Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Blaðsíða 2
Önundarfjörður er orðin ein helsta ruslakista Ísa- fjarðarbæjar. Slökkvilið þurfti til að slökkva í óbrennanlegu sorpi við fegursta útivistarsvæði þorpsbúa. Sigurður Hafberg, íbúi á Flateyri, segir samninga um urðun þverbrotna og engan vilja til úrbóta. Ákall um hjálp til náttúruunnenda. hitt málið Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni þarf ekki að borga Útgerðarmaðurinn Magnús Kristinsson hefur samið við Landsbankann um að stór hluti 50 milljarða króna skulda hans við Landsbankann verði afskrif- aður. Hann mun þurfa að greiða þrotabúi gamla Landsbankans það litla sem hann var persónulega ábyrgur fyrir. Eignir sem veðsettar hafa verið fyrir skuld- unum við Landsbanka eru hins oft marg- veðsettar og því erfitt fyrir bankann að ganga að þeim. Þess vegna er nær útilokað fyrir skilanefndina að innheimta nema lít- inn hluta krafnanna. Veðbandavottorð fyrir útgerð Magnúsar sýnir fram á að Landsbankinn á 12. og 13. veðrétt í skipum hans og kvóta. morð í hafnarfirði Bjarki Freyr Sigurgeirsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um mann- dráp í Hafnarfirði. Bjarki er grun- aður um að hafa veitt fórnar- lambinu þungt höfuðhögg eftir að þeir neyttu fíkniefna saman. Lögreglan rannsakar málið sem manndráp. Bjarki á langan af- brotaferil að baki og braust hann meðal annars í þrígang inn til afa síns og ömmu. Eiturlyfjaneysla Bjarka varð til þess að barnsmóðir hans fór frá honum með unga dóttur þeirra. Nágrannar höfðu mikið ónæði af hávaða og öskrum frá íbúð- inni. toppar vilja milljarða Forsvarsmenn fjárfestingabankans Straums-Burðaráss hafa lagt það til við kröfuhafa að þeir fái tæpa 11 milljarða í bónusa ef vel gengur að hámarka virði eigna bankans. Þeir vilja fá 2,7 milljarða króna að lágmarki fyrir þessa vinnu. Lægra settir starfsmenn bankans eru ósáttir við þessar hugmyndir og óttast sumir þeirra jafnvel að með þessu myndi það orðspor festast við alla starfsmenn Straums að þeir væru gráðugir. Ólíklegt er að kröfuhafarnir muni sætta sig við tillöguna og mun kröfuhöfunum hafa blöskrað hversu miklar kröfur um bónusgreiðslur stjórnendurnir gerðu. 2 3 1 4 miðvikudagur 19. ágúst 2009 fréttir Kostnaður Íslandsbanka vegna Reykjavíkurmaraþonsins, sem fram fer á laugardaginn, verður á bilinu 15-18 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá markaðsdeild bankans. Íslandsbanki er aðalstyrkt- araðili hlaupsins og stór hluti af þessari upphæð er styrktarsamning- ur við Íþróttabandalag Reykjavíkur og áheit á starfsmenn og viðskipta- vini sem renna til góðgerðafélaga. Í svari Íslandsbanka við fyrirspurn DV um kostnað vegna kostunar á hlaup- inu, segir að bankinn hafi lagt mikla áherslu á að halda birtingar- og kynningarkostnaði í lágmarki. Tekist hafi að draga verulega úr útgjöldum miðað við árið í fyrra. Síðustu ár lagði Glitnir mikla áherslu á kynningar og auglýsingar í kringum Reykjavíkur- maraþonið. Það kostar 3.200 krónur í 10 kíló- metra hlaupið, 4.100 krónur kost- ar að hlaupa hálfmaraþon og 5.900 krónur kostar að hlaupa maraþon. Skráningargjöldin hækka þegar nær dregur hlaupinu. Í svari bankans kemur enn frem- ur fram að ekkert af þátttökugjöld- unum rennur til Íslandsbanka. ÍBR ber allan kostnað og fær allar tekj- ur af hlaupinu. Íslandsbanki styrkir ekki eitt ákveðið málefni með bein- um hætti, heldur heitir á starfsmenn og viðskipti sína sem geta valið sér málefni og hlaupið til góðs. „Ís- landsbanki er stoltur af því að taka þátt í því að skapa faglega umgjörð um Reykjavíkurmaraþonið sem auk þess að vera stór fjölskylduhátíð vek- ur áhuga erlendra hlaupara,“ segir í svari bankans. valgeir@dv.is Reykjavíkurmaraþon Glitnir hefur verið aðalstyrktarðili hlaupsins undanfarin ár. Nú er það Íslandsbanki. Kostnaður 15 til 18 milljónir króna Uppdópuð á stolnum bíl Kona á fertugsaldri sem lögregl- an hafði afskipti af um helgina hafði eitthvað villst út af vegi réttvísinnar. Fyrir það fyrsta var hún undir áhrifum fíkniefna og til að gera illt verra var bíllinn sem hún keyrði um á ekki henn- ar eigin heldur stolinn. Enn- fremur var talsvert þýfi að finna í bílnum sem lögreglan hefur nú komið í hendur réttra eigenda sinna. Eins og gefur að skilja varð ökuferð konunnar á þess- um bíl ekki lengri. Annar ökumaður var tek- inn undir áhrifum fíkniefna