Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2009, Blaðsíða 12
Mörg af stærstu fyrirtækjum landsins sem voru stórburðug á árum áður eru nú komin undir verndarvæng ís- lenskra stjórnvalda. Flest þeirra eiga það sammerkt að hafa verið yfirtek- in af hinum svokölluðu „útrásarvík- ingum“ á fyrstu árum þessarar aldar. Sum þessara fyrirtækja eiga sér ára- tuga sögu og jafnvel enn lengri eins og Eimskip sem fagnaði 95 ára af- mæli sínu nýverið. Viðskiptavild er hugtak sem varla þekktist á Íslandi fyrr en eftir alda- mótin. Það átti þó eftir að breytast og á síðustu árum var viðskiptavild sumra fyrirtækja hærri en eigið fé. Í árslok 2006 nam viðskiptavild ís- lenskra fyrirtækja sem skráð voru í Kauphöll Íslands í kringum 500 milljörðum króna. Í stuttu máli má segja að við- skiptavild sé huglægt mat á ein- hverju framtíðarverðmæti. Má þar nefna gott orðspor, þekkt vörumerki eða góð viðskiptasambönd. Enron Síðasta sunnudag var myndin The Smartest Guys in the Room sýnd á RÚV. Fjallar myndin um Enron- hneykslið og fannst mörgum þeir sjá samlíkingu með þeim aðferðum sem þar var beitt og því sem tíðkaðist hér á landi á síðustu árum. Enron beitti bókhaldsaðferð sem heitir „mark to market“ sem er ansi lík viðskiptavildinni sem hér var not- uð. Þær byggjast báðar á því að bók- færa framtíðarvæntingar sem alls óvíst er hvort muni standast. En hjá Enron voru ekki bara starfsmenn viðriðnir málið heldur líka endurskoðunarfyrirtæki eins og Arthur Andersen til dæmis. Hér á Ís- landi hefur lítið verið sett út á störf endurskoðendaskrifstofa. Í því sam- hengi má nefna að Lárus Finnboga- son, yfirmaður endurskoðendasviðs Deloitte, starfar nú sem formaður skilanefndar Landsbankans. Þessi sami Lárus sat í stjórn Fjármálaeftir- litsins og var þar jafnframt stjórnar- formaður þar til Jón Sigurðsson tók við í upphafi árs 2008. Breyttu landslaginu Þann 19. september árið 2003 gerðu stærstu fjármála- og fjárfestingafélög landsins með sér samkomulag. Tal- að var um „nótt hinna löngu bréfa- hnífa“ þegar þau hentu fyrirtækjum inn og út af borðinu. Að þessum við- skiptum komu Landsbankinn, Ís- landsbanki, Straumur, Samson, Sjó- vá, Burðarás og Otec Investment. Eftir þessi viðskipti höfðu Björ- gólfsfeðgar og Landsbankinn náð undirtökunum í Eimskip. Straum- ur fékk síðan 31 prósent hlut í Flug- leiðum. Árið 2004 komst sá hlutur í hendurnar á Hannesi Smárasyni og þáverandi tengdaföður hans Jóni Helga Guðmundssyni. Eftir samkomulagið átti Íslands- banki 56 prósent í Sjóvá og gerði síð- an yfirtökutilboð í tryggingafélagið. Þar með eignuðust Engeyjarbræð- urnir Einar og Benedikt Sveinssyn- ir stóran hlut í Íslandsbanka. Auk þess var bankinn kominn með 30 prósenta hlut í Straumi eftir sam- komulagið en sá hlutur var nokkr- um vikum síðar seldur til Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vest- mannaeyjum. Vanhæft eftirlit Það þótti sæta nokkrum tíðindum á þeim tíma að þeir sem áttu að hafa eftirlit með fjármálakerfinu sátu margir hverjir beggja vegna borðs- ins. Má þar nefna Bjarna Ármanns- son. Á þeim tíma var Bjarni forstjóri Íslandsbanka og jafnframt stjórnar- formaður Kauphallar Íslands. Aðrir sem sátu þá í stjórn Kauphallarinnar voru meðal annarra Ingólfur Helga- son, þá einn af framkvæmdastjórum Kaupþings, Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Landsbank- anum, og Þorgeir Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs VR. Bjarni var þá í rauninni yfirmað- ur Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar, en Þórður hafði meðal annars það hlutverk að hafa eftirlit með Íslandsbanka sem Bjarni stjórnaði. Á þessum tíma var Stefán Svavarsson, endurskoðandi Seðla- bankans, stjórnarformaður Fjár- málaeftirlitsins, Lárus Finnbogason varaformaður og einnig sat Ingi- mundur Friðriksson, þáverandi seðlabankastjóri, í stjórninni. Innreið viðskiptavildar Í samtali við DV segir Aðalsteinn Hákonarson, deildarstjóri