Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2009, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2009, Blaðsíða 3
þriðjudagur 23. júní 2009 3Fréttir FLYTUR SNEKKJUNA ÚR LANDI Steingrímur var ásamt Karli Wern- erssyni, bróður sínum atkvæðamikill í íslensku útrásinni í gegnum félag sitt Milestone. Bræðurnir högnuðust gífurlega og mat Markaðurinn eign- ir hans á 42 milljarða króna í júlí á síðasta ári. Ljóst er að verulega hef- ur hallað undan fæti hjá Steingrími undanfarna mánuði. Selur eignirnar Snekkjan Almira er að öllum líkind- um skráð erlendis, en þegar leitað var í skipaskrá Siglingastofnunar, fannst enginn bátur með nafninu Almira á skrá. Meðal þeirra sem komu að því þegar snekkjunni var siglt úr Snar- farahöfn og yfir í Sundahöfn á föstu- daginn var Stefán Bragi Bjarnason, lögfræðingur Steingríms, sem sjálf- ur er búsettur erlendis. Ekki er vitað hvers vegna flytja á bát Steingríms úr landi, en hann hefur verið að selja persónulegar eignir sínar undan- farna mánuði. Þeirra á meðal er Toy- ota Landcruiser 200 jeppi, árgerð 2008 sem Steingrímur seldi í apr- íl. Kaupandinn af bílnum var Stefán Bragi, lögfræðingur hans, og er al- gengt söluverð á slíkum bílum um 12 milljónir króna. Skömmu áður hafði Steingrímur reyndar veðsett bílinn vegna 160 milljóna króna láns sem Ingunn Gyða Wernerssdóttir, syst- ir hans, veitti honum í mars á þessu ári. Auk jeppans hefur hann ný- lega selt sex hjóla torfæruhjól sitt af gerðinni Polaris Sportsman og hjól- hýsi af gerðinni Tabbert Davinci. Kaupandinn að því var eiginkona Tómasar Ottó Hanssonar, sem hef- ur verið framkvæmdastjóri fjárfest- ingafélags Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, Novator. Öll farartækin sem Steingrímur seldi voru veðsett í mars vegna lánsins sem systir hans veitti honum. Við söluna á þeim voru þau hins vegar öll veðbandalaus, sam- kvæmt upplýsingum frá Umferðar- stofu. Málari í skuldamál Málarafyrirtækið Milli mála, sem sá um málningarvinnu á nýju tæp- lega 600 fermetra einbýlishúsi Steingríms í Árlandi 1 í Fossvogi, er komið í skuldamál við Stein- grím vegna vangoldinna greiðslna upp á rúmar tvær milljónir króna. Málaraverktakinn hóf að vinna við húsið í janúar árið 2008, að mála það bæði að utan og innan. Hann segir að Steingrímur hafi flutt inn í húsið áður en vinnu var lokið, en ekki borgað fyrir þá vinnu sem verktakinn innti af hendi. Hann segir að fulltrúi Steingríms hafi gert honum tilboð um greiðslu sem var talsvert lægri en 2 milljónir. Hann segist hins vegar ekki hafa tekið það í mál og hafnað tilboðinu. Karl Georg Sigurbjörnsson, lögmaður verktakans, staðfestir að skuldin sé komin í innheimtu- meðferð og málið sé á frumstigi. Ágreiningur er um umfang verks- ins. Lögmaðurinn hefur sent Steingrími innheimtubréf og búast má við að næstu skref séu að dóm- kveða matsmenn sem munu taka verkið út til að skera úr um ágrein- inginn. Kemur ykkur ekki við „Ég sé ekki að það komi ykkur á nokkurn hátt við,“ svaraði Stefán Bragi Bjarnason, spurður um áform Steingríms með Almiru. Hann segist aðeins vera að flytja bátinn úr landi fyrir Steingrím, þar sem hann er bú- settur erlendis. Hann segist ekki vita hvort selja eigi bátinn. Stefán Bragi vildi ekki kannast við að málaraverk- takinn væri kominn í skuldamál við Steingrím og sagði að síðast þegar hann vissi hefði hann verið hættur við að stefna Steingrími, enda hefði hann ekki ástæðu til. DV náði ekki tali af Steingrími Wernerssyni við vinnslu fréttarinnar. Hífð upp almira var hífð upp í Sundahöfn. Bjarni Ingimarsson, fyrrverandi slökkviliðsmaður hjá Bruna- vörnum Árnessýslu, hefur kvartað undan slökkviliðsstjóran- um þar, Kristjáni