Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Side 6
föstudagur 13. mars 20096 Fréttir
Sandkorn
n Málið um hraða afgreiðslu
Icesave-málsins í breska lög-
sögu í byrjun október verður
einkennilegra með hverj-
um degi. Ráðgjafi Geirs H.
Haarde, þáverandi forsætis-
ráðherra,
sagði hon-
um frá
þessu 6.
október,
æðstráð-
endur í
Seðlabank-
anum og
FME vissu
um þetta sem og vitanlega
Landsbankamenn. Þá gengst
breska fjármálaeftirlitið við
því að málið hafi verið rætt.
Þungt var í Geir þegar hann
lagði út af málinu á þingi í
gær: „Hvað menn segja í ör-
væntingu um miðja nótt við
aðstæður sem þessar er eitt...
og koma síðan hér og bera á
forsætisráðherrann að hann
hafi sagt rangt frá, það er
óboðlegt og ég sætti mig ekki
við það.“
n Flest virðist nú ganga á aft-
urfótunum hjá Frjálslynda
flokknum. Magnús Þór Haf-
steinsson, varaformaður og
áhugamað-
ur um út-
lendinga,
féll af Al-
þingi síðast.
Hann ætlaði
að koma
sterkur til
baka með
því að bjóð-
ast til að sitja í öðru sæti lista
flokksins í Norðvesturkjör-
dæmi. Sjálfsagt reiknaði hann
með því að geta flotið inn eins
og Kristinn H. Gunnarsson
sem komst á þing fyrir styrk
Guðjóns A. Kristjánssonar,
oddvita flokksins. En Frjáls-
lyndir vildu lítið með Magnús
Þór hafa og hann lenti í 4. sæti
sem er vonlaus staða.
n Ósigur Magnúsar Þórs Haf-
steinssonar á sér rætur í því
að hann tók slaginn við sinn
gamla
banda-
mann, Sig-
urjón Þórð-
arson, sem
hreppti
annað
sæti á lista
frjálslyndra
í Norðvest-
urkjördæmi. Sigur Sigurjóns
markar líklega endalok stjórn-
málaferils Magnúsar Þórs sem
á sér varla viðreisnar von eftir
útreiðina. Ólíklegt er að hon-
um takist að verja varafor-
mannsembætti sitt á komandi
landsfundi.
STRAUM
BLIK
Raflagnir, dyrasími,
töfluskipti.
Bjóðum upp á
ástandsskoðun á
raflögnum í eldra húsnæði
með tillögum um úrbætur
án skuldbindinga.
Löggiltur rafverktaki
S.: 663 0746
fridhelgi@internet.is
„Hún er mjög skapstór. Hún er frek
og yfirgangssöm,“ sagði Jens R. Kane,
fyrrverandi flugstjóri hjá Icelandair,
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær
þar sem ákæra á hendur honum
var tekin fyrir. Jens er gefið að sök
að hafa ráðist á fyrrverandi unnustu
sína, Veronicu Virginiu Sarcos Rin-
con frá Venesúela, og veitt henni al-
varlega áverka. Jens neitar sök og fer
ófögrum sögum um skapgerð Veron-
icu. Hann segir hana hafa kært sig í
þeirri von að fá landvistarleyfi.
Héraðsdómur dæmdi Jens í átta
mánaða fangelsi í desember 2007
fyrir líkamsárás á hendur Veronicu.
Hæstiréttur ómerkti hins vegar dóm-
inn og vísað honum aftur í hérað.
Meint árás átti sér stað á heimili
Jens aðfaranótt 23. janúar 2007 að
heimili hans í Mosfellsbæ.
Veronica þurfti að lýsa meintri
líkamsárás fyrir dómi í annað sinn og
virtist það reyna mjög á hana. „Hann
var að reyna að kyrkja mig,“ hafði
dómstúlkur eftir Veronicu sem tal-
aði spænsku í dómsal. Hún grét þeg-
ar hún lýsti atburðunum og skömmu
síðar þurfti að gera hlé á yfirheyrsl-
um þar sem Veronica gat ekki hald-
ið áfram vitnisburði. Þá var hún að
skoða myndir af áverkum sínum og
lýsa því hvernig þeir komu til.
