Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2009, Blaðsíða 15
föstudagur 6. mars 2009 15Fréttir
„EKKI Í OKKAR ÞJÓÐFÉLAGI“
með þau samskipti,“ segir Vigdís en
hún vill koma á framfæri þökkum
til allra þeirra er hafa sýnt fjölskyld-
unni stuðning á þessum erfiðu tím-
um.
„Við viljum koma á framfæri
þakklæti til allra þeirra sem hafa
hjálpað okkur og sent okkur hlýjar
kveðjur.“
Lítið í kringum ykkur
Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu,
segir að embættinu hafi ekki borist
margar ábendingar. Kafarar hafi nú
þegar leitað í Fossvogi og Kópavogs-
höfn vegna ábendinga sem bárust
en þær leitir báru engan árangur.
„Við erum að fara yfir gögn og
reyna að fylla upp í eyðurnar og afla
frekari gagna til að halda áfram með
leit,“ segir Ágúst sem hvetur fólk til
að hafa augun vel opin.
„Ég vil ítreka það að fólk í kring-
um byggingarsvæði og mannlausar
blokkir líti vel í kringum sig.“
Óraunverulegt á litla Íslandi
„Maður skilur ekki sjálfur hvernig
þetta getur gerst svona, ekki í okk-
ar þjóðfélagi,“ segir Guðný Óskars-
dóttir, frænka Aldísar sem einnig
er búsett í Vestmannaeyjum líkt og
Vigdís.
„Maður vissi að þetta gæti gerst
úti í heimi en einhvern veginn finnst
manni þetta óraunverulegt því þetta
er litla Ísland,“ segir Guðný sem
hefur verið í þessari aðstöðu áður.
Bróðir hennar lést og var talinn
týndur eftir hörmulegt sjóslys við
Vestmannaeyjar þegar belgíski tog-
arinn Pelagus strandaði.
„Bróðir minn fannst en þetta er
voðalega erfitt þegar fólk finnst ekki.
Það er engum sem líður vel við þess-
ar aðstæður, vita ekkert hvar barnið
sitt, mamma sín eða frænka sín er
niðurkomin,“ segir Guðný og bætir
við að samheldnin í fjölskyldunni
geri mikið gagn.
„Það sem hefur reddað okkur yf-
irleitt er að við höldum hópinn og
það er ákveðin sálfræðihjálp í því.
Við erum öll úr hjálparsveitinni í
Vestmannaeyjum og þekkjum því
leitir að fólki vel en þetta er mjög
dularfullt.“
Guðný lýsir Aldísi frænku sinni
sem rólegri og yfirvegaðri konu: „Ég
þekki hana ekki að öðru en góðu.
Hún er ofboðslega góð við barnið
sitt, það er alveg númer eitt, tvö og
þrjú hjá henni.“
Halda í vonina
„Við höldum í vonina að hún sé ein-
hvers staðar á ferðinni,“ segir Ág-
úst en allar björgunarsveitir á höf-
uðborgarsvæðinu voru kallaðar út í
gær til leitar. Þegar blaðið fór í prent-
un á hafði leitin enn engan árangur
borið en rúmlega hundrað manns
höfðu verið við leit fram á kvöld.
Björgunarsveitarmennirnir notast
við hin ýmsu hjálpartæki við leitina
eins og fjórhjól, jeppa, leitarhunda
og sérstaka stafi til að leita í snjó.
Leitin beindist að svæði sem er í
fjögurra kílómetra radíus frá heim-
ili Aldísar á Gvendargeisla. Björg-
unarsveitarmennirnir leituðu bæði
í nálægum byggingum og í kring-
um Reynisvatn. Leitarskilyrði voru
nokkuð erfið þar sem töluverður
snjór er á svæðinu. Að sögn Óla-
far Snæhólm, upplýsingafulltrúa
Landsbjargar, gerði snjórinn yfir-
ferðina erfiðari.
Lögreglan mun í samráði við
björgunarsveitirnar á höfuðborg-
arsvæðinu ákveða næstu skref og
þá hvort eða hvenær leitinni verð-
ur haldið áfram. Eins og áður seg-
ir þykir málið mjög dularfullt. Aldís
hvarf sporlaust. Býrð þú yfir upplýs-
ingum sem gætu varpað ljósi á hvarf
hennar? Hafðu þá samband við lög-
reglu í síma 444-1100.
„Hún er ofboðslega
góð við barnið sitt,
það er alveg númer
eitt, tvö og þrjú hjá
henni.“
Skipulagðir Þessir björgunar-
sveitarmenn voru í þann mund
að leggja af stað í leit að aldísi við
reynisvatn um miðjan dag í gær.
Heimili Aldísar aldís býr á
gvendargeisla 17 í grafarholti
ásamt tveggja ára dóttur sinni.