Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Blaðsíða 23
föstudagur 13. mars 2009 23Fókus Ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands er opnuð á morgun í Gerðarsafni: mynd ársins valin Sópransöngkonurnar Auður Gunnarsdóttir, Elín Ósk Óskars- dóttir, Hulda Björk Garðarsdótt- ir og Þóra Einarsdóttir leiða sam- an hesta sína í Íslensku óperunni á laugardagskvöld. Tónleikarnir bera yfirskriftina Prímadonnurnar en þeir hefjast klukkan 20.00. All- ar eru þær þekktar fyrir söng sinn hér heima sem og úti en þetta er í fyrsta skipti sem þær koma allar fram saman. Auk þessa glæsilega hóps af færustu söngkonum landsins verður Antonía Hevesi, fastráðinn píanóleikari við Íslensku óperuna, þeim til halds og trausts. Efnisskrá- in verður ekki af verri endanum, en þar má finna margar af helstu perlum óperubókmenntanna, arí- ur, dúetta og samsöngsatriði, eft- ir Bellini, Mozart, Verdi, Wagner, Puccini, Rossini og fleiri. Galakjólar og hárgreiðslur í stíl verða í fyrirrúmi hjá Prímadonn- unum. Ekki nóg með það heldur má segja að hálfgert ástarþema sé um að ræða því þær aríur sem söngkonurnar syngja tengjast all- ar ástinni. Miðaverð er 4.200 krónur en hægt er að kaupa miða í Íslensku óperunni og á opera.is. asgeir@dv.is Fremstu sópransöngkonur þjóðarinnar í Íslensku óperunni: glæsilegar prímadonnur m æ li r m eð ... Gran Torino Clintarinn tekur menn í karphús- ið. The inTernaTional myndin neglir mann strax og heldur góðu hröðu tempói. DeaDly CreaTures frábær og frumlegur tölvuleikur. sTreeT FiGhTer 4 Það er ógeðslega gaman að spila street fighter. Marley & Me Ljúfsárt fjölskyldu- drama. Milk Kvikmynd sem fólk mun muna eftir vegna frammistöðu leikaranna. föstudagur n Ólafur arnalds, Valgeir sigurðsson og Mammút á Grand rokk grapevine og gogoyoko efna til glæsilegra tónleika á grand rokk í kvöld. fram koma Ólafur arnalds, Valgeir sigurðsson og mammút öllum til mikillar ánægju. tónleikarn- ir hefjast klukkan 22. n karíus & Baktus vs. yamaho á Jacobsen Það er föstudagurinn 13. og allt getur gerst. Karíus & Baktus og dj Yamaho munu berjast með plötun- um einum. Á neðri hæð staðarins eru það asLI & siggi Kalli sem halda partíinu gangandi. n FM Belfast á karamba (gamla 22) gleðin verður allsráðandi á Karamba, gamla 22, í kvöld er fm Belfast stígur á svið og gerir allt brjálað. retro stefson og dj terrordisco munu vera með dj-set. tónleikarnir hefjast klukkan 22 og kostar ekkert inn. n Papar á Players Efnt verður til heljarinnar dansleiks á Players í kvöld er hljómsveitin Papar mun skemmta gestum fram eftir öllu. dansleikurinn hefst klukkan 23.30 og kostar 1800 krónur inn. n Trans kvintett og Dj Danni Deluxxx á Prikinu stuðið byrjar snemma á Prikinu í kvöld. fyrst er það danskvintettinn trans sem leikur fyrir gesti og á miðnætti tekur dj danni deluxxx við og skemmtir lýðnum eins og honum einum er lagið. laugardagur n steed lord á Q-Bar Hljómsveitin steed Lord kemur fljúgandi beint frá París til að halda tónleika á Q-Bar. Það kostar 800 í forsölu og 1000 krónur við dyrnar. Jungle fiction, sykur og danni deluxxx munu sjá um upphitunina. Húsið opnað klukkan 21.00. n Dj alfons X á kaffibarnum Það verður eintómt partí á Kaffibarn- um um helgina. Á laugardagskvöldið er það alfons X sjálfur sem mun halda uppi stuðinu. Það ætti ekki að reynast honum erfitt, enda þaulvanur í bransanum. fjörið hefst á miðnætti. n happy hour og addi intro gleðin byrjar klukkan 21 með Happy hour til miðnættis. reggae Kalli mun „djamma“ með gestum Priksins þangað til dj addi Intro úr