Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2009, Blaðsíða 4
föstudagur 6. mars 20094 Fréttir Sandkorn n Mikill hiti er í baráttu Guð- laugs Þórs Þórðarsonar og Illuga Gunnarssonar um efsta sætið á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Illugi hefur enn mikið forskot á heilbrigðis- ráðherrann nú þegar rúm vika er í prófkjör- ið. Eins og staðan er nú stend- ur barátta Guðlaugs um annað sætið þar sem hann keppir við Ólöfu Nordal alþing- ismann sem færði sig úr Norð- austurkjördæmi. Rétt eins og Guðlaugur gæti náð fyrsta sæt- inu er allt eins líklegt að hann húrri niður listann sem myndi þýða pólitísk endalok hans. n Sigurður Kári Kristjánsson er annar prófkjörskandídat Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og fær nú prýðilega auglýsingu þar sem hann prýðir forsíðu Húsa og híbýla þar sem hann gefur lesend- um blaðsins tækifæri til að skoða sig um á heimili hans. Einhverjir úr röðum sjálfstæðis- manna hafa undanfarið sýnt þann mann- dóm að biðjast afsökunar á þætti flokksins í bankahruninu. Sigurður Kári þvær hins vegar hendur sínar af ósköpunum í Húsum og híbýlum með því að benda á að engan eigi hann flatskjáinn heldur aðeins gamal- dags túbusjónvarp. n Sigurður Kári sækir synda- aflausn sína þarna í hagspeki Björgólfs Guðmundssonar sem hefur bent á að flatskjáa- kaup Íslendinga hafi sett þjóð- ina á hausinn. Guðmundur Gunnarsson hjá Rafiðnaðar- sambandinu sér í gegnum þetta hjá þingmanninum og afgreið- ir hann með þessum orðum á bloggi sínu: „Á meðan ungt fólk tapar íbúðum sínum og öllu vegna þessara manna þá birtast menn skælbros- andi á forsíðu í glansíbúð og í viðtali er svo reynt að snobba niður á við og réttlæta 100 millj. kr. íbúð með því að segja að það sé túpusjónvarp í eldhúsinu!! Eig- um við að kjósa svona fólk aftur inn á þing?“ www.takk. is „Ég get ekki búið við sveitarstjórn sem fer svona fram og ég mun leita allra leiða til að flytja á annan stað þar sem betur er hlustað á vilja íbúa. Vonandi tekst það fyrir haustið. Það er betra heldur en að hírast hér reið- ur og fúll til dauðadags þótt staður- inn sé dásamlegur að öðru leyti,“ seg- ir Jón Skúli Skúlason, foreldri þriggja barna í Kópaskersskóla. Hann er mjög ósáttur við þá ákvörðun sveitar- stjórnar Norðurþings að loka skólan- um og gera foreldrum barna í þorpinu að senda börnin sín til Lundar sem er rúmlega þrjátíu kílómetra í burtu. Þar stunda nám börn úr Kelduhverfi og syðri hluta Öxarfjarðar. Jón Skúli býr á Kópaskeri með eiginkonu sinni og þremur börnum. Íbúar á Kópaskeri voru í ársbyrjun 2008 skráðir 127. Ef fjölskylda Jóns Skúla flytur brott nemur það því fjög- urra prósenta fólksfækkun. Þetta samsvarar því að fjögur hundruð Garðbæingar myndu yfirgefa sveit- arfélag sitt. Fyrirlitning „Mér finnst þetta fyrirlitning af hálfu sveitarstjórnar í garð foreldra og íbúa hér á staðnum. Ég held það muni aldrei skapast sátt um þessa ákvörð- un,“ segir Jón Skúli. Nemendur á grunnskólastigi í skólum Öxarfjarðar eru 56 en að leik- skólanemendum meðtöldum eru þeir 68. Nemendur í 8. til 10. bekk sækja nú allir nám í Lundi. Grunn- skólanemendur í Lundi eru 37 en 19 í Kópaskersskóla sem þar til í fyrravor heyrði undir Öxarfjarðarskóla. Á fundi sveitarstjórnar Norður- þings síðasta vor var samþykkt tillaga um að hefja undirbúning að því að skólastarf við Öxarfjörð verði undir einu þaki og stefnt að því að sú verði orðin raunin haustið 2009. Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri var fengin til að skoða breytingar á skólamál- um fyrir sveitarstjórn Norðurþings. Í skýrslu sem háskólinn skilaði Norð- urþingi í síðasta mánuði eru lagð- ar til þrjár leiðir í skólastarfinu. Sú þriðja sem þar er nefnd er leiðin sem ákveðið hefur verið að fara. Í skýrsl- unni kemur þó einnig fram: „Skólinn á Kópaskeri er mikilvægasta þjón- ustustofnunin á staðnum og einn mannfrekasti vinnustaðurinn. Líkur eru á að lokun hans muni hafa nei- kvæð áhrif á aðra atvinnustarfsemi í þorpinu.