Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Side 34
föstudagur 13. mars 200934 Helgarblað HIN HLIÐIN Langar að hella Pétur Blöndal fullan Nafn og aldur? „Ómar Eyþórsson. 28 ára.“ Atvinna? „Dagskrárgerðarmaður, smið- ur, umboðsmaður og tón- leikastjóri Sódómu Reykjavík- ur sem er nýr tónleikastaður á efri hæð gamla Gauksins.“ Hjúskaparstaða? „Í sambúð með Báru Jóns- dóttur.“ Fjöldi barna? „Engin, hef að minnsta kosti ekki fengið rukkun um með- lag ennþá.“ Hefur þú átt gæludýr? „Ég hef átt hesta og hunda og hestar eru rokk.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Fór á frábæra opnunartón- leika á Sódómu Reykjavík um seinustu helgi. Geggjað að fá alvöru tónleikastað í miðbæ- inn á ný.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Á mínum yngri og villtari árum var ég með eigin þjónustufulltrúa hjá lögreglunni á Hvolsvelli og sendi vinum mínum á stöðinni jólakort. Svona stælar hafa elst af mér.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Tony Soprano-baðsloppurinn minn og Svampur Sveinsson-inniskórnir mínir.“ Hefur þú farið í megrun? „Nei, hef ávallt verið köttaður frá náttúrunnar hendi.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Nei.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Að sjálfsögðu, hef margoft verið lífgaður við. Kick- start My Heart.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Africa með Toto.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Kickstart My Heart með Mötley Crue kemur mér alltaf í gírinn.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Frábærra tónleika Dr. Spock á Sódómu á föstudags- kvöldið og svo hlakka ég til að sjá goðsögnina Bjart- mar Guðlaugsson á laugardagskvöldið.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „Fear And Loathing In Las Vegas. Þessi mynd lýsir mörgum gleðistundum svipuðum þeim sem ég hef upplifað – fyrir löngu.“ Afrek vikunnar? „Að saga í sundur eldhúsinn- réttinguna í nýju íbúðinni okkar og að ná að endurraða henni upp.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Já, með spilum. Fæ alltaf spaðaásinn, hvað þýðir það?“ Spilar þú á hljóðfæri? „Nei, á ógrynni af þeim en kann ekki á neitt þeirra. Málið er ekki hvað þú getur heldur hvað þú gerir.“ Viltu að Ísland gangi í Evrópu- sambandið? „Mig skortir upplýsingar og mál- efnalega umræðu í samfélaginu til að gera upp hug minn. Ég er með allt mitt í gulli.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Hamingjan. Það er bara þannig, án hennar virkar ekkert og enginn.“ Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja hella fullan og fara á trúnó með? „Myndi ég? Been there, done that. En það væri gam- an að hella Pétur Blöndal fullan og stinga svo af frá reikningnum, þá myndi renna af mínum.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Elvis og spyrja af hverju hann hafi ekki losað sig við umboðsmanninn. Tom Parker eyðilagði ferilinn hans.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, hef nú gert það. Nóbelsverðlaunastöff.“ Nýlegt prakkarastrik? „Klippti niður þéttiborða fyrir glugga og setti með lakkrís í poka. Priceless.“ Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Joe Strummer úr Clash.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Ég er ofurfóstra. Það trúa því fáir.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Nei, fólk er fífl og myndi klúðra því.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Hvolsvöllur. Fallegasti staður á jarðríki.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Þykist vera að horfa á Friends.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Beygja til vinstri við Grænland.“ Ómar EyþÓrsson, Einna þEkktastur sEm Ómar Bonham, Er útvarpsmaður á X-inu 977 samhliða því að vEra tÓnlEikastjÓri nýja tÓnlistarstaðarins sÓdÓmu rEykjavíkur. 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.