Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2009, Blaðsíða 17
föstudagur 6. mars 2009 17Fréttir gegn Þorsteini Hjaltested árið 2007 fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Í því máli kröfðust bræðurnir þess að erfðaskrá Magnúsar Einars- sonar Hjaltested yrði felld úr gildi og að eignum erfðaskrárinnar yrði skipt eftir almennum skiptareglum erfðalaga því ákvæði erfðaskrárinn- ar væru brostin. Meðal annars vegna þess að eignarnám Kópavogsbæjar væri ekki annað en eiginleg sala á jörðinni sem aftur bryti gegn erfða- skránni og að enginn ábúandi væri á jörðinni þrátt fyrir að það kæmi fram í erfðaskránni að búið skyldi á henni. Héraðsdómur vísaði málinu hins vegar frá dómi á þeim forsendum að ekki væri nægilega vel rökstutt af hverju ógilda bæri erfðaskrána. Auk þess kom fram í dómnum að enginn hefði gert athugasemdir við skipti dánarbús Magnúsar Hjaltested árið 2000, þegar það gekk í erfðir til Þor- steins Hjaltested. Hæstiréttur Ís- lands staðfesti síðan dóm héraðs- dóms í málinu. Skipti á dánarbúunum ekki farið fram Krafa bræðranna í dómsmálinu nú er hins vegar sú, eins og áður segir, að dánarbúi Sigurðar Kristjáns föð- ur þeirra, og þar með Vatnsenda- jörðinni, verði skipt jafnt á milli allra erfingja Sigurðar. Þeir halda því fram nú að þeir hafi komist að því eftir að dómurinn féll í málinu árið 2007 að búum Sigurðar, föður þeirra, og Þorsteins, bróður þeirra, hafi aldrei verið skipt og því stand- ist ein af forsendum frávísunar málsins ekki skoðun. Þess vegna vilja þeir að nú fari fram opinber skipti á dánarbúunum tveimur og bera fyrir sig að dómafordæmi séu fyrir því að ef skipti hafi ekki átt sér stað í dánarbúi sé heimilt að kveða á um að það skuli gert. Hver lendingin í þessu langa, flókna og dramatíska deilumáli verður mun koma í ljós eftir 11. mars en þá mun verða kveðið úr um hvort Þorsteinn Hjaltested eigi enn einn rétt á Vatnsendajörðinni eða hvort henni verður skipt á milli allra erfingja Sigurðar Kristjáns, föður þeirra og afa Þorsteins. Vatnsendadeilan endalausa „Upp frá þessu höf- um ég og börn- in reynt að gleyma þessu leiðinlega máli – það einkenndist af miklu óréttlæti.“ Samkomulagið um bæturnar trúnaðarmál Í samkomulagi Kópavogsbæjar og Þorsteins Hjaltested, sem dV hefur undir höndum, kemur kaupverðið á 863 hekturum úr Vatnsendajörð- inni fram auk þess sem sagt er að samkomulagið sé trúnaðar- mál þar til heimildar fyrir eignarnámið hefur verið aflað. Bærinn á Vatnsenda synir margrétar Hjaltested, sem var borin út af Vatnsendabænum árið 1969, ætla að fara í mál við hálfbróður sinn Þorstein Hjaltested, núverandi eiganda Vatnsendajarðarinnar. Þeir krefjast þess að jörðinni verði skipt milli allra erfingja föður þeirra vegna þess að Þorsteinn hafi brotið gegn ákvæðum í erfðaskránni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.