Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Page 14
mikillar andstöðu almennings. „Ég held sjálfur að við ættum að halda okk- ur gjörsamlega frá öllu svona. Það er ekki hægt að tryggja að breytt erfðaefni komist ekki inn í lífkeðjuna, jafnvel þótt það gerist ekki í fyrstu lotu,“ segir Eymundur. Hið mikilvægasta, þegar til lengri eða skemmri tíma er litið, sé auðvitað ímynd landsins. „Ef við ætlum okkur að vera marktæk í heimi sem er heilt yfir andsnúinn svona starfsemi, þá getum við ekki tekið þátt í þessu. Þessi ræktun kann að valda því að við eig- um enga frekari möguleika á því að viðhalda vörumerkjum okkar og selja vöruna undir merkjum heilbrigðis og hreinleika.“ Stjórnvöld hafa hreinlega ekki haft kjark til þess að móta sér stefnu í mál- inu. Sama gildi um virkjanir á hálend- inu og jafnvel þar sem hvalveiðar og hvalaskoðun rekast saman. „Það er ósköp erfitt að segja fólki að allt sé hér hreint og snoturt þegar við höfum dritað niður málmbræðslum hringinn í kringum landið, drekkt ómetanleg- um náttúruperlum og kórónum svo skömmina með erfðabreyttri ræktun í miðju blómlegs landbúnaðarhéraðs.“ „Vúffað“ um heiminn Nú er haldið út á akurinn, þar sem hópur starfskrafta er að setja ábreið- ur á kartöflugrösin. Þarna eru saman- komin ellefu ungmenni sem öll eru sjálboðaliðar á vegum samtaka sem heita WWOOF, eða Willing Workers on Organic Farms. „Ég er skráður sem gestgjafi innan þessara samtaka. Þetta eru gjarnan krakkar sem eru að „vúffa“ sig í kringum heiminn, eins og það er kallað. Ég sé þeim fyrir fæði og hús- næði og þau vinna hér að vild og lyst.“ Eymundur segir að þau ungmenni sem kjósi að starfa á býlum sem stundi lífræna ræktun hafi aðra lífssýn en þau sem fari um heiminn í hefðbundnum jarnbrautarferðalögum. „Það er mikið rennerí hér út af þessu. En í staðinn fæ ég aðstoð við vinnuna.“ sigtryggur@dv.is Miðvikudagur 15. júlí 200914 H ér að sp re nt tóMstundir n Í andstöðu við ríkjandi hefðir í landbún- aði hóf Eymundur Guðmundsson í Valla- nesi lífræna ræktun á byggi og grænmeti. Smám saman varð til vörumerkið Móðir jörð. Markaður fyrir lífrænt ræktaðar afurðir opnaðist. Eymundur stiklar á sög- unni og segir DV frá hættunni sem ímynd landsins kann að stafa af tilraunum með ræktun á erfðabreyttu korni. É g ætlaði alltaf að verða bóndi og leit sjálfur svo á að ég væri með króníska kúadellu,“ segir Eymundur Magnússon bóndi á hinu forna prestsetri að Vallanesi á Fljóts- dalshéraði. Hann hóf búskap með mjólkurkýr en skipti fljótlega yfir í líf- ræna ræktun á byggi og grænmeti. Hann kveðst hafa fundið sérstaka ánægju í því að yrkja jörðina, plægja og sá. Í fyrstu mættu honum ákveðn- ir fordómar, þar sem hér var almennt talið að bygg væri fyrst og fremst skepnufóður og lífræn ræktun væri til- gangslítið prjál í samanburðinum við hefðbundinn búskap. „Þessi jörð var óræktuð þegar ég kom hingað. Við það að rækta þetta svæði upp til þess að gera hér tún örv- aðist svo í mér ræktunarmaðurinn að mér fór að þykja fátt fallegra en nýp- lægður akur. Á þessum tíma þekkti mín fyrrverandi lífræna ræktun frá Heilsuhælinu í Hveragerði og við fór- um að rækta fyrir okkur sjálf. Þetta spurðist á endanum út og smám sam- an myndaðist eftirspurn,“ útskýrir Ey- mundur. fordómar og úrtölur Þegar allt í einu tók að bera á eftir- spurn eftir lífrænt ræktuðum vörum sá Eymundur glufu til þess að leggja út í nýtt ævintýri. Þetta var almennt tal- ið hið mesta glapræði, enda var við- búið að Eymundur þyrfti að byggja upp eigið vörumerki og sjá sjálfur um sölu og markaðssetningu. Þarna þró- aðist það sem síðar fékk nafnið Jörð; lífrænt ræktað Bankabygg, byggmjöl, kartöflur, grænmeti, nuddolíur og fryst grænmetisbuff sem auðvelt er að finna í verslunum í dag. „Mér hafði gengið þokkalega með kýrnar en kom ögn of seint inn í þann bransa til þess að fá nægilega mikinn kvóta. Mér sýndist ég þurfa að skuld- setja mig til glötunar við það að kaupa kvóta þannig að ákvörðunin blasti við, þrátt fyrir fordóma og úrtölur.“ Eymundur segir að á daginn hafi komið að vöruþróun og markaðssetn- ing séu störf sem henti honum ágæt- lega. Það sé þó ekki gefið að allir finni sig í slíku og því skiljanlegt að margir bændur vilji að þau störf séu á ann- arra höndum. „En kerfið okkar hafði eytt öllum sjálfstæðum hugmyndum fólks um markaðssetningu á landbún- aðarvörum.“ Breytt hugarfar Vakning um heilbrigða lífshætti hef- ur haft áhrif á neysluvenjur, auk þess sem áhugi á uppruna matarins hef- ur aukist með tilkomu svokallaðrar „slow-food“ stefnu í ræktun og elda- mennsku. „Þetta köllum við krásir úr héraði. Þetta er eitthvað sem við smell- pössum inn í. Hér hafa meistarakokk- ar á borð við Friðrik V. á Akureyri vakið áhuga fólks á þessum vörum. Þarna er komið að því að breyta neysluvenjum fólks, sem eru oftast ansi fastmótaðar. Hins vegar getur verið að sú kreppa sem við búum við valdi því að fólk fari einlæglega að taka innlendar vörur fram yfir þær erlendu.“ Eymundur bendir á að slík hugar- farsbreyting sé nauðsynleg fyrir þjóð sem á undanförnum árum hafi keypt sér innfluttar vörur, stundum nánast í hömluleysi, og ekki þurft að hugsa mikið um kostnaðinn. „Þetta kann að reynast okkur hollt þegar fram í sækir.“ erfðaBreytt ímynd lands Nýleg áform ORF líftækni um ræktun á erfðabreyttu byggi á Rangárvöllum hafa vakið sterk viðbrögð. Ræktun af þessu tagi hefur verið á undanhaldi í Evrópu og reyndar aldrei náð fótfestu þar eins og í Ameríku, ekki síst vegna Með króníska kúadellu „Vúffað“ um hEiminn Sjálfboðaliðar vinna í Vallanesi fyrir atbeina WWOOF-netsins. mYnD SiGTRYGGuR EYmunDuR á akRinum „Lífræn ræktun í köldu landi fæðir af sér yfirburða korn.“ mYnD SiGTRYGGuR RáðSkonan Lilja Kjerúlf sér um að elda ofan í WWOOF-starfsfólkið. mYnD SiGTRYGGuR GómSæTT Starfsfólkið í Vallanesi nærist á mat úr lífrænt ræktuðu byggi og grænmeti. mYnD SiGTRYGGuR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.