Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Side 10
þriðjudagur 3. mars 200910 Neytendur n Nýja-SjálaNd Gjaldmiðill: Nýsjálenskur dalur Hækkun: 7% n áStralía Gjaldmiðill: Ástralskur dalur Hækkun: 18% n tyrklaNd Gjaldmiðill: Tyrknesk líra Hækkun: 20% n BraSilía Gjaldmiðill: Brasilískt ríal Hækkun: 21% n Svíþjóð Gjaldmiðill: sænsk króna Hækkun: 22% n BretlaNd Gjaldmiðill: sterlingspund Hækkun: 24% Hækkun erlendra gjaldmiðla gagnvart íslenskri krónu Tímabilið 20. febrúar 2008 – 20. febrúar 2009 n Suður-aFríka Gjaldmiðill: s-afrískt rand Hækkun: 31% n evruSvæðið Gjaldmiðill: Evra Hækkun: 45% n SviSS Gjaldmiðill: svissneskur franki Hækkun: 56% n BaNdaríkiN Gjaldmiðill: Bandaríkjadalur Hækkun: 70% n kíNa Gjaldmiðill: Kínverskt júan Hækkun: 76% skýringar n 7 – 18% hækkun n 20 – 31% hækkun n 45 – 94% hækkun n Suður-kórea Gjaldmiðill: Vonn Hækkun: 7% n japaN Gjaldmiðill: jen Hækkun: 94% n rúSSlaNd Gjaldmiðill: rúbla Hækkun: 14% n póllaNd Gjaldmiðill: slot Hækkun: 11% GraFík jóN iNGi n NoreGur Gjaldmiðill: Norsk króna Hækkun: 31% Pólska slotið er sá gjaldmiðill í Evr- ópu sem minnst hefur hækkað gagn- vart krónunni á undanförnu ári. Sá sem fer til Póllands þarf nú að reiða fram 11 prósent fleiri krónur en hann þurfti að gera fyrir ári. Þegar horft er út fyrir Evrópu kem- ur í ljós að nýsjálenski dalurinn er ekki nema 7 prósent dýrari en hann var fyrir ári, rétt eins og suðurkóreskt vonn. Greining Íslandsbanka hefur tekið þessar upplýsingar saman og greinir frá því á heimasíðu sinni að engin mynt í heiminum hafi veikst meira en krónan á tímabilinu 20. febrúar 2008 til 20. febrúar 2009. Fleiri myntir falla Íslenska krónan er ekki eina mynt- in sem hefur fallið á undanförnu ári. „Ýmsar þeirra mynta sem fylltu flokk hávaxtamynta á undanförnum árum líkt og krónan og voru því vinsælar til vaxtamunarviðskipta hafa deilt ör- lögum hennar að töluverðu leyti frá því fjármálakreppan brast á síðsum- ars árið 2007. Hefur krónan veikst til- tölulega lítið gagnvart sumum þeirra, en veikingin gagnvart lágvaxtamynt- unum sem notaðar voru til að fjár- magna vaxtamunarviðskiptin er þeim mun meiri,“ segir á heimasíðu Íslandsbanka. jenið tvöfalt dýrara Krónan hefur fallið mest gagnvart jap- önsku jeni, um 94 prósent, kínversku júan, um 76 prósent, og Bandaríkja- dal, um 70 prósent. Nærri lætur því að helmingi dýrara sé að kaupa eitt jen núna en í fyrra. Svissneskur franki hefur hækkað um 56 prósent og evr- an um tæplega helming, eða 45 pró- sent á einu ári. Íslenska krónan hefur fallið um 31 prósent gagnvart norskri krónu og suðurafrísku randi en á bilinu 20 til 24 prósent gagnvart sterlingspundi, sænskri krónu, brasilísku ríal og tyrk- nesku lírunni. Þá hefur Ástralíudalur hækkað um 18 prósent og rússneska rúblan um 14 prósent. ísland dýrast í heimi Ísland hefur á undanförnum árum skipað sér á meðal dýrustu landa í heimi. Þannig birti Alþjóðabankinn árið 2007 lista yfir tuttugu dýrustu lönd í heimi. Ísland var á toppi listans en Danmörk, Sviss og Noregur fylgdu þar fast á hæla. Tölurnar byggðu á töl- um frá árinu 2005 en nýrri rannsókn- ir benda til þess sama. Þannig sagði danska blaðið Politiken nú fyrir ára- mót frá því að Ísland héldi titli sínum sem dýrasta land í Evrópu hvað dag- legar neysluvörur varðar. Verð á þeim er 58 prósent dýrara en nemur með- altali landanna innan Evrópusam- bandsins. Noregur er næstdýrasta land Evrópu með verðlag sem er 57 prósent hærra en meðaltal ESB. Þar kemur einnig fram að dýrasta ríkið innan ESB sé Danmörk, með verðlag sem er 38 prósent yfir meðaltalinu. pólland eða rússland Nú er sá tími að renna upp að fólk fer að skipuleggja sumarfríið. Þó þrengt hafi verulega að efnahag Íslendinga er ljóst að einhverjir munu ferðast til útlanda í sumar. Þeir sem vilja ekki fara langt ættu, samkvæmt því hvern- ig gengið hefur þróast, helst að fara til Svíþjóðar. Sænska krónan hefur „að- eins“ hækkað um 22 prósent gagn- vart krónunni á einu ári. Þeir sem vilja fara lengra en halda sig innan marka Evrópu ættu að horfa til Póllands eða jafnvel Rússlands. Þeir sem vilja leita á framandi slóð- ir ættu að heimsækja Nýja-Sjáland, Ástralíu eða jafnvel Suður-Kóreu, þeir sem leggja í slík ferðalög, enda hafa myntirnar í þeim löndum fallið svipað mikið og sú íslenska. Hagstæðast að fara til Póllands Þeir sem eru nú að undirbúa sumarleyfin, og ætla utan, ættu að horfa til þess hvernig gengið hefur þróast frá því í fyrra. Þó enginn gjaldmiðill hafi fallið á við íslensku krónuna hafi margar erlendar myntir fallið hratt. Pólland, Nýja-Sjáland og Rússland eru á meðal þeirra landa sem hyggilegt er að heimsækja en krónan hefur ekki fallið nema um 7 til 11 prósent gagnvart mynt í þeim löndum. Baldur GuðMuNdSSoN blaðamaður skrifar baldur@dv.is Þeir sem vilja leita á framandi slóðir ættu að heimsækja Nýja- Sjáland, Ástralíu eða jafnvel Suður-Kóreu, þeir sem leggja í slík ferðalög, enda hafa myntirnar í þeim löndum fallið svipað mikið og sú íslenska.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.