forgotten Lores tekur við. n Magnús Þór sigmundsson og Jón Ólafsson á Græna hattinum af fingrum fram heldur áfram og að þessu sinni er Jón Ólafsson staddur á akureyri, nánar tiltekið á græna hattinum. gestur hans að þessu sinni er enginn annar en magnús Þór sigmundsson. tónleikarnir hefjast klukkan 20 og kostar 2500 krónur inn. n Geirmundur Valtýsson á kringlukránni skagfirski sveiflukóngurinn geirmundur Valtýsson og hljómsveit munu heldur betur skemmta fólki þetta kvöldið á Kringlukránni. mætið í góðum skóm. Nú verður dansað. Hvað er að GERAST? en þetta er þriðja verkið sem hann setur upp frá útskrift. „Í sumar leik- stýrði ég öðrum áhugaleikhópi sem heitir Sýnir. Svo setti ég upp einleik í haust en þetta er í raun mitt fyrsta stóra verk.“ Einleikurinn sem Snæ- björn skrifaði og lék sjálfur í hét Upp- ljómunin og var sýndur á Artfart-há- tíðinni. Snæbjörn stefndi alltaf á að starfa við leikhús þó svo að leikstjórastóllinn hafi ekki verið fyrstur á dagskrá. „Fyrst og fremst stefndi ég að því að skrifa en ég lærði alveg helling um leikstjórn í náminu. Þannig að eitt leiðir bara af öðru.“ Snæbjörn stefnir á enn frek- ara nám en ekki um sinn. „Ég ætla að skrifa og leikstýra hér heima í nánustu framtíð en ég stefni svo á mastersnám í útlöndum síðar meir. Ég er svona að skoða hvaða möguleikar eru í boði eins og er.“ Vantar nýsköpun Snæbjörn segir að það eina sem gildi fyrir nýútskrifað leikskáld sé að koma sjálfum sér og verkum sínum á fram- færi. „Það er lítil hefð fyrir því að fólk lesi leikrit hérna og það er voðalega lítið dreifikerfi. Það eru bara þrjú leik- hús sem maður getur sent verkin á. Það er að segja, Þjóðleikhúsið, Borg- arleikhúsið og Leikfélag Akureyrar. Annars er það bara að setja upp verk- ið sjálfur. Sem er kannski bara frasæl- asta lausnin.“ Snæbjörn segir nýsköpun vanta í íslenskt leikhúslíf en á von á að úr því rætist á næstu árum. „Það er alltof lít- ið af íslenskum verkum í gangi. Mér finnst það hálfgerður skandall að við séum að setja upp Grease á tveggja ára fresti. Ég vil núna ekki vera að setja út á önnur leikskáld. Þau eru mörg mjög fær. En þetta er bara mjög lítil stétt. Það eru kannski sett upp tvö íslensk verk að meðaltali á ári og ef annað þeirra er lélegt þá eru 50 prósent allra íslenskra verka léleg það árið.“ Snæbjörn hefur þó trú á því að gróskan muni aukast á næstu árum. „Við erum svo mörg sem höfum út- skrifast undanfarið og ætlum okkur stóra hluti. Þannig að ég held að þessi þróun muni snúast við. Ég býst við svona helmings aukningu. Það þýð- ir samt ekkert að vera að væla. Mað- ur verður bara að gera þetta sjálfur og treysta á eigin verk og verðleika. “ Tvö verk í vinnslu Það er óhætt að segja að Snæbjörn sé afkastamikill en hann er með tvö önnur verk í vinnslu eins og er. „Ég er að skoða hvort ég ætti að reyna að setja þau upp sjálfur eða setja þau í hendur einhvers annars.“ Öðru verk- anna svipar til Þöglu farþeganna en bæði eru nútímaverk. „Annað þeirra er svipað því. Það er svona draum- sæis- eða óraunsæisverk,“ segir Snæ- björn að lokum. Hægt er að afla sér frekari upplýs- inga um verkið, miðasölu og sýninga- tíma á vefsíðunni thoglirfarthegar. blogspot.com. asgeir@dv.is Heimsendir Heillandi snæbjörn Brynjarsson Leikstýrir og skrifar handritið að verkinu Þöglir farþegar sem er frumsýnt á Eyjaslóð úti á granda á morgun. Þöglir farþegar standa andspænis heimsendi af manna völdum. stórglæsilegar galakjólar og -greiðslur verða í fyrirrúmi ásamt aríum um ástina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.