Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2009, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2009, Síða 20
föstudagur 6. mars 200920 Helgarblað Björn Bjarnason úthlutaði 5,1 milljón króna til fyrirtækja og félagasamtaka áður en hann lét af embætti dóms- og kirkjumálaráðherra í janúarmán- uði. Ráðstöfunarfé dómsmálaráð- herra er árlega 8 milljónir. Frá fyrra ári færðust eftirstöðvar að upphæð 2,7 milljónir. Í janúar úthlutaði Björn því 2,4 milljónum af ráðstöfunarfé ársins, eða þriðjungi þess. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu vega þarna þyngst 3 milljónir sem Landsbjörg fékk vegna tækjabúnaðar og ein milljón króna sem úthlutað var til stjórnstöðvar Al- mannavarna. Minni úthlutanir voru aðallega til að styrkja einstaklinga til að sækja ráðstefnur á sviði lögfræði og löggæslu. Ragna Árnadóttir hefur frá því hún tók við embætti dóms- og kirkjumálaráðherra úthlutað 250 þúsundum króna til Orators, félags laganema. Auðvelt að réttlæta Blaðamaður DV spurði Björn hvað réttlæti að ráðstafa þriðjungi ráðstöf- unarfjárins á fyrsta tólfta hluta árs- ins. Björn svaraði skriflega: „Þú spyrð um réttlæti, ég efast um, að það orð eigi við í þessu sam- bandi. Hér er tekin afstaða til þeirra verkefna, sem við blasa í byrjun árs og mín reynsla af tæplega 13 ára ráð- herrastarfi er, að mest getur reynt á ákvarðanir vegna ráðstöfunarfjár við upphaf árs, þegar vitað er, hvernig fjárlög viðkomandi árs eru. Hæstu fjárhæðir vegna ákvarðana minna að þessu sinni snertu einmitt mál af þessu tagi og afgreiðsla þeirra þoldi ekki bið að mínu mati. Ég tel að eftirmaður minn komi að betra búi en ella, vegna þess hvernig ég ákvað að ráðstafa þess- um fjármunum og á því auðvelt með að réttlæta þessar ákvarðanir,“ segir í bréfi Björns. Ragna Árnadóttir svaraði ekki fyr- irspurn DV vegna ráðstöfunar Björns á árinu. Sjúklingur fær styrk Guðlaugur Þór Þórðarson átti einn- ig afgang af ráðstöfunarfé heilbrigð- isráðherra um áramótin. Í janúar út- hlutaði hann 700 þúsundum króna til Frumtaks, samtaka framleiðenda frumlyfja. Styrkurinn var til gerðar fræðslumyndar um hvernig á að tak- ast á við kvíða og streitu. Hjúkrunar- heimilið Sunnuhlíð fékk 400 þúsund króna styrk frá Guðlaugi vegna sam- vinnuverkefnis nemenda Mennta- skólans í Kópavogi og Sunnuhlíðar til kynningar á starfsemi hjúkrunar- heimilisins. Einnig veitti Guðlaugur 110 þúsund króna styrk til einstakl- ings vegna læknisaðgerðar. Hefð er fyrir slíkum styrkjum til sjúklinga sem eru fjárhagslega illa staddir eða þegar erfiðar meðferðir vegna sjúk- dóma krefjast kostnaðarsamra ferða- laga. Frá fyrra ári fluttust rúmar 1,4 milljónir af ráðstöfunarfé en árlega hefur heilbrigðisráðherra 8 milljón- ir til ráðstöfunar. Enn er því afgangur að upphæð 194 þúsund. Ögmundur Jónasson hefur engu ráðstafað sem heilbrigðisráðherra það sem af er ári. Vísindastarf í sjónvarpi Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra hefur á árinu úthlutað einni milljón króna til Ara Trausta Guð- mundssonar vegna gerðar sjón- varpsþáttar til að kynna vísindi á Ís- landi. Um var að ræða ráðstöfun á eftirstöðvum frá fyrra ári en árlega hefur iðnaðarráðherra 8 milljónir til ráðstöfunar. Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekki úthlutað neinu af ráðstöfunar- fé forsætisráðherra frá því hún tók við embættinu 1. febrúar. Geir H. Haarde úthlutaði engu á þeim mán- uði sem hann sat í embætti í ársbyrj- un. Ráðstöfunarfé forsætisráðherra er árlega 5 milljónir króna. Utanríkisráðherra hefur held- ur engu ráðstöfunarfé úthlutað það sem af er ári, hvorki í tíð Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur né Össurar Skarphéðinssonar. Árlega hefur ut- anríkisráðherra 5 milljónir til ráð- stöfunar. Ráðstöfunarfé sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að upphæð 9 milljónir er einnig óskert það sem af er ári. Svara ekki DV greindi frá því í gær að Árni Mathiesen úthlutaði 3,3 milljónum af ráðstöfunarfé fjármálaráðherra í janúarmánuði. Af því voru 3,06 millj- ónir afgangur af ráðstöfunarfé ársins 2008. Fjármálaráðuneytið fékk einn- ig til ráðstöfunar 1,9 milljónir króna af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar en afgangi af ráðstöfunarfé hennar var deilt niður á ráðuneytin í desember. Alls úthlutaði Árni því 5,2 milljónum í janúar að eigin vild. Athygli vakti að Árni styrkti mestmegnis verkefni sem tengjast Suðurkjördæmi en Árni er fyrsti þingmaður þess. Blómasýn- ing og matreiðslukeppni voru meðal þess sem Árni styrkti. Engir styrkir hafa verið veittir af hálfu fjármálaráðherra eftir að ný ríkisstjórn tók við 1. febrúar en þá tók Steingrímur J. Sigfússon við af Árna. DV sendi fyrirspurnir til allra ráðuneyta 24. febrúar um hvernig ráðstöfunarfé ráðherra hefur verið varið frá áramótum. Ekki hafa borist svör frá ráðuneytum menntamála, umhverfismála, félags- og trygginga- mála og samgöngumála. Björn örlátur á endasprettinum Björn Bjarnason úthlutaði þriðjungi af ráðstöfunarfé dóms- og kirkjumálaráðherra áður en hann lét af embætti. Arftaki hans hefur því úr mun minna að moða en ella. Guðlaugur Þór Þórðarson skildi hins vegar eftir afgang af ráðstöfunarfé heilbrigðisráðherra fyrir Ögmund Jónasson. ErlA HlynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Miðvikudagur 4. Mars 20092 Fréttir Árni Mathiesen úthlutaði Fornleifa- stofunni 1,7 milljónir króna vegna fornleifauppgraftar í Hólmi í Nesj- um rétt áður en hann lét af emb- ætti fjármálaráðherra.. Einnig fékk Hveragerðisbær 300 þúsund króna styrk frá fjármálaráðherranum fyrr- verandi en stefnt er að því að halda veglega blóma- og garðyrkjusýningu í Hveragerði í sumar. Sýningunni er ætlað að endurvekja sérstöðu Hveragerðisbæjar sem blómabæjar og styrkja stoðir garðyrkjunnar. Fyrir stjórnarslit Árni Mathiesen úthlutaði 3,3 millj- ónum af ráðstöfunarfé fjármálaráð- herra í janúarmánuði. Af því voru 3,06 milljónir afgangur af ráðstöf- unarfé ársins 2008. Snemma í janúarmánuði voru blikur á lofti um að ríkisstjórnar- samstarf Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar myndi ekki standa mikið lengur og ljóst að ef upp úr slitn- aði gætu þáverandi ráðherrar misst embætti sín. Auk þess að úthluta milljón- unum þremur í janúar fékk fjár- málaráðuneytið til ráðstöfunar 1,9 milljónir króna af ráðstöfunarfé rík- isstjórnarinnar en afgangi af ráð- stöfunarfé hennar var deilt niður á ráðuneytin í desember. Alls úthlutaði Árni því 5,2 millj- ónum í janúar að eigin vild. Suðurkjördæmi Árni er fyrsti þingmaður Suðurkjör- dæmis og athygli vekur að flestir þeir sem fengu styrki frá honum í jan- úar eru í því kjördæmi eða fá styrki vegna verkefna sem tengjast kjör- dæminu. Árni neitar því að þarna hafi verið um meðvitaða ákvörðun að ræða. „Nei, það er bara einhver tilviljun. Sjálfsagt hefur verið meira sótt um þaðan,“ segir hann. Landssamtök landeigenda á Ís- landi fengu sinn styrk hins vegar vegna lögfræðikostnaðar sem sam- tökin þurfa að standa undir en þau hafa sótt að íslenska ríkinu vegna þjóðlendna. Ráðherrum ber alls ekki skylda til að úthluta ráðstöfunarfé til mál- efna sem tengjast viðkomandi