Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Page 2
Ég sé stóra möguleika fyrir Ísland í framtíðinni. Hlutirnir eru erfiðir núna, en vonandi finnum við fljót- lega góða lausn á málunum. Ef við reynum að líta aðeins á stöðuna, þá sé ég t.d. þessa kosti og möguleika fyrir Ísland: n Staðsetning Íslands er athyglis- verð. Það hefði á margan hátt verið náttúrulegt að setja upp mjög stóran flugvöll á Íslandi. Ég flýg sjálfur oft til Banda- ríkjanna og þarf þá oft að fljúga fyrst suður og seinna yfir Noreg og Ís- land á leiðinni til Banda- ríkjanna. Það fer mikill tími til spillis við þetta og er ekki gott fyrir náttúr- una. n Náttúra Íslands er auðvitað einn- ig okkar styrk- ur. Við höfum fallega og hreina náttúru. Við höfum einnig mikið af hreinni orku, hreinu vatni og hreinu lofti. Hér liggja stórir möguleikar. Það sama gildir um fisk- inn og aðra íslenska matvöru, sem er gæðavara. n Hugviti höfum við líka mikið af. Íslendingar eru vel menntaðir og þrjóskir. Það er mikilvægt að nýta hugarorkuna. Það þýðir líka að það er mikilvægt að reyna ekki að stjórna öllu að ofan. Það verður að nýta orku og hugvit allra landsmanna. n Eins og ég hef sagt áður, finnst mér erfitt að koma með ráð að utan. Lausnin liggur í hugviti, menningu og þrjósku allra lands- manna. Umræðan um vanda Íslands og bankahrunið hefur legið þungt á flestum Íslendingum undanfarna mánuði. Fáir hafa farið varhluta af þrengingum í efnahagslegu tilliti. Þó er undantekningin líklega íslenskir sjómenn sem aftur eru orðnir hetj- ur hafsins. Íslenskir bankamenn skyggðu á þá þar til íslenska efna- hagsundrið fór að hökta um haustið 2007 og hrundi loks í október 2008. Frá efnahagshruninu í október hefur kaupmáttur launa lækkað um 10 prósent og er nú jafn mikill og í mars árið 2003. Vísitala neyslu- verðs hefur hækkað um 18 prósent. 16.300 eru atvinnulausir samkvæmt nýjustu tölum Vinnumálastofnun- ar. Húsnæði hefur fallið að raunvirði um 20 prósent og fjölmargir búa við átthagafjötra vegna hækkandi lána. Fjörutíu þúsund manns tóku mynt- körfulán en algengt er að slík lán hafi hækkað um 70 prósent á einu ári. Hagfræðisvið Landsbankans sagði frá því í síðustu viku að Ísland ætti heimsmetið yfir hrun raun- gengis frá ársbyrjun 2008 til loka maí 2009. Féll raungengi krónunnar um 38 prósent á því tímabili. Ísland átti fyrir efnahagshrunið heimsmet í viðskiptahalla. Það hef- ur að undanförnu breyst til hins já- kvæða. Sem dæmi voru vöruskipti jákvæð um 8,7 milljarða króna í júní samkvæmt bráðabirgðatölum Hag- stofunnar. Sumir hafa upp á síðkastið kvart- að undan svartri mynd sem fjöl- miðlar gefa af atvinnuleysi og fjár- hagslegri eymd Íslendinga sem ekki sýnir nein teikn um breytingu. Lík- lega má telja þá á fingrum annarr- ar handar sem ekki hafa fengið nóg af umræðunni um Icesave-klúð- ur Landsbankans. DV fannst því við hæfi að leita til helstu sérfræð- inga Íslands sem bæði eru búsett- ir hérlendis og erlendis til að koma með tillögur að lausnum sem gætu leitt Ísland út úr efnahagsvandan- um. Margar góðar tillögur komu fram. Má þar nefna að gera Ísland að fyrsta rafbílavædda landi heims, útgáfu grænna skuldabréfa, nýta betur hugarorkuna, heilsutengda ferðaþjónustu, netþjónabú, lækk- un flugvallargjalda til að laða að er- lend lággjaldaflugfélög og svo mætti lengi telja. Eftirfarandi spurningar voru til grundvallar 1. Hvernig er hægt að nýta það mannafl sem nú er atvinnulaust til að auka hagkvæmni íslenska þjóðarbúsins? 2. Hvernig er hægt að nýta innlenda framleiðslu til að auka útflutningsverð- mæti og minnka innflutning? 3. Hvernig getur ríkið beitt valdi sínu til að auka almennt hagkvæmni Íslands sem fjárhagseiningar? 