Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Page 10
föstudagur 13. mars 200910 Fréttir Fólk beggja vegna Atlantsála er furðu lostið vegna voðaverka sem annars vegar voru framin í Alabama í Banda- ríkjunum og hins vegar í smábæn- um Winnenden, skammt frá borginni Stuttgart í Þýskalandi. Að kvöldi þriðjudags, að staðar- tíma, rann morðæði á mann í bæjun- um Kinston og Samson Alabama, með þeim afleiðingum að ellefu manns lágu í valnum, þeirra á meðal ódæð- ismaðurinn. Á meðal fórnarlamba mannsins var fjölskylda hans. Á fimmtudaginn gekk sautján ára unglingur í þýska bænum Winnenden berserksgang, réðist inn í Albertville- framhaldsskólann og myrti þar tólf manns; níu nemendur og þrjá kenn- ara, úr skólanum flýði hann til geð- læknastofu þar sem hann hafði verið í meðferð. Þar myrti hann garðyrkju- mann áður en hann rændi bifreið og hélt áfram flóttanum. Síðar myrti hann tvær manneskjur að auki áður en hann beindi byssunni að sjálfum sér eftir að hafa lent í skotbardaga við lögregluna. Þurrkaði út fjölskyldu sína Yfirvöld í Alabama hafa reynt að henda reiður á hvað olli því að Mi- chael McLendon varð tíu manns að bana í einum blóðugasta glæp sem framin hefur verið í sögu fylk- isins. Harmleikurinn hófst síðdeg- is á þriðjudag í bænum Kinson þegar McLendon myrti móður sína á sam- eiginlegu heimili þeirra, sem hann síðan bar eld að. Ekki liggur ljóst fyr- ir hvort McLendon skaut móður sína og kveikti síðan í heimilinu eða hvort móðir hans lést í eldsvoðanum. Frá Kinson lá leiðin til nágranna- bæjarins Samson. Þangað kominn hóf hann skothríð að verönd heimil- is frænda síns, þar sem samankom- in voru frændi hans og fleiri ættingjar ásamt nágrönnum. Átján mánaða fórnarlamb Svo vildi til að nágrannarnir voru fjöl- skylda aðstoðarlögreglustjóra Gen- eva-sýslu, Josh Myers, sem síðar tók þátt í eltingaleiknum við McLendon, óafvitandi að eiginkona sín og átján mánaða dóttir voru á meðal fórnar- lambanna. Fjögurra mánaða dóttir Myers særðist alvarlega og nágrann- ar fundu síðar fjögurra ára son hans í felum á heimili Myers-fjölskyldunnar. Sennilega varð það fjögurra ára dóttur Myers til lífs að nágrannakona heyrði grát hennar og kom henni í skjól í þann mund sem McLendon ók upp götuna skjótandi af byssu sinni. Auk eiginkonu og dóttur Myers féllu fimm manns fyrir skothríð McLend- ons að veröndinni. En McLendon lét ekki þar við sitja og snéri sér heimili ömmu sinnar sem var ekki langt frá og myrti hana líka. Michael McLendon framdi sjálfs- víg eftir að hafa lent í skotbardaga við lögregluna, þeirra á meðal Josh Myers sem enn vissi ekki um afdrif eiginkonu sinnar og barna. En áður en McLend- on beindi byssu að sjálfum sér hafði hann myrt þrjá til viðbótar; tvo vegfar- endur og bílstjóra pallbíls sem var svo ólánssamur að verða á vegi hans. Hélt skrá yfir óvildarmenn Líkt og ávallt í kjölfar harmleikja á borð við þann sem átti sér stað í Ala- bama stendur fólk agndofa og á vörum þess brenna ótal spurningar og gjarna er fátt um svör. Michael KcLendon, sem var tuttugu og átta ára, var ekki á sakaskrá og var, að sögn Roberts Prea- cher dánardómstjóra í Coffee-sýslu, hinn vænsti drengur. „Hann var við- kunnalegur, rólegur drengur, engin vandræði. Hann var ávallt kurteis og almennilegur,“ sagði Preacher, sem þekkti McLendon, sem og flest fórn- arlambanna. Robert McLendon hafði reynt við lögregluskólann og reyndar unnið sem lögreglumaður í einhvern tíma. Þegar lögreglan hóf að kanna hverjar gætu verið ástæður þess að McLend- on breyttist úr hæglætismanni í fjöldamorðingja fann hún þrjá lista í svefnherbergi hans á sameiginlegu heimili hans og móður hans. Á listun- um var að finna nöfn þeirra sem höfðu „gert á hlut“ hans. Nöfn fórnarlamba hans var þó ekki að finna á listanum, en hann þykir engu að síður bera þess vitni að grunnt hafi verið á gremju í huga McLendons. Skóli vettvangur fjöldamorðs Í Winnenden í Þýskalandi, í órafjar- lægð frá blóðugri verönd í Samson í Alabama, ákvað ungur maður