýjar leiðir, og setja upp nýjar vígstöðvar í báráttunni gegn spillingu og hvar er betra að hefjast handa en í mennta- kerfinu. Fréttaritari BBC í Djakarta, Lucy Williamson, kynnti sér málið. „In- dónesíubúar munu segja þér að það þurfi að greiða mútur fyrir nánast allt í lífinu – fá persónuskilríki á ásætt- anlegum tíma, ná ökuprófi, losna við stöðumælasekt, jafnvel til að komast í lögregluna,“ segir Lucy í grein sinni. Á annari hæð framhaldskóla núm- er þrjú í Djakarta stunda nemendur nám í spillingu. Nemendur fræðast um siðfræði og mikilvægi gagnsæis, og er námið hluti af viðamikilli tilraun sem runnin er undan rifjum yfirsak- sóknara landsins sem miðar að því að hafa fyrirbyggjandi áhrif hvað varðar spillingu. Nýtur vinsælda nemenda Fyrirlestrar eru haldnir vikulega og ku vera nútímalegir og gagnvirkir. Bekknum er skipt snyrtilega – strákar til hægri og stúlkur til vinstri – og um leið og nemendurnir hafa skilið um hvað málið snýst geta þeir látið reyna á fræðin með því að versla í „heiðar- leikaverslun“ skólans. Einn viðmælenda Williamson er Dika, sextán ára drengur, og að hans sögn eru flestir nemendur í skólanum heiðarlegir, og aðeins örfáir svindli eða takai hluti úr „heiðarleikaversl- uninni“ án þess að greiða fyrir. En að hans mati má rekja heiðarleikann að miklu leyti til gagnsæisnámskeiðanna sem hann segir að séu mjög góð hug- mynd. „Ég er miður mín vegna þess að Indónesía er álitið eitt af spilltustu löndum heims. Eg myndi vilja breyta því,“ sagði Dika. Sérstakir búningar Antashari Azhar, formaður nefnd- arinnar gegn spillingu, KPK, lagði á það áherslu að aðgreina þurfi þá sem grunaðir eru um spillingu frá öðr- um grunuðum, og tekinn hefur verið í notkun sérstakur búningur fyrir þá sem grunaðir eru um spillingu. Bún- ingarnir eru í bláum og gulum lit og á bakinustendur „PKP varðhaldsfangi“ með stórum stöfum. Þeim sem grunaðir eru um spill- ingu er gert að klæðast þessum bún- ingi á meðan réttað er í máli þeirra, áður en þeir hafa hlotið sýknu- eða sektardóm. „Það er mikilvægt að skilja á milli þeirra sem grunaðir eru um spillingu og annarra grunaðra, því spilling er í eðli sínu óvenjulegur glæpur. Því verður meðferðin að vera óvenjuleg líka. Einn tilgangur bún- ingsins er að valda fráhverfu; sem eins konar skömm fyrir þann sem er í varð- haldi,“ sagði Azhar. Spilling í dómkerfinu „En spilling er svo stór hluti kerfisins, að jafnvel þó þú sért sakfelldur, segja fangar að þú getir engu að síður greitt þér leið í gegnum refsikerfið,“ segir Lucy Williamson í grein sinni. Rahardi Ramelan er einn þeirra sem dvalið hefur innan fangelsisveggja í Indónes- íu sem fullyrðir það, og að hans sögn er spilling geirnegld inn í menningu Indónesíu. Hann var í tæp tvö ár í fangelsi fyr- ir spillingu og tjáði Lucy Williams að ef þú hefðir fé þá gætirðu ekki að- eins greitt fyrir þægilegra lífi innan rimlanna, heldur væri einnig líklegra að þér yrði slepp lausum á réttum tíma. „Þú getur ekki stytt afplánunina. En ef þú átt pening þá verður afplánun þín samkvæmt reglum,“ sagði Ramel- an, en að hans sögn er líklegt að þú þurfir að dvelja einum, tveimur, þrem- ur eða fjórum mánuðum lengur á bak við lás og slá ef þú átt ekki pening. „Því kerfið er ekki mjög skilvirkt,“ sagði Ra- hardi Ramelan. Takmörkuð trú á kerfið Sögur á borð við þessa hafa vakið kröf- ur í Indónesíu um aðskilin fangelsi fyrir þá sem dæmdir hafa verið fyrir spillingu, og jafnvel kröfur um dauða- refsingu þeim til handa. En í Indónesíu hefur spilling skot- ið rótum svo víða að verulega hefur grafist undan trú almennings, ekki bara gagnvart fangelsiskerfinu, held- ur einnig gagnvart lögreglu og dóm- stólum. Það er kannski ekki að undra í ljósi þess að í janúar var vel þekkt- ur þingmaður dæmdur fyrir spillingu og afplánunar