ráðu- neyti. Árlega hefur fjármálaráðherra 6 milljónir til ráðstöfunar. Að meðal- tali er því gert ráð fyrir um 500 þús- und króna úthlutun á mánuði. Árni úthutaði aðeins 239 þúsund krón- um af ráðstöfunarfé fjármálaráð- herra í janúar og er því nóg eftir það DÆLDI út StYRKJUM í LOKIN Árni Mathiesen Erla HlynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is StYRKIR ÁRNa 400 þúSund rangárþing eystra Hjúkrunar- og dvalar- heimilið kirkjuhvol 27. janúar 500 þúSund landssamtök landeig- enda á Íslandi. styrkur vegna lögfræði- kostnaðar 9. janúar 2009 300 þúSund Hveragerðisbær Blómasýning 30. janúar 200 þúSund Bocuse d’Or akademia iceland ehf. Matreiðslukeppni í Frakklandi 26. janúar 200 þúSund Vinin ehf. vinnustöðvar fatlaðra og öryrkja. Hvolsvelli 27. janúar 1,7 Milljónir Fornleifastofan (Eldstál ehf.) uppgröftur í Hólmi í Nesj- um, a-skaftafellssýslu 27. janúar allS 3,3 Milljónir Örlátur í heimabyggð Árni Mathiesen styrkti hjúkrunar- og dvalarheimilið kirkjuhvol með ráðstöfunarfé fjármálaráðherra. Mynd Sigurður gunnarSSOn Miðvikudagur 4. Mars 2009 3Fréttir sem af er ári. „Ég fór vandlega yfir að ég væri ekki að ráðstafa af þessu ári meira en væri hlutfallslegt fyrir mánuðinn,“ segir Árni. „Steingrím- ur fær alveg það sem honum ber,“ bætir hann við. Steingrímur J. Sig- fússon hefur engu úthlutað af ráð- stöfunarfé fjármálaráðherra eftir að hann tók við embættinu. Milljónir á hvert ráðuneyti Engir styrkir hafa verið veittir af hálfu fjármálaráðherra eftir að ný ríkisstjórn tók við 1. febrúar en þá tók Steingrímur J. Sigfússon við af Árna. Ráðstöfunarfé ráðherra er mismunandi milli ráðuneyta. Menntamálaráðherra hefur 18 milljónir króna til ráðstöfunar, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra 9 milljónir, iðnaðarráðherra, heil- brigðisráðherra og dóms-og kirkju- málaráðherra hafa hver um sig 8 milljónir til ráðstöfunar á árinu, fjármálaráðherra 6 milljónir og hin- ir sex ráðherrarnir geta ráðstafað 5 milljónum að vild. Ráðstöfunarfé viðskiptaráðherra hækkar frá fyrra ári úr þremur milljónum. Í fjárlög- um er það skýrt með auknu um- fangi málaflokka sem og aðskilnaði iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta. DV sendi fyrirspurnir til allra ráðuneyta fyrir viku um hvernig ráðstöfunarfé ráðherra hefur ver- ið varið frá áramótum. Aðeins fjár- málaráðuneytið og utanríkisráðu- neytið hafa svarað. Utanríkisráðherra hefur engu ráðstöfunarfé úthlutað það sem af er ári, hvorki í tíð Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur né Össurar Skarp- héðinssonar. „Nei, það er bara ein- hver tilviljun. Sjálfsagt hefur verið meira sótt um þaðan.“ StYRKIR ÁRNa – fyrir hönd ríkisstjórnarinnar 1 Milljón sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Fíkniefnaeftirlit í vestmannaeyjum á Þjóðhátíð 2008 26. janúar 700 þúsund umhverfissamtökin Blái herinn Hreinsunarátak á reykjanesskaganum 9. janúar 2009 200 þúsund Menningarmiðlun ehf. Ljósmyndasýning. kynning á sögu uppsveita Árnessýslu 9. janúar 2009 alls 1,9 Milljónir Blómabærinn Hveragerðisbær fékk styrk frá fjármálaráðherra til að halda blómasýningu. Mynd Photos.coM „Við vorum eiginlega búnir að ná honum í gær en hann hefur fund- ið fyrir einhverju óöryggi greyið því hann hljóp í burtu,“ segir Ólafur Jóhannesson, starfsmaður Smára- lindarinnar sem stóð í ströngu við að ná litlum kettlingi ofan af þak- inu. Kettlingurinn sást fyrst fyr- ir rúmri viku uppi á þaki verslun- armiðstöðvarinnar en það voru glöggir vegfarendur sem komu auga á hann. Ekki er vitað hversu lengi hann hafði spígsporað