Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Page 21
Fyrr í sumar var ég á ferðalagi um Austfirði ásamt kærustunni minni. Við lögðum okkur eftir því að fara eins oft í sund og við mögulega gát- um. Einn daginn fórum við í sund á Höfn og í Breiðdalsvík, hinn daginn á Seyðisfirði og svo á Egilsstöðum. Við töluðum um það í þessari ferð okkar að það vantaði tilfinnanlega bók með upplýsingum um allar helstu laugar landsins, bæði hefðbundnar sund- laugar og eins laugar úti í náttúrunni. Allar laugar landsins? Reyndar vorum við svo sannfærð um að það þyrfti að hrinda þessari hug- mynd í framkvæmd að við vorum búin að ákveða að við ætluðum að skrifa slíka bók. Við vorum viss um að bókin yrði vinsæl og að fólk myndi líta á hana sem mikið þarfaþing á ferða- lögum sínum um landið. Í ferðinni studdust við reynd- ar við dásamlega bók eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson sem heitir 101 Ísland: Áfangastaðir í alfaraleið en þar fjallar Páll meðal annars um nokkrar laugar sem kannski ekki allir þekkja, meðal annars Selárdalslaug í Vopnafirði auk nokkurra annarra. Bók Páls gaf okkur því smjörþefinn af þess konar heild- stæðri bók um íslenskar laugar sem við töldum að taka þyrfti saman. Við vorum meira að segja komin svo langt með hugmyndina að við vorum farin að ræða um það hvenær við ætluðum að skrifa bókina, hvernig myndirnar ættu að vera og helstu áherslur. Ein- hver varð að taka saman þennan lykil að íslenskum laugum svo ferðalangar færu ekki á mis við þá guðdómlegu nautn að ylja sér í heitu vatni út í nátt- úrunni vegna þess eins að þeir vissu ekki af þessum laugum. Bókin okk- ar átti að heita: Bókin um sundlaug- arnar og átti að koma út með haust- inu 2010. Og viti menn... Nokkrum vikum síðar var ég staddur í Máli og menningu á Laugaveginum og þá rek ég augun í bók sem ég hafði ekki séð áður. Ég nuddaði augun í mér til að athuga hvort þau segðu mér ekki alveg örugglega satt og hreinsaði eftir- legustírurnar úr augnkrókunum sem kunna að hafa byrgt mér sýn og viti menn... Þarna, á hillunni í búðinni, lá þá bókin sem við höfðum kallað eft- ir á ferðalaginu; bókin um íslensku laugarnar. Hún heitir: Heitar laugar á Íslandi og er eftir Jón G. Snæland og konu hans Þóru Sigurbjörnsdóttir. Ég handlék bókina um stund og gluggaði í hana og hugsaði sem svo að hún líktist að ýmsu leyti þeirri bók sem við höfðum ætlað að skrifa nema fókusinn í þessari bók er ekki eins víð- ur: Við höfðum ætlað að taka fyrir all- ar laugar á Íslandi, náttúrulaugar sem og manngerðar, stærri laugar eins og Laugardalslaugina og Laugaskarðs- laug í Hveragerði. Jón og Þóra fjalla hins vegar ein- göngu um náttúrulaugar og eins um minna þekkta manngerðar laugar sem almenningur þekkir kannski ekki mjög vel. Allar laugarnar í bókinni eiga það hins vegar sameiginlegt að vatnið í þeim er náttúrulegt, heitt vatn og er ekki blandað með klór og öðrum efnum. Þessi fókus hjá þeim hjónum er heppilegur og skynsamlegri en að ætla að taka fyrir allar laugar á Íslandi. Sennilega er óþarfi að segja frá Laug- ardals- og Grafarvogslaug með sama hætti og kynna þurfi fólk fyrir minna þekktum laugum. Bókin er rúmar 230 blaðsíður þrátt fyrir að þau hjónin fjalli „aðeins“ um hinar náttúrulegu laugar, með áður- nefndum fyrirvara, og laugarnar sem fjallað er um eru á annað hundrað. Líkt og þau taka fram í formála er þó ekki um tæmandi umfjöllun að ræða um allar náttúrulaugar landsins. Bókin er auk þess í handhægu fremur litlu broti og er því frekar létt; tilvalin handbók til