á sunnudagsmorgun, það var karlmaður á þrítugsaldri. Smáauglýsingasíminn er 515 5550 smaar@dv.is Sautján stútar Alls voru sautján ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Flestir voru teknir á sunnudag eða tíu talsins, fimm voru teknir við ölvun- arakstur á laugardag og tveir á föstudag. Tólf af sautján ölvuðum ökumönnum luku bíltúr sínum þegar lögreglan stöðvaði ferð þeirra í Reykja- vík, þrír voru teknir í Hafn- arfirði einn í Kópavogi og annar í Garðabæ. Karlar voru í miklum meirihluta, fjórtán gegn þremur konum. Nær helmingur ók of hratt Lögreglan stóð samtals 27 ökumenn að hraðakstri í Smárarima og Sóleyjarrima í Grafarvogi í Reykjavík á mánudag. Þetta er nærri helmingur allra ökumana sem áttu leið um götuna. Þrjátíu kílómetra há- markshraði gildir í báð- um götunum. Meðalhraði í Smárarima var hins vegar 42 kílómetrar á klukkustund og í Sóleyjarrima keyrðu öku- menn á 48,5 kílómetra hraða að meðaltali. Efnahagur hefur áhrif Fjárhagsstaða foreldra, búseta og félagslegar aðstæður eru far- in að hafa vaxandi áhrif á það hvernig börnum gengur í grunn- skólum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Norrænu ráðherranefndina. Í skýrslunni er skoðaður árangur grunnskólanemenda á Norður- löndum. Finnar standa sig best í grunnskólamálum og eru taldir tveimur árum á undan öðrum þjóðum hvað varðar námsár- angur og kennslu. Norðmenn, Danir og Íslendingar eru allir undir meðaltali OECD-ríkjanna. Stjórnendur Straums-Burðaráss hafa lagt það til við kröfuhafa bank- ans að þeir og ýmsir lykilstarfsmenn bankans fái 10,8 milljarða króna í bónusa á næstu fimm árum sam- kvæmt heimildum DV. Greiðsl- urnar eiga að bætast við fastar launagreiðslur stjórnendanna og lykilstarfsmannanna. Starfsmanna Straums bíður það verkefni að vinna að því á næstu árum að fá hámarks- verð fyrir eignir bankans. Stjórnend- urnir vilja fá bónusana fyrir að leiða þessa vinnu. Stjórnendur bankans kynntu þessar hugmyndir á fundi með kröfuhöfum fyrr í mánuðinum. Kröfuhöfunum mun hafa blöskr- að hversu miklar kröfur um bónus- greiðslur stjórnendurnir gerðu. Straumur var yfirtekinn af Fjár- málaeftirlitinu 9. mars síðastliðinn og í kjölfarið lét William Fall af störf- um sem forstjóri og Óttar Pálsson var skipaður í staðinn. Skilanefnd og slitastjórn voru skipuð yfir bank- ann í kjölfarið. Hugmyndin komin frá toppunum Samkvæmt hugmyndum stjórn- endanna, meðal annarra forstjór- ans Óttars Pálssonar og Andrews Bernardt, eiga starfsmenn bankans að fá 2,7 milljarða að lágmarki fyrir að stýra bankanum og áðurnefnda 10,8 milljarða ef þeim gengur vel að hámarka virði eignanna. Óttar var spurður um hugmyndina um bónsugreiðslurnar á áðurnefndum kröfuhafafundi og staðfesti hann að stjórnendur bankans hygðust fara fram á slíka bónusa, samkvæmt heimildum DV. Óttar Pálsson segir að hugmynd- irnar um greiðslurnar séu komnar frá stjórnendum bankans og að skila- nefndin hafi ekki komið að þeim. Hann segir hins vegar að ekki sé um tillögur að ræða heldur „forsendu sem stuðst er við við áætlanagerð“ um framtíð bankans. „Kröfuhafarn- ir geta svo algerlega ákveðið hvernig launastrúkturinn verður eftir að þeir taka við bankanum eftir nauðasamn- inga,“ segir Óttar og bætir því við að þeir geti einnig ákveðið hverjir starfi áfram í bankanum og hverjir ekki. Starfsmenn Straums eiga að vera 45 talsins á næstu árum og má áætla að um helmingur af bónusgreiðsl- unum eigi að renna til æðstu stjórn- enda bankans. Æðstu stjórnend- urnir gætu því haft nokkur hundruð milljónir króna í bónusa hver á næstu fimm árum, samkvæmt þess- um hugmyndum. Aðrir starfsmenn ósáttir Samkvæmt heimildum DV eru einn- ig margir af lægra settum starfs- mönnum Straums alls ekki sáttir við þessar tillögur og telja að bón- usgreiðslurnar séu of háar og úr samhengi við það ástand sem ríkir í samfélaginu í dag. „Það er alls ekki einhugur um þetta hjá öllum starfs- mönnum Straums. Mörgum finnst þetta stórfurðulegt. Það þarf ekkert að ræða það frekar... Þegar við sáum þetta urðum við agndofa miðað við hvernig ástandið í þjóðfélaginu er. Þetta stimplar alla inni í bankanum sem gráðuga einstaklinga... Ég efast um að það þurfi að borga mönnum hálfan milljarð fyrir að vinna þessa vinnu,“ segir starfsmaður Straums, sem vill ekki láta nafn síns getið. Samkvæmt heimildum DV er talið ólíklegt að kröfuhafar bank- ans samþykki bónusgreiðslurnar til stjórnendanna og má telja líklegt að dregið verði úr þeim. ingi f. vilHjálmsson og AnnAs sigmundsson blaðamenn skrifa: ingi@dv.is og as@dv.is STARFSMENN STRAUMS ÓSÁTTIR VIÐ BÓNUSANA „Þegar við sáum þetta urðum við agndofa miðað við hvernig ástandið í þjóðfélag- inu er. Þetta stimplar alla inni í bankanum sem gráðuga einstakl- inga...