fangelsisvistar. Þar var um að ræða Al-Amin Nasution, og var hann sakfelldur fyrir að hafa þeg- ið mútur vegna verndaðs skógarsvæð- is í Riau-héraði í Indónesíu. Múturnar þáði hann af embættismönnum í Riau sem vildu byggja upp nýja höfuðborg héraðsins þar sem skógurinn stóð. Dómurinn yfir Al-Amin Nasution er af mörgum álitinn teikn um breytta tíma í baráttunni gegn spillingu í In- dónesíu, en það er aðeins hin síðari ár sem lykilpersónur hafa verið sóttar til saka fyrir spillingu sem til dæmis hef- ur snúið að eyðingu skóga þar í landi. Auk þess hefur spillingnefndin í auknum mæli beint spjótum sín- um að þingi landsins, og hfa hand- tökur og símahleranir innan þingsins gert kjörna embættismenn Indónesíu taugaveiklaða og ljóst þykir að þingið nýtur engrar friðhelgi þegar kemur að spillingu. Raunveruleikinn annað en skóli Á meðal þeirra verkefna sem nem- endum í framhaldsskóls númer þrjú í Djakarta er gert að inna af hendi er að takla próf án eftirlitsmanns, og er það hluti af heiðarleikaverkefninu. En það er eitt að treysta börnum til að hvorki svindla né bjóða mútur innan veggja kennslustofunnar. Hið raunverulega próf hefst þegar komið er út í lífið sjálft, líf í landi þar sem spilling er samtvinn- uð þjóðarsálinni og menningunni, og teygir jafnvel anga sína inn í flestar stofnanir hins opinbera. Orðrómur um spillingu innan þings landsins hefur lifað góðu lífi um árabil, og ónafngreindur þingmaður trúði Lucy Williamson fyrir því í ágúst á síðasta ári að hann hefði ekki leng- ur hátt um hver starfi hans væri. Hann sagði að það væri betra að þykjast vera rithöfundur, en viðurkenna að hann væri þingmaður, annars yrði hann bara sakaður um eitt eða annað. Skókastara verði fyrirgefið Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, hefur hvatt til þess að þýska náms- manninum sem kastaði að honum skó verði fyrirgefið. Martin Jahnke, 27 ára, truflaði lítillega ræðu Jiabao í Cambridge á Englandi á dögunum og á yfir höfði sér sex mánaða fang- elsi og himinháa sekt. „Menntun er það besta fyrir ungt námsfólk og ég vona að hann fái tækifæri til að halda áfram skólagöngu sinni. Að átta sig á villu síns vegar er meira virði en gull,“ sagði Wen Jiabao. Orðsendingu Jia- baos var að finna í yfirlýsingu frá Fu Ying, sendiherra Kína í Bretlandi. þriðjudagur 10. febrúar 2009 13Fréttir Marijúana með mjólkinni Hinn 72 ára gamli Robert Holding frá Burnley á Englandi hefur verið dæmdur fyrir að dreifa og selja fíkni- efni. Holding, sem vann við að dreifa mjólk til nágranna sinna, var handtek- inn eftir að hann reyndi að sannfæra nágranna sína um að kaupa kannabis- efni með mjólkinni. Saksóknari segir að Holding hafi boðið eldra fólki lyfið en hann skildi eftir miða við útidyra- hurðir nágranna sinna þar sem hann lagði áherslu á að kannabisefni væru sérstaklega góð eldra fólki og þeim sem þjást af einhvers konar verkjum. Hold- ing hlaut skilorðsbundið fangelsi. Sænska lögreglan sætir rannsókn vegna meints rasisma: Fordómar á námskeiði Jay Flatley, yfirmaður Illumina, fremsta erfðagreiningarfyrirtækis í heiminum, spáir því að öll börn sem fæðast eftir áratug héðan í frá munu undirgangast erfðagreiningu og skráningu strax að fæðingu lokinni. Flatley segir að innan fimm ára verði fullkomin skráning erfðaefnis nýfæddra barna bæði fýsileg og fjár- hagslega framkvæmanleg og gæti valdi byltingu í heilsugæslu. Að mati Jay Flatley gætu einungis samfélagsleg og lögfræðileg álitamál mögulega tafið fyrir því að tímabil fullkominnar erfðaskráningar allra rynni í garð. Í viðtali við breska dag- blaðið, The Times, sagði Flatley að árið 2019 yrði það fastur liður að skrá erfðaefni barna strax við fæðingu. Með því myndu opnast nýjar leið- ir í læknavísindum þar sem meðal annars yrði hægt að spá fyrir um syk- ursýki og