að grípa með sér í ferðalagið út á land. Bókinni svipar dálítið til náttúrubóka Páls Ásgeirs og Ara Trausta Guðmundssonar að þessu leytinu til. Hún er nett og með- færileg og er til þess gerð að menn noti hana á ferðalögum. Svæðisskipt umfjöllun Jón og Þóra velja þá aðferð að skipa laugunum sem rætt er um í bókinni niður á nokkur svæði eftir landfræði- legri staðsetningu. Þannig fjallar einn kaflinn um laugar á hálendi Íslands, annar um laugar á Reykjanesi og svo eru sérstakir kaflar um laugar á Vest- fjörðum og Suður-, Norður-, Vestur- og Austurlandi. Lengsti kaflinn í bókinni fjallar um laugarnar á Vestfjörðum en ástæð- an fyrir því er hversu jarðhiti er mik- ill á svæðinu. Stysti kaflinn er svo hins vegar um laugarnar á Austurlandi og ræðst það af því hversu lítinn jarðhita er þar að finna og þar af leiðandi ekki eins mikið af heitu vatni. Fólk í staðinn fyrir ost og fisk Í bók Jóns og Þóru kennir ýmissa grasa fyrir áhugamenn um sundlaug- ar og sérkennilega baðstaði í náttúru Íslands. Margar umfjallanir er þar að finna um laugar sem ég vissi ekki að væru til. Til dæmis segir frá ýmsum sér- kennilegum ílátum sem hugvitssamt fólk víða um land hefur ákveðið að nota sem baðstaði. Í kaflanum um Norðurland er meðal annars sagt frá ostakari sem komið hefur verið fyrir á höfða ofan við Húsavík og það fyllt af vatni. Kar þetta var áður notað til ostagerðar í Mjólkursamsölunni á Húsavík áður en það var notað undir baðgesti. Eins segir frá sérstæðum pottum sem komið hefur verið fyrir við fjör- una í Drangsnesi á Ströndum. Einn af pottunum þremur er gamalt fiski- kar. Ég vissi ekki af þessum pottum á Drangsnesi þrátt fyrir að hafa oft- sinnis keyrt þar um í gegnum tíðina. Alveg ljóst er að ég þarf að prófa pott- ana næst þegar ég fer um nesið, og þá sérstaklega fiskikarið. Fleiri slíkar um- fjallanir eru í bókinni sem sýna fram á hugkvæmni manna við að útbúa sér laugar þegar ekki er kannski miklu úr að moða nema heita vatninu, þá virðast fiskikörin reyndar vera hvað vinsælust. Sögulegar laugar Eins og gefur að skilja segir einnig frá ýmsum sögufrægum laugum í bók- inni enda eru heimildir um að íbúar Íslands hafi baðað sig í náttúrulaug- um allt frá upphafi Íslandsbyggðar. Frægust þessara lauga sem rætt er um í bókinni er sennilega Snorra- laug í Borgarfirði sem kennd er við Snorra Sturluson. Einnig má nefna Grettislaug í Skagafirði sem kennd er við Gretti Ásmundarson og Þórunn- arlaug, sem er norðauastan við Hofs- jökul, og kennd er við Þórunni ríku frá Grund sem uppi var á 15. öld. Við umfjallanir um þessar laugar, sem og aðrar, bæta höfundar bókar- innar við alls kyns frásögnum héð- an og þaðan, úr bókum og frá heim- ildarmönnum, sem gera bókina skemmtilegri aflestrar en ella. Meðal annars er ein góð saga af Drangeyj- arjarlinum Jóni Eiríkssyni og Össuri Skarphéðinssyni, núverandi utanrík- isráðherra, í umfjölluninni um Grett- islaug. Litleysi í stíl helsti gallinn Það helsta sem finna má að bókinni er að stíllinn í henni er á köflum dá- lítið litlaus og ópersónulegur. Hér er fyrst og fremst verið að miðla upp- lýsingum og staðreyndum um laug- arnar: hvar þær er að finna (gefin eru upp GPS-hnit lauganna), útlitslýs- ingar á þeim, hversu heitar þær eru og helstu sögulegu staðreyndirnar um þær. Stíllinn á bókinni er engan hátt leiftrandi eða sérstakur heldur er hann afar hefðbundinn í alla staði. Þetta er bæði gott og slæmt en kemur ekki mikið að sök hér þar sem umfjöllunin um hverja laug er í mesta lagi þrjár blaðsíður með stór- um myndum. Því