Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Qupperneq 37
á M I Ð V I K U -
Miðborgin á MörguM tunguMáluM
Menningarstofnanir Reykjavíkurborgar standa fyrir svokölluðu Reykjavík
Safari á fimmtudagskvöld klukkan 20.00. Gengið verður úr Kvosinni þar sem
menningarlífið í miðborginni verður kynnt á taílensku, ensku, pólsku og
spænsku. Hóparnir fjórir munu svo hittast í lok göngu í Hafnarhúsinu þar sem
boðið verður upp á hressingu og stutt skemmtiatriði þar sem Sigríður Thorl-
acius syngur fyrir gestina við undirleik Daníels Friðriks Böðvarssonar.
barist gegn
ofbeldi
Karlahópur Femínistafélags Íslands
stendur fyrir baráttu- og styrktar-
tónleikum gegn kynbundnu ofbeldi
fimmtudagskvöld á Sódómu Reykja-
vík við Tryggvagötu 22. Á tónleik-
unum koma fram Bloodgroup,
Retro Stefson, Sometime, Me the
slumbering Napoleon, Menn árs-
ins, The Esoteric Gender og MAN
ásamt Louise og D.G. Pedrera777.
Tónleikarnir marka upphafið á átt-
unda starfsári átaksins Karlmenn
segja NEI við nauðgunum! sem nær
hápunkti um komandi verslunar-
mannahelgi. Tónleikarnir hefjast
klukkan 20.00 og er tekið við frjáls-
um framlögum við innganginn.
orgelverk
fruMflutt
Nýtt orgelverk verður frumflutt
á hádegistónleikum Dómkirkj-
unnar á fimmtudag. Verkið heitir
Reykjavík Saturday night og er
eftir ungt bandarískt tónskáld
sem heitir Evan Fein. Evan er
um þessar mundir að ljúka tón-
smiðanámi við Juilliard-skólann í
New York en hann var hér á landi
í mars og skrifaði þá svítu fyrir
orgel undir áhrifum frá landinu.
Tónleikagestum gefst tækifæri til
þess að hlýða á fyrstu svítu verks-
ins en tónleikarnir hefjast klukk-
an korter yfir tólf. Organistinn
verður Douglas Brotchie, organ-
isti Háteigskirkju.
Í dag kemur út þriðja tölublaðið
af tímaritinu Rafskinnu. Um er að
ræða menningartímarit sem er ein-
ungis gefið út á dvd-disk og á honum
er að finna tvo og hálfan klukkutíma
af sjónrænu efni: heimildarmynd-
ir, stuttmyndir, myndbandsverk,
gjörninga, lifandi tónlistarflutning
og tónlistarmyndbönd bæði eftir ís-
lenska og erlenda listamenn.
Þema tímaritsins að þessu sinni
er endurskoðun þar sem eru endur-
skoðuð, endursköpuð, endurtekin
og endurunnin hin ýmsu listaverk,
hugmyndir, nálganir og aðferðir.
Kristján Loðmfjörð endurskoðar og
endurklippir Börn náttúrunnar, Ret-
ro Stefson endurvekur 25 ára gamalt
tónlistarmyndband Musical Youth í
leikstjórn Árna Sveins, Ragnar Kjart-
ansson endurtekur sömu nóturnar
dag eftir dag í porti í New York svo
eitthvað sé nefnt.
Útgáfunni verður fagnað í Hjarta
Reykjavíkur, nýuppgerðum Klapp-
arstígsreit á milli Hverfisgötu og
Laugavegs, í dag klukkan 17.00. Ret-
ro Stefson leikur fyrir gesti og DJ
Árni Sveins leikur gamla slagara.
asgeir@dv.is
Börnin endurklippt
Myndin snýst í kringum úrvalsdeild
sprengjusérfræðinga í Íraksstríði
dagsins í dag. Eins og sá skæruhern-
aður fer fram hafa þeir nóg að gera,
óvinir eru alstaðar og sprengjurnar
æði frumlegar. Vegsprengjur eru til
dæmis einn af burðarbitum skæru-
hernaðarins í Írak og Afganistan og
fá söguhetjur okkar að kynnast því á
eigin skinni.