“ forsvarsmenn straums vilja háa bónusa Forsvarsmenn Straums-Burðaráss vilja að kröfuhafar bankans greiði þeim tæplega 11 milljarða króna í bónusa á næstu fimm árum ef vel gengur að hámarka virði eigna bankans. Nokkrir af lykilstjórnendum bankans myndu þá líklega fá um helming upphæðarinnar. 2 föstudagur 21. ágúst 2009 fréttir 2 þriðjudagur 18. ágúst 2009 fréttir Magnús Kristinsson, útgerðarmaður úr Vestmannaeyjum, hefur samið við skilanefnd Landsbankans um að stór hluti af tæplega 50 milljarða króna skuldum eignarhaldsfélaga hans verði afskrifaður, samkvæmt heim- ildum DV. Nákvæmar upplýsing- ar um upphæðir afskriftanna liggja hins vegar ekki fyrir. Skilanefndin mun ekki leysa til sín þann kvóta sem Magnús á. Magnús var ekki í per- sónulegum ábyrgðum fyrir langmest- um hluta þeirra lána sem verið er að afskrifa. Magnús mun hins vegar þurfa að standa skil á því sem hann er per- sónulega ábyrgur fyrir. Ekki er vit- að hversu háar upphæðir þetta eru. Hugmyndin er þá væntanlega sú að Magnús muni greiða það sem hann er persónulega ábyrgur fyrir til baka með hluta þess gróða sem hann fær af rekstri sjávarútvegsfélags síns í Eyj- um, Bergs-Hugins. Hugmynd skila- nefndarinnar á bak við samkomulag- ið við Magnús byggist líklega á því að nefndin geti fengið mest upp í kröf- ur sínar á hendur Magnúsi á þennan hátt, frekar en að ganga að honum og setja hann í þrot. Stór skuld út af Toyota Magnús, sem í grunninn er útgerð- armaður, hefur einnig stundað ýmis annars konar viðskipti á liðnum árum. Hann keypti meðal annars Toyota-umboðið á Íslandi árið 2005 og var annar af eigendum eignar- haldsfélagsins Gnúps, ásamt Kristni Björnssyni, sem var einn stærsti hlut- hafinn í FL-Group og sem átti um 5 prósenta hlut í Kaupþingi. Sam- kvæmt heimildum DV er hluti þeirra skulda sem Magnús á útistandandi við Landsbankann tilkominn vegna kaupa hans á Toyota-umboðinu fyr- ir um 7 milljarða króna. Það lán var í erlendri mynt og má reikna með að það hafi hækkað nokkuð eftir banka- hrunið. Eins er líklegt að skuldir ann- ars félags Magnúsar, Mótormax, sem varð gjaldþrota fyrr á árinu, séu einn- ig meðal þeirra skulda sem verða af- skrifaðar. Skuldir Mótormax nema á annan milljarð króna. Hluthafi í Landsbankanum Landsbankinn er langstærsti lánar- drottinn eignarhaldsfélaga Magn- úsar en hann skuldar hinum bönk- unum um 10 milljarða króna samkvæmt heimildum DV, aðallega Glitni. Eitt hið helsta sem vekur athygli við mál Magnúsar er að persónuleg- ar ábyrgðir hans fyrir lánunum hjá Landsbankanum virðast hafa ver- ið ansi litlar. „Það var bara þannig í þessu blessaða samfélagi okkar að það var ákveðin elíta sem gat labb- að inn í bankana og keypt nánast hvað sem er án þess að þurfa að taka nokkra ábyrgð á því sjálf. Þannig er þetta í tilfelli Magnúsar,“ segir einn heimildarmaður DV innan úr bankakerfinu sem ekki vill láta nafn síns getið. Magnús átti 2,3 prósenta hlut í Landsbankanum í gegnum einka- hlutafélagið Smáey auk þess sem hann átti rúmlega 5 prósenta hlut í Straumi-Burðarási en stærstu hlut- hafar bankanna tveggja voru fé- lög í eigu Björgólfsfeðga. Magnús hefur því fengið lánaða milljarða frá banka sem hann var hluthafi í. Annað sem ekki liggur ljóst fyrir í þessu samhengi er hvort Magnús hafi fengið lán án veða frá Lands- bankanum til að kaupa hlutabréf í bankanum sjálfum og í Straumi en ekki er loku fyrir það skotið. Fall Gnúps markaði upphafið Magnús er einna helst þekktur sem annar af eigendum fjárfestinga- félagsins Gnúps sem varð gjald- þrota í árslok 2007. Fall Gnúps er talið marka upphafið að íslenska efnahagshruninu, félagið var fyrsta stóra fjárfestingafélagið til að verða gjaldþrota. Magnús Kristinsson FéLaG EiGnarHLuTur í % TMH Iceland ehf 100% MK-44 ehf 100% Bergur-Huginn ehf 76% Smáey ehf 50% Eyrar ehf 50 % Fjárfestingafélagið Blik ehf 20% Eyjasýn ehf 15,12% Heimild: Lánstraust Eignarhlutir Magnúsar FéLaG STaða 44 ehf. Stjórnarmaður Arctic Trucks International