Einarssyni, til Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, vegna harðorðs símtals hans við nýjan yfirmann Bjarna. Kristján vill ekkert tjá sig um málið. Bjarni Ingimarsson var einn þeirra slökkviliðsmanna sem hætti störf- um hjá Brunavörnum Árnes- sýslu fyrir stuttu vegna ósættis við slökkviliðsstjórann Kristján Ein- arsson. Bjarni hefur nú ráðið sig í slökkvilið Þorlákshafnar en ósætt- inu er ekki lokið. Samkvæmt heimildum DV hringdi Kristján í slökkviliðsstjóra Þorlákshafnar, Guðna Þór Ágústs- son, og tjáði óánægju sína með að Bjarni hefði verið ráðinn í vinnu. Þá krafðist Kristján þess að Guðni myndi leysa Bjarna frá störfum. Heimildarmenn DV segja símtalið hafa verið ansi harðort og á Kristján að hafa hótað því að hringja í Mjólk- urbú Flóamanna þar sem Bjarni vinnur sitt aðalstarf og stefna fram- tíð hans hjá fyrirtækinu í hættu. Í lok símtalsins ku Kristján hafa ráð- ist persónulega á unnustu og fjöl- skyldu Bjarna, þá sérstaklega föður hans sem er góðvinur Guðna. Í farvegi í stjórnsýslunni Heimildir DV herma að Bjarni hafi kært Kristján fyrir athæfið til Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna og að málið sé til umfjöllunar hjá sambandinu núna. Bjarni vill ekkert tjá sig um málið á þessu stigi þar sem það er „í ákveðn- um farvegi í stjórnsýslunni“. DV hafði samband við Guðna Þór, slökkviliðsstjóra í Þorlákshöfn, og hann treystir sér ekki til að tjá sig um málið á þessari stundu. „Ég ætla ekki að gefa neitt út á þetta að svo stöddu. Þetta er mjög viðkvæmt mál.“ Heimildarmenn DV sem þekkja til Brunavarna Árnessýslu telja ljóst að Kristján leggi Bjarna beinlínis í einelti. Mikið ósætti DV skrifaði fyrst um ósætti inn- an Brunavarna Árnessýslu í janúar þegar 25 af 63 slökkviliðsmönnum stefndu Brunavörnum. Snerist mál- ið um síma sem slökkviliðsmenn- irnir fengu svo hægt væri að kalla þá út á öllum tímum sólar- hringsins. Símamálið var korn- ið sem fyllti mælinn í sam- skiptum slökkviliðsmanna við Kristján Einarsson slökkviliðsstjóra en deilur þeirra í milli ná mörg á aftur í tímann. Í samtali við DV í janúar sagðist Kristján ekki kannast við ósætti innan Brunavarna Árnes- sýslu. Hann kenndi kreppunni um pirring vegna vangoldinna síma- greiðslna. DV hafði samband við Kristján vegna símtalsins við Guðna. Hann vildi ekkert tjá sig um málið þar sem hann hefði brennt sig áður á ummælum sem höfð voru eftir honum í fjölmiðlum. ENN KVARTAÐ UNDAN SLÖKKVILIÐSSTJÓRA Tjáir sig ekki Kristján vill ekkert tjá sig við fjölmiðla um símtalið við guðna. Ólga í Árnessýslu Margir lykilmenn Bruna- varna Árnessýslu létu af störfum fyrir stuttu vegna ósættis við slökkviliðsstjórann. MYND GuðMuNDur VIGfúSSoN „Það er búin að vera bullandi sátta- vinna í þessu máli. Strákarnir vilja fá greitt fyrir að fá símana og bera þá þrjú ár aftur í tímann samkvæmt kjarasamningi. Túlkun á því frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er að það verði að gera. Þó svo við hefð- um látið þá fá góða síma og komið til móts við allskyns kröfur mega sveit- arfélög gera vel við sína menn en það kemur kjarasamningum ekki við,“ segir Kristján Einarsson, slökkviliðs- stjóri Brunavarna Árnessýslu. 25 af 63 slökkviliðsmönnum hafa stefnt Brunavörnum Árnessýslu og var málið þingfest í fyrradag. Símana fengu slökkviliðsmennirnir svo hægt sé að ná í þá á hvaða tíma sólar- hrings sem er ef eldur kviknar. Sam- kvæmt kjarasamningum eiga þeir að fá greiddar nítján þúsund krón- ur hver á ári. Sú greiðsla hefur aldrei verið reidd af hendi og krefjast þeir nú greiðslu þrjú ár aftur í tímann fyr- ir að hafa gsm-síma frá slökkviliðinu á sér allan sólarhringinn eins og seg- ir til um í kjarasamningum. Er upp- hæðin sem deilt er um komin upp í um 1,8 milljónir án vaxta og lög- fræðikostnaðar. Óánægja í slökkviliðinu Guðni Á. Haraldsson, lögmaður slökkviliðsmanna, segir sáttavið- ræður standa og á hann ekki von á því að málið fari mikið lengra. „Brunavarnir tóku sér frest til að skila greinargerð um málið en við erum í viðræðum um hvort hægt sé að semja um þetta og greiða þessa upphæð. Við vonum að það tak- ist sátt í málinu og ég á frekar von á því.