Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Qupperneq 6
þriðjudagur 3. mars 20096 Fréttir
„Fyrir um ári gerðum við tilraun með
að opna tvær verslanir sem voru minni
en hefðbundnar 10-11-verslanir sem
við kölluðum 10-11 míní. Við opnuð-
um þær á tveimur stöðum, í suður-
enda Leifsstöðvar og í Kringlunni. Ef
verkefnið gengi vel ætluðum við hugs-
anlega að fara með þetta á fleiri staði.
Eftir að hafa skoðað hvernig tilraunin
hefur gengið varð niðurstaðan sú að
þetta hentar okkur ekki og því var sú
ákvörðun tekin að hætta við verkefn-
ið,“ segir Sigurður Reynaldsson, fram-
kvæmdastjóri 10-11.
Nú um helgina var míní-verslun
10-11 í Leifsstöð lokað og vika er síð-
an versluninni í Kringlunni var lok-
að. Stærri verslunin í Leifsstöð verður
áfram opin. „Engum af þessum hefð-
bundnu 10-11-verslunum er lokað,“
segir Sigurður.
Hann tengir lokanirnar ekki versn-
andi efnahagsástandi. „Nei, alls ekki.
Við höfum ekki verið mikið með búð-
irnar okkar í verslunarmiðstöðvum. Við
erum aðallega úti í hverfum hjá fólki.
Þetta snerist um að prófa nýja hugmynd
og sjá hvernig gengi,“ segir hann.
Í þessum minni verslunum var
vöruúrval minna en annars staðar.
„Við fengum alveg nóg af kúnnum í
verslunina í Kringlunni. En þar sem
við vorum ekki með eins mikið vöru-
úrval keypti fólk færri stykki og fyr-
ir vikið gekk rekstrargrundvöllurinn
ekki upp. Í flugstöðinni má kannski
segja að minnkandi flugumferð hafi
ekki hjálpað til en ég held samt að þó
flugumferð hefði verið óbreytt hefði
þessi ákvörðun engu að síður verið
tekin,“ segir Sigurður.
Sigurjón Örn Þórsson, fram-
kvæmdastjóri Kringlunnar, segir
samningaviðræður standa yfir við þrjá
aðila sem lýst hafa áhuga á að koma
í rýmið þar sem verslun 10-11 var.
Hann getur ekki greint frá hverjir það
eru en segir það skýrast á næstu dög-
um hvaða fyrirtæki verði opnað þar.
Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi
Keflavíkurflugvallar ohf., segir ekki
hafa verið ákveðið hvað verður um
rýmið þar sem míní-verslun 10-11
stóð áður. erla@dv.is
10-11 lokar tveimur verslunum
Sigurður Reynaldsson segir lokanir verslana ekki tengjast versnandi efnahagsástandi:
Búið að loka 10-11 hefur lokað verslun sinni í
Kringlunni. þrír hafa lýst yfir áhuga á að flytja inn í
rýmið sem nú stendur autt. Mynd Rakel
Asnalegur titill
Víkurfréttir greindu frá því á vef
sínum í gær að ákveðið hefði
verið að hætta við að halda
keppnina um fegurðardrottn-
ingu Suðurnesja í ár sökum
kostnaðar og erfiðleika við að
fá styrktaraðila að keppninni.
Keppnin var síðast haldin árið
2007 þegar Karen Lind Tómas-
dóttir var kjörin fegurst kvenna
í landshlutanum. Nýlega lét
hún hafa það eftir sér í viðtali að
þátttaka í fegurðarsamkeppni
hafi verið asnaleg og niðurlægj-
andi lífsreynsla.
Banaslys á Akra-
fjallsvegi
Karlmaður, fæddur árið 1963,
lést í umferðarslysi á Akrafjalls-
vegi í gærkvöldi. Lögreglu var
tilkynnt um slysið um áttaleyt-
ið en ökumaðurinn, sem var
einn í bílnum, var að aka vestur
Akrafjallsveg og virðist hafa ekið
bílnum yfir á rangan vegarhelm-
ing. Þaðan fór bíllinn út af og fór
nokkrar veltur. Maðurinn kast-
aðist út úr bílnum og var látinn
þegar að var komið.
Staða Exista óljós
Staða Exista er enn óljós vegna
viðræðna félagsins við innlendar
og erlendar fjármálastofnanir um
endurskoðun lánssamninga og
uppgjör gagnkvæmra krafna. Ex-
ista leitar nú samninga um frest-
un á greiðslu vaxta og afborgana
á skuldbindingum félagsins sem
koma til gjalddaga á meðan á
þeim viðræðum stendur. Þetta
kom fram í tilkynningu félagsins
til Kauphallar Íslands í gær. Þar
sagði ennfremur að Exista muni
því leita samkomulags við hand-
hafa skráðra skuldabréfa og víxla
félagsins um frestun afborgana
og vaxtagreiðslna sem koma til
gjalddaga á næstunni.