ehf. Meðstjórnandi Arctic Trucks Ísland ehf. Meðstjórnandi Bergey eignarhaldsfélag ehf. Stjórnarmaður Bergur-Huginn ehf. Meðstjórnandi Bílaleiga Flugleiða ehf. Meðstjórnandi Egilsdalur ehf. Stjórnarmaður Ensímtækni ehf. Meðstjórnandi Eyjasýn ehf. Meðstjórnandi Eyrar ehf. Stjórnarmaður Eyrún hf. Varamaður Gísli Jónsson ehf. Stjórnarmaður ÍM rekstur ehf. Varamaður M. Kristinsson ehf. Stjórnarformaður MK-44 ehf. Stjórnarmaður Motormax ehf. Stjórnarformaður Pizza-Pizza ehf. Meðstjórnandi Q4 ehf. Stjórnarmaður Q44 ehf. Stjórnarmaður Skorri ehf. Stjórnarformaður Smáey ehf. Stjórnarmaður Snæís hf. Meðstjórnandi Sólning Kópavogi ehf. Stjórnarformaður Suðurey ehf. Stjórnarmaður TMH Iceland ehf. Stjórnarformaður Toyota á Íslandi hf. Stjórnarformaður Yamaha á Íslandi ehf. Stjórnarmaður Heimild: Lánstraust stjórnarsEtur Magnúsar tugMilljarÐa sKulD Magnúsar aFsKriFaÐ inGi F. ViLHjáLMSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Þótt einhver hafi fundið það út að þyrlan væri til sölu er ekki þar með sagt hvað ég geri,“ segir Magnús Kristinsson spurður um lúxusþyrl-una sem nú er auglýst til sölu hjá bandarískri þyrlusölu.Magnús segir að sú staðreynd að hann hafi lagt þyrlunni tengist ekkert efnahagsþrengingunum heldur séu tryggingarnar dýrar og því hafi hann ákveðið að leggja henni um stund.„Það eru tveir mánuðir síðan henni var lagt og það er ekki út af nú-verandi ástandi. Þetta er dýrt tæki og það er dýrt að hafa þyrluna á trygg-ingum þannig að ég ákvað að taka hana af tryggingum fyrst og fremst, það var megintilgangurinn.“ Áhugi erlendisSamkvæmt heimildum DV hafa átt sér stað einhverjar þreifingar um sölu á þyrlunni en það er íslenska fyrirtækið Þyrluþjónustan sem sér um rekstur hennar en fyrirtækið er einnig með þrjár aðrar þyrlur á sín-um snærum. „Það kostar mikla peninga að tryggja þyrlu. Þeir hjá Helicopter Ex-change fréttu af því Í gamla daga skrúfuðu menn oft númeraplöturnar af bílum sínum og geymdu þá þannig yfir veturinn svo þeir þyrftu ekki að borga tryggingar. Það má því segja að Magnús sé að taka „númeraplöturnar“ af þyrlunni sinni en með því sparar hann hundr-uð þúsunda ef ekki milljónir. Verðmæti í fólki„Það eru miklu meiri verðmæti í fólk-inu heldur en maður gerir sér grein fyrir,“ segir Magnús sem hefur farið aðrir leiðir í niðurskurði.„Það versta sem þú gerir er að niður verulega.“ Magnús segir erfitt að átta sig á framtíðinni en vonar að ástandið fari að batna enda fari þetta illa með heimilin og fyrirtækin í landinu.„Ég á erfitt með að átta mig á þessu. Ég bíð svolítið eftir því að þessir gjaldeyrissjóðspeningar komi og önnur fyrirgreiðsla til hins opin-bera svo maður geti farið að sjá þetta gengi stoppa einhvers staðar. Það er náttúrlega alveg hræðilegt að sjá það að krónan veikist dag frá degi. Þetta fer með allar skuldir okkar í atvinnu-rekstri og skuldir he FréttirÞetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni aður VR, hefur ver- sína í þeim gjörningi, enda s og þar með félagsmanna í ín og skuldir í einkahlutafé-ar Katrínar Gunnarsdóttur, ar sig sælan að þau hjónin dum þriðjudagur 4. nóvember 2008 3 Kaupþing gleypti ævisparnaðinn oss vorar skuldir Kristján Arason Ævisparnaður Kristjáns Ara-sonar, fyrrverandi handknatt-leikshetju, og eiginkonu hans,Þorgerðar Katrínar Gunnarsdótt-ur menntamálaráðherra, fór í súg-inn þegar ríkið tók yfir Kaupþing. Kristján hafði keypt bréf í bank-anum og meðal annars notað tilþess fjármuni frá því þegar hannvar atvinnumaður í handbolta. Í febrúar í fyrra stofnaði hann eign-arhaldsfélagið 7 hægri ehf. og yf-irtók það félag fjárfestingarnarí bankanum í kjölfarið. Kristjánstarfaði sem framkvæmdastjóriviðskiptabankasviðs Kaupþingsá þeim tíma. Hann segir einhverlán hafa hvílt á félaginu en þauhafi ekki verið strokuð út eins ogfregnir herma að hafi verið gerthjá sumum fyrrverandi stjórnend-um bankans.Ævisparnaðurinn farinn„Já, ég átti hlut, eða það var áeignarhaldsfélag í minni eigu,“segir Kristján aðspurðurhvort hann hafiátt hlutabréf íKaupþingi.Hann villekki tjá sigum hversuháar upp-hæðir séum að ræðaen ljóst erað þærséu þó nokkr-ar íljósi þess að nær allt sparifé þeirrahjóna hafi farið með falli bankans.„Ævisparnaðurinn er farinn, envið eigum þó allavega húsið,“ seg-ir Kristján og bætir því við að þess-um fjármunum hafi verið ætlað aðvera sparnaður til lengri tíma.