hjartasjúkdóma og koma í veg fyrir sjúkdóma og lyfjagjöf yrði öryggari og áhrifaríkari. Eðli málsins samkvæmt mun þessi þróun vekja upp erfiðar spurning- ar sem varða einkalíf og aðgengi að skrám um erfðaefni einstaklinga. Tal- ið er fullvíst að fjölda fólks muni ekki hugnast að erfðaefni þess sé skráð því það gæti verið misnotað af vinnuveit- endum eða tryggingafélögum. „Hægt er að framkvæma slæma hluti með erfðaefnisskránni. Hún gæti spáð fyrir um eitthvað hjá ein- hverjum - og mögulega væri upplýs- ingum komið í hendur vinnuveitenda eða tryggingafélags viðkomandi. Það yrði að setja lög þar að lútandi,“ sagði Jay Flatley. Hann bætti við að ólíklegt væri að mögulegt yrði að gæta full- komins einkalífs í þeim efnum. „Fólk verður að gera sér grein fyr- ir því að þetta hross er laust úr hest- húsinu og ólíklegt að þú getir vernd- að erfðaefni þitt því hvert sem þú ferð skilur þú það eftir,“ sagði Flatley. Doktor Flatley telur að þegar fólk geri sér grein fyrir kostunum verði það viljugra til að láta skrá erfðaefni sitt og túlka það og að augljósir kost- ir þess muni fljótlega skyggja á ókost- ina. Hugmyndin að skráningu erfða- efnis allra er tilkomin vegna þess að kostnaður tækninnar hefur snar- lækkað hin síðari ár. Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar hefur lof- að sjálfstæðri rannsókn vegna máls þar sem lögreglumenn sem léku glæpa- menn og grunaða menn á námskeiði tóku upp nöfn sem skírskotuðu til rasisma. Aðsögn Bengts Svensson, yfirmanns lögreglunnar, var hegðun um fimmtíu lögreglumanna sem þátt tóku í nám- skeiðinu í Málmey sláandi og með öllu ótæk. „Þetta krefst fordæmingar,“ sagði Svensson í viðtali við danska fjölmiðla. Ekki liggur ljóst fyrir hvort nöfn „glæpamanna og grunaðra“ voru ákveðin af þjálfurum á námskeiðinu eða þátttakendum sjálfum, en skellt var skollaeyrum við umkvörtunum nokkurra sem þátt tóku. Í viðtali við sænska dagblaðið Da- gens Nyheter sagði Bengt Svensson: „Við munum skipa sjálfstæða persónu, eða persónur, til að rannsaka málið og hjálpa skánsku lögreglunni að vinna að gildismati sínu.“ Kynþáttafordómar hafa löngum loðað við sænsku lögregluna og í síð- ustu viku ákvað ríkissaksóknari Sví- þjóðar að leggja ekki fram kærur á hendur þremur lögreglumönnum frá sama umdæmi. Til er upptaka með þeim þar sem þeir viðhafa fordómafullt orðbragð í aðgerðum vegna mótmæla innflytjenda í Rosengaard í Málmey í desember. Mótmælin sem um ræðir upphófust þegar íslamskri miðstöð var lokað þegar eigandi byggingarinnar ákvað að framlengja ekki leigusamn- inginn. Lögreglan þurfti að fjarlægja ungt fólk sem hélt til í miðstöðinni þar sem einnig var moska. Sænski dómsmálaráðherrann, Beatrice Ask, sagði í viðtali við Dagens Nyheter að hún væri „afar áhyggjufull og óróleg“ vegna frétta af kynþáttafor- dómum innan lögreglunnar. Synti yfir Atlantshafið fyrst kvenna Hin fimmtíu og sex ára Jennifer Figge varð fyrsta konan til að synda yfir Atl- antshafið. Þann 12. janúar lagði hún af stað frá Grænhöfðaeyjum, und- an ströndum Afríku, og tók land á Trindad og Tobago tuttugu og fjórum dögum síðar. Til varnar hákörlum synti Figge inni í búri. Upphaflega var ætlun hennar að koma að landi á Bahama-eyjum, en nú hyggst hún ljúka ferðinni með því að synda frá Trindad og Tobago til Bresku-Jómfrúreyja. Þetta afrek hefur verið draumur hennar síðan hún var lítil stúlka. Byltingu spáð í meðferð erfðaupplýsinga: erfðaefni allra barna skráð Börn að leik flatley telur erfðaefnaskráningu barna geta valdið byltingu í heilsugæslu. Sænskur lögreglumaður að störfum Kynþáttafor- dómar hafa löngum loðað við sænsku lögregluna. Spilling kennd í SkóluM Fé vegur þyngra en lög og réttur Peningar geta greitt leið fanga til betra lífs í fangelsum indónesíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.