Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Blaðsíða 12
Samkvæmt alþjóðlegum listum yfir gagnsæi í löndum heims er Indónes- ía í 143. sæti hvað varðar spillingu, er þá miðað við að því lægra sem sætið er því meiri sé spillingin. Sérfræðing- ar eru sammála um að Indónesía sé með spilltustu löndum heims, og er landið á svipuðum slóðum og Simb- abve hvað það varðar. Nú um stundir er spilling enn rótgróin í kerfinu, þrátt fyrir lýðræði í áratug og tilvist nýrrar nefndar sem vinna á gegn spillingu með fulltingi forseta sem heitið hefur að gera baráttu gegn spillingu að sín- um lykilatriðum. Því er svo komið að reyna á nýjar leiðir, og setja upp nýjar vígstöðvar í báráttunni gegn spillingu og hvar er betra að hefjast handa en í mennta- kerfinu. Fréttaritari BBC í Djakarta, Lucy Williamson, kynnti sér málið. „In- dónesíubúar munu segja þér að það þurfi að greiða mútur fyrir nánast allt í lífinu – fá persónuskilríki á ásætt- anlegum tíma, ná ökuprófi, losna við stöðumælasekt, jafnvel til að komast í lögregluna,“ segir Lucy í grein sinni. Á annari hæð framhaldskóla núm- er þrjú í Djakarta stunda nemendur nám í spillingu. Nemendur fræðast um siðfræði og mikilvægi gagnsæis, og er námið hluti af viðamikilli tilraun sem runnin er undan rifjum yfirsak- sóknara landsins sem miðar að því að hafa fyrirbyggjandi áhrif hvað varðar spillingu. Nýtur vinsælda nemenda Fyrirlestrar eru haldnir vikulega og ku vera nútímalegir og gagnvirkir. Bekknum er skipt snyrtilega – strákar til hægri og stúlkur til vinstri – og um leið og nemendurnir hafa skilið um hvað málið snýst geta þeir látið reyna á fræðin með því að versla í „heiðar- leikaverslun“ skólans. Einn viðmælenda Williamson er Dika, sextán ára drengur, og að hans sögn eru flestir nemendur í skólanum heiðarlegir, og aðeins örfáir svindli eða takai hluti úr „heiðarleikaversl- uninni“ án þess að greiða fyrir. En að hans mati má rekja heiðarleikann að miklu leyti til gagnsæisnámskeiðanna sem hann segir að séu mjög góð hug- mynd. „Ég er miður mín vegna þess að Indónesía er álitið eitt af spilltustu löndum heims. Eg myndi vilja breyta því,“ sagði Dika. Sérstakir búningar Antashari Azhar, formaður nefnd- arinnar gegn spillingu, KPK, lagði á það áherslu að aðgreina þurfi þá sem grunaðir eru um spillingu frá öðr- um grunuðum, og tekinn hefur verið í notkun sérstakur búningur fyrir þá sem grunaðir eru um spillingu. Bún- ingarnir eru í bláum og gulum lit og á bakinustendur „PKP varðhaldsfangi“ með stórum stöfum. Þeim sem grunaðir eru um spill- ingu er gert að klæðast þessum bún- ingi á meðan réttað er í máli þeirra, áður en þeir hafa hlotið sýknu- eða sektardóm. „Það er mikilvægt að skilja á milli þeirra sem grunaðir eru um spillingu og annarra grunaðra, því spilling er í eðli sínu óvenjulegur glæpur. Því verður meðferðin að vera óvenjuleg líka. Einn tilgangur bún- ingsins er að valda fráhverfu; sem eins konar skömm fyrir þann sem er í varð- haldi,“ sagði Azhar. Spilling í dómkerfinu „En spilling er svo stór hluti kerfisins, að jafnvel þó þú sért sakfelldur, segja fangar að þú getir engu að síður greitt þér leið í gegnum refsikerfið,“ segir Lucy Williamson í grein sinni. Rahardi Ramelan er einn þeirra sem dvalið hefur innan fangelsisveggja í Indónes- íu sem fullyrðir það, og að hans sögn er spilling geirnegld inn í menningu Indónesíu. Hann var í tæp tvö ár í fangelsi fyr- ir spillingu og tjáði Lucy Williams að ef þú hefðir fé þá gætirðu ekki að- eins greitt fyrir þægilegra lífi innan