Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Page 29
Hver er maðurinn? „Maðurinn er
Steinþór Helgi sem býr ennþá með
einstæðri móður sinni í miðbæ
Reykjavíkur en er samt algjört
úthverfabarn.“
Hvað drífur þig áfram? „Löngun
til þess að gera krefjandi hluti.“
Hvar ólst þú upp? „Í Grafarvogin-
um og á Bolungarvík.“
Hvaða tónlist ertu með á
„repeat“ þessa dagana? „Í ljósi
stöðunnar núna verð ég að segja
nýja platan með Agli Snæbjörnssyni.
Hún er algjört mega. En ég hef líka
verið að hlusta á Grizzly Bear.“
Fyrsta platan sem þú keyptir
þér? „Heyrðu aftur ´94.“
Af hverju nýtt útgáfufyrirtæki?
„Mig langar að reyna fyrir mér á nýju
sviði og koma með nýjar og ferskar
pælingar inn á annars nokkuð
staðnaðan og formfastan markað.“
Er þetta langþráður draumur að
rætast? „Nei, þetta er kannski ekki
langþráður draumur en ég þurfti
ekki að hugsa mig voðalega um áður
en ég ákvað að taka þátt í þessu
verkefni.“
Hvað tónlistarmenn eru á ykkar
snærum? „Eins og staðan er núna
verðum við með Baggalút, Megas,
Egil Snæbjörnsson og Hjálma.“
Eiga fleiri eftir að bætast við?
„Það er enn smá leyndarmál. Við
erum ennþá að eltast við nokkra
aðila, flestir þeirra hafa gefið grænt
ljós og þeir verða kynntir í dag.“
Ef þú mættir velja þér eina
tónleika til þess að fara á í kvöld.
Hvaða tónleika myndirðu fara á?
„Ég væri til í að sjá Neil Young áður
en blessaður karlinn fellur frá.“
Saknarðu Michaels Jackson?
„Nei, því miður. Maður á kannski eftir
að sakna hans þegar allt þetta rugl er
búið, en í raun má segja að ég hafi
byrjað að sakna Jacksons fyrir tíu
árum eða jafnvel meira.“
Finnur veskið Fyrir kreppunni?
„Nei, eiginlega ekki, finnst helst matur
vera orðinn dýrari.“
HElgA Á. ÓlAFSdÓttir
18 áRA NEMi
„Auðvitað, það er allt orðið dýrara og
maður finnur að veskið tæmist.“
EditH JÓnSSon
88 áRA FYRRVERANdi HJúkRuNARFRæð-
iNGuR
„Allir finna fyrir henni, og ég geri það
líka.“
AnnA MAríA WitoS-BEkun
29 áRA FLokkSStJóRi
„Jú, ég finn alveg fyrir henni.“
ÞÓrdíS H. ÞorgilSdÓttir
50 áRA RæStitækNiR
Dómstóll götunnar
StEinÞÓr HElgi ArnStEinSSon
umboðsmaður hefur ásamt Baldvini
Esra Einarssyni og Guðmundi kristni
Jónssyni sett á laggirnar nýtt
plötufyrirtæki sem hefur hlotið heitið
Borgin. Listamenn þessa nýja
útgáfufyrirtækis verða kynntir í dag.
Nýjar og ferskar
pæliNgar iNN á
staðNaðaN markað
„Já, ég er komin í smá skuldir og allt er
orðið mun dýrara en það var í fyrra.“
Sigrún lÁruSdÓttir
19 áRA NEMi
maður Dagsins
Það var á því herrans ári 1994 þeg-
ar stjórnmálamenn leyfðu sér að líkja
sér við „heiðursmenn“ og innsigluðu
pólitískar meldingar með „heiðurs-
manna-handabandi“. Það var einn-
ig á því árinu þegar upplýsingar um
ódýr brennivínskaup ráðamanna
landsins duttu út úr pokahornunum.
Þá héldu ráðherrar, úr öllum flokk-
um, ókeypis afmælis- og sukkveislur
fyrir vini, vandamenn og pólitíska,
útvalda áhangendur sem kættust á
kostnað skattborgaranna og ríkisins.
Þetta var eins og önnur ár siðleysis,
spillingar og skattpíningar. Það var
árið sem forseti vor Ólafur Ragnar
var fjármálaráðherra. Slóttugur skatt-
píningarmeistari sem fann m.a. upp
„ekknaskattinn“ sem lagðist á ein-
staklinga sem misstu maka sína, þ.e.
ekkjur og ekkla. Í dag sýnir núverandi
fjármálaráðherra Steingrímur J. Sig-
fússon sömu skattpíningartilþrifin.
Nú skal blóðmjólka almenning með
öllum mögulegum ráðum.
