Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Blaðsíða 19
föstudagur 13. mars 2009 19Umræða Hver er maðurinn? „maðurinn er guðmundur Ingvarsson og er reykvíkingur.“ Hvað drífur þig áfram? „Áhuginn fyrir lífinu.“ Hvar ertu uppalinn? „Í reykjavík.“ Hver er fyrsta minningin? „Ég á eina mjög sterka minningu frá því að ég var fimm ára gamall. Þá fór ég í bíó í fyrsta skipti með pabba, það var mikil upplifin og gleymist seint.“ Ef ekki Ísland, hvaða land þá? „mér líður mjög vel á flórída og í Noregi.“ Hvaða bók lastu síðast? „myrká eftir arnald Indriðason.“ Hvert er uppáhaldshúsverkið? „að borða. Ég er ekki mjög sterkur í húsverkunum en ég er góður á grillinu.“ Heldurðu að árangur Íslands á Ólympíuleikunum komi þér til góða í kjörinu? „Ég er viss um það, já.“ Hvert verður markmið þitt ef þér tekst að ná kjöri? „að efla enn frekar góða íþrótt.“ Muntu reyna að uppræta umtalaða spillingu í Alþjóðlega handknattleikssambandinu? „Ég vil auðvitað ekki fullyrða að það sé spilling en það fer vont orð af íþróttinni og það vil ég uppræta.“ Áttu þér draumaeftirmann? „Já, en ég vil ekki greina frá því hver það er.“ Hvað er fram undan? „Vonandi að komast í sumarbústað um helgina og svo að reyna að komast með lansdliðinu til makedóníu.“ Hver er draumurinn? „að halda góðri heilsu og eiga áfram farsælt líf með mínum nánustu.“ Ertu mEð sumarvinnu? „Það eru svona 80 prósent líkur á því að starfið verði enn til í sumar. Það er hjá sólvangi.“ Atli PÁll HElgAson 17 Ára NemI „Nei, en ég get fengið sumarvinnu þar sem ég vinn. Ég vinn á kassa í matvörubúð.“ MonikA PiEkArskA 16 Ára NemI Í mh „Nei, ég vinn kvöldstarf í Nóatúni en er að leita mér að fullri vinnu í sumar en er ekki kominn með neitt enn.“ BjArki jÓnsson 17 Ára NemI „Nei, ekki alveg. Ég er að leita en ég er með kvöldstarf.“ EinAr Pétur Pétursson 17 Ára NemI Dómstóll götunnar guðMundur ingvArsson, formaður handknattleikssambands Íslands, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta aþjóðlega handknattleiks- sambandsins á ársþingi þess í sumar. Góður á Grillinu „Nei, ekki neitt fast. Ég mun samt örugglega vinna á leikjanámskeiði eins og undanfarin ár. Ég get fengið vinnu þar.“ sAndrA BirnA rAgnArsdÓttir 17 Ára NemI Í mh maður Dagsins Móðir mín snýr heim frá Pakistan, sólbrennd og skelfd. Hún er komin til Noregs eftir þriggja vikna dvöl í heim- sókn hjá karli föður mínum, meðan ég var að passa börnin. Karlinn er nú staddur í Lahore við landamæri Ind- lands, sem eru örlítið, en þó ekki mik- ið, friðsamari en landamærin hinum megin við. Vesturlandamærin liggja upp að Afganistan, og einhvers stað- ar þar felur Bin Laden sig líklega í ein- hverjum hellinum undan sprengjum Bandaríkjamanna. Austan megin, upp við Kasmír, er hins vegar fað- ir minn staddur. Undanfarna áratugi hefur hann búið víðsvegar um heim- inn og starfað við að sprengja upp náttúruperlur hér og þar, allt frá Kára- hnjúkum til Kína. Í stað þeirra standa nú stíflur. Inni á milli flugdrekahlaupara sem koma fram á þessum tíma árs og sýna listir sínar, hlaupandi með snúrurn- ar ofan á háum veggjum þar sem lífs- hættulegt er að falla niður, býr hann á hóteli umkringdur vopnuðum vörð- um og hefur, eftir atburði undanfar- inna daga, fengið einkalífvörð eins og fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Flugdrekahlauparar og krikketlið Þau bjuggu þó ekki ein á hótelinu, gömlu hjónin, því einnig var þarna statt krikketlið Sri Lanka í keppnis- ferð. Krikket er þjóðaríþrótt Pakistana eins og margra annarra