Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Page 11
fréttir 15. júlí 2009 Miðvikudagur 11
Frábær veitingastaður
og skemmtilegur skemmtistaður!
Egilsbúð | Egilsbraut 1 | 740 Neskaupstað | Sími 477-1313 & 861-1894
H
ild
ur
H
lín
Jó
ns
dó
tt
ir
/ h
ild
ur
@
dv
.is
Flottur a la carte matseðill ásamt glæsilegum fiskseðlum
matreiddum af frábærum matreiðslumönnum.
Frábær þjónusta allt árið um kring!
Veitingastaðurinn er opin til 22:00
en skemmtisaðurinn til 03:00 um helgar.
Sjáumst í Egilsbúð!
Andri Sveinsson, fjármálastjóri Novator og einn helsti samverkamaður Björgólfsfeðga, stendur í stórfelld-
um breytingum á húsi sínu við Sunnuveg. Eiginkona Andra er í kampavínsklúbbi útrásareiginkvenna sem
fór í frægðarför til Óman fyrr á árinu. Framkvæmdunum á að ljúka síðar í sumar.
SKÓSVEINN BJÖGGANNA
BÝR SÉR TIL LÚXUSVILLU
Einn nánasti samverkamaður Björg-
ólfsfeðga, Andri Sveinsson, fjármála-
stjóri fjárfestingafélagsins Novator,
stendur í stórtækum byggingarfram-
kvæmdum við hús sitt á Sunnuvegi
við Laugardalinn þessa dagana. Á
annan tug iðnaðarmanna vinnur nú
að endurbótum á húsinu.
Eitt af því sem verið er að gera við
húsið, sem er tæpir 380 fermetrar að
stærð, er að breyta því úr tvíbýlis-
húsi í einbýlishús. Stór hluti hússins
mun hafa verið rifinn niður og end-
urbyggður. Einnig er verið að byggja
rúmlega 50 fermetra viðbyggingu
við húsið. Auk þess er verið að reisa
vegg umhverfis það sem nokkrar eft-
irlitsmyndavélar verða greyptar inn
í. Samkvæmt heimildum DV var auk
þess nær allt hreinsað út úr húsinu
að innan og nýtt sett í staðinn.
Andri þessi er einn þeirra sem
næst standa Björgólfsfeðgum, þeim
Björgólfi Guðmundssyni og syni
hans Björgólfi Thor, og heldur hann
utan um persónuleg fjármál þeirra.
Meðal annars hefur Andri komið
að samningaviðræðunum við Nýja
Kaupþing um að fella niður helm-
inginn af sex milljarða króna skuld
þeirra feðga við bankann, samkvæmt
heimildum DV.
Frá London inn á Sunnuveg
Andri og eiginkona hans Dóra Björg
Marinósdóttir, sem er meðlimur í
kampavínsklúbbi íslenskra útrásar-
eiginkvenna sem fór í lúxusferð til
Óman fyrr á árinu líkt og greint var
frá í DV fyrir nokkru, hafa verið bú-
sett í London á síðustu árum og er
lögheimili þeirra skráð þar í landi
samkvæmt þjóðskrá.
Þau keyptu húsið á Sunnuvegin-
um í febrúar 2007 og sóttu um leyfi til
byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar
um að fá að breyta því. Breytingarnar
á húsinu benda til þess að þau hygg-
ist hins vegar verja meiri tíma hér á
Íslandi í náinni framtíð. Brunabóta-
mat hússins er rúmar 57 milljónir
króna en ekki er vitað hversu miklu
þau hjónin hafa varið í endurbæturn-
ar á því. Reikna má þó með að kostn-
aðurinn við framkvæmdirnar hlaupi
á tugum milljóna króna vegna þess
hversu umfangsmiklar þær eru. Því
má áætla að verðgildi hússins verði
töluvert meira eftir breytingarnar.
Áætlað er að ljúka framkvæmd-
unum við húsið síðar á árinu.
Bankaráðsmaður frá byrjun
Andri Sveinsson hefur um langt
skeið verið náinn Björgólfsfeðgum.
Hann vann í Búnaðarbankanum á
sínum tíma og byrjaði að vinna fyr-
ir Björgólfsfeðga áður en þeir keyptu
Landsbankann og aðstoðaði þá við
kaupin á honum. Andri sat meðal
annars í bankaráði Landsbankans frá
einkavæðingu hans 2003 og fram til
ársins 2007 þegar hann gerðist vara-
maður Björgólfs Guðmundssonar í
stjórninni. Hann sat einnig á sínum
tíma í stjórn lyfjafyrirtæksins Acta-
vis, sem er í eigu Björgólfs Thors
Björgólfssonar, og starfaði hjá
fyrirtækinu í Bandaríkjunum.
Hvorki náðist í Andra né Dóru
Björgu við vinnslu fréttarinnar.
IngI F. VILhjáLmSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Allt rifið út Andri Sveinsson, einn nánasti
samverkamaður Björgólfsfeðga, stendur í miklum
framkvæmdum við einbýlishús sitt á Sunnuvegi.
Verið er að breyta húsinu úr tvíbýli í einbýli og
byggja við það.
Í innsta kjarna Andri er í innsta kjarna
Björgólfsfeðga.
BæJARSTJÓRASTAðA
SKILAðI TUGmILLJÓNUm