Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Page 14
rlög Davíðs Oddsson-
ar seðlabankastjóra eru
lýsandi dæmi um það
einelti sem brotist getur út
á viðsjárverðum tímum.
Davíð hefur af alúð rækt starf sitt,
sem hann skipaði sjálfan sig til, en
því miður hrundi hagkerfið. Hrun-
ið getur ekki verið Davíð að kenna,
enda söng hann aldrei þennan út-
rásarsöng, eins og hann orðaði það
sjálfur. Þá hefur hann margoft varað
við bankakrassinu en Geir Haarde,
fyrrverandi forsætisráðherra, hlust-
aði ekki fremur en aðrir. Þótt sjálfur
hafi Davíð haldið því fram í skýrslu
Seðlabankans að fjármálakerfið
stæði „traustum fótum“ nokkrum
mánuðum fyrir hrun þá var það
aðeins til að ala ekki á ótta þjóðar-
innar.
Nú er svo komið að ríkis-stjórn-
in, sem Davíð
veitti forstöðu,
er fallin og ný
stjórn virðist
aðeins hafa það
eina markmið að
koma honum út úr
bankanum. Heilög
Jóhanna Sigurð-
ardóttir hefur lagt
upp í krossferð gegn
bankastjóranum sem
hafði skipað sjálfan sig án
uppsagnarákvæðis til sjö ára.
Það er ótrúlega ósvífið af
forsætisráðherranum
að leyfa sér þá ósvinnu
að biðja Davíð að hætta
átakalaust. Hafi Jóhanna
eitt andartak látið sér
detta í hug að hann
ætlaði að láta skáka sér
þannig úr starfi skilur
hún ekki uppbygg-
ingu valdakerfisins.
Davíð er konungur
en ekki þý sem læt-
ur hrekja sig frá
kjötkötlunum.
Hulduher heilagrar Jó-hönnu stillti sér upp við Seðlabankann í gærmorg-un til að fyrirbyggja að
Davíð kæmist að skrifborði sínu til
að stilla af stýrivexti og sinna öðr-
um skyldum í þágu lýðveldisins. En
Davíð sá við mótmælendunum og
fór heim til mömmmu sinnar. Þetta
er einmitt það sem fórnarlömb ein-
eltis gera. Þau leita í skjól hjá for-
eldrum sínum. Davíð hefur langa
reynslu af einelti. Hann barðist við
hóp öryrkja sem veittist að honum
með orðum sem saman urðu að
grófum athugasemdum. Til að fá frið
fyrir þeim ógnvöldum tilveru sinnar
lofaði Davíð að láta þá hafa peninga.
Eineltið hætti en hófst svo af fullum
þunga aftur þegar fórnarlambið
sveik kvalara sína um peningana. Þá
sagði Davíð að þeir gætu leitað rétt-
ar síns fyrir dómstól-
um.
Nú er sama sagan uppi nema ofsækjendurnir eru margfalt grimmari og valdameiri. Þeir eru Golíat
en Davíð er Davíð. Seðlabankinn er
fjallið. Eineltisfórnarlambið hefur
afráðið að fara sömu leið og Gand-
hi forðum. Í þögulum mótmælum
sínum gegn ofríkinu sest Davíð nið-
ur í Svörtuloftum og neitar að fara.
Líkt og Gunnar á Hlíðarenda forð-
um mundar hann boga sinn gegn
krossförum heilagrar Jóhönnu. En
það er við ofurefli að etja og íslenska
þjóðin fylgist agndofa með baráttu
hins smáða við heila ríkisstjórn.
Og enginn veit hvernig þau ósköp
munu fara. Maðurinn sem sigraði
öryrkjana og alla hina er nú í sinni
hörðustu glímu,
ofsóttur af heil-
agleikanum.
Ofsóttur af
heilagleika
svarthöfði
þriðjudagur 10. febrúar 200914 Umræða
spurningin
„Nei, ég sá
hann sem
betur fer ekki.
Mér leiðist að
sjá menn sem
eru á flótta og
hræddir við allt
í kringum sig.“
Kristinn
Snæland
leigubílstjóri
er alltaf á
ferðinni í
reykjavíkurborg en sá ekki davíð
Oddsson seðlabankastjóra í gær er
hann keyrði krókaleiðir um borgina og
forðaðist blaðamann dV.
kristinn, sást
þú Davíð í gær?
sandkorn
n Við stjórnarmyndunarvið-
ræðurnar á dögunum gerðist
ýmislegt að tjaldabaki sem ekki
hefur orðið opinbert. Meðal
annars var rætt við Guðjón A.
