Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Page 6
ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 20096 Fréttir
María Guðbjörg Kristjánsdóttir missti bílinn sinn eftir að afborganir hækkuðu úr 20
þúsundum í 58 þúsund krónur á mánuði. María er gigtveikur öryrki og á erfitt með að
fara út án bíls þegar kalt er. Hún var með bílalán hjá Lýsingu og er ósátt við að ekki
hafi verið komið til móts við hana þegar hún bauðst til að sýna lit og greiða hluta
upphæðarinnar. Lýsing krefur Maríu nú um 2,4 milljónir króna.
„Ég fékk bara algjört áfall og hugsaði:
Hvað á ég eiginlega að gera?“ segir
María Guðbjörg Kristjánsdóttir. Lýs-
ing tók af henni bílinn eftir að hún
átti ekki fyrir afborgununum sem
höfðu hækkað úr tuttugu þúsund-
um í tæp sextíu þúsund á mánuði.
„Ég bað um að fá að sýna lit og borga
25 til 30 þúsund á mánuði til að þetta
færi ekki allt í vanskil en þeir höfn-
uðu öllu og tóku bílinn. Ég er ofboðs-
lega reið í garð Lýsingar,“ segir hún.
Reyndi að semja
María keypti Skoda Octavia-bifreið ár-
gerð 2006 á myntkörfuláni hjá Lýsingu
í maí 2007. Kaupverð var 1,7 milljón-
ir. Guðbjörg er öryrki og fékk 250 þús-
und króna styrk frá Tryggingastofnun
til að greiða inn á bílinn. Hún tók því
lán upp á tæpar 1,5 milljónir.
Mánaðarlegar greiðslur voru í
upphafi rúmar 20 þúsund krónur
og hefðu átt að vera það út tímabil-
ið samkvæmt samningi. Breytt efna-
hagsástand leiddi hins vegar til þess
að afborganirnar voru komnar upp í
tæpar 60 þúsund krónur í október.
„Ég borgaði nóvembergreiðsluna
en í desember hugsaði ég með mér
að nú gæti ég ekki meir. Ég talaði síð-
an við þá í byrjun janúar,“ segir María
en þá voru greiðslur þegar komnar í
vanskil.
Spurð af hverju hún hefði ekki tal-
að við Lýsingu fyrr segir hún: „Ég var
alveg ákveðin í að ég ætlaði ekki að
láta þetta fara með mig því ég þarf
nauðsynlega á bíl að halda.“
Þarf far í Bónus
María er gigtarsjúklingur og því fer
kuldinn illa í hana. „Ég versna ef það
er mikill kuldi,“ segir hún. Eftir að
hún missti bílinn hefur hún því lítið
farið út úr húsi. „Ég tek þetta mjög
nærri mér,“ segir María. Hún reyn-
ir að fá vinkonu sína til að keyra sig,
til dæmis ef hún þarf að kaupa í mat-
inn.
„Ég versla alltaf í Bónus því það er
ódýrast en búðin er of langt í burtu
til að ég geti haldið á pokunum heim.
Það færi alveg með mig. Hérna hin-
um megin á horninu er 10-11-versl-
un en ég get ekki verslað þar því ég
hef ekki efni á því,“ segir hún.
Lykill sem aldrei var afhentur
Eftir að Lýsing tók bílinn var María
rukkuð enn frekar. Gerð var tjóna-
skoðunarskýrsla þar sem kemur
fram að þurrkublað sé skemmt að
aftan, lakk sé misþykkt á hurðum og
að stuðari sé laus eða skemmdur að
framan. Alls þarf María því að greiða
rúmar 300 þúsund krónur í viðgerðir.
„Þarna er líka sett út á að það sé bara
einn lykill en ég fékk bara einn lykil
frá þeim þegar ég keypti bílinn,“ segir
hún en lykillinn kostar rúmar 30 þús-
und krónur.
María þarf að greiða rúmar 40
þúsund krónur fyrir nýja hjólbarða
en hún segir að þegar Lýsing tók bíl-
inn hafi hún látið fylgja með kvitt-
un fyrir því að vetrardekkin væru í
geymslu hjá N1 og því hefði aðeins
þurft að sækja þau þangað en ekki
kaupa ný.
