Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2009, Blaðsíða 38
föstudagur 6. mars 200938 Helgarblað
„Eltur hvert sem ég fer“
Paul Einar var síðar fluttur í ann-
að fangelsi þar sem öryggisgæsla
er minni, hann er ekki lengur skil-
greindur sem hættulegur fangi og
hafa lögfræðingar hans tvívegis
fengið dregið úr öryggisgæslu hans.
Næstu mánuði þarf hann aðeins að
afplána 9 daga í mánuði í fangelsi.
Hann upplifir sig þó ekki sem frjáls-
an mann. „Öll símtöl mín eru hleruð
af lögreglunni, ég er eltur hvert sem
ég fer og mér og fjölskyldu minni
hafa borist hótanir sem ég tek mjög
alvarlega.“
DV ræddi símleiðis við Paul Ein-
ar á miðvikudaginn, en upphaflega
hafði verið áætlað að viðtalið færi
fram viku fyrr. Ekki náðist í hann á
þeim tíma og útskýrir Paul Einar að
fyrirvaralaust þann dag hafi hann
verið handtekinn. Hann telur það
vera hluta af því mikla eftirliti sem
hann segist vera undir. Yfirvöld hafi
meira að segja aðgang að Facebook-
síðu hans.
Hann segir fjölmiðla í Bretlandi
hafa fjallað á mjög ósanngjarnan hátt
um málið og þrátt fyrir tilboð um við-
töl hefur hann alltaf neitað að tjá sig
við þá. „Umfjöllunin var mjög hlut-
dræg, fjölmiðlar voru undir áhrifum
frá lögreglunni og Buckingham-höll.
Þeir notuðu hvert tækifæri sem þeir
höfðu til þess að grafa upp fólk úr
fortíðinni til þess að tjá sig um mig.
Fólk sem ég þekkti ekki einu sinni,
jafnvel stelpur sem ég hafði sofið hjá
fyrir löngu og hef ekki hitt í mörg ár.
Eða þá fólk sem ég fór í taugarnar á.
Flestir þeirra sem hafa lýst mér í fjöll-
miðlum þekkja mig ekki.“
Stoltur Íslendingur
Hann segist tjá sig við DV nú vegna
þess að hann ætlar sér að snúa heim
til Íslands. „Ég klára afplánun í mars
á næsta ári, en samkvæmt breskum
lögum geta fangar sem eiga bein
tengsl við önnur lönd farið fram á
að vera fluttir þangað. Ég hef sjálfur
skrifað dómsmálaráðuneytinu bréf
og Giovanni di Stefano, lögmaður
minn, hefur einnig gert það,“ segir
hann. „Ég bíð nú eftir viðbrögðum
frá þeim. Ég álít sjálfan mig fyrst og
fremst vera Íslending, en ekki Eng-
lending. Ég er mjög stoltur af arfleifð
minni, ég hef margoft verið á Íslandi
og bjó þar árið 2001. Ég hef einnig
mikið stundað næturlífið í Reykja-
vík,“ segir hann.
Paul Einar á í föðurlegg ættir að
rekja til Íslands en afi hans var þekkt-
ur útgerðarmaður og var sæmdur
heiðursmerkjum af Englandsdrottn-
ingu. En örlögin höguðu því þannig
að barnabarnið situr nú í fangelsi
fyrir fjárkúgun gegn frænda hennar
hátignar.
Paul Einar er af hinni svokölluðu
Fylkisútgerðarætt sem hóf togaraút-
gerð á Íslandi í lok síðari heimsstyrj-
aldar. Afi hans, Páll Aðalsteinsson,
gerðist útgerðarmaður í Grimsby á
Englandi þar sem hann stofnaði af-
kastamikla útgerð í lok 4. áratugar
síðustu aldar.
Á Englandi eignaðist Páll son,
Aðalstein Einar Aðalsteinsson, með
konu sinni Svönu Aðalsteinsson.
Aðalsteinn Einar giftist síðar skoskri
konu, Elisabeth Strachan, og eignað-
ist með henni tvo syni, annar þeirra
er Paul Einar.
„Á meðan ég starfaði í tískuheim-
inum tók ég upp nafnið Ian Strachan
vegna þess að það er auðveldara að
bera það fram heldur en Paul Einar
Aðalsteinsson. Ég skrifaði tískugrein-
ar í tímaritið Skin og einnig fyrir ann-
að tímarit í Mið-Austurlöndum. En
allir þekkja mig sem Paul Einar. Þrátt
fyrir neikvæða fjölmiðlaumfjöllun
hefur aldrei neinn sem ég þekki kall-
að mig illum nöfnum. Frekar hef-
ur fólk komið upp að mér, klappað
mér á bakið og sagt „vel gert“ sem
mér finnst fáránlegt. Því ég gerði ekki
neitt.“ valgeir@dv.is
„Í sannleika sagt kom
mér vel saman við
alla þarna inni. Ég
átti aldrei í neinum
vandræðum. Mað-
ur verður að passa
vel upp á sjálfan sig
og sýna engin merki
um veikleika, en ég
komst ágætlega af.“
Krúnukúgari Paul Einari og Linley markgreifa var vel til
vina. Hann hitti ljósmyndara fyrir utan heimili Elísabetar
Bretadrottningar, frænku Linleys. MYND BERGUR FINNBOGASON