hjá Rík- isskattstjóra og fyrrverandi endur- skoðandi, að viðskiptavildin hafi dunið yfir eftir að alþjóðlegu reikn- ingsskilastaðlarnir tóku hér gildi á árunum 2004 og 2005. „Áður fyrr var viðskiptavild meðhöndluð allt öðru- vísi. Hún var afskrifuð niður í bókun- um. Viðskiptavildin var hins vegar aldrei afskrifuð eftir að nýju reikn- ingsskilastaðlarnir tóku gildi. Menn fóru svolítið frjálslega með þetta. Það átti að færa niður ef ljóst væri að sjóðsstreymi félagsins stæði ekki undir henni. Engin dæmi hafa hins vegar verið um slíkt fyrr en nú eftir hrunið,“ segir Aðalsteinn. „Samkvæmt alþjóðlegu reikn- ingsskilastöðlunum má færa upp viðskiptavild þegar eitt rekstrarfé- lag kaupir annað. Þá verða til sam- legðaráhrif. Þá er ekkert óeðlilegt við að færa upp viðskiptavild. En þegar fyrirtæki gerir ekkert annað en að kaupa upp fyrirtæki og á enga eign hefur það enga viðskiptavild. Það er að mínu viti bannað samkvæmt al- þjóðlegu reikningsskilastöðlunum en það var gert í stórum stíl hér á landi,“ segir hann. „Svona hafa reikningar félaga ver- ið færðir upp til að gera þá fegurri og álitlegri fyrir fjárfesta og auka veð- hæfni félaga. Með þessu er í raun bara verið að hækka eiginfjárhlutfall félaganna. Menn hafa jafnvel verið að færa eignir og skuldir til lággjalda- svæða til að hækka eiginfjárhlutfall. Þá lækkar eigna- og skuldahlutfallið en eigið fé er óbreytt og með því er eiginfjárhlutfallið hækkað,“ segir Að- alsteinn. Ógagnsæ eignarhaldsfélög Þegar Aðalsteinn er spurður hvort hann sjái samlíkingu með því sem hér var stundað á síðustu árum og hjá Enron telur hann það vera að vissu marki. „Blekkingarnar hjá Enron fól- ust aðallega í því að þeir bjuggu til dótturfélög sem voru undanþegin því að fara inn í samstæðuuppgjör. Þeir færðu síðan tapið þangað inn. Eftir það færðu þeir síðan dótturfé- lögin bara á kaupverði hlutabréfanna þótt það væri mikið tap þar inni, ein- ungis til þess að blekkja,“ segir hann. Aðalsteinn segist ekki skilja af hverju menn hafi verið að stofna mörg eignarhaldsfélög utan um sama fyrirtækið. „Tilgangurinn var sjálfsagt að gera félögin ógagnsæ þannig að ekki væri vitað hverjir ættu félögin. Þetta hófst eftir einkavæð- ingu bankanna og við breytinguna á alþjóðlegu reikningsskilastöðlun- um,“ segir hann. Fyrirtæki hafi áður fyrr verið að tvöfalda efnahagsreikninginn á tíu árum en á síðustu árum var þetta gert á einu til tveimur árum með stóraukinni áhættu. Lánuðu 700 tónlistarhús „Bankastjórarnir bera meginábyrgð- ina. Þeir tóku inn þessi gríðarlegu lán sem eru á við 700 tónlistarhús og deildu þessu út til stórfjárfesta og út- rásarvíkinga í misgáfulegar fjárfest- ingar. Sem hafa síðan margar hverjar hrunið. Þetta óx þeim langt upp fyr- föstudagur 6. mars 200912 Fréttir ViðskiptaVildin og Enron-Ísland Haustið 2003 hittust forsvarsmenn margra stærstu félaga landsins um nótt sem hefur verið kölluð „nótt hinna löngu bréfahnífa“. Upp frá því skiptist íslenskt viðskiptalíf á milli örfárra athafnamanna. Í kjölfarið jókst viðskiptavild margra fyrirtækja mjög mikið og hjá sumum var hún hærri en eigið fé. Viðmælendur DV voru sam- mála um að margt væri líkt með þessum viðskiptaháttum og því sem Enron-fyrir- tækið gerði í Bandaríkjunum. annas sIgmundsson blaðamaður skrifar: as@dv.is unnið fram eftir starfsmenn fjármálafyrirtækis vinna fram eftir. fólkið á myndinni tengist efni greinarinnar ekki beint. actaVIs BrEytIng á VIðskIptaVILd nokkurra féLaga frá 2003 tIL 2007 aVIon/ Hf. EImskIpaféLag ÍsLands 2003 2007 2003 2007 2003mILEstonE 2007 2003 2007 atorka BakkaVör 2003 2007 straumur/ Burðarás 2003 2007 Heildareignir* Viðskiptavild Eigið fé** * Heildareignir óháð skuldastöðu. ** Eigið fé er heildareignir að frádregnum skuldum. Byggt á samantEkt aðalstEins Hákonarsonar í tíund, Blaði ríkisEndurskoðunar. 553 mILLjarðar 358 mILLjarðar 275 mILLjarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.