Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2009, Síða 17
föstudagur 6. mars 2009 17Fréttir
gegn Þorsteini Hjaltested árið 2007
fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Í því máli kröfðust bræðurnir
þess að erfðaskrá Magnúsar Einars-
sonar Hjaltested yrði felld úr gildi
og að eignum erfðaskrárinnar yrði
skipt eftir almennum skiptareglum
erfðalaga því ákvæði erfðaskrárinn-
ar væru brostin. Meðal annars vegna
þess að eignarnám Kópavogsbæjar
væri ekki annað en eiginleg sala á
jörðinni sem aftur bryti gegn erfða-
skránni og að enginn ábúandi væri
á jörðinni þrátt fyrir að það kæmi
fram í erfðaskránni að búið skyldi á
henni.
Héraðsdómur vísaði málinu hins
vegar frá dómi á þeim forsendum
að ekki væri nægilega vel rökstutt af
hverju ógilda bæri erfðaskrána. Auk
þess kom fram í dómnum að enginn
hefði gert athugasemdir við skipti
dánarbús Magnúsar Hjaltested árið
2000, þegar það gekk í erfðir til Þor-
steins Hjaltested. Hæstiréttur Ís-
lands staðfesti síðan dóm héraðs-
dóms í málinu.
Skipti á dánarbúunum
ekki farið fram
Krafa bræðranna í dómsmálinu nú
er hins vegar sú, eins og áður segir,
að dánarbúi Sigurðar Kristjáns föð-
ur þeirra, og þar með Vatnsenda-
jörðinni, verði skipt jafnt á milli allra
erfingja Sigurðar. Þeir halda því
fram nú að þeir hafi komist að því
eftir að dómurinn féll í málinu
árið 2007 að búum Sigurðar, föður
þeirra, og Þorsteins, bróður þeirra,
hafi aldrei verið skipt og því stand-
ist ein af forsendum frávísunar
málsins ekki skoðun. Þess vegna
vilja þeir að nú fari fram opinber
skipti á dánarbúunum tveimur og
bera fyrir sig að dómafordæmi séu
fyrir því að ef skipti hafi ekki átt sér
stað í dánarbúi sé heimilt að kveða
á um að það skuli gert.
Hver lendingin í þessu langa,
flókna og dramatíska deilumáli
verður mun koma í ljós eftir 11.
mars en þá mun verða kveðið úr
um hvort Þorsteinn Hjaltested eigi
enn einn rétt á Vatnsendajörðinni
eða hvort henni verður skipt á milli
allra erfingja Sigurðar Kristjáns,
föður þeirra og afa Þorsteins.
Vatnsendadeilan endalausa
„Upp frá þessu höf-
um ég og börn-
in reynt að gleyma
þessu leiðinlega máli
– það einkenndist af
miklu óréttlæti.“
Samkomulagið um bæturnar trúnaðarmál Í samkomulagi
Kópavogsbæjar og Þorsteins Hjaltested, sem dV hefur undir
höndum, kemur kaupverðið á 863 hekturum úr Vatnsendajörð-
inni fram auk þess sem sagt er að samkomulagið sé trúnaðar-
mál þar til heimildar fyrir eignarnámið hefur verið aflað.
Bærinn á Vatnsenda synir margrétar Hjaltested, sem var borin út
af Vatnsendabænum árið 1969, ætla að fara í mál við hálfbróður sinn
Þorstein Hjaltested, núverandi eiganda Vatnsendajarðarinnar. Þeir
krefjast þess að jörðinni verði skipt milli allra erfingja föður þeirra
vegna þess að Þorsteinn hafi brotið gegn ákvæðum í erfðaskránni.