Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Page 15
þriðjudagur 10. febrúar 2009 15Umræða Hver er maðurinn? „Óskar bjarni Óskarsson.“ Hvað drífur þig áfram? „Ánægjan af því að vinna við áhugamálið sem er handboltinn. Svo er það fjölskyldan.“ Hvar ólstu upp? „Í Seljahverfi.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „það myndi ég segja að væri mexíkóskt lasagna.“ Hvað hefurðu að segja um Ísland í dag í stuttu máli? „þetta eru erfiðir tímar en ég held við ættum að geta unnið okkur út úr þessu. Pólitíkusarnir mættu vera auðmýkri og ábyrgari og biðjast afsökunar. Ég hef meiri trú á þeim sem viðurkenna það þegar þeir gera eitthvað rangt. því miður gera það fáir núna.“ Hvernig er tilfinningin núna? „Hún er frábær þótt það sé alltaf erfitt að spila undanúrslitaleiki og svo tekur gamanið við. það eru forréttindi og gaman að fá að spila í Höllinni.“ Heldurðu að sigurinn sé í höfn? „það segja það margir en það er alls ekki þannig. það þarf að hafa vel fyrir því og andstæðingarnir eru með gott lið og góðan þjálfara. þetta verður örugglega hörkuleikur en við stefnum hins vegar að því að sigra. Við viljum vera fyrsta Valsliðið sem vinnur titilinn tvö ár í röð, það hefur aldrei gerst hérna og yrðu ákveðin tímamót.“ Hefur starf þitt sem aðstoðar- þjálfari í landsliðinu haft einhver áhrif á starf þitt sem aðalþjálfari Vals? „Nei, og ég myndi bara halda að ég hefði öðlast meiri reynslu með því að vera innan um þá bestu. það getur verið erfitt að missa aðalþjálfarann en ég er heppinn með aðstoðarþjálfara og þeir hafa bara gott af því að losna við mig stundum.“ Ætlarðu að gera þetta að árleg- um viðburði að fara með Val í úrslit? „það væri mjög gaman.“ Hver er draumurinn? „draumurinn er að verða Íslands- og bikarmeistari með Val á þessu ári og ná að afreka meira á alþjóðavettvangi með landsliðinu þó að það verði erfitt.“ Finnst þér að Davíð ODDssOn ætti að segja starFi sínu lausu? „já, ekki spurning.“ Hulda Kristjánsdóttir 31 ÁrS þjÓðfræðiNemi „Ég er sjómaður. ef ég stend ekki mína plikt þá er ég rekinn. þannig að mér finnst það bara sjálfsagt.“ Pálmi Guðmundsson 67 Ára SjÓmaður „já, það finnst mér. Seðlabankann skortir allan trúverðugleika út á við.“ Björn EirÍKsson 50 Ára ÍþrÓttakeNNari „já, mér finnst það.“ BErGlEif Gannt joEnsEn 66 Ára VeitiNgamaður Dómstóll götunnar ósKar Bjarni ósKarsson hefur komið sínum mönnum, Valsmönnum, í úrslit eimskipsbikars- ins annað árið í röð. Óskar bjarni er einnig aðstoðarþjálfari hand- boltalandsliðsins og segir það hafa gefið sér mikla reynslu. Frábær tilFinning „Nei.“ sVanur lárusson 36 Ára HúSVörður maður Dagsins Eitt veigamesta hlutverk stjórn- málamanna er að taka ákvarðanir og grípa til aðgerða þegar þess ger- ist þörf. Þetta eru skyldur stjórn- málamanna sem taka sæti í ríkis- stjórn. Með skýrri framtíðarsýn og fumleysi við ákvarðanatöku geta forystumenn leitt þjóð sína áfram – ekki með því að bíða. Þessir þættir í starfi stjórnmálamanna eiga ekki síst við á erfiðum og viðsjárverðum tímum eins og þeim sem við upplif- um nú um stundir. Þá er nauðsyn- legt að höggva á hnúta, taka erfið- ar og óvinsælar ákvarðanir – jafnvel þær, sem geta komið sér illa fyrir þrönga flokkshagsmuni – og bjóða upp á skýra framtíðarsýn. Fráfar- andi ríkisstjórn undir verkstjórn Sjálfstæðisflokksins uppfyllti ekkert þessara skilyrða – þess vegna varð hún að fara frá. Endurreisn seðlabankans Sjálfstæðisflokkurinn reyndist meðal annars ekki fær um að taka á þeim vanda, sem blasti við – að endurreisa traust og trúverðugleika Seðlabankans. Það verður bara gert með skipulagsbreytingum á yfirstjórn bankans. Á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar hefur nýr