Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Qupperneq 2
Þeir sem slá inn vefslóðina facebook.is hafa hingað
til fengið upp vefsíður spilavíta á borð við Betsson og Unibet.
Norðmaður hefur haft yfir léninu að ráða en hann lokaði tenging-
unni þegar blaðamaður benti honum á hversu auðveldlega börn
og aðrir Facebook-notendur geta villst inn á síðuna.
föstudagur 13. mars 20092 Fréttir
hitt málið
Þetta helst
- þessar fréttir bar hæst í vikunni
kúlulán og hálfsannleikur
Einkahlutafélag í eigu þáverandi
forstjóra fjárfestingabankans Askar
Capital, Tryggva Þórs Herbertsson-
ar, fékk 150 milljóna króna kúlulán
frá bankanum til að kaupa hluta-
bréf í bankanum sjálfum árið 2007.
Tryggvi Þór seldi síðan einkahlutafélagið
til Askar þegar hann hætti hjá bankanum í
fyrrasumar og skildi skuldirnar af lánunum
eftir inni í félaginu.
Eftir að DV hafði samband við Tryggva Þór
vegna málsins skrifaði hann bloggfærslu um
kúlulánið. Einnig skoraði Tryggvi Þór á aðra
frambjóðendur að greina frá fjárhagslegum tengslum sínum og virt-
ist mörgum sem hann hefði þarna átt frumkvæði að því að greina frá
eigin fjárhag.
Þegar frétt DV birtist skrifaði Tryggvi Þór nýja færslu um að fyrra blogg
hefði orðið að fréttamat. Hins vegar má efast um að fyrri færslan hefði
verið skrifuð ef blaðamaður hefði ekki fyrst haft samband.
lúxusbílar seldir án útboðs
Bílasalan Úranus keypti nítján
lúxusbifreiðir af Kaupþingi í janú-
ar og fór salan fram fyrir luktum
dyrum og án útboðs. Tíu dögum
eftir að Úranus fékk bifreiðirn-
ar hjá Kaupþingi keypti bílasalan
Range Rover af Ingunni Svölu Leifsdótt-
ur, en hún starfar í skilanefnd Kaupþings.
Range Rover er versta endursölubifreið á
landinu í dag að mati bílasala og stendur
bifreiðin óseld hjá bílasölunni. DV rakti
söluferli lúxusbíla Kaupþings og komst að
því að aðeins tveir höfðu verið seldir til út-
landa, en ekki flestir, eins og forsvarsmaður
bílasölunnar fullyrti.
Blaðamaður DV bað bílasalann um að rekja kaupferlið þegar hann
keypti bílinn af Ingunni. Svarið var: „Nei, ég vil ekki gera það. Það er
óþarfi að gera það og þess vegna geri ég það ekki.“
2
1 F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ðþriðjudagur 10. mars 2009 dagblaðið vísir 42. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347
„VONum
að Við
FÁum
sVÖr“
TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON VILL FARA Á ÞING:
SLAPP VIÐ
AÐ BORGA
70 MILLJÓNIR
„sVONa dÍLar KEYrðu BaNKaKErFið Í KaF“
FOrstjóriNN tóK LÁN hjÁ asKar capitaL tiL að
Kaupa Í asKar capitaL Og BOrgaði ENga VExti
KÚLuLÁN trYggVa „FÖLsuN“ Á EigiN FÉ asKar capitaL
jÁtaði Á BLOggi EFtir FYrirspurN dV
„Var FuLLKOmLEga EðLiLEgt Á sÍNumtÍma“
tEKur Við
KVÖrtuNum
Í BóNus
„Fæ það BEiNt Í æð“
samFYLKiNgiN Lýsir EFtir FOrmaNNi
„haNN
ELsKaði
dóttur
sÍNa Á
siNN hÁtt“
LÖgFræðiNgur tiL
VarNar jOsEF FritzL
„hVað NÚ?“
FóLK
ErLENtFrÉttir
FrÉttir
Fær EKKi
stYrK tiL
að Læra
tóNList
FrÉttir
BÍLar hirtir
aF FóLKi Og
sELdir Á sLiKK
risaLÁN EN ENgiNN BÍLL
NEYtENdur
Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is
Fjarstýrðir rafmagns- og
bensínbílar í úrvali
Fermingarmyndir
Svipmyndir
Hverfisgötu 50
sími 552 2690
www.svipmyndir.is
„Ég hef engan áhuga á því að selja Ís-
lendingum aðgang að fjárhættuspili.
Ég mun á þessu ári losa mig við þetta
lén, facebook.is. Ég mun loka þessari
tengingu,“ segir Norðmaðurinn Pål
Andreas Alnes. Hann hefur yfir lén-
inu facebook.is að ráða en fram til
þessa hefur sá sem slær inn slóðina
ýmist endað á síðu á vegum Unibet
eða Betsson en bæði fyrirtæki standa
fyrir fjárhættuspilum.
Stíla á innsláttarvillur
Á annað hundrað þúsund Íslendinga
nota samskiptavefinn facebook.com
sér til dægrastyttingar og skemmtun-
ar. Þar sem íslenskar síður hafa alla
jafna endinguna .is má leiða líkur að
því að fjölmargir, bæði ungir og gaml-
ir, hafi fyrir slysni ratað inn á heima-
síðu hvar fjárhættuspil er stundað.