Milljón í afföll
Samkvæmt uppgjöri Lýsingar við
Maríu tekur Lýsing bílinn upp í
skuldina á 836 þúsund, tæplega
milljón minna en hún keypti bílinn
á fyrir tveimur árum. Hún skuldar
Lýsingu nú 2,4 milljónir.
Starfsfólk Lýsingar svaraði ekki
skilaboðum blaðamanns DV við
vinnslu fréttarinnar. Samkvæmt
upplýsingum á vef fyrirtækisins geta
aðeins viðskiptavinir sem eru í skil-
um fengið greiðslubreytingu á lán-
um.
bíllinn hirtur og
skuldin hækkuð
„Ég tek þetta mjög
nærri mér.“ERLa HLynsdóttiR
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Bíllaus í skuld María Guðbjörg Kristjánsdóttir
keypti bíl á 1,7 milljónir fyrir tveimur árum á
myntkörfuláni hjá Lýsingu. María skuldar Lýsingu
nú 2,4 milljónir og á engan bíl. Mynd HEiða HELGadóttiR
Síginn grásleppa og
saltfiskur alla daga
50% afsláttur á kvöldinn
af sjávarréttahlaðborðinu
Kr. 1.300 (áður 2.600)
Grandagarði 9 l 101 Reykjavík
Sími 517 3131 l sjavarbarinn.is
sjvarbarinn@gmail.com
Alltaf
góður!
10 bita tilboð
orðin
n
3795,- KR.
dánarorskök
óljós
Bráðabirgðaniðurstaða krufning-
ar hefur ekki leitt í ljós hvað dró
konu á fertugsaldri til dauða en
konan fannst látin í Kapelluhrauni
á fimmtudag.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu er rannsókn lögreglu á
málinu viðamikil og enn í fullum
gangi. Aðilar tengdir hinni látnu
og sambýlismaður hennar hafa
verið kallaðir til. Lögregla hefur
einnig rætt við fólk sem þekkir til í
Kapelluhrauni en hin látna fannst
í dúfnakofa í hrauninu.
Eins og áður hefur komið fram
var sambýlismaður hinnar látnu
úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20.
febrúar. Enginn annar hefur verið
handtekinn í tengslum við málið.
davíð hitti marga
Mikil leynd hefur hvílt yfir ferð
Davíðs Oddssonar seðlabanka-
stjóra til London en hann sneri
aftur þaðan til Íslands á fimmtu-
daginn í síðustu viku. Samkvæmt
upplýsingum frá Seðlabankanum
var þetta árleg ferð sem Davíð fór
í og var hún ákveðin með löngum
fyrirvara. Davíð hélt utan laugar-
daginn 31. janúar og sótti árlega
fundi með helstu viðskiptabönk-
um Seðlabanka Íslands erlendis.
Þau svör fengust frá Seðlabank-
anum að á dagskrá ferðarinn-
ar hefðu verið fjölmargir fundir
með helstu viðskiptabönkum
Seðlabanka Íslands erlendis og
að bankastjórinn hefði hitta ýmsa
fulltrúa þessara banka. DV fór
fram á ítarlega útlistun á dagskrá
þessara funda og lista yfir þá sem
Davíð átti fundi með í London.
Undir kvöld höfðu engin svör
borist við þeirri fyrirspurn frá
Seðlabanka Íslands.
„Ég er bara utan flokka. Í sjálfu sér
þarf ekki að vera neitt framhald af
því. En ef til þess kemur verður það
lýðnum ljóst,“ segir Jón Magnússon
þingmaður. Við upphaf þingfundar í
gær tilkynnti Jón að hann hefði sagt
sig úr Frjálslynda flokknum.
Hann segist ekki hafa tekið
ákvörðun um hvort hann gefi kost á
sér fyrir annan flokk í komandi al-
þingiskosningum. „Ég hef ekki verið
með neina stefnu í þeim málum. Það
er eins og þeir segja á íþróttamáli: Ég
tek bara einn leik í einu,“ segir Jón.
Í síðasta helgarblaði DV tilkynnti
Jón að hann ætlaði ekki að gefa kost
á sér fyrir frjálslynda í næstu kosn-
ingum. Þá var hann þó enn skráður
í flokkinn og ætlaði að gera upp hug
sinn um helgina.
