Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Síða 12
þriðjudagur 3. mars 200912 Fréttir Bandarísk gervifrjóvgunarstofn- un hefur valdið deilum með því að bjóða fólki sem hyggur á barneign- ir upp á þann möguleika að velja ákveðna eiginleika, til að mynda augnlit og hárlit afkvæmisins. Um er að ræða LA Fertility Inst- itutes, gervifrjóvgunarstofur dokt- ors Jeffs Steinberg, sem var frum- kvöðull gervifrjóvgunartækninnar á áttunda áratug síðustu aldar. Stein- berg reiknar með að á næsta ári fæðist barn með eiginleika sem foreldrar hafa sjálfir kosið. Stofn- un Jeffs Steinberg býður foreldrum einnig að velja kyn barns. Forðast flökkugen Tæknin sem Steinberg hyggst beita byggist á því að læknar prófa frumu úr fósturvísi áður en hon- um er komið fyrir í legi móðurinn- ar. Læknarnir velja síðan fósturvísi sem ekki ber til dæmis gen ætt- gengs sjúkdóms eða í þessu tilfelli fósturvísi sem hefur til að bera þá eiginleika sem foreldrunum finnst eftirsóknarverðir, til dæmis blá augu og ljóst hár. Að sögn Steinbergs er ekki ólík- legt að pör óskuðu þjónustu stofn- unarinnar með tilliti til bæði lækn- isfræðilegra og útlitstengdra mála. Sem dæmi nefndi Steinberg að væntanlegir foreldrar kynnu að kjósa að barn þeirra hefði örlítið dekkri húðlit til að draga úr líkum á húðkrabbameini ef þeir ættu fyr- ir barn sem hefði fengið sortuæxli. Einnig gæti óskin verið einfaldari, til dæmis ljóshærður drengur. Engin trygging Á vefsíðu stofnunarinnar segir að ekki allir sjúklingar séu þess um- komnir að undirgangast þau próf sem nauðsynleg eru og „við ábyrgj- umst ekki „fullkomna forspá“ hvað varðar augn- eða hárlit“. „Ég myndi ekki segja að þetta væri varhugaverð leið. Þetta er ókortlögð leið,“ sagði Jeff Steinberg. Að hans sögn hefur getan til að bjóða upp á þessa þjónustu verið til staðar í fjölda ára, en verið hunds- uð af læknasamfélaginu. „Það er tímabært fyrir alla að draga höfuðið upp úr sandinum,“ sagði hann. „Keypt úr hillu“ Gillian Lockwood, breskur frjó- semissérfræðingur og meðlimur siðanefndar Konunglega fæðinga- og kvensjúkdómaháskólans, setti við það spurningarmerki hvort það væri siðferðilega rétt að nota vís- indin með þessum hætti. „Ef þetta nær því stigi að við get- um ákveðið hvaða gen eða gena- samsetning eru ábyrg fyrir bláum augum eða ljósu hári, hvað hyggj- umst við gera við alla hina fóstur- vísana, sem enda eins og ég, rauð- hærð með græn augu?“ Gillian Lockwood varaði við því að „breyta börnum í verslunarvöru sem þú kaupir úr hillu“. Sætustu nefin Josephine Quintavalle, hjá Comm- ent on Reproductive Ethics, er þeirrar skoðunar að vert sé að stíga varlega til jarðar í þessum málum. „Þetta er óhjákvæmilega varhuga- verð leið í frjósemismeðferð sem lyktar með því að mun fleiri fóst- urvísar verða framleiddir en hægt er að koma fyrir. Þetta verður alltaf spurning um val. Velur þú áttbura eða þá sem eru með sætustu nef- in?“ Þess má geta að í Bretlandi er bannað með lögum að velja kyn og mögulegir valkostir miðast ein- göngu við heilsu og heilbrigði barns. Kona getur verið faðir Á Ítalíu er bannað samkvæmt þeim lögum sem lúta að frjóvgunarað- gerðum að búa til umfram magn fósturvísa eða framkvæma próf sem miða að vali á eiginleikum barns og sagði Josephine Quinta- valle að það væri ein örugg leið til að koma í veg fyrir að farið væri inn á þá háskabraut. Í apríl taka gildi ný lög í Bret- landi sem gera mæðrum sem und- irgangast gervifrjóvgun kleift að nefna hvern sem er „föður“ barns- ins á fæðingarvottorðinu. Jafnvel aðra konu. Einu takmarkanirnar verða ef um er að ræða of nátengda og blóðtengda manneskju eða ef hinn aðilinn samþykkir það ekki. Fyrirætlanir gervifrjóvgunarstofnunar í Bandaríkjunum um að gefa verðandi for- eldrum kost á að velja eiginleka afkvæmisins hafa vakið blendnar tilfinningar. Var- að er við því að gera börn að „verslunarvöru“ sem valin er úr hillu og settar fram spurningar um hvort nota eigi vísindi með þessum hætti. Sérhönnuð börn Sem dæmi nefndi Stein- berg að væntanleg- ir foreldrar kynnu að kjósa að barn þeirra hefði örlítið dekkri húð- lit til að draga úr líkum á húðkrabbameini ef þeir ættu fyrir barn sem hefði fengið sortuæxli. Einnig gæti óskin ver- ið einfaldari, til