Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Page 6
6 miðvikudagur 15. júlí 2009 fréttir Skuldum þrjú þúsund milljarða Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir það rangt sem komið hefur fram í fréttum að heildarskuldir þjóðarbúsins erlendis séu 3-4.000 milljarðar króna. Í yfirlýsingu sem Stein- grímur sendi frá sér í gær segir hann að þær tölur sem nefndar hafa verið séu ekki frá honum komnar. Nær væri að að skuld- irnar væru 2.800-3.000 milljarð- ar króna. Gassniffari slas- aðist mikið í sprengingu Ungur maður brann illa í andliti og á höndum þegar sprenging varð í bifreið mannsins í fyrri- nótt. Maðurinn hugðist sniffa gas í bílnum en þegar hann ákvað að kveikja sér í sígarettu varð mikil sprenging. Hurð- in farþegamegin rifnaði af og þeyttist tvo metra í burtu. Aftur- rúðan fannst í 25 metra fjarlægð. Áfengissala dregst saman Sala áfengis minnkaði um þret- tán prósent í júní miðað við sama mánuð árið áður á föstu verðlagi en jókst um 20,2 pró- sent á breytilegu verðlagi. Verð á áfengi hækkaði um 38,2 pró- sent í júní síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra og um 9,4 prósent frá mánuðinum á undan samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar. Miklar verðhækk- anir á áfengi að undanförnu virðast því hafa dregið úr magni þess áfengis sem selt er. Athafnamaðurinn Magnús Ármann og fyrrverandi bankastjóri Landsbank- ans, Sigurjón Árnason, hafa verið yf- irheyrðir af starfsmönnum embætt- is sérstaks saksóknara vegna kaupa eignarhaldsfélagsins Imons á hluta- bréfum í Landsbankanum fyrir rúma fimm milljarða króna 3. október síð- astliðinn. Kaupin áttu sér stað þremur dögum áður en Fjármálaeftirlitið tók bankann yfir. Þá átti Imon rúmlega 4 prósenta hlut í bankanum. Imon er í eigu Magnúsar og fjármagnaði félag- ið hlutabréfakaupin að fullu með láni frá Landsbankanum. Eina veðið fyrir láninu var hlutabréfin sjálf sem urðu verðlaus þegar Landsbankinn var tek- inn yfir. Grunur leikur á að um sýndarvið- skipti hafi verið að ræða og að ætl- unin með kaupunum hafi verið að hafa óeðlileg áhrif á gengi hlutabréfa í bankanum. Ef það var raunin myndi það flokkast sem markaðsmisnotkun og þar af leiðandi lögbrot sem varðað getur allt að sex ára fangelsi. Nokkrir yfirheyrðir; húsleit framkvæmd Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari efnahagshrunsins, segir að þó nokkrir hafi verið yfirheyrðir vegna kaupa Im- ons á hlutabréfunum og að ein húsleit hafi verið gerð þar sem hald var lagt á gögn sem tengjast rannsókn máls- ins. Hann segir að embættið hafi nú nokkuð greinargóða mynd af helstu staðreyndum þess og að rannsókninni miði vel áfram. „Við erum búnir að ná ágætlega utan um það mál. Það er búið að framkvæma húsleit þar sem lagt var hald á gögn og við yfirheyrt þó nokkra sem tengjast málinu,“ segir Ólafur. Aðspurður getur hann ekki greint frá því hvar húsleitin var framkvæmd né hverjir hafi verið yfirheyrðir vegna málsins. Grunur leikur á um markaðsmisnotkun Ólafur segir að kaup Imons á bréf- um í Landsbankanum líkist kaupum katarska sjeiksins al-Thanis á hluta- bréfum í Kaupþingi fyrir 26 milljarða króna í lok september síðastliðinn. Í báðum tilfellum er talið að um mark- aðsmisnotkun hafi verið að ræða. „Þetta eru mjög sambærileg tilfelli. Þú ert með risasölu og í báðum tilfellum voru hlutabréfakaupin fjármögnuð af bankanum sjálfum,“ segir Ólafur en viðurlög við slíkri markaðsmisnotkun geta verið allt að sex ára fangelsi, eins og áður segir. Tilgangur slíkra óeðlilegra viðskipta getur verið að hækka verð hlutabréfa í fyrirtæki og að gefa til kynna að meiri eftirspurn sé eftir þeim en efni standa til, slíkt gæti gefið markaðnum þau fölsku skilaboð að staða fyrirtækisins sé betri en hún í rauninni er. Sigurjón Árnason tók ákvörðunina Samkvæmt heimildum DV kom ákvörðunin um að lána Imon fyrir hlutabréfum í bankanum aldrei inn á borð til stjórnar bankans, en það átti almennt séð við um öll útlán bankans. Heldur var það svo að Sigurjón Árna- son, þáverandi bankastjóri Lands- bankans, tók ákvörðunina nánast einhliða þó svo að hún hafi farið fyr- ir lánanefnd bankans þar sem banka- stjórinn sat einnig og réð miklu í krafti stöðu sinnar. Sigurjóni mun hafa verið mikið í mun að Magnús keypti bréfin og sótt það hart að lánið yrði veitt. Halldór Kristjánsson, hinn banka- stjóri Landsbankans, vissi hins veg- ar ekki af lánveitingunni, samkvæmt heimildum DV. Ekki liggur hins vegar ljóst fyrir af