„Þegar ég sótti fyrstu greiðsluna
hérna úti rak ég augun í að ég fékk
bara helminginn af því sem ég bjóst
við að fá og hélt að þetta væru ein-
hver mistök. Eftir að ég kynnti mér
málið kom í ljós að greiðslurnar mið-
ast við gengi evrópska seðlabankans
frá því í október,“ segir Róbert Marv-
in Gíslason. Hann missti vinnu sína
sem kerfisfræðingur hér á Íslandi í
janúar. Í febrúarbyrjun fluttist hann
til Svíþjóðar og er þar í atvinnuleit.
Vegna mismunandi gengisskráning-
ar íslensku krónunnar fær hann nú
aðeins helming af atvinnuleysisbót-
unum greiddan.
aldrei varaður við
Áður en Róbert flutti út sótti hann um
E303-pappíra hjá Vinnumálastofnun
sem gera honum kleift að vera er-
lendis í atvinnuleit en jafnframt fá at-
vinnuleysisbætur. Hann fékk greidd-
ar bætur hér heima í byrjun febrúar
og brá í brún hversu miklu minna
hann fékk í byrjun mars.
„Þegar ég spyr Vinnumálastofn-
un um þessi mál kemur í ljós að þeir
vissu þetta frá því í janúar en þá var
þetta gengi sett á,“ segir Róbert.
Hann er ósáttur við að Vinnu-
málastofnun hafi ekki varað hann við
gengismuninum. „Ég var aldrei var-
aður við þessu. Það er fullt tilefni til
að benda fólki á að bæturnar skerðist
um helming ef maður fer út. Ég veit
um fleiri sem fengu engar aðvaran-
ir og fóru út á svipuðum tíma og ég,“
segir hann.
Róbert hefur þær upplýsingar frá
Vinnumálastofnun að þar sé nú farið
að vara fólk við.
Hækkar yfirdráttinn
Róbert fær tekjutengdar atvinnu-
leysisbætur en vegna skerðingarinn-
ar fékk hann sem samsvarar 80 þús-
und íslenskum krónum greitt síðustu
mánaðamót. „Það voru ekki gefnar
neinar aðvaranir um þessi gengismál
þegar ég sótti um þessa pappíra. Ég
hefði að sjálfsögðu aldrei farið út ef
ég hefði vitað af þessu,“ segir hann.
Róbert þarf að standa við fjár-
hagslegar skuldbindingar sínar hér á
Íslandi og hefur engra annarra kosta
völ en að hækka yfirdráttarlánið til
að standa við þær. „Ef þetta heldur
svona áfram endar með því að bank-
inn segir stopp,“ segir Róbert.
Hann á íbúð á Íslandi en leigði
hana út áður en hann flutti til Sví-
þjóðar og hefur því ekki í nein hús
að venda hér. „Ég er eiginlega fastur
í gildru hérna úti,“ segir hann. Róbert
fór upphaflega til Svíþjóðar þar sem
atvinnumöguleikar fyrir kerfisfræð-
inga eru mun betri þar en hér.
engar úrlausnir
Róbert gagnrýnir einnig að hjá
Vinnumálastofnun hafi honum ekki
verið bent á neinar úrlausnir vegna
þessara hremminga. „Það liggur í
augum uppi að það er erfitt að lifa af
atvinnuleysisbótum og það að þær
skerðist svo um helming af því að ég
fer út í atvinnuleit er ómögulegt að
sætta sig við. Það þarf og það verður
að koma til móts við fólk sem lendir í
þessari aðstöðu,“ segir Róbert.
Hann leggur til að fólki í þess-
ari stöðu verði veitt undanþága. „Ef
bæturnar væru greiddar heima á Ís-
landi gæti það frekar staðið straum af
þeim skuldbindingum sem það hef-
ur heima og þyrfti ekki að hrökklast
til baka helmingi verr statt en áður.“
Róbert Marvin Gíslason missti vinnuna hér á landi og fór til Svíþjóðar í atvinnuleit.
Þar fær hann hins vegar aðeins helming þeirra atvinnuleysisbóta sem hann fékk á
Íslandi þar sem sænsku bankarnir miða við gengi íslensku krónunnar sem gefið er út
af evrópska seðlabankanum. Róbert þarf því að hækka yfirdráttarlánið til að standa
við fjárhagslegar skuldbindingar sínar.
FASTUR Í GILDRU
GENGISBREYTINGA
eRla HlynSdóttiR
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Skertar atvinnuleysisbætur róbert marv-
in gíslason er ósáttur við að ekki sé komið til
móts við þá sem fá skertar atvinnuleysisbæt-
ur frá Íslandi vegna gengisbreytinga.
Mynd úR einkaSafni
engar aðvaranir
róbert var ekki varaður við því hjá
Vinnumálastofnun að bankarnir í
svíþjóð miðuðu við gengi evrópska
seðlabankans frá bankahruninu.
Mynd Rakel óSk SiGuRðaRdóttiR