Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Page 13
föstudagur 13. mars 2009 13Fréttir Eigum pústkerfi í flestar gerðir bifreiða Gott verð! inu. Gísli Árni Eggertsson, skrif- stofustjóri Íþrótta- og tómstunda- „Við lítum svo á að börnin séu að taka þátt í formlegu frístunda- starfi á frístundaheimilunum en þar fer fram margs konar starf- semi sem er sniðin að aldri þeirra og þörfum. Þá taka ekki öll börn sem sækja frístundaheimilin þátt í öðru frístundastarfi og þótti ástæða til að gefa foreldrum þeirra möguleika á að nýta kortið til að greiða niður dægradvölina. Það skal þó tekið fram að full vistun á frístundaheimili kostar um 8.000 Smáauglýsingasíminn er 515 5550 smaar@dv.is Til fermingagjafa Komið í miðbæinn og skoðið fermingatilboðin okkar FERÐTÖSKUR ÍÞRÓTTATÖSKUR BEAUTYBOX BAKPOKAR SEÐLAVESKI TÖLVUTÖSKUR Skólavörðustíg 7 l 101 Reykjavík l Sími 551 5814 l www.th.is 2007: Baugur kaupir Eik. 2007: Yfirtöku á moasic fashions og Kepos lokið. auður Jóns Ásgeirs metinn á 75 milljarða króna. 2007: Hluta- fjáraukning í fL group. fjárfestingin skilar gríðar- legu tapi. 2008: fL group afskráð og breytist í stoðir. 2008 forseti Íslands veitir Baugi útflutnings- verðlaun ársins. 2008: Krónan byrjar að falla. 2008: glitnir yfirtekinn af ríkinu. stoðir í greiðslu- stöðvun. 2008: Baugur selur Haga til gaums og hættir smásöluverslun á Íslandi. 2008: Baugsmenn draga úr fjölmiðla- rekstri sínum. 2009: Baug- ur flytur úr landi. skuldir Baugs gríðarlega miklar og erfiðlega gengur að semja við lánardrottna. 2009: Baugur óskar eftir greiðslu- stöðvun. 2009: gjaldþrot blasir við Baugi group. HRINGNUM LOKAÐ annars Hamleys, Magasin du Nord, Goldsmiths, Big Food Group, Mosaic Fashions, Jane Norman, Whittard of Chelsea, Iceland, Illum, All Saints og fjölmörg önnur félög. Á skilorði 28. ágúst árið 2002 dró til tíðinda. Starfsmenn efnahagsbrotadeild- ar Ríkislögreglustjóra gerðu húsleit á skrifstofum Baugs í Skútuvogi og upphófust þá sex ára málaferli fyr- ir dómstólum sem leiddu til þess að Jón Ásgeir var dæmdur í 90 daga skilorðsbundið fangelsi og gat þess vegna ekki stýrt Baugi lengur. 1. júlí árið 2005 voru ákærur gegn sak- borningum í Baugsmálinu birtar í 40 liðum og sakborningarnir Jó- hannes Jónsson, Jón Ásgeir Jóhann- esson og Kristín Jóhannesdóttir. Einnig var Tryggvi Jónsson ákærð- ur og endurskoðendurnir Anna Þórðardóttir og Stefán Hilmarsson. Ákærurnar snéru að auðgunarbrot- um, bókhaldsbrotum og brotum á lögum um ársreikninga. Fréttablaðið birti 12. ágúst sama ár ákærurnar, daginn áður hafði breska blaðið The Guardian birt þær. Í þingfestingu fyrir héraðsdómi nokkrum dögum síðar lýstu Baugs- menn sig saklausa af öllum ákæru- liðum. Í september fór það svo að öllum ákærum í Baugsmálinu var vísað frá dómi vegna formgalla. Þriggja ára vinna efnahagsbrota- deildar þótti ekki tæk til efnislegrar meðferðar. Mánuði síðar voru allar ákær- urnar birtar aftur, en Hæstiréttur vísaði 32 af 40 ákæruliðum frá dómi. Þann 15. mars árið 2006 komst Hér- aðsdómur Reykjavíkur svo að fyrstu niðurstöðu sinni í málinu með því að sýkna alla sakborninga af ákæru- liðunum. Ríkissaksóknari sætti sig hins vegar ekki við þessa snautlegu nið- urstöðu og lagði fram nýjar ákærur í nítján liðum á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni fyrir fjárdrátt, fjársvik og bókhalds- brot. Í maí 2007, eftir margra mánaða vitnaleiðslur, kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm sinn. Jón Ás- geir fékk þriggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi og Tryggvi Jónsson fékk níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Pólitískar ofsóknir? Jón Ásgeir og Jóhannes faðir hans kvörtuðu sáran undan málaferl- unum á hendur þeim, sögðu þau sprottin undan rifjum yfirvalda og hefur fjandskapur þeirra feðga við Davíð Oddsson gjarnan verið nefnd- ur sem undirrót málsins. Málaferl- in hafi heft vöxt Baugs mikið og tor- veldað þeim í viðskiptum í Bretlandi. Engu að síður reis frægðarsól Baugs- manna hátt á því tímabili sem Baugs- málið stóð yfir. Fullyrt hefur verið að til hafi staðið að handtaka Jón Ásgeir við komuna til landsins í Leifsstöð í ágúst 2002, en því hefur allt f ver- ið neitað. Óvild milli þeirra feðga og forystumanna Sjálfstæðisflokksins er þó öllum ljós. Þannig birti Jóhannes heilsíðuauglýsingar í flestum d g- blöðum daginn fyrir alþingiskosn- ingarnar árið 2007, þar sem hann hvatti til þess að kjósendur strikuðu út nafn Björns Bjarnasonar. Jón Ásgeir segist sjálfur hafa heimildir fyrir því að ákvörðun Landsbankans um að hætta viðræð- um við Baug hafi ekki verið tilviljun því Davíð Oddsson hafi sett það sem skilyrði fyrir því að hætta í Seðla- bankanum að Baugur yrði felldur á sama tíma. Þessu hafa ráðherrar og forsvarsmenn Landsbankans neitað alfarið. Gjaldþrot Gjaldþrot Baugs Group verður að öllum líkindum stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar. Íslandsbanki og Glitnir eru stærstu kröfuhafarn- ir og skuldirnar eru 148 milljarðar króna umfram eignirnar. DV hefur rætt við fjölda málsmetandi manna í viðskiptalífinu til þess að reyna að leggja mat á fjárhagslega stöðu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, allir eru þeir sammála um að það sé nærri ógjörn- ingur, en líklega sé hann á hausnum, þar til annað kemur í ljós. Í gjaldþrotaskiptalög- um eru ákvæði sem heimila riftun við- skiptasamninga allt að 24 mánuði aftur í tím- ann frá því að félag ósk- ar eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta. Jóhannes Jónsson Baugur er búinn að vera. Jóhannes segist þó hvergi af baki dottinn. „Ég ætla að halda áfram og vera aldrei grimmari en nú.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.