Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Side 26
föstudagur 13. mars 200926 Helgarblað Blóm og gjafavara í miklu úrvali Hólagarði · Sími 557-3460 Allt fyrir ferminguna Bjóðum einnig upp á heimsendingarþjónustu skóla var hún látin útskrifast með sín- um bekk. Haustið 2005 hóf Rebekka svo nám við sérdeild Borgarholtsskóla og mun hún útskrifast þaðan í vor. „Þar hefur Rebekka fylgt sínum ald- urshópi rétt eins og áður þrátt fyrir að hafa misst gríðarlega mikið úr námi síðustu ár.“ Rebekka getur ekki tekið próf en lærir engu að síður samkvæmt greiningu taugasálfræðings. „Hún fór í greindarpróf fyrir um ári síðan og þá kom í ljós að hún hafði hækkað um- talsvert í samanburði við jafnaldra þrátt fyrir minni skólagöngu.“ Á bláþræði Spjallið fer fram á fallegu heimili þeirra mæðgna og þegar blaðamað- ur litast um fer ekki á milli mála að þarna býr sjúklingur. Rúm sex ár eru liðin frá slysinu á Vesturlandsvegi sem umturnaði tilveru fjölskyldunnar. Búið er að breyta bæði baðherbergi og herbergi svo að Rebekka komist ferða sinna með hjálpartækjum, einnig er nuddbekkur, æfingahjól og fleiri tæki inni á heimilinu sem hjálpa Rebekku að halda sér við. Saga Rebekku er löng og sársaukafull og það tekur augljós- lega á Ólöfu að fara í gegnum hana. Aðspurð hvernig henni sjálfri hafi gengið að vinna sig út úr áfallinu seg- ir hún að það hafi gengið illa í fyrstu. „Ég gat einfaldlega ekki talað um þetta lengi á eftir, ég var svo reið og sorg- mædd að ég fór bara að gráta. En ég gat skrifað um þetta og stundum var mér svo mikið niðri fyrir að ég bara varð að tæma mig í dagbókina. Ég hef gluggað í þetta reglulega og þá helst til að minna mig á þær framfarir sem Rebekka hefur náð. Mér er hins veg- ar alveg ljóst að allt hangir á bláþræði. Ef það væri ekki fyrir háan aldur minn og langan starfsaldur væri dóttir mín komin á einhvers konar stofnun. Það er sorglegt að hugsa til þess að ein- hverjir hafi þurft að fara þá leið vegna úrræðaleysis í kerfinu. Aldurinn er hins vegar líka ókostur og ekki sjálf- gefið að ég verði endalaust með fulla starfsorku.“ Til að útskýra orð Ólafar átti hún sem sagt rétt á árs veikindaleyfi þeg- ar slysið átti sér stað. Það nýtti hún sér enda ekki í andlegu ásigkomulagi til að vinna og fylgdi hún dóttur sinni og hlúði að henni það árið. Þegar leyf- inu lauk neyddist Ólöf til að halda aft- ur til vinnu en tveimur árum síðar átti hún rétt á að fara á eftirlaun vegna hás starfsaldurs, sem og hún gerði til að geta einbeitt sér að fullu að bata dóttur sinnar. „Þetta hefur allt ver- ið á nippinu hjá okkur, en sem betur fer hefur allt verið viðráðanlegra síðan ég hætti að vinna,“ segir Ólöf sem er í rúmlega fullri vinnu í dag við að ann- ast Rebekku og aðstoða hana við að fleyta sér áfram í lífinu og berjast fyr- ir réttindum hennar gagnvart kerfinu. „Fólk sem ekki getur barist fyrir sín- um réttindum sjálft er mjög illa statt ef það hefur ekki einhvern sem getur séð um þau mál,“ segir Ólöf. Balí Þrisvar sinnum frá árinu 2006 hafa þær mæðgur dvalist um tíma á Balí. Röð tilviljana réð því að þær fóru þangað í upphafi en á ferðalagi sínu þar voru þær kynntar fyrir gúrú mikl- um. „Okkur var bent á að fara með Rebekku til Mangku Sudarsana, sem við gerðum. Það var ótrúleg upplif- un að sjá hann að störfum. Það voru um fimmtíu manns í húsagarðinum hjá honum og hann meðhöndlaði fólk bara þarna úti á stétt. Þegar kom að Rebekku fór hann reyndar með hana inn fyrstu skiptin, vildi fá að skoða hana í rólegheitum. Hann meðhöndl- aði hana eitthvað lítið í fyrsta skipt- ið og sagði okkur að koma aftur dag- inn eftir. Við fórum aftur til hans og þá nuddaði hann bak og útlimi mjög djúpt og hnykkti bak, fingur og tær og sagði okkur svo að koma í þriðja skipt- ið. Þegar við vorum á leiðinni á hót- elið eftir þetta rétti Rebekka úr sér og teygði handleggina aftur fyrir bak á okkur sem sátum hvort sínum meg- in við hana og sagði brosandi: „Hann frelsaði bakið á mér.