„Við höfðum mikla trú á Kaup-þingi,“ segir hann og ítrekar aðþarna hafi verið samankomið alltþað sem þau höfðu safnað um æv-ina. Þegar Kristján er spurður út í hvort lán hans vegna hlutabréfa-kaupa hafi verið felld niður eins fregnir herma að hafi verið gertmeð aðra stjórnendur segir hannsvo ekki vera. „Það hefur enginniðurfelling átt sér stað og verðurbara farið með mitt eignarhalds-félag eins og önnur. Það er ekkertóheiðarlegt við neitt sem ég hefgert í þessu máli,“ segir hann.Stóð rétt að málumBréfin í Kaupþingi voru upp-haflega á nafni Kristjáns en vorusíðar sett inn í eignarhaldsfé-lag hans 7 hægri ehf. Spurðurum stöðu félagsins í ljósi þessað skuldirnar falli á það svararhann: „Ég vil ekki tjá mig um það.“Hann segir að eftir að hlutirn-ir hafi verið settir inn í eignasöluhafi gengi hlutabréfa Kaupþingshækkað mikið en það sem síð-an gerðist hefði enginngetað séð fyrir.Hlutabréf Kristjánsvoru færð yfir í 7 hægriehf. um mánaðamót-in febrúar, mars enfélagið var stofnað í febrúar. Kristján erstjórnarformaðurí 7 hægri ehf.og Þor-gils Óttar Mathiesen er varamaður.Þegar Kristján er spurður hversumiklar skuldir liggi á 7 hægri ehf.vill hann ekki tjá sig um það. „Það voru einhver lán og líka eigið fé,“segir hann. „Þetta var gert meðsamþykki forstjóra og regluvarð-ar Kaupþings,“ segir Kristján semvill ítreka að rétt hafi verið staðiðað málum.Leikkerfið klikkaðiKristján er eins og alþjóð veitþekktastur fyrir mikla handknatt-leikshæfileika en hann var kosinnfjórði besti handknattleiksmað-ur í heimi árið 1989. Eftir að hannlagði boltann á hilluna varð hannumsvifamikill í fjármálalífinuhér á landi. Kristján hefur áðursagt að nafnið 7 hægri hafi ver-ið fengið beint úr handboltanumen bæði Kristján og Þorgils Óttareru meðal bestu handknattleiks-manna Íslandssögunnar. Kristjánhefur áður lýst 7 hægri sem „prív-at“ eignarhaldsfélagi. „Það veitirkannski ekki af góðumleikkerfum eins ogstaðan er í dag,“sagði Kristjánvið Vísi síðastavetur, rétt eft-ir að hannhafði stofnað 7hægri ehf.jonbjarki@dv.is „Ævisparnaðurinn er farinn, en við eigum þóallavega húsið.“ Eignarhaldsfélagið situr í súpunni Kristján arason stofnaðieignarhaldsfélagið 7 hægri ehf. í febrúar og það yfirtók allarfjárfestingar hans í Kaupþingi. óvíst er um framtíð félagsins. Húsið stendur Kristján segir sigog þorgerði hafa tapað tapað miklum fjárhæðum en eftir standihúsið sem þau eigi ennþá. u á Kaupþing Ævisparnað-tjáns arasonar og þorgerðarar varð að engu þegar ríkiðók bankann yfir. ingurér-Við mun- í að er DV greindi frá því í byrjun vikunnar að hætta væri á að fólk festist í skulda-fjötrum vegna lækkandihúsnæðisverðs og vax-andi verðbólgu. Í gær birti ningamála- orfur í efna-kom fram að þegar lækkað u tilliti til ftir tvö ár kunni hafa lækkað um nafnvirði. páin eftir, að ingi ódýrara ð var á síðasta að reikna kkun í krón- menningur í vanda yggt ögu- æðsta onum að leiða Bandaríkin fimmtudagur 6. nóvember 2008 29Sigurinn er ykkar“Kynþáttamúrarnir féllu Stuðnings-menn Obama brustu í grát þegar þeirheyrðu fyrstu spár um að þeldökkur maður væri fast að því búinn að tryggjasér forsetastólinn. Fögnuður í Frakklandi Þaðvar víðar en í bandaríkjunum sem sigri Obama var fagnað. tilfinningarnar leyna sér ekki hjá þessari konu í París. Tilfinningaþrunginn léttireftir tuttugu og eins mánaðar óvissu eru málalyktir ljósar og sumir varpa öndinni léttar en aðrir ekki. Atli MÁr GylfAson blaðamaður skrifar: atli@dv.is Magnús Kristinsson AuðmAðurleggur þyrlu Alvöru gripurÞyrlan er ein sú fullkomnasta og flottasta hér á landi en það er fyrirtækið Þyrluþjónustan sem sér um rekstur hennar og viðhald fyrir magnús. Magnús KristinssonÚtgerðarmaður og eigandi toyota-umboðsins á Íslandi hefur lagt þessari glæsilegu þyrlu sem hann eitt sinn kallaði sína eigin samgönguáætlun. hitt málið föstudagur 17. ágúst 200714 Helgarblað DV „Auðvitað verða menn í rekstri að hugsa um það að græða en þessir hlutir þurfa líka að skapa og gefa af sér ánægju,“ segir Magn-ús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmanna-eyjum. Magnús tók á mánudag á móti þriðja ísfisktogara sínum, Bergey VE-544. Bergey er þriðji togarinn hjá útgerð Magnúsar, Bergur-Huginn ehf, og önnur nýsmíðin sem félagið tekur á móti á þessu ári.