4. Hvaða gjaldmiðil á Ísland að nota, og ef annan en krónuna, hvernig á að taka hann upp? Vinsamlegast komdu með eina til þrjár tillögur um skýr og áþreifanleg verkefni til að auka hagkvæmni íslenska þjóðarbúsins. 2 MiÐviKudagur 15. júlí 2009 fréttir SVONA VERÐUR ÍSLANDI BJARGAÐ annas sigmundsson blaðamaður skrifar: as@dv.is 1. Til mjög skamms tíma er skyn- samlegt að ríkið ráðist í verkleg- ar framkvæmdir til þess að milda sveifluna í hagkerfinu, sérstak- lega hvað varðar atvinnu í bygg- ingariðnaði. Í þessu sambandi á ríkið að passa að ráðast einungis í framkvæmdir sem það mun þurfa að ráðast í hvort eð er. Þá er ríkið í rauninni einungis að flýta fram- kvæmdum og framkæma á tíma þegar það er hagkvæmt þar sem verð eru lág. 2. Lang-, langmikilvægasta verk- efni stjórnvalda á þessu ári og næsta er að koma fjármálakerf- inu aftur í eðlilegt horf. Hagkerfið getur ekki vaxið og dafnað nema að það hafi öflugt fjármálakerfi. Stjórnvöld eiga því að einblína á að ljúka Icesave-málinu og ljúka uppgjöri bankanna og samningum við erlenda kröfuhafa. Þegar því er lokið eiga þau að afnema gjaldeyr- ishöftin sem fyrst. Og síðan takast á við það risavaxna verkefni að koma fyrirtækjum sem lent hafa í eigu ríkisbankanna aftur í einka- eigu. Og síðan að koma bönkun- um sjálfum aftur í einkaeigu. Best væri reyndar ef kröfuhafarn- ir fengju greitt fyrir eignirnar sem færðar eru yfir í nýju bankana í formi hlutafjár í nýju bönkunum í stað skuldabréfa gefinna út af nýju bönkunum. Það myndi hjálpa til við að tryggja að fagleg sjónarmið en ekki stjórnmál réðu ferðinni við ákvarðanatöku innan bankanna. 3. Þegar frá líður og búið er að endurreisa fjármálakerfið eiga stjórnvöld að einblína á að búa til umgjörð sem skapar skilyrði fyrir vexti einkageirans. Það er ekki rík- isins að ákveða hvort við Íslend- ingar eigum að fullvinna fisk eða ekki, eða byggja netþjónabú eða ekki. Það hefur reynst afleitlega bæði hér og erlendis þegar stjórn- völd hafa reynt að ákveða hvaða atvinnugreinar eiga að skapa störf. Ef stjórnvöld hafa hugrekki til þess að treysta á sköpunarmátt þjóðar- innar munum við ná okkur fljótt á strik aftur eftir þessa kreppu. Það er gríðarlega mikið verk að vinna varðandi það að skapa góða umgjörð fyrir atvinnulífið sem ýtir undir verðmætasköpun og kemur í veg fyrir óeðlilega og óheiðarlega viðskiptahætti. Sú viðskiptalöggjöf sem hefur verið í gildi á Íslandi undanfarin ár er allt, allt of veik- burða og þarf á gagngerri endur- skoðun að halda. Slök löggjöf átti stóran þátt í rugl- inu sem var í gangi fyrir hrun. Þar sem alls kyns óeðlilegir og óheiðarlegir viðskiptahættir voru bæði löglegir og mjög svo ábata- samir fór viðskiptalífið að stórum hluta inn á mjög slæma braut sem leiddi á endanum til gríðarlegrar eyðileggingar á verðmætum. Við verðum að koma í veg fyrir það að slíkt gerist aftur með því að bæta löggjöfina. 4. Ég tel að við eigum að stefna inn í ESB til þess að við getum tekið upp evru. Jón stEinsson starfar sem lektor í hagfræði við Columbia University í New York. Hann er með doktorsgráðu frá Harvard. Jón starfaði sem ráðgjafi forsætisráðherra Íslands í október 2008. Jón stEinsson lektor Í Hagfræði Við ColUmbia UNiVersitY Í New York: TREySTA á SköpUNARmáTTINN Ísland ætti að róa að því öllum árum að verða fyrsta landið í heiminum sem myndi eingöngu nota umhverf- isvæn samgöngutæki. Margt myndi vinnast með því að nota rafmagn, vetni og metan við að knýja áfram bílaflota landsmanna. Í fyrsta lagi þyrftum við ekki að flytja inn jarð- efniseldsneyti heldur myndum við nýta raforku sem framleidd er hér heima í jarðhita- og vatnsaflsvirkj- unum. Aðgerðin myndi því til lengri tíma litið hafa afar jákvæð áhrif á