Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Page 4
föstudagur 13. mars 20094 Fréttir Sandkorn n Misjafnt er hve miklu fram- bjóðendur eyða í auglýsing- ar vegna prófkjöra sinna. Þeir menn eru þó til sem ekki eyða krónu í slíkt en gera út á bloggið. Þannig er með Pétur Tyrfings- son sálfræðing sem býður sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Hann hefur gert út á blogg sitt þar sem finna má frasa á borð við „Kjaftfora götustráka á þing“ og „Við get- um treyst Pétri – hann reykir pípu!“ Þá má nefna eftirfar- andi frasa sem er auðvitað snilld: „Kjósum mann sem hefur reynslu og hreina snilli í að leggja gangstéttir.“ n Ekkert bólar á bankastjóra- skiptum í Íslandsbanka þar sem Birna Einarsdóttir banka- stjóri situr sem fastast þrátt fyrir kúlulán sitt sem hún slapp við að borga. Ákveðið hafði verið að auglýsa eftir bankastjóra en ekkert bólar á efndum þar. Einn af nánustu samstarfsmönnum Birnu í bankanum er Einar Sigurðsson sem starfar á fyr- irtækjasviði. Einar er sonur Guðbjargar Matthíasdótt- ur, athafnakonu og ekkju í Vestmannaeyjum, sem er ein þeirra sem eiga að fá Mogg- ann á slikk. n Guðbjörg Matthíasdótt- ir var svo stálheppin að selja hlut sinn í Glitni fyrir milljarða, örskömmu fyrir fall. Höfuðvígi hennar er Ísfélag Vestmanna- eyja sem hún stjórnar af festu og öryggi ásamt athafnamanninum Gunnlaugi Sævari Gunn- laugssyni. En það verður ekki allt að gulli í garði ekkjunn- ar því félag hennar tapaði hundruðum milljóna króna á afleiðusamningum sem raktir eru til Glitnis. Gjörningurinn kostaði Ægi Pál Friðbertsson framkvæmdastjóra starfið en Gunnlaugur Sævar og Guð- björg spörkuðu honum með látum á dögunum og kunnu honum litlar þakkir fyrir fjár- festingabröltið. Garðlíf Tökum að okkur garðslátt, trjáklippingar, beðahreinsun, trjáfellingar, þökulagnir og allt annað sem viðkemur garðinum. Komum á staðinn og gerum verðtilboð þér að kostnaðarlausu! Láttu okkur sjá um garðinn! S: 691 9151 „Ég veit ekkert hvernig framhald- ið verður. Sumir með mér á hælinu eru búnir að bíða í þrjú til fjögur ár þannig að ég er hræddur um að það gerist líka í mínu tilviki. Ég er mjög dapur yfir þessu ástandi og þetta er auðvitað erfitt,“ segir Elyas Sultani. Elyas er 27 ára og kemur frá Af- ganistan. Hann kom til Íslands fyrir ári síðan til að leita sér hælis. Í heilt ár hefur hann þurft að bíða á flótta- mannahælinu Fit hostel í Njarðvík eftir svari yfirvalda um hvort hann fái að búa á Íslandi og hefja nýtt líf. Nú hefur hann sent þingmönnum einlæga bón í bréfi þar sem hann biður þá að leyfa sér að setjast hér að og vonar hann að bréfið verði til þess að yfirvöld leysi vanda hans. Erfitt að vera einn „Á Fit hostel eru um það bil 24 flótta- menn ásamt mér. Ég veit ekkert hvað mun gerast í mínu máli og það er ekki skemmtileg tilhugsun,“ seg- ir Elyas en Fit hostel er farfugla- og gistiheimili auk þess sem það hýsir flóttamenn. Elyas segir lífið fjarri fjölskyld- unni taka verulega á en hann veit ekki nákvæmlega hvar fjölskylda hans er niðurkomin. „Auðvitað sakna ég fjölskyldu minnar. Í okkar menningu elst mað- ur upp með fjölskyldunni og allir hugsa um alla. Það er mjög erfitt að vera einn. Ég veit reyndar ekki hvar fjölskyldan mín er. Þau fóru til Pak- istan og síðast þegar ég vissi voru þau í Íran.