Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Síða 17
5. ágúst 2009 miðvikudagur 17
Botnslagur í grafarvogi Það verður sannkallaður sex stiga fallslagur á Grafarvogsvelli í kvöld
þar sem heimamenn í Fjölni taka á móti Þrótti. Þróttarar verða án þjálfarans, Gunnars Oddssonar, sem
var látinn taka pokann sinn fyrir verslunarmannahelgi. Aðstoðarþjálfarinn og fyrrverandi fyrirliðinn,
Eysteinn Pétur Lárusson, mun stýra Þrótti út tímabilið. Sigur er gífurlega mikilvægur fyrir Þróttara
sem geta verið skildir eftir á botninum takist þeim ekki að vinna sér inn einhver stig. Grindavík,
sem er í baráttunni með Fjölni og Þrótti, á nefnilega leik gegn brotnum Valsmönnum og leik
til góða gegn Fram þess utan.
Íslenska landsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 21 árs
og yngri hefur nú leik á lokakeppni heimsmeistaramótsins sem
fram fer í Egyptalandi. Fyrst eiga þeir opnunarleik mótsins
gegn heimamönnum. Þrír silfurdrengir úr nítján ára liðinu eru
með. rúnar Kárason
eini atvinnumaður-
inn en enginn aron
Pálmarsson er í
hópnum.
Silfur er orðið þjóðarlitur Íslendinga
hvort sem horft er til handknattleiks,
Eurovision eða brasilísks jiu-jitsu.
Nú, aðeins tæpri viku eftir að U19
ára landsliðið náði þeim magnaða
árangri að ná silfrinu á lokakeppni
heimsmeistaramótsins í þeim ald-
ursflokki, hefur U21 árs landslið-
ið leik í sinni lokakeppni. Leikið er í
Kaíró í Egyptalandi en okkar strákar
leika opnunarleikinn gegn heima-
mönnum. Ásamt Egyptalandi er Ís-
land í riðli með Argentínu, Kúveit,
Katar og Þýskalandi.
Ísland komst í lokakeppnina með
því að enda í öðru sæti í sínum und-
anriðli. Sá riðill var leikinn í Hollandi
í vor þar sem strákarnir gerðu jafn-
tefli við Hollendinga og Ungverja en
lögðu svo Breta að velli. Íslenska lið-
ið er geysisterkt, skipað strákum sem
leika stór hlutverk í liðum sínum hér
heima eins og hjá nítján ára liðinu og
er það til alls líklegt. Kannski
að þriðja silfurliðið sé í
bígerð.
Þjálfari liðsins
er reynsluboltinn
Heimir Ríkarðs-
son, aðstoðar-
þjálfari Vals, sem
þjálfaði U18 Evr-
ópumeistaralið
Íslands árið 2003
en þar voru leik-
menn á borð við
Ásgeir Örn Hall-
grímsson og Arn-
ór Atlason.
Þrír silfurdrengir með
Það er ekki mikið fríið sem þrír
af silfurdrengjunum úr nítján ára
liðinu fá. Stórskyttan úr FH, Ólaf-
ur Guðmundsson, hornamaðurinn
Guðmundur Árni Ólafsson, sem
gekk í raðir Hauka eftir síð-
asta tímabil, frá Selfossi,
og Akureyringurinn
Oddur Grétarsson eru
allir mættir til leiks í
Kaíró en þeir mættu
liðinu frá Túnis þar
sem þeir höfðu náð
í silfurverðlaun með
U19 ára liðinu síðast-
liðinn föstudag.
Aðeins einn at-
vinnumaður er í hópn-
um, Framarinn
Rúnar Kárason
sem hefur
skrifað
undir
samning við þýska liðið Fuche Berlín
og hefur leik með því eftir keppnina.
Allir aðrir leikmenn liðsins leika hér
heima og skipa stórt hlutverk í liðum
sínum í efstu og fyrstu deild. Enginn
Aron Pálmarsson er þó í hópnum en
hann lék með liðinu í undanriðlin-
um fyrr á árinu. Hann heldur nú til
Alfreðs Gíslasonar í Kiel og hefur æf-
ingar þar með sínu nýja liði.
Íslenska liðið leikur opn-
unarleikinn miðviku-
daginn 5. ágúst gegn
Egyptalandi og er
riðillinn spilaður
fram á þriðjudag
en eftir það taka
milliriðlarnir
við.
HÓPuriNN
Hm-hópur u21 árs landsliðsins
n Markverðir: Aron Rafn
Eðvarðsson, Haukum, Ingvar
Kristinn Guðmundsson, Val, og
Sveinbjörn Pétursson, HK.
n aðrir leikmenn: Andri Heimir
Friðriksson, ÍR, Anton Rúnarsson,
Val, Ásbjörn Friðriksson, FH, Bjarki
Már Gunnarsson, HK, Bjarni Aron
Þórðarson, Aftureldingu,
Guðmundur Árni Ólafsson,
Haukum, Hjálmar Þór
Arnarson, Víkingi, Oddur
Grétarsson, Akureyri,
Ólafur Bjarki Ragnarsson,
HK, Ólafur Gústafsson,
FH, Orri Freyr Gíslason,
Val, Rúnar Kárason,
Fuchse Berlin og Þröstur
Þráinsson, Víkingi.
tÓMas ÞÓr ÞÓrÐarson
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
rúnar Kárason Er eini
atvinnumaðurinn í liðinu.
Heimir ríkarðsson
Stýrir U21 árs landsliði Íslands.
Ólafur Jóhannesson, landsliðs-
þjálfari Íslands í knattspyrnu, valdi
í gær átján manna hóp sem mæt-
ir Slóvakíu í æfingalandsleik eftir
slétta viku, á Laugardalsvellinum.
FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson
er eini nýliðinn í hópnum en Atli
er markahæsti leikmaður Pepsi-
deildarinnar.
Ísland mætti Slóvakíu í mars á
síðasta ári og var eftir það ákveðið
að liðin myndu mætast aftur hér
heima í ár. Ytra hafði Ísland góðan
sigur, 2-1, þar sem Gunnar Heiðar
Þorvaldsson skoraði stórglæsilegt
mark og Eiður Smári hitt markið.
Hópurinn hjá Ólafi er eftirfar-
andi: Markverðir: Árni Gautur Ara-
son og Gunnleifur Gunnleifsson.
Aðrir leikmenn: Hermann Hreið-
arsson, Indriði Sigurðsson, Krist-
ján Örn Sigurðsson, Grétar Rafn
Steinsson, Ragnar Sigurðsson,
Sölvi Geir Ottesen, Brynjar
Björn Gunnarsson, Stefán
Gíslason, Emil Hallfreðsson,
Aron Einar Gunnarsson, Ól-
afur Ingi Skúlason, Atli Við-
ar Björnsson, Eiður Smári,
Heiðar Helguson, Arnór
Smárason og Garðar Jó-
hannsson.
tomas@dv.is
Landsliðshópurinn gegn Slóvakíu:
atli viðar eiNi NýliðiNN
Ólafur Jóhannsson
Valdi einn nýliða.
2 dálkar = 9,9 *10
Fyrir bústaðinn og heimilið