Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2009, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2009, Page 8
Helmingur þátttakenda í nýrri við- horfskönnun Markaðs- og miðla- rannsókna, MMR, er sammála því að ríkisstjórninni sé nauðugur sá kostur að hækka skatta. 22,6 prósent segjast „mjög sammála“ en 27,5 eru „frekar sammála“. Nokkru færri, eða 36,7 prósent, eru ósammála því að skattahækk- anir séu nauðugur kostur fyrir ríkis- stjórnina. Þar af segjast 17,8 prósent vera „mjög ósammála“ en 18,9 „frek- ar ósammála“. 13,2 prósent segjast hvorki sammála né ósammála. Deilt um einstaka hækkanir „Þetta kemur ekki á óvart,“ segir Ól- afur Ísleifsson, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. „Ég tel að þetta sýni bara að almenningur átt- ar sig á því að það eru engir kostir í efnahagsmálum sem eru raunveru- lega til vinsælda fallnir,“ segir Ólaf- ur. Margar þær hugmyndir sem ríkis- stjórnin hefur kynnt til skattahækk- ana hafa engu að síður hlotið mikla gagnrýni. Ólafur segir að gera verði greinarmun á einstaka skattahækk- unum og afleiðingum þeirra, og síð- an þeirri almennu stefnu að hækka skatta til að sækja auknar tekjur í rík- issjóð. „Það verður að jafna þennan mikla halla sem orðinn er á ríkis- sjóði og greinilegt að menn átta sig á því að skattahækkanir hljóta að vera nauðsynlegur þáttur í því, samhliða niðurskurði útgjalda, þó deila megi um einstakar ákvarðanir og fram- kvæmd þeirra,“ segir Ólafur. Einföldun á flóknu máli Þór Saari, þingmaður Borgarahreyf- ingarinnar og hagfræðingur, segir niðurstöður könnunarinnar held- ur ekki koma sér á óvart. „Það gef- ur augaleið að það hefur orðið mik- ið tekjufall hjá ríkissjóði og það þarf einhvern veginn að mæta því, frekar með sköttum en niðurskurði. Það er okkar afstaða. Aftur á móti er mik- ið af þessum vanda til komið vegna efnahagshrunsins og við teljum að ríkisstjórnin sé að nálgast það mál með röngum hætti. Það er síðan önnur saga. Mér finnst þetta í raun einföldun á afar flóknu máli. En vissulega þurfa að koma til skatta- hækkanir til að koma ríkissjóði yfir erfiðasta hjallann,“ segir Þór. Fjárlagagatið er 20 milljarðar á þessu ári en gert er ráð fyrir 170 milljarða króna halla á næstu þrem- ur árum. Í tilraun til að fylla upp í þetta gat hefur ríkisstjórnin lagt til ýmsar skattahækkanir. Þar á meðal er hinn umdeildi sykurskattur, há- tekjuskattur á tekjur yfir 700 þúsund krónum og hækkuð skattprósenta á fjármagnstekjur. Tekjulágir mótfallnir hækkunum Nokkur munur er á afstöðu svarenda þriðjudagur 23. júní 20098 Fréttir „Vissulega þurfa að koma til skatta- hækkanir til að koma ríkissjóði yfir erfiðasta hjallann.“ MEIRIHLUTI SKILUR SKATTAHÆKKANIR Meirihluti þátttakenda í viðhorfskönnun MMR segist sammála því að ríkisstjórnin sé nauðbeygð til að hækka skatta. Ólafur Ísleifsson segir þessa niðurstöðu ekki koma á óvart. Þór Saari tekur í sama streng. Hins vegar er munur á viðhorfi fólks eftir tekjuhópum. Þeir tekjulægstu eru mest á móti skattahækkunum en mestan stuðning fá þær frá þeim tekjuhæstu. Erla HlynSDÓTTir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Hversu sammála eða ósammála ertu eftir-farandi fullyrðingu? ríkisstjórninni er nauðugur sá kostur að Hækka skatta.“ 17,8% m jö g ó sa m m á la 18,9% fr ek a r ó sa m m á la 13,2% H v o r k i n é 27,5% fr ek a r sa m m á la 22,6% m jö g sa m m á la n Mjög sammála n Frekar sammála n Hvorki né n Frekar ósammála n Mjög ósammála 800 þúsund eða meira undir 250 þúsund 250-399 þúsund 400-599 þúsund 600-799 þúsund 14,3% 25,1% 24,9% 25,7% 29,6% 19,2% 23,8% 31,8% 35,3% 24,4% 8,9% 12,7%11 ,9% 12,4% 21,8% 22,6% 17,6% 16,6% 15,5% 18,5% 18,6% 10,8%14,8% 21,1%22,1% afstaða eftir Heimilistekjum Tekjur skipta máli Meirihluti telur að ríkisstjórnin sé nauðbeygð til að hækka skatta. Skoðanir eru hins vegar skiptar eftir tekjuhópum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.