Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2009, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2009, Side 11
þriðjudagur 23. júní 2009 11Neytendur „Meginreglan er sú að eigendur glata ekki rétti þótt þeir mótmæli ekki heimildarlausum ráðstöfunum/framkvæmdum annarra eigenda strax og þeir verða þeirra áskynja. Tryggilegast er hins vegar að hafa uppi athugasemdir eða mótmæli við fyrsta tækifæri. Frá þessari meginreglu eru mikilvægar undantekningar og geta eigendur glatað rétti sínum...með athöfnum eða athafnaleysi.“ Sigurður Helgi guðjónSSon, formaður Húseigendafélagsins svarar fyrirspurnum lesenda. Sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is Borist hefur fyrirspurn frá eiganda íbúðar í fjórbýlishúsi varðandi töku ákvarðana um sameiginleg málefni og starfsemi húsfélagsins. Bendir hann á að ákvarðanataka um sameiginleg mál fari ekki fram á húsfundum. Fundarhöld séu fá- tíð og samráð í skötulíki. Gjaldker- inn fari að eins og einræðisherra og ákveði og framkvæmi á eigin spýtur án þess að spyrja kóng eða prest. Hann skammti sér ríflega þóknun fyrir störf sín án samráðs við sameigendur sína. Yfirleitt standi aðrir eigendur frammi fyrir orðnum hlut. Þeir láta flest yfir sig ganga og lúffi í stóru og smáu. Fjöleignarhúsalögin Augljóst er að ekki er farið í öllu eftir fjöleignarhúsalögum í þessu húsi. Það er svo sem ekki óalgengt að slakað sé á formi og lagafyrir- mælum þegar um lítil húsfélög er að tefla og allt leikur í lyndi, sam- skiptin eru góð og byggjast á gagn- kvæmu trausti og jafnvel vináttu. En þegar því er ekki að heilsa og vantraust og tortryggni ríkir verða eigendur óhjákvæmilega að feta laganna veg og lúta boðum þeirra og bókstaf. Sameiginlegar ákvarðanir Æðst vald í málefnum húsfélags er í höndum húsfundar. Allir eigend- ur í fjöleignarhúsum eiga óskor- aðan rétt á að eiga og taka þátt í öllum ákvörðunum, er varða sam- eignina, bæði innan húss og utan, og um öll sameiginleg málefni. Það er grundvallarregla skv. lögum um fjöleignarhús að áður en ráðist er í framkvæmdir, viðgerðir, end- urbætur og allt annað sem varðar sameiginlega hagsmuni eigenda skuli halda húsfund þar sem þeir eiga kost á því að koma sjónarmið- um sínum á framfæri og greiða at- kvæði um málið og þær skuld- bindingar sem um er að ræða. Greiðsluskylda - lögleg ákvörðun Þegar ákvörðun hefur verið tekin með réttum og lögmætum hætti má framkvæma hana og er kostn- aður vegna hennar sameiginlegur kostnaður sem skiptist á eigendur eftir fyrirmælum fjöleignarhúsa- laga. Ef einstakir eigendur, stjórn eða gjaldkeri, stofna til útláta sem ekki er fundarsamþykkt fyrir þá eru aðrir eigendur almennt ekki greiðsluskyldir. Greiðsluskylda og aðrar íþyngjandi skyldur stofnast almennt ekki nema á grundvelli samráðs samkvæmt fjöleignar- húsalögum. Ráðist einstakir eig- endur einhliða í framkvæmdir á sameign hússins eða stofni ella til „sameiginlegra“ skuldbind- inga geta þeir ekki reiknað með að sameigendur borgi með þeim brúsann með bros á vör. Gildir þá einu hvort framkvæmdirnar eða málefnið komi sér vel fyrir húsið og eigendur þess eða ekki. Það er forsenda fyrir skyldu eigenda til að taka þátt í kostnaði vegna sam- eignarinnar að ákvörðun liggi fyr- ir. Sé sú ekki raunin