Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Side 16
föstudagur 13. mars 200916 Fréttir Við bankahrunið í haust var Lands- bankinn við það að láta klára fyrir sig mjög dýra Icesave-sjónvarpsaug- lýsingu sem nota átti til að mark- aðssetja Icesave-reikningana í Hol- landi, og í kjölfarið líklega víða um lönd. Auglýsingin var tekin upp víða í náttúru Íslands snemma síðastlið- ið sumar, meðal annars á Reykja- nesi, að sögn Ralphs de Haan hjá hollenska framleiðslufyrirtækinu Hazazah sem vann við auglýsinguna sem undirverktaki hollensku auglýs- ingastofunnar N=5. Íslenska fram- leiðslufyrirtækið Pegasus kom einn- ig að framleiðslu auglýsingarinnar, að sögn Snorra Þórissonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Alþjóðleg Icesave-auglýsing De Haan segir að fyrst um sinn hafi einungis átt að nota Icesave-auglýs- inguna til að markaðssetja Icesave- reikningana í Hollandi en að svo hafi átt að nota hana víðar um lönd; aðrar heimildir DV staðfesta þetta. „Aug- lýsingin var hluti af markaðsherferð Icesave í Hollandi,“ segir de Haan en Landsbankinn byrjaði að bjóða upp á Icesave í landinu í maí árið 2008. Við það tilefni sagði Sigurjón Árna- son, bankastjóri Landsbankans: „Við erum sannfærð um að Icesave, sem býður upp á samkeppnishæf kjör og margs konar sparnaðarleiðir, laði að skynsama sparifjáreigendur í Hol- landi, rétt eins og gerst hefur í Bret- landi,“ en viðskiptavinir Icesave í Bretlandi voru 220.000 talsins um þetta leyti. Sigurjón, sem kalla mætti guð- föður Icesave, hafði yfirumsjón með gerð Icesave-auglýsingarinnar fyr- ir hönd Landsbankans, samkvæmt heimildum DV. „Sigurjón var stjórn- andi sem var alltaf með puttann á öllum þráðum í bankanum,“ seg- ir heimildarmaður DV en nokkr- ir starfsmenn Landsbankans lásu handritið að auglýsingunni yfir og gerðu athugasemdir við það, sam- kvæmt heimildum. Frekari landvinningar Icesave Landsbankinn bauð aðeins upp á Icesave-reikningana í Bretlandi og Hollandi en fyrir fall íslensku bank- anna unnu starfsmenn Landsbank- ans að því að kanna grundvöllinn fyrir því að bjóða upp á Icesave í ná- grannalöndum okkar, meðal annars í Noregi, líkt og starfsmaður mark- aðsdeildar bankans, Þórlindur Kjart- ansson, greindi frá í DV á miðviku- daginn. Bankinn gaf það út í maí á síðasta ári að opnun Icesave í Hol- landi hefði aðeins verið fyrsta skref- ið í sókn Landsbankans með Icesave inn á markaði á meginlandi Evrópu. Auglýsingin átti líklega að vera hluti af þessari útrás. De Haan segir hins vegar að stuttu eftir bankahrunið hafi fyrirtækinu verið sagt að aug- lýsingin yrði ekki kláruð og því ekki sýnd opinberlega. Samkvæmt heimildum DV var auk þess ekki mikill þrýstingur frá Landsbankanum á að auglýsingin yrði kláruð þar sem Icesave-reikn- ingarnir gengu vonum framar í Hollandi, en um 125 þúsund ein- staklingar þar í landi opnuðu Icesa- ve-reikninga á þeim mánuðum sem boðið var upp á þá í landinu fram að efnahagshruninu í haust. Lítill auglýsingakostnaður einn af kostum Icesave Þessar vinsældir Icesave voru til- komnar að mestu leyti án auglýsinga en einn af kostum Icesave var frá byrjun talinn vera að reikningarn- ir auglýstu sig að mestu leyti sjálf- ir á internetinu auk þess sem mikil umfjöllun var um þá í Bretlandi og Hollandi. Um þennan kost Icesave sagði Sigurjón Árnason í blaðaviðtali við Markað Fréttablaðsins í ársbyrj- un 2007. „Við duttum því niður á þá hugmynd að búa til netreikning sem ber hærri innlánsvexti en gengur og gerist og auglýsir sig þannig sjálf- ur því það er svo dýrt að auglýsa,“ sagði bankastjórinn en í viðtalinu kallaði hann Icesave „tæra snilld“. Í viðtalinu segir jafnframt: „„Það eina sem ég þarf að gera er að kíkja í lok dags hvað er kominn mikill peningur inn,“ segir Sigurjón hlæjandi, tekur upp símann og segir skömmu síðar: „Það bættust við fimmtíu milljónir punda bara á föstudaginn!