Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Síða 38
Blaðamaðurinn Marta María Jónasdóttir fæddi í fyrradag sitt annað barn og í heiminn kom fallegur og heilbrigður drengur. Heillaróskirnar hellast inn á Face- book-síðu Mörtu þar sem hún hefur meðal annars skrifað: „Takk fyrir fallegu kveðjurnar. Drengur- inn er yndislegur, 15 merkur og 52 cm, með skásett augu og svart hár.“ Marta María starfar sem blaðamaður á pressan.is þar sem hún sér um Heim Mörtu Maríu og nýtur mikilla vinsælda. Óhætt er að kalla Mörtu fagurkera mik- inn en hún lumar á margs kyns skemmtilegum mataruppskrift- um og tískuráðum sem hún deilir með lesendum sínum. Marta á fyrir soninn Helga með eigin- manni sínum Jóhannesi Ingi- mundarsyni. „Þetta byrjaði all þegar félagi minn Helgi Hrafn sýnd mér erlendan þátt sem heitir Diggnation sem snýst í kringum tvo gaura sem sitja heima hjá sér og tala um allt og ekkert,“ segir Helgi Steinar Halldórsson, ljósamaður og starfsmaður á vefsíðunni Akureyri.is. sem frumsýndi á dög- unum nýjan sjónvarpsþátt á Helgin.net ásamt besta vini sínum Helga Hrafni Halldórssyni. Strákarnir tóku erlendu ímyndina og aðlög- uðu sinni hugmynd. Í þættinum má sjá strákana sitja á sófa með tölvur fyrir framan sig að fara yfir fréttir vikunnar af norðlenska fréttavefn- um Akureyri.net og sýna síðan videó og annað skemmtiefni sem þeir finna á Youtube. „Fyrsti þátturinn var sýndur í síðustu viku og var fjörutíu mínútna langur,“ segir Helgi Steinar sem áætlar þó að þættirnir verði ekki meira en 25 mínútur héðan í frá. Aðspurður segir Helgi það ekki erfitt að spjalla svona lengi um allt og ekkert. „Tíminn er alveg ótrúlega fljótur að líða og það hefur reynst okkur mjög auðvelt að finna misgáfulegt efni á netinu til þess að sýna í þætt- inum,“ segir hann og glottir. Draumurinn er að stækka þáttinn, bæta við viðtölum og gera þátt- inn að almennilegum spjallþætti. „Fólk hefur tekið vel í þáttinn okkar og virðist hafa gaman af þessu, “ segir Helgi en fyrsti þátturinn fékk tvö þúsund og tvö hundruð skoðanir. „Vonandi stækkar þátturinn en draumurinn er náttúrlega að komast í sjónvarpið í framtíðinni.“ Með sjónvarpsþátt í sófanuM Félagarnir Helgi HraFn og Helgi Steinar ætla að Slá í gegn: BuBBi Morthens: Tónlistargagnrýnandi hjá San Francisco Chronicle fór heldur betur fögrum orðum um eina af nýjustu Idol-stjörnum Banda- ríkjamanna á dögunum er hann dæmdi tónleika Idol-krakk- anna í San Francisco. Í dómun- um skrifar gagnrýnandinn að áhorfendur hafi beðið spennt- ir eftir Adam Lambert, sem hreppti annað sætið í keppninni þetta árið. Blaðamaðurinn segir Lambert ekki hafa valdið von- brigðum: „Hinn kvenlegi Lamb- ert söng af miklum krafti eins og Björk og olli engum vonbrigð- um.