Þetta er að sjálfsögðu mjög spenn-
andi en hinir daglegu „óspennandi“
hlutir hermennskunnar fá líka drjúgt
pláss. Samræðurnar eru raunveru-
legar milli hinna ólíku persóna. San-
born er ábyrgðarfullur en klárlega
breyskur um leið. Hann lendir upp
á kant við hinn þaulreynda og kald-
hæðna William James sem nær mikl-
um árangri þrátt fyrir ónærgætni
sína. Hann virðist hafa það sem þarf
til, því stríðið er ekki hluti af lífi hans
heldur er stríðið í raun og veru hans
eina líf. Við sjáum innbyrðis hatur
innan herdeildarinnar sem við vit-
um að oft hefur leitt til staðfestra
„bræðravíga“.
Það er ekki annað að sjá en að
hinn íslenski Karl Júlíusson hafi skil-
að sínu starfi sem útlitshönnuður
(production designer) óaðfinnan-
lega. Áferðin er verulega flott, allt út-
lit og grafík um leið. Brellur og hljóð
sömuleiðis og góð tilbreyting að sjá
sprengingar raunverulegri en þessar
endalausu hljóðsettu bensínspreng-
ingar sem Hollywood notast vana-
lega við. Rannsóknarvinna er góð
út í minnstu smáatriði. Hvernig fjar-
lægð frá ökutækjum hernámsliðsins
er dauðasök, hvernig hátæknibyss-
ur standa á sér og ótrúlegt en satt
þarf að hlaða byssur þegar skotin
klárast. Menn hitta ekki í hverju skoti
og flugur, sól og sandur erfiða vinn-
una. Hvernig bandarískir hermenn
tala ensku við araba og halda að þeir
skilji frekar ef þeir öskra. Dramatísk-
ar biðstöður og hvernig upptökur á
svokölluðum „Jíhad-myndböndum“
fara fram.
Eina sem pirrar mann er líklega
þegar einn í herflokknum særist og
hinir stumra yfir honum óvarðir fyr-
ir frekari árásum. Hin klisjukennda
lexía stríðsmynda að skjóta hugsun-
arlaust af miskunnarleysi er síðan því
miður hér til staðar þegar það hlýst
skaði af að skjóta ekki Íraka með
gsm-síma í óbreyttum fatnaði. Það er
einnig í klisjulegri kantinum hvern-
ig fjendur innan herflokks ná svo að
„bonda“ á vígvelli og verða góðir vin-
ir upp frá því.
Í heild eru tæknilegar útfærslur
hér mjög góðar. Það er einmitt að-
all margra nýlegra stríðsmynda, í
hernaði sem ekki er hægt að tækla
með hinum hefðbundna Hollywood
stríðsmyndaformi, góðir gegn vond-
um. Það er fólki eðlislægara að hafa
samúð með þeim sem verja land sitt
frekar en árásaraðilum úr öðrum
heimsálfum eða málaliðum örygg-
isfyrirtækja sem drepa fyrir peninga.
Svo okkar kynslóð af stríðsmyndum
er gjarnan hugmyndafræðilaus og
snýst frekar um persónulegt sam-
band hermanna sín á milli. Þar sem
skylda þín er mun fremur að passa
félagana í herflokknum gegn sameig-
inlegum óvini frekar en að berjast fyr-
ir loftkenndum hugtökum á borð við
„frelsi og lýðræði“. Þessi mynd skilar
sínu á þessum nótum og gengur út á
að stríð sé í raun eiturlyf. Maður fær
vissulega þá tilfinningu að stríð sé
eiturlyf. Já, kekkjótt læknaspítt, illa
köttað með eyðimerkursandi.
Erpur Eyvindarson
stríð er
sandblandað
sPítt
fókus 15. júlí 2009 Miðvikudagur 37
30 days
Apótekin & Heilsubúðirnar
www.leit.is · Smellið á ristilvandamál
Á gamla gamla verðinu.
30 days
Losnið við hættulega kviðfitu og
komið maganum í lag með því
að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30
days saman.
Útgáfu Rafskinnu verður fagnað í „Hjarta Reykjavíkur“:
Retro Stefson Leikur á
útgáfuhátíð Rafskinnu í dag.
Oxy tarm
Apótekin & Heilsubúðirnar
www.leit.is · Smellið á ristilvandamál
Á gamla gamla genginu.
Oxy tarm
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Allir dásama oxy tarmið
the hurt locker
Leikstjóri: Kathryn Bigelow
Aðalhlutverk: Jeremy Renner,
Anthony Mackie, Brian Geraghty.
kvikmyndir
The Hurt Locker Hefur
fengið frábærar móttökur
um allan heim.