Jón hafði ekki tilkynnt formanni
flokksins, Guðjóni Arnari Kristjáns-
syni, ákvörðun sína áður en viðtalið
birtist í DV og enn hafa þeir ekki rætt
saman. Jón segir að hann hafi áður
gert Guðjóni grein fyrir óánægju
sinni en í viðtalinu sagði Jón: „Það
er ekki hægt að bjóða sig fram fyrir
flokk þar sem allt er í vitleysu.“
„Ég var búinn að gera honum
grein fyrir helstu óánægjuatriðum
sem um var að ræða og að ég teldi
ekki unnt að halda áfram störfum
ef ekki yrði gerð breyting á. En ég
hef verið á skrifstofunni minni niðri
á þingi þar sem um tíu skref eru á
milli okkar. Ef hann hefði viljað ræða
við mig var það auðveldasti hlutur í
heimi að banka upp á,“ segir Jón.
erla@dv.is
Jón Magnússon hefur ekki ákveðið hvort hann fer í framboð:
föstudagur 6. febrúar 200910 Fréttir
„Ég mun ekki gefa kost á mér aft-
ur fyrir Frjálslynda flokkinn. Það
er ekki hægt að bjóða sig fram fyrir
flokk þar sem allt er í vitleysu,“ segir
Jón Magnússon, þingflokksformaður
Frjálslynda flokksins, sem segist hafa
ákveðið síðasta vor að gefa ekki kost
á sér fyrir hönd flokksins í næstu al-
þingiskosningum. „Þá grunaði mig
reyndar ekki að það yrði svona stutt
í þær,“ segir hann.
Þegar blaðamaður DV ræddi við
Jón í gær hafði hann ekki tilkynnt
forystu Frjálslynda flokksins þessa
ákvörðun sína: „Nei, ég hef ekki gert
það.“ Spurður um hvernig hann telji
forystuna taka þessum fregnum seg-
ir hann: „Það er hennar vandamál en
ekki mitt.“
Skortur á stefnufestu
Jón segir að hann telji Frjálslynda
flokkinn ekki baráttuvettvang fyr-
ir þau hugsjónamál sem hann ber
mest fyrir brjósti. „Í fyrsta lagi hefur
mér fundist að það skorti á eðlilega
eindrægni eða stefnufestu í störfum
flokksins. Þar er mikið ósamlyndi
sem ég sé ekki fram á að sé að leys-
ast eða muni leysast undir núverandi
forystu,“ segir hann.
Að sögn Jóns hafa aðrir flokkar
ekki leitað til hans um liðsinni fyrir
kosningarnar: „Nei, enginn.“
Hann útilokar hins vegar ekki
að hann gefi kost á sér fyrir annan
flokk. „Það hef ég ekki tekið ákvörð-
un um. Það er ekki á dagskrá enda ef
svo væri myndi ég ganga úr flokkn-
um þegar í dag. En að sjálfsögðu get-
ur maður sem hefur áhuga á póli-
tík ekki útilokað að hann muni hafa
einhver afskipti af þjóðmálum,“ segir
Jón sem enn er skráður í Frjálslynda
flokkinn.
Nú um helgina ætlar Jón að funda
með vinum sínum og stuðnings-
mönnum og fara yfir málin. „Ég reikna
með að eftir þá fundi skýrist hvaða af-
staða verður tekin,“ segir hann.
Spurður hvort honum finn-
ist heiðarlegt að hafa haldið áfram
störfum fyrir flokkinn í tæpt ár eft-
ir að hafa ákveðið að bjóða sig ekki
aftur fram fyrir hönd hans í alþingis-
kosningum segir Jón: „Ég hef unnið
af miklum heilindum innan flokks-
ins að þeim málum sem við bárum
fram í kosningabaráttunni og hef
unnið meira að því heldur en flest-
ir aðrir að byggja upp flokksstarfið.
Ég hef ekki farið á bak við einn eða
neinn.“
Hann segist ekki vita hvort aðrir
þingmenn flokksins hafi tekið við-
líka ákvörðun. „Ég skal ekkert segja
um það. Ég hef ekkert verið að hafa
samband við einn eða neinn varð-
andi þetta atriði.“
Sat undir árásum
Samstarfserfiðleikar innan Frjáls-
lynda flokksins eiga stóran þátt í
ákvörðun Jóns. „Innan flokksins
hafa verið illvígar deilur og leiðindi,
þar sem meðal annars hafa kom-
ið fram svívirðingar og rógur í garð
minn og minna félaga. Þetta er það
sem ég hef mátt sæta frá því ég gekk
fyrst til liðs við flokkinn þó ég hafi
aldrei leitað eftir öðru en að byggja
upp flokksstarfið,“ segir Jón.