landa sem eitt sinn tilheyrðu breska heimsveldinu. Illa gengur þó að fá erlend lið í heim- sókn til að keppa við, þar sem þau ótt- ast mjög um líf sitt þegar til Pakistan er komið. Krikketlið Ástralíu og Ind- lands höfðu hætt við, en Sri Lanka- menn ákváðu að láta á þetta reyna, enda ýmsu vanir af heimaslóðum. Móðir mín segir að hún hafi ekkert skilið í því hversu mikill viðbúnaður var í kringum þetta eina íþróttalið, en lögreglumenn keyrðu bæði á undan og eftir rútu þeirra. Beint á eftir rút- unni var síðan sendiferðabíll merkt- ur sama hóteli að keyra íslenska konu út á flugvöll sem fannst þægilegt hvað öll umferð var stöðvuð fyrir halalest- ina. Hart barist á gatnamótunum Rútan og fylgdarlið hennar tóku beygju og gamla fólkið hélt áfram út á völl. Um tíu mínútum síðar, á hring- torgi ekki langt frá, var rútan um- kringd af hryðjuverkamönnum. Sex lögreglumenn voru drepnir ásamt bíl- stjóranum og níu íþróttamenn særð- ir. Tilgangur árásarinnar virðist ekki hafa verið annar en sá að sýna fram á að pakistönsk yfirvöld stjórni ekki landinu í reynd og geti ekki ábyrgst öryggi neins. Hryðjuverkamönnun- um virðist ekki aðeins hafa tekist það, heldur líklega einnig að gera útaf við þjóðaríþrótt Pakistana. Ólíklegt er að önnur lið sæki landið heim í bráð. Nokkrum dögum síðar, hálfum heimi í burtu, eru Tamílar að mót- mæla í Ósló og hafa myndað manna- keðju meðfram allri Karl-Johan, frá Stortinget til Oslo Sentralstasjon. Hópurinn Norsk Tamilsk Forum hvetur yfirvöld í Noregi til að skerast í leikinn, enda eru Norðmenn þekktir sem friðarstillar. Sumir bera fána með mynd af tígrísdýri, tákni Tamíla, aðrir skilti með skilaboðum eins og „Nor- egur: Bregstu við áður en það er of seint.“ tamílar í Ósló Ég vissi ekki að það væru svona marg- ir Tamílar búsettir Ósló, en hér eru þeir samankomnir, enda illbúanlegt í heimalandinu. Síðan um miðjan jan- úar hefur staðið yfir stórsókn hers Sri Lanka gegn Tamílum á Vanni-svæð- inu. Ætlunin er að gera endanlega útaf við uppreisn og hryðjuverkastarfsemi Tamíla, en ólíklegt er að það gangi betur en tilraunir Ísraela til að gera hið sama á Gaza. Tamílar eru um 18% af hinum 20 milljón íbúum Sri Lanka, en á Indlandi búa um 60 milljónir Tamíla. Þar hafa þeir fengið tungumál sitt viðurkennt og una nokkuð sáttir við sinn keip, en á Sri Lanka var ríkis- borgararétturinn tekinn af þeim þeg- ar landið lýsti yfir sjálfstæði. Þar hefur geisað borgarastyrjöld í næstum 30 ár, þó að ríkisborgararéttinum hafi verið skilað. Sumir velta því fyrir sér hvort Tamílar hafi borið ábyrgð á árásinni á krikketlið Sri Lanka, en jafnvel her- foringjum Sri Lanka-hers finnst það ólíklegt. Það er ekki líklegt að vandamál Tamíla á Sri Lanka eða fólks almennt í Pakistan verði leyst í bráð. Ekki er heldur líklegt að Norðmenn sker- ist í leikinn, þetta er allt svo óralangt í burtu. Og samt verður að segjast eins og er, að tilhugsunin um þjóð- félag í upplausn stendur manni mun nær núna en hún gerði fyrir nokkrum mánuðum. Á hinum enda heimsins mynDin sjóklár Hvalur steingrímur J. sigfússon sjávarútvegsráðherra staðfesti í febrúar ákvörðun forvera síns um að hvalveiðar verði óbreyttar í ár. Því kom það sigtryggi ara Jóhannssyni ljósmyndara lítið á óvart þegar hann gekk fram á hvalveiðiskipið hval 8 þar sem það var gert sjóklárt í vikunni. kjallari vAlur gunnArsson rithöfundur skrifar „Sumir velta því fyrir sér hvort Tamílar hafi borið ábyrgð á árásinni á krikketlið Sri Lanka.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.