Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Blaðsíða 21
þriðjudagur 3. mars 2009 21Fókus á þriðjudegi Endurkoma Slumdog Eftir að myndin Slumdog Millionaire fékk átta óskarsverð- laun hefur aðsókn á myndina aukist að nýju. Myndin var í öðru sæti yfir aðsóknarmestu myndir helgarinnar en hún var komin niður í það þriðja í síðustu viku. Tæplega 30.000 manns hafa nú séð myndina. Vinsælasta myndin var hins vegar gamanmyndin Confessions of a Shopaholic. Á árunum 1945 til 1965 var mikil gróska í evrópskri og bandarískri leik- ritun. Mörg af bestu leikritum þeirra ára hafa öðlast fastan sess á verkefna- skrám leikhúsa um heim allan. Sum þeirra rötuðu snemma á svið hérlend- is og hafa stundum verið tekin upp aftur, í misjöfnum sviðsetningum. Der Besuch der alten Dame eft- ir Svisslendinginn Friedrich Dürr- enmatt er eitt þeirra verka tímabils- ins sem hafa lifað. Það var fyrst sýnt hér árið 1965 í Iðnó undir heitinu Sú gamla kemur í heimsókn sem er miklu betra en það óþjála og tilgerð- arlega heiti sem leikurinn hefur fengið nú. Hafið þið einhvern tímann heyrt talað um „milljarðamær“? Ekki leikur það nú heldur beinlínis á tungu; próf- ið bara að bera það fram! Gamla heit- ið var fullgott og engin ástæða til að kasta því fyrir róða, jafnvel þótt leikur- inn sé þýddur upp á nýtt. Leikritið er dæmisaga um upp- gang fasismans. Illu heilli á hún fullt erindi við okkur enn í dag. Við vit- um af hverju Þjóðverjar, ein mennt- aðasta og dugmesta þjóð heims, féll fyrir nasismanum. Það var ekki af því að þeir gleyptu við viðbjóðslegum og fáránlegum hugmyndagraut hans, nei, það var af því að Hitler reif þá upp úr örbirgð og vonleysi kreppunn- ar. Hann taldi sannarlega kjark í þjóð sína, ólíkt því sem sumir segja að ís- lensk stjórnvöld geri við okkur nú. Og við vitum hvert sá kjarkur leiddi Þjóð- verja, hvaða verð þeir greiddu fyrir og að lokum allur heimurinn. Við eig- um einnig að vita, að sagan getur hve- nær sem er endurtekið sig, líka hér hjá okkur, á litla andapollinum sem reyndist vera öllu gruggugri en við vildum trúa á meðan við svömluðum um hann, saklaus og sæl. Það er gömul saga og ný: Djöfull- inn er alltaf tilbúinn að kaupa okk- ur, ef við erum á annað borð til sölu. Enginn þekkir veikleika okkar betur en hann, og skæðastur er hann þeg- ar hann setur upp andlit breyskrar manneskju sem höfðar til samúðar okkar og vorkunnsemi. „Heimurinn gerði mig að hóru, nú geri ég hann að hóruhúsi,“ segir Clara Zachanassian, Djöfullinn í leik Dürrenmatts. Hún er komin aftur til heimabæjar síns eft- ir langa fjarveru til að ná fram hefnd- um á gömlum elskhuga sem eitt sinn sveik hana í tryggðum. Það er ekkert vandamál, því að sú gamla á sand af seðlum og í bænum eru allir til sölu, þegar til á að taka. Myndum við sjálf jafnvel ekki freistast til að breyta eins og hún, ef við hefðum hennar ástæð- ur og aðstöðu, hennar völd og henn- ar auð? Dürrenmatt fær okkur til að spyrja þeirrar spurningar – ef við á annað borð erum fús til að skoða þá óhugnanlegu mynd sem við blasir í spéspegli hans. Kjartan Ragnarsson fer einkar frjálslegum höndum um texta Dürr- enmatts. Í leikskránni er talað um „leikgerð“ þeirra Grétars Reynissonar, en það hefði verið miklu eðlilegra að kynna þetta sem nýtt leikrit, byggt á þræðinum frá Dürrenmatt. Þeir hafa stytt leikinn mjög, fellt burt persónur, í raun gjörbreytt stíl hans og aðferð. Stundum er um að ræða eðlilegar til- færslur í tíma og rúmi. Það er ekk- ert að því að flytja verkið nær okkur í orðræðu og tíðaranda og sums staðar tekst það alveg ágætlega. En að prjóna við nýrri historíu um son annarrar að- alpersónunnar, eins og Kjartan (sem ég hygg að sé nú aðalhöfundurinn) leyfir sér, er allt annað mál. Auk þess sem þetta viðprjón, sem rýmið leyfir mér ekki að ræða hér í smáatriðum, er mjög umdeilanlegt dramatúrgískt, beinir jafnvel athygli frá því sem er að- alatriði sögunnar. „Endilega stytta,“ sagði Halldór Laxness stundum við leikhúsfólk, þegar það var að hand- fjatla texta hans, „bara helst ekki bæta miklu við.