“ Dreymir um að vera ljóðskáld Elyas vill ekkert fremur en að búa á Íslandi og vonast hann til að geta unnið við fjölmiðlun eða skriftir af einhverju tagi. „Mig langar að reyna að búa mér til líf hér. Ég er ekki með neina menntun og kláraði bara tíunda bekk í Afganistan. Ég lærði af föður mínum og fjölskyldu að skrifa ljóð. Ef ég fæ að vera hér þá langar mig að læra íslensku og vinna við að skrifa ljóð. Einnig langar mig að vinna sem blaðamaður, í útvarpi eða eitthvað í þá áttina.“ Fuglinn vantar hreiður Bréfið sem Elyas skrifaði þingmönn- um er á ensku og ber titilinn „Bón til allra þingmanna að gefa flótta- mönnum tækifæri“. Bréfið er ein- staklega ljóðrænt og í því líkir Elyas sér við fugl sem vantar hreiður. „Fugl án hreiðurs er týndur fugl. Leitandi að besta staðnum þar sem hann mun ekki mæta illu eða veik- indum heldur lífi fullu af gleði, fullu af ást. Fuglinn flýgur yfir fjöllin, yfir eyðimerkurnar og höfin og hingað kemur hann. En í staðinn fyrir að finna hreiðr- ið er tunga hans bundin, frelsi hans takmarkað og rödd hans þögguð niður. Svarti hrafninn með óttalausu augun umkringir hann og hindrar hann í því að syngja, tala, hreyfa sig. Svarti hrafninn ræðst á hann með hvassri tungu. Fuglinn er fullur eldmóðs og það særir hann að ykkur sé sama, að þið munið aldrei geta ímyndað ykkur sársaukann. Haf af köldu vatni er ekki nóg, heill jökull er ekki nóg. Þegar fuglinn er hindraður í því að finna hreiðrið lærir hann að hann getur alveg eins hulið líkama sinn með svörtu og verið eins og hrafninn. Sama hvað gengur á þá verður hann að vera eins og þeir. Hann verður að láta af hendi sálu sína, huga, hjarta – og fara inn í frumskóginn,“ segir Ely- as í bréfinu og endar það á að biðja þingmenn um að leyfa sér að setjast að á Íslandi. „Ég vildi að ég mætti vera í hreiðr- inu sem ég hef fundið. Ég flaug lang- an veg, ég beið í langan tíma. Getið þið hjálpað mér að finna hreiðrið?“ Flóttamaðurinn Elyas Sultani hefur dvalið á flóttamannahælinu Fit hostel í Njarðvík í ár og bíður eftir niðurstöðu yfirvalda um hvort hann fái að dvelja á Íslandi eður ei. Hann hefur sent þingmönnum bréf þar sem hann líkir sér við fugl og biður þá um að leyfa sér að setjast að í hreiðrinu sem hann hefur fundið á Íslandi. Elyas segir dvölina á Íslandi taka á en vonast til að fá að gera sér heimili hér, læra íslensku og skrifa ljóð. ljóðrænt neyðar- kall flóttamanns lilja Katrín gunnarSDóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is „Ég vildi að ég mætti vera í hreiðrinu sem ég hef fundið. Ég flaug langan veg, ég beið í langan tíma. Getið þið hjálpað mér að finna hreiðrið?“ Erfitt líf á íslandi Elyas saknar fjölskyldu sinnar og er mjög dapur yfir því að þurfa að bíða á flóttamanna- hæli eftir svari frá yfirvöldum. Fjöldi flóttamanna bíður Á fit hostel eru um 24 flóttamenn sem bíða eftir svari að sögn Elyasar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.