Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Side 17
þriðjudagur 3. mars 2009 17Sport Guðjón Þórðarson stjóri mánaðarins í daG? Valið á besta knattspyrnu- stjóra febrúarmánaðar í ensku 1. deildinni verður tilkynnt í dag en þar er líklegt að Íslendingurinn guðjón þórðarson hjá Crewe alexandra hreppi hnossið. Hann er líklegur til þess að fá fullkomna kosningu hjá valnefndinni sem stýrt er af fyrrverandi leikmanninum og yfirmanni hennar, Chris Kamara, að því er kemur fram á stuðningsmannasíðu Crewe. guðjón tapaði fyrsta leik sínum í febrúar fyrir Leyton Orient, 1-0, en eftir það fylgdu fjórir sigrar í röð með markatölunni 10-1. Hann rakaði saman tólf stigum í febrúar sem er jafnmikið og lið southend en markatala Crewe er betri ásamt því að sigrarnir komu Crewe úr fallsæti. Crewe leikur í dag gegn Carlisle en Crewe leikur alls átta leiki í marsmánuði. Liverpool, Arsenal og Chelsea eru öll í eldlínunni í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Heil umferð fer fram í kvöld og á morgun en um helgina komst Chelsea í annað sætið á kostnað Liverpool sem tapaði fyrir Boro og virðist nú vera líklegra í baráttunni við Manchester United um titilinn. Arsenal sem ávallt er rómað fyrir magnaða knattspyrnu hefur nú gert fimm jafntefli í röð í deildinni og ekki skorað mark í síðustu fjórum leikj- um. Stoke henti út líflínu fyrir Ars- enal um helgina þegar það jafnaði í uppbótartíma gegn Aston Villa en Villa-menn voru á leiðinni að stinga Arsenal af í baráttunni um meistara- deildarsæti. Munurinn er því sex stig í stað átta og á Arsenal ennþá mögu- leika. En til þess að nýta hann verður liðið að skora mark. Liverpool gerði sitt besta í að af- henda Manchester United Eng- landsmeistaratitilinn um helgina þegar liðið tapaði fyrir Middles- brough, 2-0. Boro hafði ekki unn- ið í fimmtán leikjum fyrir sigurinn á Liverpool og aðeins skorað eitt mark í síðustu tíu leikjum. Chelsea, sem mætir Portsmouth í kvöld, og Liverpool eru bæði sjö stigum á eftir Manchester United og verða að fara að innbyrða sigra til að United sigli ekki lygnan sjó að titlinum. Liver- pool mætir Sunderland heima og Arsenal heimsækir WBA. Fernando Torres er ennþá frá vegna meiðsla sem hann hlaut í 1- 0 sigri Liverpool á Real Madrid en Nabil El Zhar var einn í framlínu liðs- ins í tapinu gegn Middlesbrough. Vinni annaðhvort Liverpool eða Chelsea eða bæði sína leiki minnka þau forskot Manchester United niður í fjögur stig. Englandsmeist- ararnir leika svo á morgun gegn Newcastle og eiga leik til góða gegn Portsmouth sem frestaðist um helg- ina vegna þátttöku liðsins í úrslita- leik deildarbikarsins. tomas@dv.is Þrír leikir eru í ensku úrvalsdeildinni í kvöld: skorar arsenal mark? tveir dómarar til viðbótar Á fundi stjórnar alþjóðaknatt- spyrnusambandsins um helgina var ákveðið að prófa á næsta tímabili fleiri dómara í knattspyrnuleikjum. Tillaga hafði borist stjórn frá franska og ítalska knattspyrnusambandinu um að hafa tvo aðstoðardómara til viðbótar við hverja endalínu til að aðstoða aðaldómarann við að sjá barning í teignum eða dýfur innan hans. „Við munum vinna fram í júní við að finna deild sem hentar þessari tilraun út tímabilið 2010. Árið 2011 stefnum við svo að því að ná niðurstöðu,“ sagði framkvæmda- stjóri FiFa, jerome Valcke, eftir fund stjórnarinnar. michel Platini, forseti Evrópska knattspyrnusambandsins, uEFa, hefur lengi verið fylgjandi fjölgun dómara og styður þessa tillögu heils hugar. upphafleg hugmynd hans var að bæta við öðrum dómara en svo var hann kominn niður í fjóra línuverði sem væru þó allir við endalínurnar. að hafa þá fyrir aftan mörkin líst honum vel á þótt ekki hafi það verið hans hugmynd og vonast Platini til að þetta verði fullmótað fyrir Evrópukeppnina árið 2012. Hatton ræðst á kviðinn Hnefaleikakapparnir manny „Pacman“ Pacquiao og ricky „Hitman“ Hatton hittust í fyrsta skipt- ið á blaðamannafundi fyrir stórbardaga