Þrátt fyrir niðurskurð á aflaheimildum erengan bilbug að finna á Magnúsi. „Það hefur verið allt of mikil neikvæðni í umfjöllun umsjávarútveginn. Menn mega til með að hugsa um það sem vel gengur og mega ekki missasjónar á þeim jákvæðu áhrifum sem öflugt fyr-irtæki hefur á samfélagið í kring,“ segir Magn-ús. Í þessu ljósi ákvað hann að taka á móti nýja skipinu með því að stoppa hin tvö á veiðum og láta þau fylgja Bergeynni til hafnar með við-höfn. „Þarna gafst tækifæri til þess að taka þáttí gleðistund, sem er mikilvæg, ekki aðeins í lífi útgerðarmannsins og skipverjanna, heldur byggðarlagsins í heild.“ Keypti Toyota á ÍslandiÞað vakti nokkra athygli þegar útgerðar-maður frá Vestmannaeyjum keypti Toyota á Íslandi af P. Samúelssyni í Kópavogi. Þar var á ferðinni fjárfestingafélag í eigu Magnúsar. Sjálfur vill hann ekki gera of mikið úr þessumfjárfestingum sínum.„Ég stofnaði mitt eigið fjárfestingafélag árið 1994. Þá fór ég að gera tilraunir með aðkaupa eitt og eitt hlutabréf. Þetta hefur orðiðtil þess að ég hef tekið þátt í margvíslegri ann-arri atvinnustarfsemi en útgerð,“ segir Magn-ús. Hann segir að kaupin á Toyota séu fyrst og fremst hluti af því eðli sínu að vera atorkusam-ur og þurfa ávallt að finna kröftum sínum út-rás.„Það eru margar fleiri fjárfestingar sem þarna hanga á spýtunni. Við höfum meðal annars fjárfest í fyrirtækjum á borð við Sóln-ingu, Barðanum, Hertz og MotorMax.“ Hon-um virðist þó vera útgerðin sérlega hugleik-in, enda ólst hann upp í Vestmannaeyjum, þar sem faðir hans rak útgerð og vinnslu, sem reyndist upphafið að útgerð Magnúsar. Allt gengur upp„Ég hef aldrei látið úrtöluraddir hafa nokk-ur einustu áhrif á mig. Ég hef unnið sem út-gerðarmaður alla mína hunds- og kattartíð og hef marga fjöruna sopið í þeim efnum,“ segirMagnús.Hann segist muna erfiða tíma í útgerðinni þar sem hann hafi staðið fyrir framan föður sinn og sagt að einsýnt væri að þeir þyrftu aðhætta þessu. „Til allrar hamingju kom bankinn inn í málið og við vorum hálfpartinn skikkað-ir til þess að fara í talsverðar hagræðingar. Það má segja að þetta hafi orðið til þess að við náð-um aftur tökum á okkar útgerð,“ segir Magnúsog bætir því við að hann hafi þurft að velta því alvarlega fyrir sér hvernig hann hygðist þróafyrirtækið áfram. Þetta var í kringum 1990.„Það kom að því að það blasti við mér að hagkvæmt væri að leggja frystitogurunum ogfara út í útgerð á tveimur ferskfiskbátum með það fyrir augum að flytja út fisk í gámum.“ Þetta varð úr.„Ég er þannig gerður að þegar ég tekst á við eitthvað fer ég ekki út í það nema að ég ætliað láta það ganga upp. Ef eitthvað gengur ekki upp vinn ég úr því þannig að niðurstaðanverði mér viðunandi. Að því leytinu til gengur allt upp sem ég geri.“ Tárfelli við upplifunina„Ég fór út í samvinnu við Pólverja um að smíða fyrir mig tvo báta. Þegar ég undirritaði fyrri samninginn gerði ég strax ráð fyrir þeimmöguleika að leggja í kaup á öðrum báti. Þetta þróaðist þannig að brátt höfðum við lagt innpöntun fyrir skip númer þrjú,“ segir Magnús.Hann segi að nokkuð brösuglega hafi geng-ið með Vestmannaeyna í upphafi. Ýmis ljón hafi verið í vegi pólsku skipasmiðanna sem tafið hafi afhendingu. „Að lokum fengum viðskipið afhent um miðjan mars síðastliðinn. Það verður að segjast eins og er að það hefur gengið ákaflega vel á Vestmannaeynni. Það hefur fiskast mjög vel og aflaverðmætin hafaverið mikil. Ég er ákaflega glaður að vera að taka á móti nýsmíði númer tvö á sama árinu.Ég ákvað að taka á móti Bergeynni með bra-vör, stoppa hin skipin og gera dálítið úr þessu. Það var gleðilegt að sjá það þegar við siglduminn hve margir sáu sér fært að taka á móti nýja skipinu. Í svona byggðarlagi verður þetta svo gaman. Þarna er að koma nýtt atvinnutæki og það var svo gaman að finna fyrir allri jákvæðn-inni í kringum þetta. Ég fann fyrir því að fólk var hrifið og sátt. Það liggur við að maður tár-felli þegar maður upplifir svona lagað,“ segir Magnús. Virðir fólkið í EyjumMagnús víkur áfram að mikilvægi góðra fyrirtækja í samfélaginu. „Það er oft talað um einhvern kulda og hroka í mönnum, en máliðer það að ég virði fólkið í Eyjum og ég er glað-ur að geta verið einn af samfélagsþegnunumþar. Þegar öllu er á botninn hvolft er ég hæsti útsvarsgreiðandinn í Vestmannaeyjum og er stoltur af því að vera þátttakandi í þessu sam-félagi og leggja mitt af mörkum.