Þetta var árið þegar Jóhanna Sig-
urðardóttir tapaði fyrir Jóni Bald-
vini í formannskjöri Alþýðuflokksins
og var krýnd „fýlupoki“ flokksins. Í
beinni útsend-
ingu sjón-
varps frá þingflokksfundi krata stóð
Jóhanna við hlið Jóns Baldvins æf af
bræði og hrópaði „minn tími mun
koma“. Þá komst Jóhanna að því að
það er engin rós án þyrna – ekki einu
sinni kratarós. Skömmu síðar yfir-
gaf Jóhanna ráðherrasæti félagsmála
en lét sig þó hafa það að taka 6 mán-
aða ráðherralaun, sem biðlaun sér til
handa.
Jafnaðar á fundi flokka
foringjans að neyta valds.
Jóka nærri beit á barka
Baldvins Jóni Hannibalds.
Jóhanna reyndist sannspá. Henn-
ar tími kom, hennar tími er. Ráðalaus
ráðherra í forsæti Alþingis á mesta
niðurlægingartíma landsins okkar.
Félagsmála-fötluð er
fölnuð kratarósin ber.
Daufum augum drósin sér
drottnar viti skertu hér.
Rúin visku ráðdeildar
ræður heldur vangefnar.
Jarmar máli jafnaðar
Jóka dóttir Sigurðar.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardótt-
ur forsætisráðherra og Steingrími J.
Sigfússyni fjármálaráðherra virðist
ætla að takast að steypa þjóðinni í
enn meiri glötun með greiðslu Icesa-
ve-skulda. Núlifandi og komandi kyn-
slóðir á að hlekkja næstu áratugina í
skuldaklafa og drekkja í skuldafeni,
það er, ef einhverjir verða eftir á land-
inu okkar.
Hver ber ábyrgðina?... Hvar eru
allir þeir einstaklingar sem áttu að
verja okkur fyrir þessari smán? Hvar
eru allir þessir gráðugu, óheiðarlegu
óþverrar sem voru eins og blóðsugur?
Tæmdu alla innviði banka, fyrirtækja
og sjóða hérlendis og erlendis til síð-
asta blóðdropa eins og vampýrur?
Þjóðin situr hjá bágstödd, niðurlægð
og hjálparvana, hnípin og svikin.
Bankastjórar bíræfnir á gandi,
bryðja fugls af hræi á Saga klass.
Með „heiðursmanna“ svíðings
handabandi,
til hels með Icesave fara þeir í rass.
P.s. Ég þakka Vilhjálmi Bjarnasyni
lektor fyrir að vera til. Ég þakka pistla-
höfundunum Sigrúnu Davíðsdóttur,
Þorvaldi Gylfasyni og Agli Helgasyni
fyrir að vera til. Ég þakka einnig fjöl-
miðlunum Útvarpi Sögu og Dagblað-
inu fyrir að vera til.
„Guð blessi Ísland“
kjallari
mYnDin
1 ofsóttir auðmenn
útrásarvíkingar sem áður voru dáðustu synir
þjóðarinnar eru nú skotspónn skemmdar-
verkamanna. klósettpappír var hent að heimili
Björgólfs Guðmundssonar um helgina.
2 Skrifaði Þórhalli bréf út af
kastljósi
Skjár einn sýndi þáttinn Málefnið þar sem
davíð oddsson var meðal gesta. á sama
tíma sýndi Sjónvarpið kastljósþátt en
þátturinn hefur verið í sumarfríi
undanfarna daga.
3 „Ég er komin aftur á markaðinn,
strákar“
„Ég er komin aftur á markaðinn, strákar,“ sagði
fyrirsætan katie Price meðal annars í viðtali
við breska fjölmiðlamanninn Piers Morgan.
4 tveggja ára kraftaverk
tveggja ára kínversk stelpa er heppin að
vera á lífi eftir að hafa fallið niður af
tuttugustu og fyrstu hæð fjölbýlishúss í
borginni Jianyang í Sichuan-héraði.
5 Strætóbílstjóri kýldur í andlitið
Strætóbílstjórinn Jón Guðvarðarson varð fyrir
árás á fimmtudaginn. tveir farþegar voru
með skæting og réðust síðan á bílstjórann.
6 lét unglingsstúlku fróa sér
tuttugu og þrigga ára karlmaður var
dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi
í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær
fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára stúlku.
7 Sienna Miller náði bílprófinu
Leikkonan Sienna Miller tók loksins bílpróf
í London á dögunum og stóðst prófið.
Hún ærðist af gleði og faðmaði
prófdómarann innilega.
mest lesið á dV.is
umræða 15. júlí 2009 miðvikudagur 29
guðrún
SvErriSdÓttir
hjúkrunarkona skrifar
„Þá komst Jóhanna
að því að það er
engin rós án
þyrna – ekki einu
sinni kratarós.“
Brjálað útsýni Þeir þurfa ekki að kvarta yfir skorti á yfirsýn, verkamennirnir sem vinna að endurbótum á Hallgrímskirkjuturni, en
þeir þurfa þó að vera sæmilega klæddir þótt fólkið á jörðu niðri sleiki ísinn og sólina. MYnd kriStinn