Kristjánsson, formann frjáls-
lyndra, um
að flokkur
hans yrði
beinn aðili
að ríkis-
stjórninni.
Þá átti Guð-
jón að verða
sjávarút-
vegsráð-
herra en hann er hvað fróð-
astur um kvótakerfið og önnur
sjávarútvegsmál. Hætt er við að
farið hefði um sægreifa lands-
ins, enda Guðjón jafnframt
hatrammur andstæðingur kerf-
isins. Þeim til léttis varð ekki af
ráðherradómi Guðjóns.
n Vegna ólgunnar innan Frjáls-
lynda flokksins og brotthvarfs
Jóns Magnússonar af fram-
boðslista
flokksins
er talið að
Guðjón A.
Kristjáns-
son for-
maður sé að
hugsa sinn
gang. Opið
boð stendur
um að Vestfjarðagoðinn gangi í
Samfylkinguna og styrki þannig
flokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Þeir sem gerst þekkja telja að
raunhæfur möguleiki sé á að af
þessu verði í ljósi þess að Frjáls-
lyndi flokkurinn stendur í ljós-
um logum.
n Sífellt fækkar í röðum fram-
sóknarmanna sem náðu kjöri á
Alþingi í síðustu þingkosning-
um og ætla
sér að halda
áfram. Nú
mun ljóst
að Valgerð-
ur Sverris-
dóttir ætlar
að draga
sig í hlé
þegar kosið
verður 25. apríl. Búist er við að
hún tilkynni þetta á aukakjör-
dæmisþingi framsóknarmanna
í Norðausturkjördæmi á laug-
ardaginn. Þar með hverfur á
braut fjórði af sjö þingmönnum
flokksins sem náðu kjöri fyrir
tæpum tveimur árum.
n Margir velta fyrir sér þrjósku
Davíðs Oddssonar seðlabanka-
stjóra við að hlýða tilmælum Jó-
hönnu Sigurðardóttur forsæt-
isráðherra
og yfirgefa
Seðlabank-
ann. Vitað
er að í síð-
ustu viku
var gerð
óformleg
fylgiskönn-
un af áköf-
ustu fylgismönnum Davíðs með
það fyrir augum að kanna hvort
hann ætti að reyna fyrir sér í
stjórnmálum á ný. Jafnframt
heyrist að undirtektir hafi verið
dræmar og að gamli leiðtoginn
hafi séð sitt óvænna og reyni að
hanga á gamla starfinu.
LyngháLs 5, 110 reykjaVík
Útgáfufélag: útgáfufélagið birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
brynjólfur þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og þórarinn þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dV.is
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50.
umbrot: dV. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Ég er eins og
arabísk eigin-
kona.“
n Forsetafrúin Dorrit
Moussiaeff í viðtali við tímaritið
Portfolio, um að Ólafur Ragnar Grímsson hafi ekki
viljað leyfa henni að vera viðstödd mótmælin.
– DV.is
„Sérðu ekki að
ég er að fara í
læknisskoðun.“
n Davíð Oddsson seðlabanka-
stjóri þegar blaðamaður DV leitaði svara hjá
honum í gær. Davíð gekk síðan út bakdyramegin
á spítalanum þar sem bílstjóri hans beið. - DV.is
„Ég geng reyndar
oftast í vinnuna.“
n Katrín Jakobsdóttir
menntamálaráðherra aðspurð
hvort hún ætli að nýta sér
ráðuneytisbíl menntamálaráðuneytisins.
- Fréttablaðið
„Við höfum átt í
erfiðleikum með
þessi svokölluðu
minni lið.“
n Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals og
aðstoðarþjálfari landsliðsins, um viðureign Vals
og Gróttu í bikarúrslitum. - Fréttablaðið
„Táknræn fyrir
það stjórnarfar
sem ríkt hefur
undanfarin
átján ár.“
n Hörður Torfason um
hegðun Davíðs
Oddssonar
seðlabankastjóra.