“Magnús segir útgerð sína ávallt hafa verið nátengda sjálfri sjómennskunni. „Ég hef allt-af gert þannig út að ég legg allt sem ég hef afmörkum. Þetta þýðir að ef ég fæ gott verð fær sjómaðurinn gott verð. Ef ég fæ lélegt verð fyrir aflann gildir það sama um sjómanninn.“Einblínt hefur verið á að landa fiski þannigað hann komist rakleitt um borð í flutninga-skip til Bretlands. „Þar höfum við fengið hæsta mögulegt verð enda er þetta hágæðavara. Þaðhefur tekist mjög vel til að gera þetta svona.“ Sá afli sem ekki fer á Bretlandsmarkað er seldurá markaði innanlands, mestmegnis til vinnsl-unnar í Vestmannaeyjum. „Ég held að þessi útgerð mín sé í mikilli sátt við bæjarbúa í Vest-mannaeyjum,“ segir Magnús. Hefur keypt tíu útgerðirTil að reka útgerð þarf kvóta. „Ég hef nátt-úrulega fjárfest verulega í kvóta. Fyrirtækið ræður nú yfir um það bil sjö þúsund þorskí-gildistonnum af kvóta sem deilist niður á skip-in þrjú.“ Til að nálgast þennan kvóta hefur Magnús bæði keypt af öðrum útgerðarmönn-um og einnig hefur hann keypt báta og útgerð-ir. „Þetta hafa verið hlutafélög með bátum ogjafnvel fasteignum. Ég hef verið svo lánsamur að ég hef yfirleitt náð að selja eignirnar sem fylgdu þessum fyrirtækjum. Þannig hef ég ekki bundist átthagafjötrum neins staðar vegnafasteigna. Sennilega eru þetta einar tíu útgerð-ir sem ég hef keypt í gegnum tíðina.“Magnús bendir á að fyrirtækið hafi orðið fyrir skerðingum. „Miðað við það sem okk-ur var upprunalega úthlutað af kvóta og þaðmagn af kvóta sem ég hef keypt í gegnum tíð-ina, myndi ég giska á að við höfum yfir að ráða um fimmtán prósentum af upprunalegum kvóta.“ Ósáttur við Hafró„Ég er mjög ósáttur við síðustu kvótaskerð-ingu og tel hana engan veginn raunhæfa.“Magnús segist sannfærður um að meiri fisk-ur sé í sjónum en Hafrannsóknastofnun gerirráð fyrir. „Kannski hef ég ekki nógu mikið vit á þessum málum til þess að gagnrýna vinnu-brögð Hafrannsóknastofnunar. Svo mikið veitég þó að hitastig sjávar er allt annað en það var fyrir tíu til tuttugu árum,“ segir Magnús.Hann er þess fullviss að bæði þorskurinn og sandsílið séu til stað-ar þótt þess-ar tegundir séu ekki á hefð- bundnum slóðum. „Ég hallast að því að rann-sóknirnar séu hreinlega ekki fullnægjandi.Þessir blessaðir pólitíkusar og ráðherrar eru alltaf öðru hverju að tala um að sjómennirnirviti sínu viti. Af hverju fara þá menn ekki um borð í skipin og ræða við sjómennina? Ég sá sjónvarpsviðtal í vetur við skipstjóra sem sagði hreint út að þeir hjá Hafró ættu bara að skjót-ast í einn túr með sér. Þetta vildu þeir ekki gera. Það er eitthvað að þarna.“ Ónýtar samgöngurSamræðurnar berast óhjákvæmilega að samgöngumálum Vestmannaeyinga, enda hefur Magnús þurft að ferðast á bilinu sextíu til áttatíu sinnum á ári á milli lands og Eyja, þegar mest lætur. „Ég mætti á fund með pólit-íkusunum og hlustaði á öll loforðin og hugsaði um aumingja fólkið. Það er hvorki útlit fyrir að jarðgöng verði grafin né að fjárfest verði í nýj-um Herjólfi,“ segir hann.„Nú er eitthvað verið að brölta með að taliðsé hagkvæmt að gera nýja höfn við Bakkafjöru. Ég svara því til að engin þörf sé fyrir nýja höfn á Íslandi og allra síst á að byggja hana á sandi.Í minni biblíu stendur að guð hafi ekki byggt á sandi. Við eigum ekki einu sinni að hugsa um þetta,“ segir Magnús. Hann segir að hér þurfi aðeins að fá öflugan nýjan Herjólf sem sigla eigi þrisvar á dag á milli Eyja og Þorlákshafn-ar. Nú blasir við að gerð verði stjórnsýsluúttekt á Vegagerðinni vegna nýrrar Grímseyjarferju. Magnús segir alveg óhætt að fara í saumana á störfum samgönguyfirvalda. Keypti þyrluSjálfur leysti Magnús samgöngumál sín með því að kaupa sér þyrlu. „Samgöngumál-in eru í ólestri og voru að verða mér fjötur um fót. Ef það er ófært með flugi klukkan hálftíuað morgni hefði maður þurft að taka ferjunaklukkan átta. Þetta felur það í sér að maður getur í fyrsta lagi farið klukkan fjögur og er ekkikominn til Reykjavíkur fyrr en að kvöldi.“Magnús segist hafa reynt að byggja áætl-anir sínar í kringum þessar samgöngur, en í hans tilviki hafi það hreinlega ekki gengið.Þetta hafi verið komið út í dellu. „Þessi þyrla er í raun réttri bara tilraun hjá mér. Ég tel ekki aðég eigi eftir að tapa á henni en það verður bara að koma í ljós. Ég sel þessa þyrlu ef hún reynist ekki hagkvæm.“Magnús flýgur ekki þyrlunni sjálfur. „Ég reyni alltaf að hafa góða starfskrafta í kringummig. Ég er stoltur af því í útgerð minni og öðr-um fyrirtækjum er valinn maður í hverju rúmi.