for- sætisráðherra lagt fram frum- varp til laga um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands. Frumvarpið fel- ur í sér að skipaður verði einn faglegur seðla- bankastjóri í stað nú- verandi þriggja manna bankastjórnar bank- ans. Gerðar verðar hæfiskröfur til seðlabankastjóra. Með ótrúlegum málfundaræfingum í þinginu hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn reynt að persónugera málið í fyrrum formanni sínum, núver- andi formanni banka- stjórnar Seðlabank- ans. En málið er einfalt. Það snýst ekki um per- sónu einstakra bankastjóra. Það snýst um að endur- reisa traust og trúverð- ugleika Seðla- banka Íslands innan- og utan- lands. End- urreisn trúverðugleika Seðlabank- ans er ein af forsendum viðspyrnu íslensks efnahagslífs. Ekki var leng- ur hægt að una við það að þröngir flokkshagsmunir kæmu í veg fyrir þetta þjóðþrifamál. Óbreytt skip- an mála í Seðlabankanum var sem fleinn í ríkisstjórnarsamstarfi Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar og það olli því að ríkisstjórnin gekk ekki nógu samhent til þeirra verka sem nauðsynlegt er að vinna – til dæm- is aðgerða í þágu heimila og fyrir- tækja. Hjól atvinnulífsins og öflug verkstjórn Ríkisstjórn Samfylkingar og VG tekur við völdum við mjög sérstakar aðstæð- ur – aðstæður sem eru Íslending- um framandi. Heimilin og fyrirtæk- in í land- inu eru í miklum vanda vegna erf- iðrar skulda- stöðu og um fimmtán þús- und manns eru nú á atvinnu- leysisskrá. Hjól atvinnulífsins verða því að fara að snúast á nýjan leik. Til þess að það geti gerst verður að endurreisa bankakerfið þannig að það geti farið að dæla súrefni til at- vinnulífsins. Á vettvangi heimil- anna er um að ræða aðgerðir, sem þola enga bið, eins og frumvörp um greiðsluaðlögun, greiðslujöfnun gengistryggðra lána og frestun allra nauðungaruppboða í sex mánuði á meðan reynt verður að tryggja bú- setuöryggi til framtíðar. Fráfarandi ríkisstjórn undir verk- stjórn Sjálfstæðisflokksins tókst ekki að sannfæra fólk um að það þjón- aði ekki almannahagsmunum að boða til kosninga. Hún bauð ekki upp á kjark við ákvarðanatöku og skýra framtíðarsýn – og naut þess vegna ekki lengur trausts landsmanna. Því var nauðsynlegt að mynda ríkisstjórn – í skamman tíma fram að kosning- um – sem nýtur trausts og vinnur þau verk sem þarf að vinna undir öfl- ugri verkstjórn. Enginn uppfyllir betur skilyrðin fyrir því að stýra slíkri rík- isstjórn en núverandi forsætisráðherra. Aðgerðaleysi ekki valkostur kjallari svona er íslanD 1 leyniför davíðs til london Seðlabankinn þegir þunnu hljóði um erindi davíðs Oddssonar til London en hann er þó sagður hafa verið í embættiserindum. 2 davíð er vaknaður einkabílstjóri á svartri bmW-glæsibifreið beið davíðs Oddssonar þegar hann yfirgaf heimili sitt að morgni dags. 3 davíð sagðist vera að fara í læknisskoðun davíð Oddsson forðaðist blaðamann dV með því að fara hringinn í snúningshurð á Landspítalanum. 4 davíð heimsótti mömmu davíð Oddsson seðlabankastjóri fór á vinnutíma í heimsókn til móður sinnar á grandavegi. 5 segir ólaf Klemensson hafa keyrt á sig Hermann Valsson mótmælandi segir hagfræðing Seðlabankans hafa ekið viljandi á sig. 6 Geir þrengdi stöðu jóhönnu Lagaprófessor segir geir Haarde hafa þrengt stöðu jóhönnu Sigurðardóttur með því að hafa ekki áminnt davíð Odds- son sjálfur. 7 Hörður segir davíð móðga þjóðina Hörður torfason er ósáttur við að davíð Oddsson fari ekki að tilmælum forsætisráðherra og hætti störfum. mest lesið á dV.is lúðVÍK BErGVinsson Formaður þingflokks Samfylkingarinnar „Stjórnmálamenn verða að hafa kjark til þess að taka póli- tíska áhættu við þess- ar aðstæður...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.