Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Page 16
mínútur og fjörutíu sekúndur. Það voru arkitektar sem þróuðu þetta form í viðleitni sinni til þess að draga úr orðagjálfrinu.“ En það varð á end- anum ekki Bjargey sjálf sem flutti sitt eigið pecha kucha. Varð írskur karl „Það lá alltaf fyrir að ég gæti ekki ver- ið þarna sjálf. Því þróaðist þessi hug- mynd um að fá einhvern gaur til þess að gera þetta í mínu nafni. Karlmann, ekki síst vegna þess að fyrir marga sem ekki þekkja til, er nafnið Bjarg- ey hvorki bundið við konu né karl.“ Þetta hafi meðal annars gert það að verkum að póstur til hennar sé oft á tíðum stílaður á sir Bjargey. Úr varð að skipuleggjendurn- ir fengu írskan leikara til þess að sjá um flutninginn. Honum var svo komið í samband við Bjargeyju í gegnum samskiptaforrit og þannig hafa þau skipulagt flutninginn og þróað verkið. „Viðfangsefnið var gef- ið frjálst, að öðru leyti en því að við áttum ekki að tala beinlínis um okk- ar eigin verk.“ símamyndir urðu ofan á Bjargey valdi að notast við tuttugu ljósmyndir sem allar voru teknar á iPhone-farsímann. „Myndasafnið mitt er ansi stórt og er geymt á hörð- um diskum og filmusöfnum sem ég hafði pakkað niður áður en ég fór til New York, þannig að það lá bein- ast við að nota myndir sem ég hafði hlaðið beint inn í tölvuna af farsím- anum. Símann hef ég notað til þess að skrásetja ýmislegt á förnum vegi, án þess endilega að ætla mér að nota myndirnar á sýningu, enda eru gæð- in vel undir meðallagi,“ heldur hún áfram. Þannig urðu myndirnar tuttugu að nokkurs konar óformlegri ser- íu sem greinir frá sumum af atburð- um síðustu mánaða á Íslandi, ásamt myndum af upplifunum og vinum og ættingjum Bjargeyjar. „Einn kosturinn við að nota sím- ann sem myndavél er sá að fólk er mun afslappaðra en þegar maður heldur stórri Hasselblad-myndavél á lofti,“ segir Bjargey. „Þannig eru sumar myndirnar alveg óformlegar og skýrast svo betur eftir tuttugu sek- úndna umfjöllun.“ Ógeðslegur ísbjörn „Ein myndin er til dæmis af henni Rósu Björk vinkonu minni. Hún er að bíta í súkkulaðimola á myndinni og við hliðina er bók eftir bresku mat- argyðjuna Nigellu. Þær eru áberandi líkar. Önnur mynd er af ísbirni í blóði sínu. Ég borðaði þennan ísbjörn.“ Hún heldur áfram að segja frá því þegar hún var í Kulusuk á Grænlandi. Einn morgun var ísbjörn í þorpinu. „Hann var skotinn um morguninn og hafður í hádegismat sama dag. Hann var soðinn vel, aldrei kryddað- ur og svo var kjötstykki sett á borðið á stálbakka. Af þessu skar fólk sér flís- ar og át úr lófa. Ísbjörninn bragðað- ist ágætlega en myndin af honum er kannski svolítið ógeðsleg.“ Þegar blaðamaður kvaddi voru þrír dagar þar til hin írska karlmanns- útgáfa af Bjargeyju Ólafsdóttur átti að flytja pistilinn. Hann hefur núna ver- ið fluttur og kveðst listakonan vera sátt við afraksturinn. sigtryggur@dv.is Miðvikudagur 15. júlí 200916 austurland H ér að sp re n t Dalskógar 9 - 700 Egilsstaðir Sími 471 2555 Verið velkomin JOE BOXER BARN AN ÁTT FÖT UM NÝ SENDING AF Í litlu húsi á bakka Fjarðarár í Seyð- isfirði situr Bjargey Ólafsdóttir og vinnur. Húsið nefnist Hóll og var í eigu Birgis Andréssonar myndlistar- manns sem lést í hitteðfyrra. Þarna dvaldi Birgir hluta af árinu í flestum tilvikum og vann myndir í stofunni. Byrjað var að nota húsið sem gesta- vinnustofu fyrir listafólk nú á árinu. Það er Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, sem sér um úhlutun og rekstur. „Ég kom hér í síðustu viku og hef verið að vinna að svokölluðum pecha kucha-flutningi sem mér var boðið að vera þátttakandi í á dögunum,“ segir Bjargey þegar hún hefur sett kaffivélina af stað. Hún er nýkomin úr tveggja mánaða vinnustofudvöl í alþjóðlegu vinnustofusetri í Brook- lyn í New York. ekkert orðagjálfur „Þegar ég var þarna úti var alltaf verið að kynna okkur fyrir alls kyns sýning- arstjórum og öðru fólki sem starfar í myndlistarheiminum og þarna komu tvær konur, önnur frá París og hin frá Búdapest, sem, buðu mér að taka þátt í þessum pecha kucha-flutningi,“ heldur Bjargey áfram. Hún útskýrir að pecha kucha-formið þannig að um sé að ræða nokkurs konar fyrirlestur þar sem nota á tuttugu skýringarmyndir og aðeins má tala um hverja mynd í tuttugu sekúndur. „Þetta gerir að verkum að hver flutningur verður aldrei lengri en sex seyðisfjörður, Kulusuk, new York n Í húsi Birgis Andréssonar heitins við Fjarðarána á Seyðisfirði situr Bjargey Ólafsdóttir myndlistarkona og vinnur. Húsið er nú leigt út sem gestavinnustofa undir umsjón Skaftfells, miðstöðvar myndlistar á Austurlandi. Úr þessu litla húsi fjarstýrði Bjargey svokölluðum pecha kucha-flutningi sem írskur leikari flutti í hennar nafni í New York síðastliðinn föstudag. „Það voru arkitektar sem þróuðu þetta form í viðleitni sinni til þess að draga úr orðagjálfr- inu.“ Vinnur með ljósmyndir Þótt Bjargey notist við iPhone-ljósmyndir þessa dagana eru hinar myndavélarnar ekki langt undan. Í vinnustofu Birgis Birgir dvaldi oftast hluta úr ári í húsinu við Vesturveg. Nú geta fleiri fengið að njóta þess sama. Hádegismaturinn Bjössi kom í þorpið, var skotinn og etinn samdægurs. Heim að Hóli Bjargey fór út að sækja egg í pönnukökurnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.