Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Side 17
þriðjudagur 10. febrúar 2009 17Sport Webber ætlar ekki að létta sig Mark Webber, ökuþór red bull-liðsins í formúlu 1, sagðist í gær ekki ætla að taka þátt í nýja megrunaræðinu í formúlunni. Nýja KerS-kerfið sem mörg liðin ætla að nota vegur um 35 kíló og þar sem heildarþyngd bíls með ökumanni hefur ekkert verið hækkuð hafa sumir ökumenn ákveðið að létta sig á móti nýja kerfinu. þar má nefna menn eins og Kimi raikkonen, fernando alonso, rubens barrichello og Nelson Piquet. „Ég er 75 kíló og ég mun ekki létta mig meira. þetta er sú þyngd sem ég þarf að vera í,“ segir Webber sem er 185 cm á hæð sem er með því hæsta af öllum ökumönn- um í formúlunni. „Vilji menn fá einhvern sem er 70 kíló til að keyra bílinn verður að hafa það. því ef ég væri 70 kíló væri ég vart starfhæfur,“ segir Mark Webber. megson reiður gary Megson, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins bolton, sem grétar rafn Steinsson leikur með, var vægast reiður sínum mönnum eftir 3-0 tapið gegn everton á laugardaginn. Hann hefur varað menn við því að þeir muni leika deild neðar á næsta ári taki þeir sig ekki saman í andlitinu. „þessi leikur var ekkert nema eyðsla á 90 mínútum. Hann var algjör tímasóun og hrein peningasóun að greiða mönnum vikulaun fyrir að undirbúa sig fyrir svona leik,“ segir Megson. uMSjóN: tóMaS þór þórðarSoN, tomas@dv.is / SVeiNN Waage, swaage@dv.is landsbankadeildin Grindavík - KR 91-80 Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 20, Þor- leifur Ólafsson 19, Nick Bradford 17, Helgi Jónas Guðfinnsson 16, Páll Kristinsson 12, Guðlaugur Eyjólfsson 3, Arnar Freyr Jónsson 2, Brenton Birmingham 2 Stig KR: Jón Arnór Stefánsson 21, Jason Douris- seau 19, Jakob Örn Sigurðarson 15, Fannar Ólafsson 6, Skarphéðinn Ingason 5, Pálmi Sigurgeirsson 5, Darri Hilmarsson 4, Helgi Már Magnússon 2 FSu - Keflavík 68–81 Tindastóll - ÍR 117-118 Staðan Lið L U J t M St 1. Kr 17 16 1 1624:1248 32 2. grindavík 17 15 2 1674:1370 30 3. Snæfell 17 11 6 1411:1237 22 4. Keflavík 17 11 6 1465:1300 22 5. uMfN 16 8 8 1294:1365 16 6. Stjarnan 17 8 9 1452:1447 16 7. breiðablik 17 7 10 1327:1477 14 8. Ír 17 7 10 1414:1426 14 9. tindastóll 16 7 9 1306:1361 14 10. fSu 17 6 11 1382:1420 12 11. þór a. 17 4 13 1369:1525 8 12. Skallagr 17 1 16 1055:1597 2 koma á óvart force india-liðið sem reið ekki feistum hesti frá sínu fyrsta ári í formúlu 1 gæti orðið það lið sem kemur hvað mest á óvart á næsta tímabili, segir reynsluboltinn david Coulthard. þá sérstaklega þar sem liðið mun nota vél og gírkassa frá McLaren en með þeim náði Coulthard hvað lengst á ferlinum. „Ég held að force india muni koma öllum á óvart, í alvöru,“ segir skoski ökuþórinn sem sjálfur hætti keppni eftir tímabilið. Coulthard mun nú sinna lýsingum á formúlunni hjá breska ríkissjónvarpinu. „Það var alltaf erfiðara og erfiðara að vera með lið sem hafði aldrei tapað. Þetta á bara eftir að hjálpa okkur fyrir næstu leiki að menn muni þessa til- finningu og viti að sigur er ekki sjálf- sagður hlutur,“ sagði rólegur þjálfari KR, Benedikt Guðmundsson, eftir að ofur-KR-lið hans sætti sínu fyrsta tapi, 91-80, fyrir Grindavík í Röstinni í gærkvöldi. KR hafði fyrir leikinn unnið sextán leiki í röð í deildinni og þar af lagt Grindavík þrisvar á árinu, í báðum bikurum og deildinni. „Við getum spilað betur en í dag,“ sagði sigurreifur þjálfari Grindavíkur, Frið- rik Ragnarsson, við DV eftir leikinn. Komnir til að sigra Það var ljóst strax frá fyrstu mínútu að Grindavík ætlaði að selja sig dýrt. Heimamenn röðuðu niður körfun- um strax í byrjun og eftir tvær þriggja stiga körfur Helga Jónasar Guðfinns- sonar og tvist ofan á það frá Þorleifi Ólafssyni leist Benedikt Guðmunds- syni ekki á blikuna og tók leikhlé. Eftir það skoraði KR sex stig í röð og minnkaði muninn í 