Blaðamaður DV náði tali af Jens í
hléinu. Þar vildi hann lítið tjá sig um
málið en þegar talið barst að gráti
Veronicu sagði hann: „Það er erfitt
að ljúga.“
Nýr vitnisburður
Veronica gaf munnlega skýrslu á
spænsku við fyrstu aðalmeðferð
málsins og var túlkur fenginn til
starfa. Hann hafði hins vegar ekki
hlotið löggildingu til að gegna því
starfi. Taldi Hæstiréttur ekki loku fyr-
ir það skotið að þau atriði sem þar
komu fram gætu haft áhrif á sönnun-
argildi framburðar Veronicu. Því vís-
aði Hæstiréttur málinu aftur í hérað.
Annað sem talið er geta haft áhrif
á sönnunargildi framburðar henn-
ar er að eftir uppkvaðningu héraðs-
dómsins kom fram vitni sem greindi
frá atriðum varðandi málið sem ekki
höfðu komið fram áður. Hæstiréttur
ákvað því að vísa málinu aftur í hér-
að. Eftir því sem blaðamaður kemst
næst er þar um að ræða eina þeirra
nágrannakvenna Jens sem áður báru
vitni.
Jens segir að málaferlin hafi eyði-
lagt líf hans og að nám hans, sem
snýr að flugstjórn, sé fyrir bí. „Það er
gjörsamlega búið að rústa öllu mínu
lífi,“ segir Jens sem í dag er atvinnu-
laus. Líkt og áður neitar hann stað-
fastlega að hafa ráðist á Veronicu á
þann hátt sem greinir í ákæru. Jens
segist telja að hún hafi meðal annars
hafa gengið viljandi á dyrastaf til að
veita sjálfri sér áverka.
„Bara venjulegt sakamál“
Tvær nágrannakonur Jens sem komu
fyrir dóminn störfuðu einnig með
honum þegar hann var flugmaður.
Önnur þeirra bar að Veronica hefði
leitað til sín í nóvember fyrir ákærða
árás. Þá hefði Veronica verið illa leik-
in og sagt að Jens hefði ráðist á sig.
Einn þeirra þriggja dómara sem sátu
í héraðsdómi gagnrýndi sækjanda
mikið fyrir að kalla fyrir dóminn vitni
sem ekki tengdist meintri árás í jan-
úar.
Saksóknari sagðist með þessum
vitnaleiðslum vilja sýna hvernig sam-
band Veronicu og Jens hefði þróast og
benti á að mál sem snerta heimilisof-
beldi séu gjarnan erfið. „Þetta er nú
bara venjulegt sakamál,“ sagði dóm-
arinn þá. Vitnið tók einnig til máls án
þess að spurningu væri beint til þess
og sagði þennan vitnisburð hljóta að
styrkja stöðu Veronicu.
Veronica var ástfangin
Önnur nágrannakona Jens hafði
annars konar sögu að segja af
samskiptum sínum við Veronicu:
„Hún sagði mér beinum orðum
að hún hefði ætlað að giftast hon-
um til að fá landvistarleyfi.“ Enn-
fremur sagði þessi nágrannakona
að Veronica hefði ítrekað reynt að
fá hana með sér á vinnustað Jens,
Icelandair, til að bera út um hann
róg í þeim tilgangi að hann missti
vinnuna. Hún sagði sömuleiðis að
Veronica hefði greint sér frá því að
hún ætlaði að hefna sín á Jens, og
að Veronica hefði valdið sér svo
miklu ónæði að hún hefði íhug-
að að skipta um símanúmer. „Hún
vildi koma honum úr starfi,“ sagði
konan.
Fyrri nágrannakonan sem hér
var greint frá sagðist hins veg-
ar aldrei hafa heyrt Veronicu tala
um að hefna sín á Jens né heldur
hafi hún reynt að fá hana á vinnu-
stað Jens til að koma á hann óorði.