““ Þar vís- ar Sigurjón til Icesave í Bretlandi. Auglýsing Icesave virðist hins vegar benda til þess að Landsbank- inn hafi fallið frá þeirri stefnu að láta Icesave auglýsa sig sjálft eftir að byrj- að var að bjóða upp á reikningana í Hollandi og má líta á hana sem lið í fyrirhugaðri útrás bankans til ann- arra landa. Forsvarsmenn bankans virðast hafa komist að því að ekki væri bara nóg að kíkja í lok dags hversu miklir peningar hefðu komið inn á Icesave-reikningana þann dag- inn því auglýsa þyrfti vöruna í aukn- um mæli. „Fallegt land; fallegur bankareikningur“ De Haan segir að auglýsingin hafi verið metnaðarfull og að markmið- ið með henni hafi verið að sýna fólki fram á hversu háa vexti Icesave byði upp á og hversu einfaldir reikning- arnir væru í notkun. „Í auglýsing- unni var rætt um þá háu vexti sem voru á Icesave-reikningunum. Hug- myndinni í auglýsingunni má lýsa sem svo: fallegt land; fallegur banka- reikningur,“ segir de Haan sem segist annars ekki geta greint nákvæmlega frá efni auglýsingarinnar því hann hafi verið beðinn um að gera það ekki. Inntakið í auglýsingum Icesa- ve erlendis var alltaf byggt upp á því hversu háir vextirnir á reikningunum voru auk þess hversu einfalt væri að stofna reikningana og nota þá. Upphaflega átti íslenskur leikari að vera í aðalhlutverki í auglýsing- unni en de Haan segir að fyrirtæk- ið hafi fallið frá því og fundið leik- ara í Bretlandi til að leika í henni. De Haan getur hvorki gefið upp nafn ís- lenska leikarans né þess breska. Snorri Þórisson, hjá Pegasusi, segir að hluti auglýsingarinnar hafi Hollensk auglýsingastofa og framleiðslufyrirtæki unnu að mjög dýrri Icesave-sjónvarpsauglýsingu fyrir Landsbankann fyrir bankahrunið í haust. Auglýsinguna átti að nota til að mark- aðssetja Icesave á alþjóðavettvangi og hafði Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, umsjón með henni. Í auglýsingunni var rætt um háa vexti og einfaldleika Icesave og þessir eiginleik- ar settir í samhengi við náttúru Íslands. Auglýsingin var ekki kláruð út af bankahruninu og hefur hún ekki birst opinberlega. IngI F. VILhjÁLmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is ICESAVE ÁTTI AÐ SIGRA EVRÓPU „Við erum sannfærð um að Icesave, sem býður upp á samkeppnishæf kjör og margs konar sparnaðarleiðir, laði að skynsama sparifjár- eigendur í Hollandi, rétt eins og gerst hefur í Bretlandi.“ guðfaðir Icesave Bankastjóri Landsbankans, sigurjón Árnason, var með puttana í gerð Icesave-auglýsingar- innar sem aldrei var kláruð vegna bankahrunsins. Hér sést hann með Björgólfi guðmundssyni, stjórnarfor- manni og einum helsta eiganda gamla Landsbankans. mjög dýr Icesave-auglýsing auglýsingin fyrir Icesave-innlánsreikningana var mjög dýr samkvæmt heimildum dV. framleiðandi auglýsingarinnar segir hins vegar að hún hafi verið frekar lágstemmd og að í henni hafi verið rætt um háa vexti og einfaldleika Icesave.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.