Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Blaðsíða 22
þriðjudagur 10. febrúar 200922 Fólkið Kanadíska hljómsveitin Major Maker sendi frá sér stuttskífuna Funky Lady á dögunum, en hún kemur út hér á landi í dag. Lagið Funky Lady mátti upprunalega finna á sjálftitlaðri sólóplötu meistara Gunnars Þórðarsonar frá árinu 1975. Forsprakki sveit- arinnar heitir Lindy Vopnfjord og er Vestur-Íslendingur í þriðja ættlið og fékk íslenska tónlist beint í æð er hann ferðaðist víða um Kanada ásamt foreldrum sínum og hinni rammíslensku sveit Ríó Tríó. Major Maker spil- aði einnig með Sprengjuhöllinni á ferð þeirra um Kanada fyrir ári. Með tökulið í eftirdragi Rithöfundurinn Óttar Norð- fjörð hefur söðlað um og situr nú sveittur við skriftir að kvik- myndahandriti. Handritið er að íslenskri hryllingsmynd en þær hafa ekki verið margar í gegn- um tíðina. Þetta ku vera fyrsta kvikmyndahandrit rithöfundar- ins en hann hefur áður gefið út ljóðabækur, tvær spennusögur, ævisögu og teiknimyndabók. Auk þess að vera handrits- höfundur væntanlegrar hryll- ingsmyndar mun Óttar sjálf- ur setjast í leikstjórastólinn. En Óttar lætur ekki þar við sitja því hann er einnig einn af framleið- endum hennar. Val á leikurum er komið vel á veg en ekki hef- ur verið staðfest hvenær fram- leiðsla myndarinnar hefst. Óttar sló í gegn fyrir tveimur árum er hann gaf út fyrsta bindi af ævisögu Hannesar Hólm- steins og síðan spennusöguna Hnífur Abrahams. Bókin vakti gífurlega athygli og keypti fram- leiðslufyrirtækið Zik Zak réttinn að handritinu. Þá var útgáfu- réttur Hnífs Abrahams seldur útgáfufyrirtæki í Hollandi fyrir áramót. Fyrir jól kom út önnur bók hans, Sólkross, sem einnig gerði það gott. upprisa funky lady Óttar Norðfjörð rithöfundur söðlar um: Ásdís RÁn: allt í öllu Óttar Norðfjörð skrifar nú handrit að íslenskri hryllings- mynd sem hann ætlar sér einnig að leikstýra og framleiða að hluta. „Það er tökulið búið að fylgja mér eftir í mínu daglega lífi síðustu daga og svo verða þættirnir sýndir í mars,“ segir fyrirsætan og athafnakonan Ás- dís Rán Gunnarsdóttir. Ásdís verður stjarnan í raunveruleikaþættinum Footballer’s Wife í mars í Búlgaríu en Ásdís er gríðarlega vinsæl þar í landi. „Það verða fjórir þættir með mér og svo byrjar ný sería með annarri stelpu,“ segir Ásdís en eiginmaður hennar Garðar Gunnlaugsson spil- ar með meistaradeildarliðinu CSKA Sofia í Búlgaríu. Þrátt fyrir allar vinsældirnar og athyglina sem Ásdís hefur fengið eftir að hjónin ásamt tveimur börn- um sínum fluttu til Búlgaríu í haust viðurkennir hún að finnast ennþá hálfóþægilegt að láta myndatöku- menn elta sig allan daginn. „Þættirn- ir fjalla bara um mig og fjölskylduna og myndatökuliðið hefur fylgt mér eftir um allt. Mér líður samt hálfpart- inn eins og hálfvita að hafa þá alltaf í eftirdragi en maður venst því samt smám saman.“ Ásdís er einkar eftirsótt sem fyr- irsæta og sjónvarpsþáttaefni í Búlg- aríu en henni var einnig boðið að taka þátt í einum vinsælasta sjón- varpsþætti Búlgaríu, VIP Big Broth- er. „Þetta eru rosalega vinsælir þætt- ir hérna en ég reyndar sagði nei. Það hefði kannski verið skemmtilegt ef maður ætti ekki fjölskyldu en maður þarf að vera innilokaður í einhverju húsi í heilan mánuð ef maður kemst áfram í þættinum og í engu sam- bandi við umheiminn. Ég er orðin rosalega fræg hérna og þarf ekkert á þessum þætti að halda,“ segir Ásdís sem hefur í nógu að snúast. „Ég er að fara í myndatökur í búlgarska Max- im í næstu viku. Ég ákvað að taka það fram yfir FHM-tímaritið því Maxim hérna er miklu flottara og gæðalegra tímarit.