“ Samkvæmt heimildum DV hefur verið mikil óánægja meðal slökkvi- liðsmanna í Árnessýslu og skilja þeir ekki af hverju málið hefur þurft að ganga svona langt. Heimilidir DV herma enn fremur að Kristján Ein- arsson slökkviliðsstjóri hafi neitað að borga þetta gjald og telja slökkvi- liðsmenn að með því hafi hann vís- vitandi verið að brjóta kjarasamn- inga. Því hafi málið undið upp á sig og slökkviliðsmenn séð sig knúna til að leita til lögfræðings. Kristján kannast ekki við ósætti hjá Brunavörnum og botnar ekki í því af hverju málið fór svona langt. „Þetta mál fór miklu lengra en allir aðilar ætluðu sér. Það hafa hin- ir og þessir slökkviliðsmenn sem standa í þessu komið til mín og þeir ætluðust ekki til þess að þetta mál færi svona. Það eru engir að skella hurðum. Þetta eru fínir strákar sem vilja þessu apparati vel. Vegna and- rúmsloftsins í þjóðfélaginu eru sum- ir hverjir með erfiðar skuldir og því pirraðir inni í sér en það er ekkert ósætti,“ segir Kristján. Einn stór misskilningur „Við höfum engar áhyggjur. Málið verður ekki tekið fyrir fyrr en eftir tvær til þrjár vikur og ég vona að við verðum búnir að ná lendingu fyr- ir það. Þetta er hundleiðinlegt mál,“ segir Kristján og telur það byggt á einum stórum misskilningi. „Við vorum í góðri trú að við vær- um að gera gott og það ætti að ganga frá þessum greiðslum í launaum- ræðunni í desember. Þá hefði þetta leiðrést gagnvart launanefnd sveit- arfélaganna og Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna. En síðan voru samningarn- ir framlengdir og þetta atriði var ekki með. Ég kenni samt engum um.“ Svipað mál kom upp hjá slökkvi- liðinu í Þorlákshöfn en það gekk frá málinu í fyrra og bað slökkviliðs- menn sína afsökunar. Árnessýsla er nú eina sveitarfélagið sem hefur ekki borgað slökkviliðsmönnum þessar greiðslur. Margrét Katrín Erlingsdóttir, for- maður Brunavarna Árnessýslu, ber ábyrgð á málinu en hún vildi ekkert tjá sig um það af hverju málið hefði gengið svona langt. „Ég er búin að vera að vinna í þessu máli síðan það kom upp og ég vil ekkert tjá mig um það. Þetta er launamál starfsmanna sem ég vil ekki ræða í fjölmiðlum. Það er búið að stefna okkur fyrir dóm og þá þarf ég að passa mig. Við erum búin að vinna að lausn málsins á síðustu mánuðum og ég vona að það leysist sem fyrst.“ Kristján Einarsson föstudagur 23. janúar 20098 Fréttir „Vegna andrúmsloftsins í þjóðfélaginu eru sumir hverjir með erfiðar skuldir og því pirraðir inni í sér en það er ekkert ósætti.“ lilja Katrín gunnarsdÓttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Óánægðir slökkviliðsmenn samkvæmt heimildum dV eru slökkviliðsmenn í Árnessýslu ekki ánægðir með framgöngu slökkviliðsstjóra í málinu. mynd guðmundur Vigfússon Á bakvakt allan sólarhringinn slökkviliðsmönnum hafa ekki verið greiddar nítján þúsund krónur á mann síðustu þrjú árin. mynd stEfÁn Karlsson Ekkert ósætti Kristján Einarsson harmar að lögfræðinga hafi þurft til að útkljá málið og segir ekkert ósætti vera milli sín og slökkviliðsmanna. SLÖKKVILIÐSMENN STEFNA YFIRMANNI„Þetta er mjög viðkvæmt mál.“ lIlja GuðMuNDSDÓTTIr blaðamaður skrifar lilja@dv.is Kornið sem fyllti mælinn dV fjallaði um ósætti i nan Brunavarna Árnessýslu fyrst í janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.