dæmis ljóshærður drengur. KolbEinn þorStEinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Vefsíða lA Fertility institutes jeff steiberg segir að sérhannað barn muni fæðast á næsta ári. Ungbarn sumir foreldrar vilja ráða hárlit og augnlit afkvæma sinna. Forseti Venesúela hefur yndi af því að tala og finnur fyrir því: Hugo Chavez sagt að þegja Það eru ekki margir sem gætu kom- ist upp með að segja Hugo Chavez, forseta Venesúela, að þegja. Á sunnudaginn upplýsti Chavez að einkalæknir hans hefði ráðlagt hon- um að hvíla raddböndin í þrjá daga svo hann losnaði við særindi í hálsi sem hafa hrjáð hann. Þess má geta að ræður forsetans verða gjarna nokkuð langar, jafnvel allt að fimm klukkustundum eða lengur. „Ég hef orðið fyrir nokkrum áhrifum vegna kröftugrar, óstöðv- andi og stöðugrar notkunar þessar- ar fallbyssu sem ég er með og lækn- irinn hefur sagt mér að þegja,“ ku Chavez hafa sagt frammi fyrir hlæj- andi áheyrendum. Chavez fór ekki í grafgötur með að þögn væri ekki besta læknisráðið fyrir hann. „Ég sagði „sjáðu til, vinur, gerðu það sem þú getur en hvernig á ég að geta farið eftir þessu úrræði?“ Þrír dagar án þess að mæla? Ég ent- ist einn, ekki einu sinni einn,“ sagði Chavez í upphafi vikulegs sjón- varpsþáttar síns. Snurða hljóp á þráðinn í sam- skiptum Venesúela og Spánar. Jó- hann Karl Spánarkonungur reyndi að þagga niður í Chavez á ráðstefnu árið 2007. Hugo Chavez gerir oft og tíðum grín að eigin málæði og á það til, án teljandi árangurs, að stytta ræð- ur sínar. Undanfarna mánuði hefur Chavez háð tvær kosningabaráttur og hafa þær sett mark sitt á háls for- setans eftir tugi klukkustunda ræðna þar sem hann hefur bætt um betur og hrópað og jafnvel tekið lagið. Í sjónvarpsþætti sínum á Chavez til að tala svo klukkustundum skipt- ir og í janúar talaði hann stanslaust í um sjö klukkustundir þegar hann ávarpaði þingið. Óhætt er að segja að undanfar- ið hafi Chavez fengið tækifæri til að láta gamminn geisa, því í nóvember fóru fram almennar kosningar og strax í kjölfarið dembdi hann sér í baráttu fyrir breytingum á stjórnar- skránni sem þjóðin kaus um. Hugo Chavez náði sínu fram og stjórn- arskrárbreytingarnar gera honum kleift að bjóða sig fram til forseta landsins eins oft og honum þókn- ast. Hugo Chavez Langar og tíðar ræður eru farnar að segja til sín. níu ára ólétt að tvíburum Mál níu ára stúlku hefur skekið brasilískt samfélag. Samkvæmt frétt á fréttasíðu G1 mun stúlkan undirgangast fóstureyðingu en hún gengur með tvíbura. Stúlk- an mun hafa sætt kynferðislegu ofbeldi af hálfu stjúpföður síns um árabil. Í ljós kom að hún var barns- hafandi eftir að komið var með hana á sjúkrahús í Recife í norð- urhluta landsins vegna kvið- verkja og er hún komin fjóra mánuði á leið. Fóstureyðing er bönnuð í Brasilíu, nema ef um er að ræða afleiðingu nauðgunar eða ef líf móður er í hættu. Stjúpfaðir stúlkunnar var handtekinn í síðustu viku þegar hann reyndi að flýja land. Eftirlýstur vildi ganga í lögreglu Lögreglan í Kaliforníu handtók eftirlýstan ræningja og væri það ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að handtakan átti sér stað á lögreglustöð þegar ræn- inginn kom þar inn til að þreyta inntökupróf í lögregluna. Ræninginn, Romeo Mont- illano, rændi í desember 2008 stórmarkað og hafði lögreglan leitað hans síðan. Lítinn bilbug virtist vera að finna á Romeo þegar lögreglan handtók hann og setti í járn vegna fyrri afbrota því hann spurði hvort hann gæti ekki samt sem áður þreytt inn- tökuprófið. borgar ekki fyrir stolnar styttur Tvær bronsstyttur, úr dánarbúi tískufrömuðarins Yves Saint Laurent, voru slegnar hæstbjóð- anda í París í síðustu viku og nú hefur kaupandinn gefið sig fram. Þar er um að ræða Kín- verja, Cai Mingchao, sem gerði tilboð í stytturnar í gegnum síma og hann hyggst ekki greiða um- samið verð sem er um 2,3 millj- arðar fyrir hvora styttu. Styttunum mun hafa verið stolið af breskum og frönskum hermönnum árið 1860. Og Cai er ráðgjafi stofnunar sem vinn- ur við að endurheimta stolna listmuni. Cai segir að ákvörð- un sín byggist á föðurlandsást. Ekki liggur fyrir hvar stytturnar eru niðurkomnar eða hvort þær verða boðnar upp að nýju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.