“ Ekki slæmt það. 38 Miðvikudagur 15. júlí 2009 fólkið drengur fæddur kraftMikill eins og Björk „Ég þarf að fara að heimta prósentur af þessum mönnum. Fyrst þeir eru farnir að hafa það að atvinnu að vera einhverjir Bubbar,“ segir Bubbi Morthens um þá fjölmörgu aðila sem hafa það að áhugamáli og jafnvel atvinnu að herma eftir honum. Í nýja útvarpsþættinum Útvarpi Mið- Íslandi sem er í stjórn Bergs Ebba Benedikts- sonar, lögfræðings og söngvara Sprengjuhall- arinnar, á Rás 2 hermdi hinn ungi og efnilegi uppistandari Ari Eldjárn nánast óaðfinnanlega eftir kónginum. „Ég hef nú ekki heyrt þetta, nei,“ segir Bubbi sem er þó löngu orðinn vanur því að hermt sé eftir honum á ýmsum vettvangi. Hjálmar Hjálmarsson, Pálmi Gestsson og Jón Gnarr eru meðal þeirra sem hafa leikið Bubba í gegnum tíðina og allir þótt gera það með prýði en Ari þykir ná rödd Bubba og persónuleika hans með eindæmum vel. Sjálfur vildi hinn hógværi Ari lítið ræða inn- skotið sitt í þáttinn en Bergur Ebbi segist taka fulla ábyrgð á uppátækinu ef það hafi farið fyr- ir brjóstið á einhverjum. „Ég á nú samt engan veginn von á því. Þvert á móti hefur þetta vakið mikla lukku og Ari er besta Bubbaeftirherman á landinu. Hann nær persónuleika hans alveg ótrúlega vel.“ Í upphafi þáttarins Útvarps Mið- Íslands og í lok hans sagðist Bergur þurfa að hætta snemma vegna þess að hann hefði lofað yfirmönnum sínum að endurflytja part úr þætti Bubba Færibandinu. Ari lék því ekki hina ýktu kómísku útgáfu af Bubba sem forverar hans eru þekktir fyrir heldur lék hann Bubba eins raun- verulega og hann gat. Bergur skipar uppi- standshópinn Mið-Ísland ásamt þeim Ara, Dóra DNA, Jóhanni Al- freð og Árna Vil. Uppistand þeirra hefur vakið mikla lukku í miðbæ Reykjavík- ur sem og á Akureyri en Bergur seg- ir Bubba oftar en ekki bregða fyrir á þeim kvöldum. „Það er möguleiki á að fá að heyra meira af þessu á þeim kvöld- um og jafnvel í þættinum Út- varpi Mið-Íslandi sem er á Rás 2 á sunnudögum klukkan 15.00.“ Bubbi segist hafa lítinn tíma til að hlusta á útvarp þessa dagana þar sem hann sé sjálfur upptekinn við að taka upp heim- ildarmynd um laxasvæðið í Aðaldal. „Ég hef líka skrifað bók um þetta svæði en í mynd- inni er verið að segja sögu þess allt frá því að fyrstu mennirnir komu frá Bret- landi árið 1877 til þess að veiða þar.“ Bubbi segist vera með gríðarlega spennandi efni í höndunum og það er auðheyrt að hann nýtur þess að vinna að myndinni. „Ég er með efni sem menn hafa aðeins heyrt talað um í þröngum hópum.“ asgeir@dv.is Ari Eldjárn plataði marga hlustendur Útvarps Mið-íslands á rás 2 á sunnudaginn þegar hann lék eftir brot úr þætti Bubba Morthens Færibandinu. Bubbi segist þurfa að fara að taka prósentu af öllum þessum mönnum sem herma eftir honum en hann vinnur nú hörðum höndum að gerð heimildarmyndar um laxasvæðið í aðaldal. vill prósentur frá eftirherMuM Ari Eldjárn Þykir einn allra fær- asta Bubbaeftirherma á landinu. Hjálmar, Jón og Pálmi Hafa allir leikið Bubba í gegnum tíðina. Helgi Hrafn og Helgi Steinar Halldórssynir Eru ekki bræður en deila sama föðurnafni. Þeir kynntust fyrir sjö árum og vinna nú saman að sjónvarpsþætti sem sýndur er á helgin.net.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.