Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2009, Blaðsíða 13
föstudagur 6. mars 2009 13Fréttir ViðskiptaVildin og Enron-Ísland ir höfuð þegar þetta varð svona stórt. Nú komumst við varla í gegnum eitt tónlistarhús en efnahagsreikningar bankanna voru á við 700 tónlistar- hús,“ segir Aðalsteinn. Hann segir að endurskoðunar- fyrirtæki hérlendis hafi líka brugðist að einhverju leyti. „Ég held því fram að það hefði verið hægt að standa þar meira á bremsunni. Mér finnst að margir ársreikningar bendi til þess að framsetningin hafi verið til að þjóna hagsmunum stórfjárfesta og stjórnenda en ekki markaðinum eða hinum almenna lesanda,“ segir hann. Hann telur að töluverðar breyt- ingar verði að eiga sér stað í komandi uppbyggingu á fjármálakerfi lands- ins. „Það þarf að gera kerfið sýnilegra og öll dulúð í gegnum færslu á eign- um og eignasöfnum til Lúxemborg- ar þarf að laga. Stjórnvöld misstu sjónar á þessu. Enginn vissi hvað af þessu varð eða hvort greiddir væru af þessu réttir skattar,“ segir Aðalsteinn. „Það er líka fáránlegt þegar hægt er að lána stjórnendum bankanna tugi milljarða og fyrir því er veitt veð í eig- ið fé bankans. Starfsmenn eru þannig gerðir stikkfrí,“ bætir hann við. Bandarísk MBA-fræði Davíð Scheving Thorsteinsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Sólar, segir að margt hafi breyst hérlendis eftir að menn fóru til Bandaríkjanna í framhaldsnám í viðskiptafræðum í hið svokallaða MBA-nám. „Það breyttist þegar þessir menn urðu hér áhrifamiklir. Skuldsettar yfirtök- ur voru nánast bannaðar í Banda- ríkjunum á tímabili. Þetta hófst síð- an hérlendis eftir aldamótin,“ segir hann. Davíð telur að í MBA-náminu í Bandaríkjunum hafi menn lært aðra siði en höfðu tíðkast hérlendis, í Bretlandi og á Norðurlöndunum. „Ég tengi þetta líka við skort á siðferði. Sú þjóð sem trúir á Mammon, guð pen- inganna, hún ferst. Það siðferði sem tíðkaðist á síðustu árum var ekki til þegar ég var ungur. Það verður að finna jafnvægi á milli eigenda og stjórnenda. Áður en skuldsettar yfir- tökur hófust á Íslandi höfðu fram- kvæmdastjórar gætt hags fyrirtækja svo mjög að það hallaði á hluthaf- ana. Fyrirtækin voru orðin svo eign- um hlaðin að þau voru auðveld bráð yfirtökumanna,“ segir Davíð. Siðlausir kaupréttarsamningar Hann telur að kaupréttarsamning- arnir sem gerðir voru á síðustu árum hafi verið gjörsamlega siðlausir. „Menn voru bæði með belti og axla- bönd. Þeir gátu aldrei tapað. Þetta var greinilega ekki ólöglegt því aðal- fundir samþykktu þetta,“ segir hann. Davíð tekur dæmi af því að þegar hann hætti hjá Sól árið 1995 eftir að hafa starfað þar síðan 1951 hafi hann ekki fengið krónu í starfslokasamn- ing. „Það var ekki búið að finna upp orðið starfslokasamningur árið 1995. Síðan eftir aldamótin fóru menn að borga sér hundruð milljóna í starfs- lokasamninga,“ segir hann. Viðskiptavild er stuldur „Þessi viðskiptavild var bara bull eins og hefur komið í ljós núna. Þetta var svindl. Það var bara verið að stela peningum. Sum fyrirtæki voru bara gjaldþrota ef viðskiptavildin var tekin burt. Skuldastaðan var meira en 100 prósent,“ segir Davíð. Hann segist ekki sjá neinn mun á bókhaldssvik- um Enron og því sem tíðkaðist hér á síðustu árum. „Enron-menn voru að stela undir dulnefni. Hér voru not- uð önnur orð yfir það sem var verið að dylja til að stela. Hér var sagt að reksturinn skipti engu máli. Það eina sem skipti máli voru væntingarnar.“ Hann segir að það sé ekki hægt að tvöfalda efnahagsreikning í neinni eðlilegri atvinnustarfsemi. „Það er ekki hægt í eðlilegum rekstri. Þú get- ur tvöfaldað efnahagsreikninginn ef þú ert í eiturlyfjasölu. Það er bara ekki hægt í öðrum rekstri,“ segir Dav- íð. Seðlabankinn brást Að hans mati hefði Seðlabankinn átt að koma í veg fyrir vöxt Icesave. „Af hverju tók Seðlabanki Íslands ekki bindiskyldu af Icesave? Ef hann hefði tekið 25 prósenta bindiskyldu af er- lendum reikningum hefði staðan núna verið allt öðruvísi. Það finnst mér að Seðlabankinn þurfi að út- skýra,“ segir hann. Hann trúir ekki þeim rökum að það hefði skekkt samkeppnisstöðu Íslands. „Ef Jóhannes Norðdal hefði verið seðlabankastjóri hefði þetta ekki gerst. Ekkert af þessu,“ segir Davíð. Þegar hann er spurður um fram- tíðina, hvað þurfi að gera, er hann fljótur að svara. „Fornar dyggðir og alls ekki ríkisbanka. Ég starfaði undir ríkisbönkunum. Það má segja margt ljótt um bankana eftir að þeir voru einkavæddir en hið sama á líka við um þá sem störfuðu þar áður. Þar var pólitískt ákveðið hverjir áttu að lifa af. Pólitískt ákveðið hvaða atvinnu- vegir voru þóknanlegir. Landbúnað- ur og sjávarútvegur voru þóknanleg- ir,“ segir hann. Viðskiptavild er stuldur davíð scheving thorsteinsson segir að Enron hafi verið að stela undir dulnefni. önnur orð voru notuð yfir hið sama hér. Bar ábyrgð Lárus finnbogason er formaður skilanefndar Landsbankans. Hann brást í eftirlitinu en er ekki látinn sæta ábyrgð. Björgólfur Guðmundsson Eftir „nótt hinna löngu hnífa“ náði hann undirtökunum í Eimskip. Beggja vegna borðs Bjarni Ármannsson var forstjóri Íslandsbanka og stjórnarfor- maður Kauphallarinnar 2003, þegar „nótt hinna löngu bréfahnífa“ var. Ballið búið Björgólfur thor Björgólfsson kemur út af fundi með ríkisstjórninni 6. október, í viku hrunsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.