uppi á þaki fyrir þann tíma en vegfarend- urnir létu starfsfólk Smáralindar- innar vita og gekk það strax í málið. kaldur og svangur Þegar tilkynningin barst starfs- fólki Smáralindar fóru þeir Ólafur og Jón Þorbergur að litast um eftir kettlingnum en málið þótti frem- ur undarlegt. Þá sérstaklega í ljósi þess að þetta hefur aldrei komið fyrir áður enda er verslunarmið- stöðin vægast sagt stór og mikil og ekki auðvelt að komast upp á þak. Það má þó leiða líkum að því að kettlingurinn hafi villst upp á þak Smáralindarinnar í gegnum stórt og mikið hús sem nú er í byggingu við hlið hennar. „Við vorum búnir að reyna að ná honum í heila viku en það hafði ekkert gengið því hann bara forðað- ist okkur. Það var ekki fyrr en í dag sem okkur tókst að ná honum,“ seg- ir Ólafur sem fékk kaldar kveðjur frá kettlingnum eftir að hafa gefið hon- um þó nokkuð mikið af harðfiski. Beit bjargvættinn „Við vorum búnir að gefa honum harðfisk og vorum eiginlega komnir með hann. Kisi var samt ekki alveg nógu sáttur og beit mig í höndina og stakk af, hljóp aftur á sama stað og hann hafði verið á áður,“ segir Ólafur sem þó þakkar fyrir það að kisi hafi náðst af þakinu að lokum. Eins og gefur að skilja er þakið á Smáralindinni ekkert leiksvæði og í raun stórhættulegt að vera að flækj- ast þar eins og Ólafur og samstarfs- maður hans komust að. „Við lögðum okkur nánast í hættu við að ná kattargreyinu því bæði er þakið erfitt yfirferðar og síðan er ekki auðvelt að komast upp á það.“ smári í kattholti Farið var með kettlinginn í Kattholt í Reykjavík þegar hon- um var loksins bjargað af þaki Smáralindarinnar. Þar gistir hann nú, fær nóg að borða en bíður spenntur eftir því að eigandi hans sæki hann. Því miður var kettling- urinn ekki merktur og því eng- in leið fyrir starfsfólk Kattholts að koma honum til réttra eigenda. Starfsfólk Smáralindarinnar von- ar því að umfjöllun um málið verði til þess að einhver kannist við hann. Hægt er að hafa sam- band við Kattholt í síma 567-2909 en það er til húsa í Stangarhyl 2. En fyrst enginn vissi hvað litli kis- inn hét ákváðu þeir Ólafur og Jón Þorbergur að kalla hann Smára – í höfuðið á Smáralind. atli Már Gylfason blaðamaður skrifar: atli@dv.is ólafur jóhannesson jón þorbergur jakobsson smára BJÖRGUÐU KEttLINGI hetjur Þeir Ólafur og Jón Þorbergur lögðu sjálfa sig í mikla hættu er þeir reyndu að ná litlum kett- lingi af þaki smáralindarinnar. smári Litla kisa var gefið nafnið smári af starfsfólki smára- lindarinnar – eiganda hans er nú leitað. Ekki sáttur smári var sáttur við harðfiskinn sem hann fékk en var síður en svo sáttur við Ólaf þegar sá síðarnefndi reyndi að ná þeim fyrrnefnda ofan af þaki smáralindarinnar. „Ég tel að eftirmaður minn komi að betra búi en ella, vegna þess hvernig ég ákvað að ráðstafa þessum fjármunum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson ráðstafaði 1,2 milljónum í janúar til heilbrigðismála. um var að ræða afgang frá fyrra ári. Össur Skarphéðinsson ráðstafaði 1 milljón í janúar vegna sjónvarpsþáttar um vísindi á Íslandi. ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir Úthlutaði engu af ráðstöfunarfé utanríkisráð- herra í janúar. Geir H. Haarde Úthlutaði engu af ráðstöfunarfé forsætis- ráðherra í janúar. ráðstafanir ráðherra Þriðjungur farinn Björn Bjarnason segir að ráðstöfun hans á þriðjungi af ráðstöfunarfé dóms- og kirkjumálaráðuneytisins á fyrsta tólfta hluta ársins skilji arftakann í ráðuneytinu eftir í betri stöðu. Mynd EinAr ólAfSSon 4. mars 2009

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.