“ Okkur rak í rog- astans.“ Þar sem árangur Rebekku hafði ekki verið mikill hér heima og eng- in von gefin um framhaldsmeðferð ákváðu þau að halda á ný til Balí og að þær mæðgur skyldu dvelja þar í þrjá mánuði. Þennan tíma fór Rebekka daglega í meðferð til Mangku og Ólöf sá um alla umönnun, þjálfun og kennslu eftir því sem tími vannst til. Dvölin varð til þess að Rebekka fór að geta gengið með göngugrind en fram að því hafði hún ekki haft neina stjórn á grindinni. Tvisvar síðan hafa Ólöf og John, faðir Rebekku, farið með hana í tveggja vikna ferðir til Balí og hefur hún í bæði skiptin sýnt merkjanlegar framfarir. Ferðirnar kosta mikið og segist Ólöf ekki gera ráð fyrir því að þær hafi tök á að fara aftur á næstunni. „Það þarf að velja og hafna, það er svo margt sem þarf að gera og ekki hægt að gera allt í einu og margt er líka mjög kostnað- arsamt. Þessar ferðir fórum við með hjálp fyrrverandi mannsins míns.“ En nokkur ár eru síðan Ólöf skildi við föð- ur Rebekku og býr hann nú erlendis og því erfitt að gera kröfur um að hann létti undir með þeim enda Rebekka orðin fullorðin. Söfnun Fyrir síðustu jól fóru þær mæðgur í viðtal við bæjarblaðið Mosfelling en þær hafa búið í Mosfellsbæ síðustu tuttugu árin. Í blaðinu var atburður- inn hræðilegi rifjaður upp og spjall- að um bata Rebekku. Viðtalið hreyfði við umsjónarmönnum blaðsins og ákváðu þeir því í kjölfarið að leggja sitt af mörkum til að aðstoða Rebekku að einhverju leyti. Ákvað Mosfellingur í samvinnu við veitingastaðinn Áslák að slá upp glæsi- legu tónlistarkvöldi og safna í leiðinni fyrir sérstöku æfingahjóli fyrir Rebekku. Söfnunin gekk framar vonum og hefur Rebekka nú fengið æfingahjólið. Ólöf sýnir blaðamanni glöð hjólið og útskýrir alla kosti þess. „Við erum afar þakklátar fyrir þennan stuðning. Þetta hjól mun án efa hjálpa Rebekku við að bæta samhæfingu og auka út- hald.“ Framtíðin Ólöf er í dag 63 ára gömul og seg- ist óttast hvað verði um dóttur sína í framtíðinni. Þegar blaðamaður spyr hvort Rebekka gæti mögulega búið ein brosir Ólöf og segir: „Það er mark- miðið.“ Líf Ólafar snýst um að gera dóttur sína eins sjálfbjarga og mögulegt er áður en ellin sækir á. „Ég er ekkert að yngjast og þetta getur eðlilega tekið á. Dagarnir okkar eru þéttbókaðir enda að mörgu að hyggja.“ Í haust lýkur Rebekka mennta- skólanámi sínu og þá tekur enn ein óvissan við í lífi þeirra mæðgna. „Það er ekki mikið í boði hér á landi en ég hef fengið upplýsingar um skóla úti á Englandi sem býður upp á sérhann- að nám fyrir fólk eins og Rebekku. Rebekka gæti auðveldlega nýtt sér það þar sem hún talar ágæta ensku. Þetta kostar bara svo ofboðslega mik- ið, margfalt meira en tryggingafélagið taldi sig þurfa að borga henni í skaða- bætur samkvæmt lögum, þannig að ég er ekki mjög bjartsýn á að það tak- ist. Ég vil ekki að hún fari að vinna ein- hvers staðar þar sem engin örvun á sér stað og að hún staðni bara í lífinu. Fórnarlömb slysa geta átt gott líf ef vel er hugsað um þau. Það eru bara því miður ekki allir sem eiga einhverja að sem eru í stakk búnir til þess að gera það og það hryggir mig að hugsa til þess að fólk sé bara afskrifað og sett í geymslu á sambýli eða einhverri stofnun,“ segir þessa baráttukona að lokum. Hægt er að styrkja Hugarfar, stuðningsfélag heilaskaðaðra og að- standenda þeirra, með því að leggja inn á reikning 0135-05-070804, kt. 4903070520. Notuðu bænina Ólöf segir rebekku nokkuð trúaða, þrátt fyrir allt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.