„Hún var mjög ástfangin og átti erf-
itt með að kæra hann,“ sagði hún.
Breytir um karakter
Lögreglukona sem kom á vettvang
eftir meinta árás sagði Veronicu þá
hafa verið í miklu uppnámi og halt-
rað. „Hún var í mikilli geðshrær-
ingu.“ Upp hafi komið sú hugmynd
að seinni nágrannakonan hýsti Ver-
onicu þá um nóttina en lögreglukon-
an sagði nágrannakonuna hafa verið
hrædda við Jens og óttast að hann
kæmi inn til sín ef Veronica væri þar.
„Hún var mjög hrædd,“ sagði lög-
reglukonan um nágrannann.
Seinni nágrannakonan sagði
þetta rangt með farið hjá lögreglu-
konunni: „Þetta eru ekki mín orð. Ég
hef aldrei verið hrædd við Jens og er
það ekki.“
Lögreglukonan vitnaði um að
Jens hefði verið áberandi ölvaður
þetta kvöld. Veronica sagði drykkju
hans hafa verið vandamál. Sjálfur
vildi Jens ekki kannast við það. Þegar
dómari spurði hvort hann breytti um
karakter þegar hann fengi sér í glas
sagði hann: „Hver gerir það ekki?“
Hann játti því þó að hafa fari í með-
ferð að ósk vinnuveitanda síns eftir
að málið kom upp.
Rangar merkingar
Fyrri nágrannakonan sagði að Ver-
onica hefði greint sér frá því að Jens
drykki illa. „Hún virtist hrædd við
hann þegar hann fékk sér í glas.“
Seinni nágrannakonan sagðist
hins vegar hafa hitt Jens þegar hann
var undir áhrifum áfengis og hann
hefði ekki verið ógnandi. „Hann var
eins og stór mjúkur bangsi,“ sagði
hún.
Þriðja nágrannakonan sagði fyr-
ir dómi að gjarnan hefðu verið ólæti
í fjölbýlinu sem þau Jens bjuggu í
og nágrannar hefðu vitað af mikilli
drykkju Jens. Eina ónæðið af henni
hefði hins vegar verið hávær tónlist.
Fyrir dóminn voru lagðar mynd-
ir af áverkum Veronicu sem teknar
voru 1. febrúar 2007 í endurkomu
hennar á sjúkrahús eftir meinta
árás. Áverkarnir voru merktir á lík-
ama hennar með miðum sem voru
dagsettir sama dag og meint árás átti
sér stað, en þá voru áverkarnir einn-
ig myndaðir. Hjúkrunarfræðingur
sem tók seinni myndirnar sagði að
vissulega mætti setja út á að rangar
dagsetningar voru á miðunum. Hún
staðfesti hins vegar að myndirnar
voru teknar síðar og sýndu hvernig
ásýnd áverkanna hefði þróast þessa
daga. Hjúkrunarfræðingurinn sagði
að hluti af starfi sínu fyrir þolend-
ur heimilisofbeldis væri að mynda
áverkana. Þegar hún hitti Veronicu
hefði hún verið mjög dofin.
Flugstjórinn Jens R. Kane komst fyrst í fréttirnar árið 2007 þegar Morgunblaðið greindi
frá því að hann hefði smyglað unnustu sinni, Veronicu, frá Venesúela með fraktflugi
til Íslands. Sama unnusta stefnir honum nú fyrir að reyna að kyrkja hana. Jens segir
að lífi sínu hafi verið rústað. Nú hefur hann misst lífsviðurværið og unnustu sína.
Gera þurfti hlé á vitnaleiðslu fyrir héraðsdómi í gær þegar Veronica brast í grát.
„BÚIÐ AÐ RÚSTA
ÖLLU MÍNU LÍFI”
ERla HlyNsdóttiR
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
„Hann var eins og stór
mjúkur bangsi.“
segist saklaus Jens r. Kane kom
fyrir héraðsdóm í annað sinn í gær.
Hann var upphaflega sakfelldur
fyrir líkamsárás á hendur fyrrverandi
unnustu sinni en Hæstiréttur vísaði
því aftur í hérað.