“ Hitaumræður Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, bendir á að þegar tal- að er um skólann sem slíkan sé bæði átt við leikskóla- og grunnskólastig en leikskólinn verður áfram á Kópa- skeri. „Varðandi vinnustaðinn sem slíkan er fólk sem býr á Kópaskeri og vinnur í Lundi og öfugt,“ segir hann. Bergur viðurkennir að mikill hiti sé í fólki á Kópaskeri um þessi mál og hvetur fólk til hófstillingar. Sér í lagi þurfi að gæta þess að óánægja smit- ist ekki til barnanna. Lengi hefur verið reynt að finna lausn á skólamálum á svæðinu en Bergur segir þetta endanlega ákvörð- un. Hann vonast til þess að fólk nái sáttum um þessa niðurstöðu. Í rökstuðningi fyrir ákvörðun- inni er bent á að þar sem ljóst er að nemendum kemur til með að fækka á báðum stöðum á næstu árum og kenna verður fleiri árgöngum sam- an og möguleiki barnanna í að finna félaga í jafningjahópnum fari því minnkandi. Fólksfækkun Stefán H. Grímsson, faðir á Kópa- skeri, sér ekkert athugavert við að senda barnið sitt í skóla í Lundi. „Ég hef hins vegar áhyggjur af móralnum hér í samfélaginu,“ segir hann. Stefán hefur heyrt í fólki sem íhugar að flytja brott vegna lokunar skólans þó sjálf- ur ætli hann að búa áfram á Kópa- skeri. „Því miður óttast ég að þessi ákvörðun verði til þess að fólki fækki á Kópaskeri. Við megum sannarlega ekki við því,“ segir Stefán. Kristbjörg Sigurðardóttir, foreldri á Kópaskeri og fulltrúi Samfylking- arinnar í sveitarstjórn Norðurþings, harmar einnig ákvörðunina. „Hér er líklega um einsdæmi að ræða hvað það varðar að leggja niður skóla í þorpi og flytja hann út í sveit. Eng- inn hefur getað bent mér á hliðstætt dæmi. Vonandi hef ég rangt fyrir mér um þau neikvæðu áhrif sem ég tel þetta hafa fyrir samfélagið hér,“ segir Kristbjörg. Foreldrar á Kópaskeri eru áhyggjufullir eftir að sveitarstjórn Norðurþings ákvað að loka skyldi grunnskólanum þar. Börnin þurfa þess í stað að sækja skóla til Lundar sem er um 30 kílómetra í burtu. Jón Skúli Skúlason íhugar að flytjast búferlum með fjöl- skyldu sína vegna þessa. Þar með myndi íbúum Kópaskers fækka um fjögur prósent. „Mér finnst þetta fyrir- litning af hálfu sveitar- stjórnar í garð foreldra og íbúa hér á staðnum.“ Erla HlynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Áhyggjufull Kristbjörg sigurðardóttir telur að lokun grunnskólans hafi neikvæð áhrif á samfélagið á Kópaskeri. Mynd úr EinkaSaFni yfirgefa heimabyggð grunnskólabörn á Kópaskeri þurfa frá haustinu að sækja skóla í Lundi sem er um 30 kílómetra í burtu. Mynd Jón Skúli SkúlaSon FER BURT vERði SKÓLanUm LOKað Verið að skjóta sendiboðann Nýfallinn dómur í Hæstarétti vekur hörð viðbrögð formanns Blaðamannafélagsins: „Ég tel að með þessari niðurstöðu séu dómstólar að draga tennurnar úr fjölmiðlum og í rauninni að hefta lýðræðislega umfjöllun í þjóðélag- inu,“ segir Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hæstiréttur dæmdi á fimmtudag blaðamann Vikunnar, Björk Eiðs- dóttur, til að greiða Ásgeiri Þór Dav- íðssyni, einnig þekktum sem Geira á Goldfinger, 500 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem féllu í grein um strípistaðinn Gold- finger í ágúst 2007. Í greininni var talað við Lov- ísu Sigmundsdóttur, fyrrverandi starfsmann staðarins, sem sagði að þar þrifist vændi. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað Vik- una en Hæstiréttur sneri úrskurð- inum hins vegar við, þrátt fyrir að hljóðupptökur væru til af viðtali blaðamannsins við Lovísu. Arna segir að sér lítist ekkert á dóminn og að dómstólar séu að feta vafasamar brautir með þess- um dómi. „Þarna er verið að skjóta sendiboðann. Það skiptir máli að umfjöllunarefnið er starfsemi sem er mjög umdeild og einstaklingur- inn sem um ræðir er þekktur maður í þjóðfélaginu. Það verður að geta far- ið fram umræða um svona umdeilda starfsemi án þess að gefið sé skotleyfi á fjölmiðlana,“ segir Arna. Alls voru sex ummæli í greininni dæmd dauð og ómerk en auk þess var Vikunni gert að birta forsendur og niðurstöðu dómsins í fyrsta tölublaði tímaritsins eftir uppsögu dómsins. Ásgeir fór fram á fimm milljóna bæt- ur þegar hann höfðaði málið. „Prentfrelsi er dýrmætt. Þótt fólk geti leitað til dómstóla telji það á sér brotið er mikilvægt að þeir hafi í huga að ganga ekki svo hart fram eins og í þessu tilfelli, að fjölmiðlar fari að halda að sér höndum þegar kemur að umfjöllun um umdeild samfélagsmál,“ segir Arna. einar@dv.is ósátt arna segir að dómstólar séu að feta vafasamar brautir með þessum dómi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.