- DV.is
Davíð er snillingur
Leiðari
Það sama gerist nú í íslenskum stjórn-málum og gerðist í bandarískum stjórnmálum seinni hluta síðasta árs. Fólk hefur fengið nóg af stjórnmála-
mönnum sem eru drifnir áfram af spuna og
sérhagsmunum. Fólkið hafnaði George W.
Bush og Davíð Oddssyni, en tekur hinum hags-
munalausu og heiðvirðu Barack Obama og
Jóhönnu Sigurðardóttur fagnandi. Hinir fyrr-
nefndu einkenndust af valdahroka, vanvirð-
ingu og yfirgangi, en þau síðarnefndu af auð-
mýkt og skuldbindingu gagnvart almenningi.
Jóhanna og Obama eru réttsýn, ötul og trú fólk-
inu. Það ótrúlega er að þessir eiginleikar eru
nýlunda í æðstu stjórn þessara ríkja og tákna
breytingar.
Niðurstaðan af valdatíð hinna hrokafullu er
að þeir blekktu fólk og hrifsuðu til sín völd sem
enginn veitti þeim og fáir veittu mótstöðu. Mik-
il líkindi eru með valdatíð Bush og Davíðs, enda
lágu leiðir þeirra saman í ákvörðun um að ráð-
ast inn í Írak á fölskum forsendum, þótt meira
lýðræði hafi falist í ákvörðun Bush en tveggja
manna tali Davíðs og Halldórs Ásgrímssonar.
Davíð Oddsson er framúrskarandi stjórn-
málamaður, ef maður skilgreinir stjórnmála-
mann sem atvinnumann í að taka völdin,
halda þeim og beita blekkingum og rógburði
til þess. Að þessu leyti er hann snillingur, rétt
eins og Karl Rove, helsti ráðgjafi George W.
Bush; snillingur í áróðri, almannatengslum
og öðrum blekkingum, sem eru formúla að
valdatöku þegar fjölmiðlar hafa annaðhvort
ekki getu eða vilja til að veita viðspyrnu fyrir
hönd almennings. Sem snillingur hefur Davíð
verið stórlega vanmetinn, og hættan sem staf-
ar af honum hefur líka verið vanmetin.
Heilbrigður stjórnmálamaður viðurkennir
völd fólksins í landinu og gengst við mistökum
sínum, rétt eins og heilbrigð manneskja. Þeir
sem haldnir eru sjúklegum valdahroka við-
urkenna hvorki eigin mistök né réttmæt völd
almennings nema tilneyddir. Mismikið þarf
til að neyða menn frá völdum. Í sumum ríkj-
um hafa valdasjúkir stjórnmálamenn aðgang
að her og geta jafnvel afnumið lýðræðið í ríkj-
um sínum. Þeir mistúlka lögin sér í hag, beita
markvissum áróðri og breyta lögunum til að
auka eigin völd. Þeir eru yfir aðra hafnir, einu
mennirnir sem eru hæfir til að stjórna, að eig-
in mati.
Það fer alls ekki saman að vera góður at-
vinnustjórnmálamaður og stjórnmálamað-
ur sem er góður fyrir fólkið. Eina svarið við
þeirri klemmu er sterkir fjölmiðlar. Davíð hef-
ur hingað til komist upp með að hunsa fjöl-
miðla og neita þeim um svör, en inni á milli
fengið að velja sér viðhafnarpláss til að dreifa
véfréttarkenndum áróðri og dylgjum. DV hef-
ur þrotlaust reynt að fá svör frá honum og
Seðlabankanum um mál sem varða þjóðina.
Tvisvar hefur tekist að hafa uppi á honum á
götu úti. Í fyrra skiptið hunsaði Davíð blaða-
mann og talaði í stað hans við kött sem var
á vappi á svæðinu. Í seinna skiptið bandaði
hann blaðamanni orðlaust frá sér með hönd-
inni líkt og fluga væri að angra hann. Íslenskir
stjórnmálamenn hafa vanist því að niðurlægj-
andi framkoma þeirra sé „klippt út“ eða huns-
uð, og orð þeirra sett í viðhafnarbúning. Nú er
tími áróðurs og blekkinga hins vegar liðinn.
Jón trausti reynissOn ritstJóri skrifar. Nú er tími áróðurs og blekkinga hins vegar liðinn.
bókstafLega
Ö
DV0901161893-59.jpg