Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Qupperneq 10
10 Miðvikudagur 15. júlí 2009 fréttir Sérhagsmunir landeigenda og skipu- leggjenda kunna að hafa verið í fyr- irrúmi þegar land Leirvogstungu var tekið fram fyrir annað skipulagt land- svæði til íbúðabyggðar í Mosfellsbæ. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þáverandi bæjarstjóri Mosfellsbæjar, var meðal landeigenda í Leirvogstungu og seldi sinn skika undir einbýlishúsalóðir. Vorið 2006 var áætlað að hún hefði hagnast persónulega um allt að 100 milljónir króna á því að Leirvogstunga var felld undir skipulag og lóðir seldar þar undir sérbýlishúsahverfi. Leirvogstunga er norðan Leirvogs- ár og er það hverfi Mosfellsbæjar sem liggur næst Kollafirði og Esjunni. Þeg- ar landið var sett inn á skipulag voru þegar inni á aðalskipulagi landsvæði nær kjarna Mosfellsbæjar svo sem land Lágafells, Helgafells og Blika- staða. Kunningjaveldið Leirvogstunga ehf. sér um þróun byggingarverkefna á landareigninni. Tilgangur félagsins er meðal annars að eiga og reka jörðina Leirvogstungu, skipuleggja þar íbúðabyggð og selja mannvirki eða selja lóðir. Á vefsíðu félagsins segir að Leir- vogstunga ehf. hafi átt gott samstarf við embættismenn og kjörna full- trúa Mosfellsbæjar úr öllum flokk- um. „Fagmennska og jákvætt við- horf til framkvæmda einkennir alla vinnu bæjaryfirvalda.“ Af þessu leið- ir að Leirvogstunga ehf. hefur átt gott samstarf við Ragnheiði Ríkharðsdótt- ur, kjörinn bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins og bæjarstjóra á sínum tíma, um framvindu mála á landareign sem hún átti part af. Þess má geta að Leirvogstunga ehf. keypti íbúðarhús Ragnheiðar í Leirvogstungu fyrir nokkrum misser- um eftir að hún hafði selt skika sinn í Leirvogstungulandi en hún býr nú við Hrafnshöfða í Mosfellsbæ. Ragnheið- ur var með öðrum orðum nágranni landeigendanna og það best er vitað fjölskylduvinur Bjarna Guðmunds- sonar, aðaleiganda Leirvogstungu ehf., og foreldra hans. Hagsmunir fyrr- verandi bæjarstjóra Í aðdraganda bæjarstjórnarkosning- anna vorið 2006 var reynt að vekja at- hygli á meintri misbeitingu valds og hagsmunatengslum þáverandi bæj- arstjóra. Í Mosfellsfréttum Framsókn- arflokksins sagði meðal annars að margir landeigendur hefðu setið sár- ir eftir þegar Leirvogstunguland var tekið fram fyrir í uppbyggingu miðað við gildandi aðalskipulag bæjarins. Þarna var átt við svæði í Blikastaða- landi og landi Helgafells og Lágafells, en uppbygging þar var á aðalskipu- lagi sem gilda á til ársins 2024. Í miðj- um klíðum veturinn 2005 til 2006 setti meirihluti Sjálfstæðisflokksins fram óskir til svæðisskipulagsráðs höfuð- borgarsvæðisins um að „gera frávik frá skipulaginu og leyfa Leirvogstungu að stinga sér fram fyrir hin landsvæðin þrjú“ eins og segir í blaðinu. Áætlaði greinarhöfundur jafnframt að mið- að við söluverðmæti lóða hafi Ragn- heiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri get- að selt átta einbýlishúsalóðir sínar í landi Leirvogstungu á 96 til 144 millj- ónir króna. „Beiðni eigenda Leirvogstungu- lands gekk vel og hljótt fyrir sig en öðrum landeigendum var ekki boð- ið upp á sömu kjör og hvað þá hraða meðferð,“ sagði í blaðinu skömmu fyr- ir kosningarnar 2006. Í sama flokksriti er því haldið fram í annarri grein að þeim, sem