rimlanna, heldur væri einnig líklegra að þér yrði slepp lausum á réttum tíma. „Þú getur ekki stytt afplánunina. En ef þú átt pening þá verður afplánun þín samkvæmt reglum,“ sagði Ramel- an, en að hans sögn er líklegt að þú þurfir að dvelja einum, tveimur, þrem- ur eða fjórum mánuðum lengur á bak við lás og slá ef þú átt ekki pening. „Því kerfið er ekki mjög skilvirkt,“ sagði Ra- hardi Ramelan. Takmörkuð trú á kerfið Sögur á borð við þessa hafa vakið kröf- ur í Indónesíu um aðskilin fangelsi fyrir þá sem dæmdir hafa verið fyrir spillingu, og jafnvel kröfur um dauða- refsingu þeim til handa. En í Indónesíu hefur spilling skot- ið rótum svo víða að verulega hefur grafist undan trú almennings, ekki bara gagnvart fangelsiskerfinu, held- ur einnig gagnvart lögreglu og dóm- stólum. Það er kannski ekki að undra í ljósi þess að í janúar var vel þekkt- ur þingmaður dæmdur fyrir spillingu og afplánunar fangelsisvistar. Þar var um að ræða Al-Amin Nasution, og var hann sakfelldur fyrir að hafa þeg- ið mútur vegna verndaðs skógarsvæð- is í Riau-héraði í Indónesíu. Múturnar þáði hann af embættismönnum í Riau sem vildu byggja upp nýja höfuðborg héraðsins þar sem skógurinn stóð. Dómurinn yfir Al-Amin Nasution er af mörgum álitinn teikn um breytta tíma í baráttunni gegn spillingu í In- dónesíu, en það er aðeins hin síðari ár sem lykilpersónur hafa verið sóttar til saka fyrir spillingu sem til dæmis hef- ur snúið að eyðingu skóga þar í landi. Auk þess hefur spillingnefndin í auknum mæli beint spjótum sín- um að þingi landsins, og hfa hand- tökur og símahleranir innan þingsins gert kjörna embættismenn Indónesíu taugaveiklaða og ljóst þykir að þingið nýtur engrar friðhelgi þegar kemur að spillingu. Raunveruleikinn annað en skóli Á meðal þeirra verkefna sem nem- endum í framhaldsskóls númer þrjú í Djakarta er gert að inna af hendi er að takla próf án eftirlitsmanns, og er það hluti af heiðarleikaverkefninu. En það er eitt að treysta börnum til að hvorki svindla né bjóða mútur innan veggja kennslustofunnar. Hið raunverulega próf hefst þegar komið er út í lífið sjálft, líf í landi þar sem spilling er samtvinn- uð þjóðarsálinni og menningunni, og teygir jafnvel anga sína inn í flestar stofnanir hins opinbera. Orðrómur um spillingu innan þings landsins hefur lifað góðu lífi um árabil, og ónafngreindur þingmaður trúði Lucy Williamson fyrir því í ágúst á síðasta ári að hann hefði ekki leng- ur hátt um hver starfi hans væri. Hann sagði að það væri betra að þykjast vera rithöfundur, en viðurkenna að hann væri þingmaður, annars yrði hann bara sakaður um eitt eða annað. þriðjudagur 10. febrúar 200912 Fréttir Spilling kennd í Skólum Yfirsaksóknari Indónesíu hefur ýtt úr vör með verkefni til að takast á við rótgróna og víðfeðma spillingu í landinu, sem er eitt það spilltasta í heiminum. Trú almennings á kerfið er ekki upp á marga fiska og ekki að undra í ljósi þess að nýlega var þekktur þingmaður dæmdur í átta ára fangelsi fyrir mútuþægni. Spillingarfræði verður kennd í skólum landsins. „Þú getur ekki stytt afplánunina. En ef þú átt pening þá verður afplánun þín sam- kvæmt reglum.“ KolbeiNN þoRSTeiNSSoN blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Skógarhögg undanfarin ár hafa æ fleiri embættismenn verið ákærðir fyrir spillingu sem snýr að vernduðum skógarsvæðum. Framboðsauglýsing embættis- menn í indónesíu horfast í augu við að njóta ekki lengur friðhelgi hvað varðar spillingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.