hverju Magnús ákvað að kaupa bréf í bankanum eftir að ríkið hafði keypt 75 prósent í Glitni og nokkuð útséð var um að Landsbankinn var að falli kominn líka. DV hefur ekki náð tali af Magnúsi Ármann til að spyrja hann um málið en lögheimili hans er skráð í Bretlandi þar sem hann er búsettur. Sömuleiðis hefur DV ekki náð tali af Sigurjóni til að spyrja hann um málið. Óvíst hver seldi bréfin Ekki liggur ljóst fyrir af hverjum Lands- bankinn keypti hlutabréfin sem seld voru til Imons. Ólafur Hauksson vill aðspurður ekki tjá sig um það en seg- ir að embættið hafi nokkuð góða hug- mynd um hverjir það voru: „Við höfum nokkuð góðar upplýsingar um það. En við eigum eftir að ganga almennilega úr skugga um það og getum því ekki rætt um það.“ Ein saga sem hefur verið lífseig er að nokkrir lykilstarfsmenn í Lands- bankanum hafi losað sig við hlutabréf sín í bankanum skömmu fyrir hrunið sem síðan hafi verið seld Magnúsi Ár- mann. Steinþór Gunnarsson, forstöðu- maður verðbréfamiðlunar bankans, hefur verið nefndur í því samhengi en Steinþór var í umræðunni fyrr á árinu þegar greint var frá því að hann hefði haft milligöngu um að bankinn veitti Sjálfstæðisflokknum fjárstyrk upp á 25 milljónir króna í desember 2006. Steinþór segir hins vegar aðspurð- ur að hann hafi aldrei keypt hlutabréf í Landsbankanum þó að hann hafi einu sinni nýtt sér kauprétt sem hann átti. Steinþór segir að það sé því ekki satt að hann hafi selt bréf í bankanum skömmu fyrir hrun bankans. „Þetta er bara ljót saga um okkur starfsmenn- ina sem einhver hefur komið á kreik,“ segir Steinþór og bætir því við að sal- an á bréfunum hafi vissulega farið í gegnum verðbréfamiðlunina þó svo að ákvörðunin um söluna á bréfunum hafi komið annars staðar frá. Mikil viðskipti með bréf í bankanum Mikil viðskipti voru með bréf í Lands- bankanum dagana áður en Lands- bankinn var tekinn yfir af ríkinu. 2. og 3. október, um það leyti sem Imon keypti bréfin í bankanum, námu við- skiptin til dæmis um 16 milljörðum króna. Viðskipti Imons námu því rúm- um þriðjungi af heildarviðskiptun- um með bréf í bankanum þessa daga. Samkvæmt heimildum DV voru þessi miklu viðskipti með bréf í bankanum fyrir bankahrunið langt frá því að geta talist eðlileg og vöktu undrun á mark- aðnum. Þessi miklu viðskipti með hlutabréf í Landsbankanum geta meðal annars skýrst af því að ýmsir sem áttu hlutabréf í Landsbankanum hafi losað sig við bréfin í aðdraganda hruns- ins vegna þess að þeir hafi vitað hvert stefndi. Þó ekkert sé hægt að fullyrða um þetta má geta þess að Landsbankinn sjálfur og Lífeyrissjóður verslunarmanna losuðu sig við bréf í bankanum sama dag og Imon keypti hlut- inn. Hlutabréfaeign bankans í sjálfum sér fór úr 5,9 prósent- um niður í 4,8 prósent 3. okt- óber og eign lífeyrissjóðsins minnk- aði úr 1,9 prósentum og niður í 1,3. Að svo stöddu er hins vegar ekki hægt að slá neinu föstu um hvaðan bréfin sem Imon keypti komu en rannsókn sérstaks saksóknara mun væntanlega leiða það í ljós á endanum sem og hvort eitthvað hafi verið athugavert við sölu bréfanna til bankans. Að sögn Ólafs Haukssonar mun rannsóknin á hlutabréfakaupum Im- ons halda áfram á næstunni: „Það er ekki hægt að fastnegla hvenær við lok- um því vegna þess að það geta alltaf komið upp nýir vinklar við næstu yfir- heyrslu,“ segir Ólafur. Magnús Ármann og Sigurjón Árnason hafa verið yfirheyrðir af embætti sérstaks saksóknara efnahagshrunsins. Yfirheyrslurnar tengjast rannsókn embættisins á hlutabréfakaupum Imons, félags í eigu Magnúsar, á 4 prósenta hlut í Landsbankanum. Grunur leikur á að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. MAGNÚS ÁRMANN OG SIGURJÓN YFIRHEYRÐIR INGI F. VIlhjÁlMSSoN blaðamaður skrifar ingi@dv.is Ákvörðunin Sigurjóns Samkvæmt heimildum DV sótti Sigurjón Árnason það stíft að Imon, félag Magn- úsar Ármanns, fengi fimm milljarða lán til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum. Lánveitingin fór einnig fyrir lánanefnd bankans en kom ekki fyrir bankaráð. „Við erum búnir að ná ágætlega utan um það mál. Það er búið að framkvæma húsleit þar sem lagt var hald á gögn og við yfirheyrt nokkra sem tengjast málinu.“ Yfirheyrður Athafnamaðurinn Magnús Ármann hefur verið yfirheyrður vegna kaupa eignarhaldsfélagsins Imons á 4 prósenta hlut í Landsbankanum í október síðastliðinn. Þó nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins og ein húsleit hefur verið gerð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.