áttu aðrar lendur í bænum og voru innan aðalskipulagsins, hafi ekki verið boðið upp á að deiliskipu- leggja lönd sín „hvað þá að fara fremst í röðina og byggja upp allt sitt land á methraða“. Þess má geta að af vanhæfisástæð- um vék Ragnheiður af fundum á veg- um bæjarstjórnar þar sem fjallað var um málefni Leirvogstungu á sínum tíma. Tafir á tafir ofan Íslenskir Aðalverktakar eignuðust Blikastaðalandið fyrir um áratug. Fyrir ÍAV voru miklir hagsmunir fólgnir í að fá að skipuleggja byggð í landinu, svo nálægt kjarna bæjarins, enda landið inni á aðalskipulagi. Innan ÍAV vilja menn síður koma fram undir nafni, en bera bæjaryfirvöldum í Mosfells- bæ ekki góða sögu. Á vegum verk- takafyrirtækisins var meðal annars efnt til samkeppni og skilað inn hug- myndum að skipulagi. „Það voru sí- felldar tafir á tæknilegum forsendum þótt við reyndum að reka mál okkar á málefnalegan og kurteisan hátt. Ýmis- legt var reynt til að koma framkvæmd- um af stað en hvorki gekk né rak árum saman. Sumar athugasemdir snertu grundvallarspurningar um skipulag en annað var tómt bull,“ segir heim- ildarmaður innan ÍAV. Einkum er þar vísað til erfiðra samskipta og jafnvel tómlætis af hálfu Haraldar Sverrisson- ar, núverandi bæjarstjóra, flokksbróð- ur og arftaka Ragnheiðar Ríkharðs- dóttur. Þannig hafi tillögur sofnað og margvíslegir frestir runnið út án þess að nokkuð væri aðhafst. „Við lásum það svo í blöðum að búið væri að taka Leirvogstungulandið fram fyrir og það yrði lagt undir nýja byggð á undan öðr- um landsvæðum. Við spurðum okkur hvers vegna bæjarstjórnin kysi að fara með byggð svo langt út fyrir bæinn og fjær þéttbýlinu þegar land í grennd við kjarna bæjarins stóð til boða.“ Sem kunnugt er seldi ÍAV Blika- staðaland í byrjun árs í fyrra. Áætlað söluverð var 15 til 18 milljarðar króna. Einn heimildarmanna DV í Mos- fellsbæ orðar þetta svo að það hafi verið í hæsta máta óeðlilegt að tefja skipulagsvinnu og framkvæmdir á einu landsvæði á meðan land, þar sem bæjarstjórinn átti tugmilljóna hagsmuna að gæta, fékk flýtimeðferð í kerfinu og var tekið fram fyrir aðra. „Við áttum alltaf gott samstarf við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og höfum ekki yfir neinu að kvarta. Þetta sam- starf gekk vel,“ segir Hannes Sigur- geirsson, núverandi forstjóri Steypu- stöðvarinnar, en hann fór fyrir félagi um skipulag í Helgafellslandi í Mos- fellsbæ á þeim tíma sem Leirvogs- tungulandið var tekið fram fyrir og skipulagt undir byggð. Hann bætir við að pólitískar ákvarðanir séu alltaf um- deildar en tekur ekki afstöðu til Leir- vogstungumálsins. Sérhagsmunir teknir fram fyrir almannahagsmuni? „Það er og var okkar mat að þarna hafi ekki verið eðlilega að verki staðið. Það reyndi aldrei á það hvort þetta var löglegt en það er hins vegar spurning hvort jafnræðis hafi verið gætt. Þetta setti auk þess bæjarstjórann í sérlega óheppilega stöðu þar sem Ragnheiður átti hagsmuna að gæta í landi Leirvogstungu og hagnaðist um tugi milljóna króna“ segir Marteinn Magnússon, bæjarfulltrúi Framsókn- arflokksins í Mosfellsbæ, í samtali við DV. „Það verður erfitt og dýrt að þjóna hverfi á þessum stað eins og til dæm- is með skólaakstur. Miðað við legu hverfisins sýnist manni að aðrir stað- ir hefðu átt að fara undir byggð fyrr. Þetta veldur auknum kostnaði