Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2009, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2009, Blaðsíða 34
föstudagur 6. mars 200934 menningarverðlaun DV Kvikmyndir „Auðvitað er það mikill heiður að vinna til verðlauna og gaman að vita af því að fólk sé að fíla það sem maður er að vinna að,“ segir Hulda Rós Guðnadóttir, myndlistar- og kvikmyndagerðarkona. Hún og Helga Rakel Rafnsdótt- ir hlutu Menningarverðlaun DV í flokki kvikmynda fyrir heimildarmyndina Kjötborg. Myndin fylgir bræðrunum Gunnari og Kristjáni í verslun- inni Kjötborg á Ásvallagötunni í Vesturbænum, þeirra dag- lega amstri og helstu viðskiptavinum. Helga Rakel ólst upp í Vesturbænum og hafði margar skemmtilegar sögur að segja Huldu er þær bjuggu sam- an í London á sínum tíma. „Þegar ég var að ákveða mig hvaða verkefni ég ætti að taka að mér mundi ég eftir öllum þessum sögum. Ég hafði samband við Helgu, við fórum að skoða málið og ég heillaðist algjörlega af bræðrunum,“ segir Hulda sem kannast við stemninguna hjá kaupmanninum á horninu. Hún vann sjálf í versluninni Vegamótum, einnig í Vesturbænum. Hulda segir þær hafa fengið gott aðgengi að Gunnari og Kristjáni og kúnnum þeirra. „Traust er lykilatriði. Þeir bræður njóta mikils trausts í hverfinu þannig að við fengum gott aðgengi að öllum sem fram komu í myndinni. Það má segja að Gunnar og Kristján hafi unnið vinnuna fyrir okkur áður að opna fólkið. Svo fengum við ókeypis ferð,“ segir hún hlæjandi. Hulda segir ekki hafa verið erfitt að nálgast Gunnar og Kristján. „Þeir eru náttúrlega kaupmenn og eru allan dag- inn í samskiptum við fólk. Þetta er ákveðinn „performance“ að vera kaupmaður þannig að þeir duttu inn í þetta.“ Undirbúningur að gerð myndarinnar hófst fyrir árið 2004 og tökur fóru fram árið 2006, en Hulda og Helga eyddu átta mánuðum með Gunnari og Kristjáni á Ásvallagötunni. „Við vorum lengi viðloðandi búðina, stukkum ekki bara inn með myndavél á fyrsta degi. Myndin hefur fengið gríðarlegar viðtökur og vann meðal annars verðlaun á Skjaldborgar- hátíðinni þar sem myndin var fyrst sýnd. Ég er myndlist- armaður og það er frekar þröngur heimur,“ segir Hulda. „Mér líður eins og ég hafi samið popplag. Fólk er stöðugt að labba upp að mér og tala um myndina. Hún hefur greini- lega hreyft við fólki.“ hanna@dv.is Rökstuðningur dómnefndar: Kjötborg er gullfalleg og lágstemmd feel good-frásögn um af- markað samfélag í borginni. Þeir Kristján og Gunnar verslun- areigendur kunna að vera með síðustu kaupmönnum á horn- inu en tilfinningin er samt sú að þeir hafi alltaf verið þarna – og muni vonandi alltaf vera þarna, því það kemst ágætlega yfir að þessir ágætu menn bjóða ekki aðeins upp á fjölbreytt úrval hvers kyns dagvöru heldur einnig trú, von og kærleika. Hulda rós guðnadóttir og Helga rakel rafnsdóttir bjuggu til heimildarmyndina Kjötborg sem hreppti menningarverð- laun Dv í flokki kvikmynda. Heimildar- myndin fylgir kaupmönnunum og bræðrunum gunnari og Kristjáni í versluninni Kjötborg á Ásvallagötu. leiklist eins og ég hafi samið popplag Hulda Rós Guðnadóttir Hlaut Jónasinn, menningarverðlaun dV, í flokki kvikmynda ásamt Helgu rakel rafnsdóttur sem ekki gat verið viðstödd. mynd Rakel Ósk „Mér líður óskaplega vel og þykir vænt um að fá þessi verðlaun. Sérstaklega út af því að við erum að heiðra minningu skálds sem dó langt fyrir aldur fram. Hann Jökull Jakobsson dó á besta aldri en hann gaf okkur perlur í leikbókmenntum. Ég fann hvernig hann kveikti í meðleikurum mínum þegar við byrjuð- um að æfa verkið Hart í bak. Það er stórkostlegt að finna hvernig fólk hefur tekið því. Það er svo gaman að leika þetta og því er svo vel tekið. Þetta er svo sannarlega perla í leikbókmenntunum,“ segir Gunnar sem er afar sáttur við síðasta ár. „Síðasta ár var ákaflega gott. Ég er 83 ára núna og er slasaður á hægra hné. Það stóð til að ég færi á spítala í janúar því þá átti Hart í bak að vera búið en þá fór það fyrst virkilega í gang og nú er það komið fram í apríl. Þannig að ég læt hnéð bíða. Ég fórna öllu fyrir Hart í bak.“ hanna@dv.is Rökstuðningur dómnefndar: Sextíu og fjögur ár eru senn liðin frá því að Gunnar Eyjólfsson steig í fyrsta skipti á leiksvið. Hann komst brátt í raðir fremstu leikara okkar og hefur verið þar æ síðan. Ólíkt flestum starfs- bræðrum sínum, sem minnka við sig eða setjast í helgan stein þegar árin færast yfir, hefur Gunnar sýnt og sannað að alltaf er hægt að vera ungur í listinni. Síðasta leikafrek hans er Jónatan, strandkapteinninn í Hart í bak Jökuls Jakobssonar, sem hann dregur upp átakanlega og áhrifamikla mynd af. leikarinn gunnar eyjólfsson hreppti menningarverðlaun Dv í flokki leiklistar en hann leikur aðalhlutverkið í einni af vinsælustu sýningum landsins um þessar mundir. Fórnar öllu fyrir Hart í bak Gaman að leika gunnari finnst yndislegt að leika í Hart í bak sem er perla í leikbókmenntum að hans mati. mynd Rakel Ósk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.