þeirra í Las Vegas sem fram fer 2. maí. Pacquiao vann gulldrenginn Oscar de La Hoya í sínum síðasta bardaga en Hatton þurfti að sæta sínu fyrsta tapi á ferlinum þegar hann var rotaður af Floyd mayweather jr. manny Pacquiao sagði á fundinum að hann þyrfti eflaust að breyta framgöngu sinni í hringnum þegar hann mætir boxurum eins og Hatton sem er nautsterkur og alls óhræddur við að fá á sig högg. Hatton sagðist sjálfur vita hvar veikleikar mannys Pacquiao liggja. „manny tekur illa við höggum í kviðinn. Ég hef séð hann kveljast mikið og ég er nú oft erfiður viðureignar þegar kemur að þeim. manny mun þurfa að þola mun meiri sársauka í þessum bardaga en hann er vanur,“ sagði Hatton og bætti við að hann væri búinn að bæta við sig fleiri eiginleikum í hringnum. „Í bardaganum gegn manny Pacquiao munuð þið sjá mig sem hnefaleikara með frábæra vörn, stungur, mikla hreyfingu á höfði og fótum ásamt mun meiri eftirfylgni í höggunum.“ umsjón: Tómas þór þórðarsOn, tomas@dv.is „Við höfum spjallað saman en bolt- inn er hjá Kaupþingi,“ segir Gísli Gíslason, formaður rekstrarfélags ÍA, en bankinn íhugar nú tillögur Skagamanna um þolanlega lend- ingu beggja aðila varðandi samn- ing sem Kaupþing sneri baki við eftir efnahagshrunið. Kaupþing var aðalstyrktaraðili ÍA en hefur tilkynnt félaginu að hann ætli ekki að standa við samninginn. „Kaupþing er að skoða tillög- ur sem við höfum sent þeim varð- andi að ná lendingu í þessu máli. Við vonumst til þess að Kaupþing standi með okkur út þetta ár en það er ein af tillögunum sem við höfum lagt til,“ segir Gísli. „Í sjálfu sér verður ekkert vandamál að finna styrktaraðila á treyjuna en það er allt á „hold“ á meðan við göngum frá þessu.“ Ekki sáttir en vilja semja Samningur Kaupþings við ÍA átti að gilda út árið 2010 og skrifar Gísli um riftinguna í pistli sínum á heimasíðu ÍA: „[...] Hins veg- ar er skuld við Kaupþing, sem við treystum á að verði leyst með samkomulagi við bankann, en hann hefur tilkynnt að hann ætli ekki að standa við gerðan samn- ing sinn sem átti að gilda út árið 2010. Sú tilkynning bankans er stjórninni ekki að skapi því þrátt fyrir vanda bankakerfisins treyst- um við því að Kaupþing ræði við okkur um lausn málsins án þess að við þurfum að grípa til frekari ráðstafana svo sem skuldajöfn- un.[...]“ Til að ná lendingu eins og áður segir hafa Skagamenn sent Kaupþingi málamiðlunartillögur. „Það er höggvið verulega að okk- ur ákveði Kaupþing að snúa bak- inu við samningnum að öllu leyti. Kaupþing hefur styrkt okkur frá 1991 og samstarfið hefur verið afar farsælt. Í ljósi þess viljum við nú koma til móts við Kaupþing og ná lendingu sem er þolanleg fyrir báða aðila,“ segir Gísli. Margir standa við sitt ÍA féll úr Landsbankadeildinni á síð- asta tímabili en með sölu á Birni Berg- manni Sigurðarsyni og Bjarna Guð- jónssyni náði félagið að brúa bilið tekjulega. Reksturinn í fyrra kom út 4 milljónir króna í mínus og skuldir fé- lagsins eru 10,8 milljónir skrifar Gísli í pistli sínum. Toyota-umboðið rifti einnig samningi sínum við ÍA en sex sterkir styrktaraðilar á borð við HB Granda og Símann ætla að standa við sitt. Eins og hjá mörgum liðum hafa laun leikmanna verið lækkuð til þess að ráða við kostnað næsta árs sem áætlaður er um 40 milljónir. Eftir efnahagshrunið rifti Kaupþing banki samningi sínum við knattspyrnufélagið ÍA sem féll úr efstu deild, þá Landsbankadeild, á síðasta tímabili. Bankinn íhugar nú tillögur Skagamanna sem vilja endilega ná mjúkri lendingu í málum sínum við einn sinn helsta styrktaraðila undanfarin ár. ía vill kaupÞinG út tímabilið TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Mikilvægar tekjur Ía seldi Björn Bergmann til Lilleström sem hjálpaði félaginu mikið. MyNd dANíEl RúNARSSON Robin Van Persie Verður að fara að finna markaskóna ætli arsenal sér í meistara- deildina. MyNd GETTy IMAGES

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.