reynir ekki mikið á stílsnilld höfundarins eða þörfina á tilburðum til að halda athygli les- andans. Höfundarnir hafa ekki mikið pláss til að vaða elginn heldur segja einungis frá öllum helstu upplýsing- um um hverja laug og bæta svo við stöku skrýtlum og gamansögum hér og þar. Víst er að mikill fengur er að þess- ari bók og mun hún örugglega njóta mikilla vinsælda meðal baðþyrstra Íslendinga um ókomin ár líkt og aðr- ar sambærilegar bækur um náttúru Íslands sem gefnar hafa verið út á undanförnum árum. Hér er nú fyrst kominn lykillinn að íslenskum nátt- úrulaugum sem einhverjir hafa án efa beðið eftir líkt og ég. Ingi F. Vilhjálmsson á miðvikudegi Bónorð slær út kvennahatara Hin umtalaða mynd, Karlar sem hata konur, var ekki lengi á toppnum yfir vinsælustu myndirnar í bíó þessar vikurnar. Myndin The Proposal með Söndru Bullock og Ryan Reynolds er nú komin í efsta sætið, eftir að hafa verið frumsýnd síðastliðinn föstudag, með átta þúsund áhorf- endur. Sænska myndin fór þó ekki langt niður og situr í öðru sæti. Þar á eftir kemur svo nýjasta myndin um galdrastrákinn Harry Potter. kóngur og kónguló í Búri Bubbi Morthens og Hafdís Huld koma fram á Rósenberg við Klapp- arstíg í kvöld. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Fuglabúrið sem haldnir hafa verið mánaðarlega í sumar. Bubbi og Hafdís munu flytja sitt tónleikaprógrammið hvort og spila svo nokkur lög saman. Hafdís Huld skaust fyrst fram á sjónarsviðið á tíunda áratugnum sem söngkona GusGus, þá nýfermd. Fyrsta sóló- plata hennar, Dirty Paper Cup, kom út árið 2006 og fékk góðar viðtökur hérlendis sem erlendis og nýjasta smáskífan frá Hafdísi, Kónguló, vermir nú margan vinsældalistann. Bubba þarf ekki að kynna. Miðaverð er 2.000 krónur, forsala á midi.is. Miðasala á hellisBúann hefst Miðasala á nýja íslenska Hellis- búann hefst á morgun, fimmtu- dag, klukkan 10 á midi.is og í síma 540 9800. Miðaverð er 2.900 krónur og eingöngu er selt í núm- eruð sæti en aðeins sjö sýning- ar eru í boði. Þessi geysivinsæli Broadway-gamanleikur er nú settur upp í annað sinn hér á landi en eins og flestir vita gekk Hellisbúi Bjarna Hauks Þórsson- ar fyrir fullu húsi í nokkur ár um og upp úr síðustu aldamótum. Í þessari nýju og uppfærðu útgáfu er það Jóhannes Haukur Jóhann- esson sem fer með titilhlutverkið, Rúnar Freyr Gíslason sér um leik- stjórnina og Sigurjón Kjartansson þýddi og staðfærði. 25. kertafleyt- ingin Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn á morgun. Safnast verður saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg) klukkan 22.30 og þar mun Stefán Pálsson, formað- ur Samtaka hernaðarandstæðinga, flytja stutt ávarp. Kertunum er fleytt í minningu fórnarlamba kjarnorku- eldanna í japönsku borgunum Hír- ósíma og Nagasakí dagana 6. og 9. ágúst 1945. Þetta er tuttugasta og fimmta kertafleytingin á Tjörninni af þessu tilefni. Fundarstjóri verður Eva María Jónsdóttir dagskrárgerð- armaður. Að venju verða flotkerti og friðarmerki seld á staðnum. Einnig verða kertafleytingar á Akureyri og Egilsstöðum. löngu tíMaBær Bók fókus 5. ágúst 2009 Miðvikudagur 21 Strútslaug skartar sínu fegursta Hér sést Strútslaug við Syðra fjallabak skarta sínu fegursta á fallegum degi fyrr í sumar. Strútslaug er ein af fjölmörgum laugum í náttúru Íslands sem fjallað er um í nýrri og þarfri bók frá Skruddu. mynd Sigrún HALLgrímSdóttir Heitar laugar á Íslandi Höfundar: Jón G. Snæland og Þóra Sigurbjörnsdóttir útgefandi: Skrudda bækur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.