“ Hér hefði einhver þurft að segja það við Kjartan. Hvar var dram- atúrg Leikfélagsins á meðan á þessu gekk? Ekki má skilja mig svo, að ég saki Kjartan um að falsa boðskap eða grunnhugsun leiksins. Hann reynir miklu fremur að lyfta undir hana og gerir það á köflum svo skýrt að vart má skýrar vera. Dæmisagan um fas- ismann, ekki bara þann þýska, held- ur fasismann í okkar eigin sál og sinni, hún er þarna, og það er vel. Þetta er miklu fremur spurning um listræna útfærslu og að endingu áhrifamátt sýningarinnar. Sviðsetning Kjartans er ákaflega gloppótt. Fyrsti þátturinn er mjög vel unninn bæði af leikstjóra og leikendum. En síðan fer sýningin út af sporinu og leikarar taka flestir að leika undarlega vélrænt. Það er hrein- lega eins og menn hafi brostið úthald. Annar aðalleikandinn, Jóhann Sigurð- arson, missir tökin á hlutverki sínu og er þegar í byrjun annars þáttar lentur í steindauðum yfiborðsleik. Í sjón- varpsviðtali heyrði ég Kjartan segja að hann hefði lagað verkið að „sjónræn- um og expressjónistískum“ aðferðum nútímaleikhússins (vona ég vitni rétt í hann). Gæti hugsast að Kjartan hafi gleymt sjálfri leiklistinni í ákefð sinni að nútímavæða verk Dürrenmatts? Reyndar veit ég ekki hvað er sérstak- lega „nútímalegt“ við „expressjónist- ískt“ leikhús. Er það ekki orðið alveg jafngamaldags og hið realistíska, sem ég sé ekki betur en lifi góðu lífi í ýms- um myndum og á ýmsum stöðum? Kjartan skýrir það kannski út fyrir mér og öðrum við tækifæri. Í eftirmála, sem Dürrenmatt skrif- ar við leikinn, tekur hann fram að per- sónur sínar séu ekki strengjabrúður. Það eru orð að sönnu. Leikararnir þurfa að feta ákveðið einstigi á milli ýkjustíls og realisma og tekst hér það sumum dável. Þar fer fremst í flokki Sigrún Edda Björnsdóttir í túlkun sinni á Clöru Zachanassian, sem er af einhverri óskiljanlegri ástæðu líka endurskírð og nefnd Kamilla. Sig- rún Edda er að vísu ekki týpan í þessa eiturpöddu; það eru annars konar manngerðir, mýkri, fínlegri og við- kvæmari, sem henta henni best. En hún er sjóaður „performer“, hefur af- bragðs framsögn, þó að röddin sé ekki mjög sterk, og stærri og breiðari nærvera hefði hentað betur víðern- um Borgarleikhússins. Samt er ekki hægt annað en að kalla þennan leik afrek. Hið gróteska gervi er frábært og það sem mestu skiptir: leikarinn sýnir okkur í mörgum svipleiftrum að á bak við leynist særð mannssál. Ekki fögur sál, en skiljanleg. Þessi leikur er meginstyrkur sýningarinnar. Leik- ur Jóhanns er hins vegar einn helsti veikleiki hennar. Ég skil ekki af hverju þetta þurfti að fara svona í höndunum á Jóhanni. Hann er það góður leikari að ég hlýt að gruna leikstjórann um að hafa sofið á verðinum. Hugsanlega þvælist fyrrnefnd viðbótarhistoría um son mannsins fyrir honum. Af öðrum leikendum langar mig aðeins til að nefna tvo. Pétur Einars- son er hreint út sagt frábær í hlutverki bötlersins, annarlegur eins og draug- ur, en þó í hæsta máta kunnuglegur. Pétur er oft bestur í svona meitluðum smáhlutverkum. Munið þið eftir hon- um sem rottulega leikhússtjóranum í Amadeusi? Það stafar óhugnaði af þeim loðmælta frostpinna sem hann sýnir okkur hér. Gæti hugsast að kall- inn eigi sér eitthvert skyldmenni í Lögmannasambandi Íslands? Snjall- ir leikarar finna sér efnivið og fyrir- myndir alls staðar; það sagði Stan- islavský að minnsta kosti. Menn hyllast enn til að taka nokkurt mark á honum, þó að hann væri ekki ex- pressjónisti. Hilmir Snær Guðnason var líka fínn í þremur hlutverkum eiginmanna þeirrar gömlu. Hilmir sýndi kannski enga nýja takta, en það er alltaf unaður að sjá hann og heyra, þegar hann er í formi, og það er hann nú. Kvikmyndaleikarinn var bestur hjá honum og verðskuldaði alla hlátr- ana sem hann fékk úr salnum. Leikmynd Grétars Reynissonar sýnir hráslagalegt gímald sem minn- ir mest á hálfbyggða steinsteypubygg- ingu. Ég fann engin sérstök tengsl á milli hennar og verksins. Mér sýnd- ist þessi umgerð aðallega til að leyfa ljósaeffektunum að njóta sín inn um opin á veggjunum. Grétar er einn besti senógraf okkar, en þetta er ekki eitt af hans betri verkum. Ég hef ekki alltaf skilið hvað Kjartan Ragnarsson hefur verið að fara í svið- setningum sínum síðari árin. Flestar þeirra hafa ekki sagt mér neitt. Kjart- an er hugmyndaríkur, en hann getur orðið mjög yfirborðslegur. Hér sem löngum fyrr bera vinnubrögð hans of mikinn keim af gamalkunnum stæl- um leikstjórnarleikhússins. Þetta leikhús var í tísku á sokkabandsár- um hans sjálfs, en nú hefur það fyrir löngu gengið sér til húðar. Jón Viðar Jónsson gamaldagS lEik- StjórnarlEikhúS LeikféLag reykjavíkur: milljarðamærin snýr aftur eftir friedrich dürrenmatt Þýðing: gísli rúnar jónsson Leikstjórn: kjartan ragnarsson Leikmynd: grétar reynisson Búningar: filippía i. elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn guðmundss. Tónlist: frank Hall Hljóðhönnun: Ólafur Örn Thoroddsen leiklist Milljarðamærin snýr aftur der Besuch der alten dame eftir svisslendinginn friedrich dürrenmatt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.