19-18. Grind- víkingar létu hins vegar engan bil- bug á sér finna og héldu forystunni út fyrri hálfleikinn nær allan tímann. Hálfleikstölur 50-44. Ekkert gefið eftir Í þriðja leikhluta var það Grindavík sem tók algjör völd á vellinum með mikilli baráttu. Gulir skoruðu 25 stig gegn 18 og leiddu eftir þriðja fjórð- ung, 75-62, og eftir að Grindvíking- ar skoruðu fyrstu körfuna í fjórða leikhluta munaði fimmtán stigum á liðunum. Röstin var þá vöknuð og stemningin í húsi varð meiri með hverri sekúndunni. Hitinn í KR-ing- um var mikill á bekknum þar sem þeim fannst Grindvíkingar fá mikið frá dómurunum, og oft alltof mikið. Endurkoman dugði ekki KR-liðið hefur verið ógnarsterkt í fjórða leikhluta á árinu og var Grind- víkingum ekki farið að lítast á blik- una þegar gestirnir voru búnir að minnka muninn niður í fjögur stig, 79-75. Jakob Örn Sigurðarson var þar kominn með mál KR í sínar hendur og fór nálægt því að leiða KR til full- kominnar endurkomu. Sóknarleikur Grindvíkinga var orðinn að engu á þeim tíma og mátti sjá skelfingarsvip á Grindavíkurhluta pallanna. Heimamenn stóðust þó áhlaupið og þegar Þorleifur Ólafs- son tróð ofan í körfuna, 87-76, ætlaði þakið gjörsamlega af húsinu. Klisja, mikið rétt, en hávaðinn sem mynd- aðist við troðsluna hefði getað knú- ið áfram lítinn Yaris. Grindvíkingar sigldu svo góðum ellefu stiga sigri í höfn, 91-90, og eru nú aðeins tveim- ur stigum á eftir KR í deildinni. Bætir ekki fyrir bikarinn Páll Axel Vilbergsson var stigahæst- ur Grindvíkinga með tuttugu stig í gærkvöldi. „Þetta var góður sigur en hann kemur ekki í staðinn fyrir bik- arleikinn þar sem við lékum eins og hálfvitar. Það var djöfulli sárt að detta út úr honum,“ sagði Páll Axel við DV eftir leikinn í gærkvöldi. „Umræðan hefur verið að hefði KR unnið okkur hér heima myndi það fara taplaust í gegnum mótið. Ég hef þó ekkert verið sammála því. Við sýndum allavega og sönnuðum að við getum unnið KR,“ sagði Páll Axel sáttur. Karlmenn – ekki kisur „Í bikarleiknum vorum við eins og kisur gegn KR en í kvöld vorum við staðráðnir í að sýna að við værum karlmenn og láta finna fyrir okk- ur,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálf- ari KR, við DV eftir leikinn. ,,Á móti svona liði eins og KR getur munað öllu að vilja sigurinn aðeins meira og það var raunin hjá okkur í kvöld. Við getum samt spilað betur, það er al- veg klárt. Við þurftum samt að rjúfa þennan sálfræðilega múr að vinna KR og það tókst,“ sagði Friðrik Ragn- arsson. Graðir Grindvíkingar Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, var sallarólegur eftir leikinn þó hann hefði verið meira og minna á út- opnu meðan á leik stóð. „Mér fannst Grindavíkurliðið alveg rosalega gott í dag,“ sagði Benedikt við DV. „Grind- víkingar voru alveg fluggíraðir í leik- inn. Ég segi kannski ekki að við höf- um verið værukærir á móti en það vantaði eitthvað hjá okkur til að mæta þessari greddu sem var í Grindavík- urliðinu,“ sagði Benedikt sem segir umræðuna um taplaust tímabil KR ekkert hafa farið í sína menn. „Það eru bara blaðamenn aðal- lega sem hafa verið að tala um það. Þetta hefur ekki haft nein áhrif á okk- ur. Þetta snýst um að vinna rétta leiki, það gerðum við ekki í fyrra en ætlum að gera það í ár,“ sagði Benedikt Guð- mundsson. Grindavík varð fyrsta liðið til að sigra KR í gærkvöldi þegar heimamenn lögðu Vest- urbæinga með ellefu stigum, 91-80. „Getum spilað betur,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur. „Sigur er ekki sjálfsagður hlutur,“ sagði Benedikt Guðmunds- son, þjálfari KR. tÓMaS ÞÓR ÞÓRðaRSOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is KR LOKSINS STÖÐVAÐ Sigurinn í höfn þorleifur ólafsson kórónaði flottan leik grindvíkinga með fallegri troðslu. Barátta Hart var barist í röstinni þar sem grindvíkingar höfðu betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.