vöruskiptajöfnuð og spara gjald- eyristekjur. Þá myndi Ísland verða leiðandi í sjálfbærni og umhverfis- málum á alþjóðavettvangi í kjölfarið sem myndi auka ferðamannastraum til landsins og skapa tækifæri fyrir annan umhverfisvænan iðnað hér á landi. Orðspor og ímynd Íslands á alþjóðavettvangi yrði í kjölfarið sam- tengt sjálfbærni, frumkvæði og um- hverfisvitund en ekki fjármálakrepp- um, gjaldþrotum og gengishruni. Stjórnvöld geta liðkað fyrir þessum umskiptum með skýrri stefnumót- un og með því að skattleggja rafbíla hóflega þegar þeir eru fluttir inn til landsins og liðka fyrir útflutningi á notuðum bílum. Einnig gæti hið op- inbera sett markmið um að endur- nýja bílaflotann smám saman með bílum sem nýta betri orkukosti. Tækifæri á sviði heilsu­tengdrar ferðaþjónu­stu­ Áætlað er að um það bil sex milljónir Bandaríkjamanna muni sækja sér læknisaðstoð út fyrir landsteinana á næsta ári en undanfarin ár hefur það færst í aukana að íbúar Vesturlanda sæki í að fara í einfaldar skurðað- gerðir og fegrunaraðgerðir til Austur- Evrópu og Asíu. Í kjölfar veikingar krónunnar hefur samkeppnishæfni Íslands á þessu sviði aukist gríðar- lega. Hægt væri að stórauka framboð einfaldra skurðaðgerða á borð við magahjáveituaðgerðir og mjaðma- skiptaaðgerðir og fegrunaraðgerða á borð við leiseraðgerðir á augum og tannviðgerðir. Með þessu móti væri hægt að skapa dýrmætar gjaldeyris- tekjur auk þess sem tækifæri verða til fyrir hámenntaða sérfræðinga og sérmenntað starfsfólk á heilbrigðis- sviði. Auk þess myndi verða til fjöldi afleiddra starfa sem tengjast þessari starfssemi. auÐbJörg ólafsdóttir HagfræðiNgUr HJá greiNiNgardeild ÍslaNdsbaNka: RAfBÍLALANDIÐ ÍSLAND Jón s. von tEtzchnEr forstJóri opera software: mENNING, hUGVIT OG þRJóSkA 1. „Því mannafli þarf að koma yfir í atvinnugreinar sem nú eru orðn- ar arðbærari vegna gengisfalls krónunnar, svo sem ferðaþjón- ustu, aukna vinnslu sjávar- og landbúnaðarafurða og fram- leiðslu vara sem nú eru fluttar inn.“ 2. „Einföldu og augljósu leiðirnar eru yfirleitt bestar: Þeir sem nú hafa misst vinnuna eða fyrirtækið sitt ættu að skoða vandlega hvaða vörur eða þjónusta eru fluttar inn núna og athuga hvort ekki sé hægt að útvega þetta innanlands í staðinn.“ 3. „Með því að aflétta gjaldeyr- ishöftum sem allra fyrst. Meðan við erum á fölsku gengi þá verð- ur ekki nauðsynleg hagræðing. Fyrst þarf þó að ganga frá sjálf- sögðum varúðarráðstöfunum s.s. að breyta skuldum við ríkisbank- ana í krónur.“ 4. „Við sitjum uppi með krónuna næstu þrjú til fimm árin. Afnema þarf gjaldeyrishöft, eftir það á að heimila notkun evru jafnhliða krónu. Tengja krónu við evru á víðu bili eftir að nýtt jafnvægi er fundið. Enda síðan með upptöku evru, ef ekkert neikvætt kemur upp.“ Við hjá MP Banka viljum standa fyrir útlánaverkefnum til smárra og meðalstórra fyrirtækja í sam- starfi við alþjóðafjármálastofnun eða íslenska ríkið. Slík verkefni hafa reynst mjög vel eftir efna- hagsáföll og við þekkjum þau er- lendis frá. Ferðaþjónusta fyrir útlendinga og Íslendinga er eitt besta færið sem við höfum. Menningarviðburð- ir og samkomur styðja við hana, eru ódýr verkefni og létta lundina, sem ekki veitir af. Minna og hagkvæmara banka- kerfi. Ísland á að nýta sér hátt tæknistig með því að bankaþjón- usta framtíðar- innar verði sem mest á netinu. Það mun minnka kostnað og þar með mun útláns- og innlánsvaxta, öllum til góðs. MargEir pétursson stJórNarformaðUr mp baNka: NETVæÐA BANkAþJóNUSTU Sumir hafa upp á síð- kastið kvartað undan svartri mynd sem fjöl- miðlar gefa af atvinnu- leysi og fjárhagslegri eymd Íslendinga sem ekki sýnir nein teikn um breytingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.