“ Þó Maxim sé sannkallað karla- tímarit ætlar Ásdís þó ekki að fletta sig öllum klæðum í myndatökunni. „Nei, alls ekki. Þetta verða í mesta lagi einhverjar bikinímyndir og bara svona settlegar en sexí myndir eins og ég hef verið að gera hingað til. Engin brjóst eða neitt þannig.“ Nú þegar hafa búlgarskir fjölmiðl- ar greint frá því að Ásdís hafi óskað eftir tíu þúsund evrum, sem sam- svarar rúmlega einni og hálfri millj- ón króna, fyrir myndirnar en venj- an sé að Maxim greiði aldrei meira en helming þeirrar upphæðar fyrir flottustu búlgörsku módelin og því sé tímaritið í samningaviðræðum við íslensku fyrirsætuna. Ásdís hlær hins vegar að fréttinni þegar blaðamað- ur ber þetta undir hana enda segir hún búlgarska fjölmiðla sífellt búa til fréttir um hana. „Þetta er alls ekki rétt. Ég er auðvitað búin að gefa upp einhverja upphæð fyrir myndatök- urnar en Maxim hefur ekkert reynt að lækka hana eða neitt svoleiðis. Það er löngu búið að titla mig sem dýrasta módelið í bænum. Ætli það hafi ekki bara verið einhver hjá Max- im sem lýgur þessu í fjölmiðla til að hæpa upp myndatökuna svo blaðið seljist betur. Það er mjög algengt hér í Búlgaríu.“ Ásdís kveðst lítið hafa séð af Garð- ari eiginmanni sínum eftir að fjöl- skyldan kom aftur heim til Búlgar- íu eftir jólafríið á Íslandi. „Garðar er búinn að vera í æfingabúðum síð- an við komum út og ég hef eiginlega ekkert séð hann. Hann er bara búinn að koma heim í tvo daga síðan í byrj- un janúar. En ég er nýkomin með au pair sem aðstoðar mig með krakkana sem hjálpar mikið meðan Garðar er í burtu.“ Ásdís stefnir að því að setja Foot- baller’s Wife-þættina inn á nýja og endurbætta heimasíðu sína, asdis- ran.com. „Ég er að vinna í því að gera síðuna miklu stærri og öflugri og ein- beita mér frekar að heimasíðunni en blogginu. Það verður væntanlega hægt að fylgjast með þáttunum um mig á heimasíðunni minni í mars,“ segir hin farsæla fegurðardís að lok- um. krista@dv.is Ásdís rán Gunnarsdóttir hefur undanfarið verið hundelt af tökuliði sem myndar daglegt líf hennar fyrir raunveruleikaþáttinn footballer’s Wife í Búlgaríu. Á næstunni hyggst hún svo sitja fyrir í búlgarska maxim sem hún tók fram yfir karlatímaritið fhm. að auki hefur henni verið boðin þátttaka í búlgarska Big Brother-sjónvarpsþættinum. Hefur varla séð eiginmanninn á nýju ári garðar gunnlaugsson hefur verið í æfingabúðum frá því í byrjun janúar og hefur Ásdís rán því eingöngu tvisvar hitt sinn heittelskaða eftir að þau snéru heim t il búlgaríu úr jólafríi á Íslandi. Dýrasta módelið í bænum „það er löngu búið að titla mig sem dýrasta módelið í bænum,“ segir Ásdís rán en búlgarskir fjölmiðlar hafa haldið því fram að hún óski eftir rúmri einni og hálfri milljón króna fyrir myndatökur í karlatíma- ritið Maxim á næstu dögum. svitnar yfir hryllingi Stuttmyndin Naglinn eftir Bene- dikt Erlingsson fékk frábærar viðtökur á einni stærstu stutt- myndahátíð heims, Clermont Ferrand í Frakklandi, um síð- ustu helgi. Þar hlaut Naglinn sérstaka viðurkenningu, Special Mention, og var jafnframt valinn í flokk átta bestu mynda sem sýndar verða Parísarbúum eftir hátíðina. Benedikt var á staðn- um til að veita viðurkenning- unni móttöku. Mikið hefur verið fjallað um Naglann í frönskum fjölmiðlum og þegar er búið að selja myndina til Frakklands, Spánar, Ástralíu og Póllands. Þá hefur RÚV fest kaup á verkinu og verður myndin væntanlega sýnd á vormánuðum þar á bæ. Meðal þeirra bestu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.