að launa skólafélögum sínum lambið gráa. Að morgni miðvikudags klæddi hinn sautján ára Tim Kretchmer í Winnenden í Þýskalandi sig í fatnað sem hæfði sérsveitarhermanni og fór í Albertville-framhaldsskólann. Nú hefur komið í ljós að kvöldið áður hafði Kretchmer varað við því á spjallrás á netinu að hann myndi gera árás á skólann vegna þess að allir „hlæja að mér“. „Allir hlæja að mér. Enginn viður- kennir að ég eigi möguleika. Ég hef vopn, ég hef byssur, og í fyrramál- ið mun ég fara í gamla skólann minn minn og sýna þeim hvað ég er fær um,“ sagði í orðsendingunni á spjall- rásinni. Orðsendingin var undirrituð „nafnleynd, Winnenden“. Kvenfólk skotmörk Í fyrstu hefur eflaust virst sem Kretchmer hafi einfaldlega skotið þá sem fyrir urðu, en nú hefur kom- ið í ljós að engu líkara er en kvenfólk hafi verið skotmörk hans. Í skólanum myrti Kretchmer níu nemendur og þrjá kennara. Kennararnir voru all- ir kvenkyns og átta af nemendunum voru stúlkur. Að sögn lögreglunnar í Þýska- landi voru öll fórnarlömb Kretchmers í skólanum skotin beint í höfuðið og komið hefur í ljós að kennararnir, í það minnsta tveir þeirra, voru skotn- ir þegar þeir reyndu að skýla krökkun- um fyrir skotum hans. Fyrsti viðkomustaður Kretchmers í skólanum kennslustofa 10D-bekkj- ar, bekkjarins sem hann hafði verið í þegar hann hrökklaðist úr skóla. Þar skaut hann hvað flestum skotum, fór inn og út úr stofunni þrisvar sinnum og spurði „Eru þið öll dauð?“ Uppgjör við verslunarmiðstöð Tim Kretchmer virðist ekki hafa gengið heill til skógar andlega því hann hafði verið í meðferð á geðsjúkrastofnun sem er gegnt skólanum og þegar hann flýði af vettvangi myrti hann garð- yrkjumann sem þar var að störfum. Kretchmer tók bifreið traustataki og neyddi bílstjórann til að aka sem leið lá út úr bænum en sleppti bílstjóran- um þegar komið var að hraðbrautinni til Stuttgart. Reyndar komst Kretchmer aldrei til Stuttgart því harmleiknum lauk í Wendlingen þar sem lokaupp- gjör hans og lögreglunnar fór fram. En áður en til þess kom hafði hann myrt tvær manneskjur í viðbót. Kretchmer féll að lokum fyrir eigin hendi eftir að hafa látið kúlunum rigna yfir lögreglu- bifreið með þeim afleiðingum að tveir lögreglumenn særðust alvarlega. Engar einhlítar skýringar Það er fastur liður þegar harmleikir af þessum toga eiga sér stað í Banda- ríkjunum að benda á almenna byss- ueign landsmanna og frjálslynda skotvopnalöggjöf þar í landi. Gagn- rýnendur skotvopnalaganna hafa iðu- lega vísað til fjöldamorða af þessu tagi gagnrýni sinni til stuðnings. Stuðn- ingsmenn skotvopnalaganna grípa gjarna til fullyrðingar sem eitt sinn var varpað fram; að það sé ekki byss- an sem drepi heldur manneskjan sem heldur á henni. Það hlýtur þó að teljast deginum ljósara að enginn er fær um að skjóta annan til bana með byssu ef engin er byssan. Hvað sem þessum vangaveltum líður er ekki hægt að kenna almennri skotvopnaeign eða frjálslyndum lög- um í þeim efnum um harmleikinn í Winnenden. Hvað Tim Kretchmer varðar átti hann hægt um vik við að verða sér út um skotvopn. Faðir hans er meðlimur í byssuklúbbi og á sextán byssur. Fimmtán þeirra voru í læstum skáp, sextándu byssuna, 9 millimetra Berettu, notaði Kretchmer við fjölda- morðin. Á innan við sólarhring féllu samtals tuttugu og fimm manns fyrir hendi fjöldamorðingja beggja vegna Atl- antsála. Annars vegar í Alabama í Bandaríkjunum og hins vegar í Winnenden, þýskum smábæ. Í Alabama átti í hlut hæglætismaður, en í Winnenden var um að ræða ungling sem taldi sig eiga eitthvað óuppgert við fyrrverandi skólafélaga sína. „Eru þið öll dauð?“ „Allir hlæja að mér. Enginn viðurkennir að ég eigi möguleika. Ég hef vopn, ég hef byssur, og í fyrra- málið mun ég fara í gamla skólann minn minn og sýna þeim hvað ég er fær um.“ KolbEinn ÞorStEinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is lögreglan á vettvangi Lík eins fórnarlamba Kretchmers sveipað dúk á vettvangi ódæðisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.