Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Blaðsíða 48
n Í Háskóla Íslands verður ansi for- vitnilegt málþing á laugardaginn sem ber heitið „Frá fyrsta málfræð- ingnum til Ragnars Bragason- ar“. Boðið er upp á fjóra fyrirlestra um íslenskt mál að fornu og nýju og heitir sá síðasti „Eigum við að ræða það eitthvað?“ sem vísar í eina frægustu setningu Ólafs Ragnars úr Næturvaktinni. Katrín Axelsdótt- ir aðjunkt heldur þann fyrirlest- ur og í honum verður litið á ýmis málfarsleg atriði í sjónvarpsþáttun- um Næturvaktinni, eins og málsnið, nafngiftir og framburð. Þá verður bent á mismunandi orðnotkun persónanna Georgs Bjarn- freðarsonar og Ólafs Ragn- ars en þeir eru ansi ólíkir eins og alþjóð ætti að vera kunn- ugt um. Árni fékk líka ýmislegt með móðurmjólkinni! Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. Kettlingurinn Smári sem sat fastur á þaki Smáralindarinnar í viku er nú að ná sér á sjúkrahúsi eftir að hafa verið frekar slappur síðustu daga en sam- kvæmt Sigríði Heiðberg er hann allur að hressast. Að auki hefur hann fengið nýja eigendur eða réttara sagt eiganda. Eigandinn heitir Emanuel Morthens og er nýorðinn tíu ára en Emanu- el fékk Smára í afmælisgjöf. Mamma Emanuels, Hulda R. Hansen, segir son sinn einungis hafa viljað fá Smára eft- ir að sá stutti sá mynd af honum í DV. Hún bjóst samt ekki við því að sonur- inn myndi fá heila gjafakörfu með kisa en það var starfsfólk Smáralindar sem kom þeim á óvart. „Það var yndislegt, við áttum ekki von á þessu. Það kostar helling að dekra svona við köttinn þannig að það er frábært að fá þetta,“ segir Hulda, en á meðal þeirra sem afhentu gjafakörf- una fyrir hönd Smáralindar voru Ólaf- ur Jóhannesson og Jón Þorbergur Jak- obsson en þeir eru þjónustufulltrúar Smáralindar og bjargvættir Smára. Meðal þess sem Smári og Emanu- el fengu frá verslunarmiðstöðinni var svefnkarfa, leikbolti, svört ól, matar- dallar og matur. „Þetta var glæsileg gjöf.“ Þingað um Ólaf RagnaR Kettlingurinn Smári er á sjúkrahúsi en búinn að fá nýja eigendur: kettlinguRinn fÉkk gJafakÖRfu n Ragnheiður Elín Árnadóttir al- þingismaður þeytist þessa dagana um Suðurkjördæmi í því skyni að ná 1. sæti á lista sjálfstæðismanna. Ragnheiður Elín þarf að hafa fyrir oddvitasætinu sem hún keppir um við Árna Johnsen alþingismann. Hún lætur þó hvergi deigan síga og ferðast um víðfeðmt kjördæm- ið með 5 mánaða son sinn, Helga Matthías Guðjónsson. Milli þess að hún töfrar kjósendur gefur hún drengnum brjóst. Það skýrist svo á laugardaginn hvort hefur betur, nýbura- móðirin eða gamli jaxl- inn. nýbuRamÓðiR gegn ÁRna n „Auðunn þakkar gaurnum sem á víst að vera með „svipaða“ rödd og ég fyrir að gera klámmyndband og henda því á netið ... skemmti- leg fréttamennska,“ segir Auðunn Blöndal sjónvarpsmaður á Face- book-síðu sinni eftir að háværar raddir fóru af stað um að hann hefði tek- ið þátt í gerð klám- myndbands sem farið hefur eins og sinueld- ur um netið undan- farið. Auðunn svarar fyrir sig í nýjasta hefti Séð og heyrt en þar sver hann við líf sitt og fjöl- skyldu að hafa aldrei tekið þátt í slíkum gjörning. Góðvinur Audda, Gillzenegger, gerir létt grín að félaga sínum á síð- unni og spyr hve- nær sjálf myndin komi út. auddi hafnaR klÁmmynd Komu á óvart starfsfólk smáralindar kom nýjum eigendum smára á óvart og gaf þeim meðal annars matardalla og ól.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.