Kristinn H. Gunnarsson, þing-
maður Frjálslynda flokksins, hefur
meðal annars vænt Jón um að ætla
að yfirtaka flokkinn í óþökk sitjandi
formanns:
„Ég hef þurft að sæta endalaus-
um árásum og manni er borið á
brýn að standa í einhverju sem á
ekki við rök að styðjast. Það hef-
ur til dæmis aldrei hvarflað að mér
að fara gegn sitjandi forystu þó mér
þyki fyllilega tímabært að gera þar
breytingar,“ segir Jón.
Guðjón Arnar Kristjánsson,
formaður flokksins, hefur þó löng-
um blásið á umræðu um átök inn-
an flokksins. Í fyrra var Jón gerð-
ur að þingflokksformanni eftir að
miðstjórn beindi þeim tilmælum
til þingflokksins að Kristinn H.
Gunnarsson yrði látinn víkja úr
því sæti. Þá höfðu varaformaður-
inn Magnús Þór Hafsteinsson sem
og stjórn Ungra frjálslyndra lýst
vantrausti á Kristin. Guðjón Arnar
sagði hins vegar að Kristinn sætti
einelti.
Landsþing Frjálslynda flokksins
verður haldið í mars og er Jón von-
lítill um að forystan verði þar end-
urnýjuð þar sem ætlun formanns-
ins sé að halda það í Stykkishólmi
en ekki á höfuðborgarsvæðinu
eins og alltaf hefur verið gert. „Það
er meiningin að fara með Lands-
þingið sem lengst í burtu frá fjöld-
anum þannig að sem fæstir geti
mætt og minnka þannig möguleik-
ann á því að þetta verði fjölmennt
og glæsilegt þing,“ segir hann.
Fortíð innan Sjálfstæðis-
flokksins
Ágreiningur um málefnin hefur
einnig gert Jón fráhuga því að bjóða
sig aftur fram fyrir hönd flokksins.
Jón segir að þar sé ekki eining um
verðtryggingu, gjaldmiðilinn, frelsi
á innflutningi og hvað þá kvóta-
málum. „Það er ekki vilji, allavega
ekki meðal þingmanna Norðvestur-
kjördæmis, að hverfa frá núverandi
kvótakerfi. Það er eiginlega það sem
hafði úrslitaáhrif um að ég sá ekki
flöt á því að gefa áfram kost á mér til
áframhaldandi starfa,“ segir hann.
Jón var formaður Heimdallar
á sínum yngri árum og kom fyrst
inn á þing sem varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins árið 1984. Síð-
ar stofnaði hann stjórnmálahreyf-
inguna Nýtt afl ásamt öðrum sjálf-
stæðismönnum sem voru ósáttir
við sjávarútvegsstefnu flokks-
ins. Nýtt afl kom engum manni
inn á þing í kosningunum 2003
og hreyfingin sameinaðist síðan
Frjálslynda flokknum fyrir síðustu
alþingiskosningar.
Spurður hvort ekki liggi beinast
við að hann gangi nú aftur til liðs
við Sjálfstæðisflokkinn segir Jón:
„Það hefur sennilega enginn þing-
maður gagnrýnt Sjálfstæðisflokk-
inn jafn mikið og ég á þessu þingi.
Það liggur því ekkert beint við. Ég
hef ítrekað tala um að hann hafi
vikið frá stefnu sinni þegar hann
var raunverulegur þjóðarflokkur,“
segir Jón sem skilur nú skilið við
Frjálslynda flokkinn.
„Það er ekki hægt að
bjóða sig fram fyrir
flokk þar sem allt er í
vitleysu.“
Jón Magnússon
YFIRGEFUR
FRJÁLSLYNDA
Illvígar deilur Jón Magnússon segir
illvígar deilur innan frjálslynda flokksins
koma í veg fyrir uppbyggjandi málefna-
starf og að þörf sé á nýrri forystu.
Mynd KrIStInn MagnúSSon
Erla HlynSdóttIr
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Tekur einn leik í einu
DV 6. febrúar 2009