sem fellur á endanum á íbúana sjálfa,“ segir Hanna Bjartmars, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. Ragnheiður Ríkharðsdóttir er nú- verandi þingmaður Sjáflstæðisflokks- ins. Hún segir að meirihluti og minni- hluti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar hafi afgreitt Leirvogstungumálið sameig- inlega á kjörtímabilinu 2002 til 2006. „Þeir samþykktu þetta í skipulagsráði einnig. Ég vék af fundum þegar mál- ið var til umræðu og kallaði ekki inn varamann. Þeim hefði verið í lófa lag- ið að fella þetta en gerðu það ekki. Síðan þóknaðist fulltrúa Framsókn- arflokksins að gera þetta að máli fyr- ir kosningarnar 2006.“ Ragnheiður bjó á hektara sínum í landi Leirvog- stungu áður en landið var lagt undir þéttbýli. Hún og fjölskyldan hafi ver- ið þar með hesta og hún þurft að sjá á eftir slíkum gæðum. „Þannig að þetta var ekki allskostar í okkar þágu.“ Sofandi gagnvart spillingu Hætta á spillingu á sveitarstjórnar- stigi er talin einna mest á sviði skipu- lagsmála og í samskiptum sveitar- stjórnarmanna við landeigendur og verktaka. GRECO, nefnd á veg- um Evrópuráðsins sem fylgist með og tekur út spillingu í aðildarlönd- unum, hefur á undanförnum árum gert nokkrar úttektir á spillingu hér á landi. Síðasta skýrslan um Ísland var birt í apríl 2007. Þar segir meðal ann- ars að hugmyndir Íslendinga um að hér á landi sé lítil spilling geti valdið því að þeir séu ekki vakandi gagnvart mögulegri spillingu nú og í framtíð- inni. „Þetta er mjög þýðingarmikið á tímum mikils hagvaxtar, mikilla fjár- festinga íslenskra fyrirtækja innan- lands sem utan, auknu markaðsfrelsi og einkavæðingu.“ Af þessum sökum hefur GRECO mælst til þess að við- urlög gegn mútubrotum verði hert. Í eldri skýrslum um Ísland hafa eftir- litsmenn GRECO undrast tómlæti Ís- lendinga þótt spilling hafi ekki ver- ið talin mikil. Þeir hafa meðal annars fest á blað að íslenskir embættismenn, sem telja að spilling sé lítil sem engin, séu ekki líklegir til að ganga úr skugga um hvort slíkt eigi við rök að styðjast. Ragnheiður Ríkharðsdóttir hagnaðist um tugmilljónir króna þegar Leirvogstunga var tekin fram fyrir annað landrými í Mosfellsbæ og lagt undir byggð. Sjálf átti hún hluta af landinu og er fjölskylduvinur landeigendanna sem keyptu síðar af henni íbúðarhús. Hún vék af fundum á meðan málið var til afgreiðslu á sínum tíma. Bæjarfulltrúar efast um að jafnræðis hafi verið gætt og undrast að landið hafi verið skipulagt á undan landi sem þegar var innan aðalskipulags. Minnihlutinn samþykkti málið sjálfur segir Ragnheiður. JóHann HauKSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is „Þetta setti auk þess bæjarstjórann í sérlega óheppilega stöðu þar sem Ragnheiður átti hagsmuna að gæta í landi Leirvogstungu og hagnaðist um tugi milljóna króna.“ Leirvogstunga „Beiðni eigenda Leirvog- stungulands gekk vel og hljótt fyrir sig en öðrum landeigendum var ekki boðið upp á sömu kjör og hvað þá hraða meðferð.“ mynd Heiða HeLgadóTTiR Bæjarstjórastaða skilaði tugmilljónum Bæjarstjórinn fyrrverandi Ragnheiður Ríkharðsdóttir hafði hagsmuna að gæta af skipulagi og sölu lóða í Leirvogstungu og hagnaðist um tugi milljóna þegar landið var tekið fram fyrir önnur landsvæði í Mosfellsbæ og lagt undir byggð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.