Guðberg K. Jónsson, verkefna-
stjóri hjá Samfélagi, fjölskyldu og
tækni, SAFT, segir að þessi aðferð sé
þekkt hjá netsvindlurum en þess ber
að geta að SAFT er verkefni á vegum
Heimilis og skóla og er vakningar-
átak um örugga tækninotkun barna
og unglinga á Íslandi. Guðberg seg-
ir að slíkir aðilar kaupi sér oft svipuð
vefföng og lén og löglegir starfsaðilar
noti, vegna þess að þeir viti að ein-
hver hluti fólks slái inn rangt veffang.
„Sama máli gildir um svokallaðan
„spampóst“ en þegar slíkur fjölpóst-
ur er sendur láta þessir aðilar oft líta
út fyrir að um póst frá viðurkenndum
aðilum sé að ræða,“ segir Guðberg.
Ekki allt sem sýnist
Guðberg hvetur fólk til að taka ekki
öllu trúanlega sem það finnur á net-
inu. Ekki sé allt sem sýnist. „Þekkt
dæmi um það snýr að Martin Luther
King. Ef þú gúgglar nafnið finnurðu
vandaða síðu sem heitir martinluth-
erking.org. Þegar fólk rýnir í það sem
þar stendur kemst það fljótlega að
því að þarna er hann ekki sagður sá
mannréttindafrömuður sem saga seg-
ir heldur hafi hann verið fyllibytta og
kvensamur. Þetta er sem sagt hægri-
vængur Ku Kux Klan,“ útskýrir Guð-
berg en Ku Kux Klan eru samtök hvítra
kynþáttahatara í Bandaríkjunum.
Guðberg segir að foreldrar eigi að
taka fræðslu um internetið inn í upp-
eldisaðferðir sínar, samhliða umferð-
arfræðslu og sundkennslu. Mjög auð-
velt sé með fikti að fara inn á mjög
grófar klám- og ofbeldissíður. SAFT
er hluti af aðgerðaáætlun Evrópu-
sambandsins um öruggari netnotkun
en hér á Íslandi sem víðar voru þann
12. febrúar sýndar auglýsingar um
rafrænt einelti. „Á Írlandi varð gerð
Youtube-mæling sem leiddi í ljós að
auglýsingin var vinsælasta mynd-
bandið á vefnum. Í 2. sæti var mynd-
band sem sýndi þegar manneskja var
tekin af lífi,“ segir hann.
Facebook.is lokað
Pål Andreas segist aðspurður eiga um
20 önnur lén en um áhugamanna-
starfsemi sé að ræða. „Ég er tiltölulega
nýr í þessu og er að fikra mig áfram.
Markmið mitt með facebook.is var
að selja borga-fyrir-áhorf [e. pay per
view] auglýsingar. Ég get tekið undir
að fólk geti ruglast vegna þess hversu
lénið er líkt facebook.com. Því hef ég
lokað tengingunni,“ segir hann.
Tæplega helmingur Íslendinga 13
ára og eldri notar Facebook. Af þeim
tölum má ráða að nokkur hluti þeirra
sé börn. Spurður um öryggi barna
inni á Facebook og öðrum sambæri-
legum síðum segir Guðberg SAFT
fylgjast ágætlega með slíkum vef-
svæðum. „Við erum til dæmis að setja
upp ákveðnar siðareglur í samstarfi
við margar félagsnetsíður á borð við
Facebook og Myspace,“ segir Guð-
berg en einnig er unnið að því að gera
tilkynningakerfi um óviðeigandi efni
skilvirkara. „Notandanum er þó allt-
af frjálst að setja inn það myndefni
sem hann kýs,“ segir hann og leggur
áherslu á að foreldrar fylgist með því
sem börnin aðhafast á netinu.
Lokkaðir
í spiLavíti
Unibet Þessa síðu hafa þeir fengið
upp sem óvart slógu inn facebook.is.
síðunni hefur verið lokað.
Facebook.com um
helmingur Íslendinga eldri
en 13 ára nota facebook.
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
DULARFULL
BÍLASALA
KAUPÞINGS
dv.is
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
MIÐVIKUDAGUR 11. MARs 2009 dagblaðið vísir 43. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347
DAVÍÐ AFGREIDDUR Í DAG
dv rekur slóð lúxusbíla kaupþings:
FRéttIR
FólK
„HElVÍtI á jöRÐU“ Í tÍbEt
stYRKtUR AF
HUlDUMAnnI
EÐVAlD FæR AÐ læRA tónlIst
FRéttIR
DEtoxAR FYRIR
útsEnDInGU
AnIston
Í AlsælU
sVIÐsljós
lúxUsbÍlARnIRVoRU EKKI sElDIR úR lAnDI
MEÐlIMUR sKIlAnEFnDAR sElDI söMU
bÍlAsölU IllsEljAnlEGAn RAnGE RoVER
REIÐIlEstUR
DAlAI lAMA
ERlEnt
FRéttIR
áRnI páll Í
MIlljónA
AUKAVInnU
þInGMAÐURVAnn
Í sUMARFRÍInU
FRAMbjóÐEnDUR
UnnU AÐ útbREIÐslU IcEsAVE
x-IcEsAVE
„bEstI tÍMI lÍFs MÍns“
lAnGVERst áVöxtUn
Í lAnDsbAnKAnUM
lÍFEYRIssjóÐUR lAnDsbAnKAns FjáRFEstI
Í pEnInGAMARKAÐssjóÐI EIGIn bAnKA oG stóRtApAÐI
KAUpþInG oG ÍslAnDsbAnKI KoMU MUn bEtUR út
ásDÍs AÐ
„DREpAst úR
HUnGRI“
FRéttIR