getur afskiptur eigandi neitað að greiða og stöðv- að framkvæmd ef því er að skipta. Minni fjöleignarhús – vald stjórnar/gjaldkera Í fjöleignarhúsum þar sem eignar- hlutar eru 6 eða færri er ekki gert ráð fyrir sérstakri stjórn og fara þá eigendur saman með verkefni stjórnar og eins er heimilt að fela einum eiganda (forsvarsmanni, gjaldkera) að gegna þeim. Þegar svo stendur á koma til álita við- víkjandi samráð og ákvarðanatöku bæði reglur um húsfundi og stjórn. Stjórn húsfélags (forsvarsmaður eða gjaldkeri í minni húsum) hef- ur þröngar heimildir til að ráðast á eigin spýtur í framkvæmdir eða stofna til sameiginlegs kostnað- ar. Stjórn getur látið framkvæma minniháttar viðgerðir og gert bráðnauðsynlegar og brýnar ráð- stafanir sem ekki þola bið. Sé hins vegar um að ræða ráðstafanir og framkvæmdir sem ganga lengra ber að leggja þær fyrir húsfund. Á það undantekningarlaust við um framkvæmdir, sem eru verulegar hvað varðar kostnað, umfang og óþægindi. Gildir þá einu þótt um æskilegar og jafnvel nauðsynlegar ráðstafanir sé að ræða. Forsvars- maður eða gjaldkeri í litlum fjöl- eignahúsum hefur enn þrengri heimild vegna þess að yfirleitt eru hæg heimatökin með að boða til fundar. Eigendur eru fáir og yfir- leitt í húsinu eða nærlægir. Ólaunuð störf að megin- stefnu Það er meginregla að gjaldkera- og stjórnarstörf séu ólaunuð. Þau eru nokkurs konar „þegnskylda“, sem eigendum er skylt að taka að sér eftir kosningu án þess að eiga von á sérstakri þóknun fyrir það. Víst getur verið sanngjarnt og eðli- legt að umbun sé fyrir slík störf en ákvörðun um það er húsfundar. Stjórnarsamþykkt dugir ekki og enn síður getur gjaldkeri skammt- að sér þóknun með sjálftöku. Mótbárur Meginreglan er sú að eigendur glata ekki rétti þó þeir mótmæli ekki heimildarlausum ráðstöfun- um/framkvæmdum annarra eig- enda strax og þeir verða þeirra áskynja. Tryggilegast er hins veg- ar að hafa uppi athugasemdir eða mótmæli við fyrsta tækifæri. Frá þessari meginreglu eru mik- ilvægar undantekningar og geta eigendur glatað rétti sínum til að stöðva framkvæmdir og neita greiðslu með athöfnum eða at- hafnaleysi. Þá hafa húsfélög innan vissra marka heimild til að betr- umbæta gallaða ákvörðun á öðr- um lögmætum fundi, jafnvel eftir að framkvæmdir eru hafnar. Afleiðingar og úrræði Þessu næst um afleiðingar þess ef ráðist er í framkvæmdir án sam- þykkis húsfundar og að úrræði annarra eigenda þegar svo hátt- ar. Áður er getið um greiðslu- skylduna eða öllu heldur skort á henni. Séu framkvæmdir um garð gengnar geta aðrir eigendur krafist þess að sameign sé komið í fyrra horf. Stofni stjórnarmenn eða forsvarmaður/gjaldkeri í minni fjöleignarhúsum til skuld- bindinga í heimildarleysi þá eru þeir ábyrgir og bótaskyldir gagn- vart húsfélaginu eða einstökum eigendum. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI www.nora.is Dalvegi 16a Kóp. opið: má-fö. 11-18, laugard. 11-16 Opið: má-fö. 12-18, lau.12-16 Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is Fyrir bústaðinn og heimilið Deilt og Drottnað KOMDU Í ÁSKRIFT :: hringdu í síma 515 5555 eða :: sendu tölvupóst á askrift@birtingur.is :: farðu inn á www.birtingur.is og komdu í áskrift

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.