Þetta er allt saman úrvalsfólk. Ég tel ekki að nokkur starfsmanna minna þurfi á uppsagn-arbréfi að halda.“ Talan fjórir„Ég veit ekki til þess að nokkur hafi dáið af því að vera svolítill dellukarl,“ segir Magnús þegar talið berst að tölunni 4, sem gegnt hef-ur stóru hlutverki í viðskiptum hans. „Þetta er komið frá langafa mínum. Hann var kafteinn á skútu sem gerð var út frá Hafnarfirði og bar einkennistöluna fjórir. Hann og móðurbróð-ir minn fóru að notast við töluna 4 og 44 eftirþví sem kostur var og ef þeim áskotnaðist hún. Fyrsta bílnúmerið hans afa var 204.“Þegar fjölskyldan lagði út í útgerðina varfaðir Magnúsar kominn til skjalanna og bát-arnir höfðu skrásetningarnar VE-4 og VE-44.„Þarna var ég bara ungur maður að byrja að míga í saltan sjó og róa með þeim. Þess vegna hef ég aðhyllst tölurnar fjóra og 44 í gegn-um tíðina. Ég hef reyndar gert þetta nokkuð hraustlega og haldið þessu striki alls staðar þar sem ég hef haft val um það.“Þetta má auðveldlega greina á því að síma-númer og póstföng Magnúsar einkennast flest af tölunni 4, ásamt skrásetningu skipanna. Hann vill ekki meina að hér sé beinlínis umhjátrú að ræða. Miklu fremur hefð sem hann hafi haft gaman af því að viðhalda.Á tímum þar sem viðskipti virðast vera vís-indagrein sem snýst fyrst og fremst um lestur á mörkuðum og fjármögnun á hlutabréfavið-skiptum má greinilega enn finna fólk sem gef-ur sér tíma fyrir samfélagið sem það tilheyrir.sigtryggur@dv.is Magnús Kristinsson ALLT SEM ÉG GERI GENGUR UPP DV Helgarblað föstudagur 17. ágúst 2007 15 X xxxxxxxx „Við erum að tala um sömu samgöngu- yfirvöld og nú sitja uppi með risastórt ferjuklúður í Hafn- arfirði. Það þyrfti kannski að fara að hreinsa eitthvað til í stjórn sam- göngu- mála.“ Samgöngumálin Magnús segir samgöngur við Vestmannaeyjar vera í lamasessi. Hann brá á það ráð að bæta úr eigin samgönguvanda með því að fjárfesta í þyrlu. Hann ferðast allt að áttatíu sinnum á ári milli lands og Eyja. Bergeynni fagnað á mánudag tók Magnús á móti nýju skipi í Vestmannaeyjum. Hann fagnaði ásamt fjölda heimamanna með því að kalla hin skipin, smáey og Vestmannaey, frá veiðum. Þau fylgdu Bergeynni til lands. Klukkan glymur Magnús hringir skipsklukku í Bergeynni við komuna til Vestmannaeyja á mánudag. DV- myn d Si gtry ggu r Ar i / Ó ska r P. Frið riks son Útgerðarmaðurinn Magnús Kristinsson segist alltaf þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni. fjárfestingar og uppbygging fyrirtækja séu hluti af því af finna kröftunum útrás. 17. ágúst 2007 VElgEngnin föstudagur 11. janúar 200810 Helgarblað DV „Þetta hefur verið skelfilegur tími á markaðnum, það sjá það allir,“ segir Magnús Kristinsson, útgerð-armaður og annar aðaleigenda fjárfestingafélagsins Gnúps. Und-anfarna daga hefur Gnúpur selt frá sér megnið af eignum og leitað leiða til þess að semja um skuldir til þess að komast frá falli á verðbréfa-markaði.Hinn aðaleigandi Gnúps, Krist-inn Björnsson, hefur ávaxtað auð fjölskyldu sinnar í gegnum fjár-festingar Gnúps, meðal annars í Kaupþingi og FL Group. Fjárfest-ingar sem hafa leitt til að mikið fé hefur tapast. Talið er að auður Kristins og fjölskyldu hans nemi í dag tæpum milljarði króna. Heim-ildarmenn telja að uppgjör innan fjölskyldunnar sé óhjákvæmi-legt, svo miklum fjármun-um hafi Kristinn nú tapað með viðskiptum sínum. Gnúpur hefur tapaðnálægt fjörutíu millj-örðum af eigin fé á innan við ári. Krist-inn og fjölskylda áttu 47,2 prósent hlutafjár í Gnúpi og tap þeirra er því mikið. Teflon-húðaður fjárfestirStaða Magnús-ar Kristinsson-ar er um margt ólík stöðu Kristins. Magnús er útgerðarmaður í Vestmannaeyj-um og hefur lagt mikið upp úr því að fjárfesta í fiskveiðikvóta. Fyrir réttum tveimur árum keypti hann Toyota-umboðið á Íslandi af P. Samúelssyni. Sérfræðingar á fjár-málamarkaði sem DV hefur rætt við benda á að Magnús og aðrir kvóta- og fasteignaeigendur séu nánast eins og teflon-húðaðir, með öðrum orðum séu þeir mun líklegri til þess að standa af sér djúpar niðursveifl-ur á markaði en þeir sem ekki hafa fjárfest í slíkum eignum.Útgerðina í Vestmannaeyjum á Magnús áfram, alveg óháð því hvaða hörmungar kunna að dynja yfir fjármálamarkaðinn og innan fjöl-skyldu hans leynist mikil sérþekk-ing á sjávarútvegi. Hann hafði einn-ig orð á því í viðtali við DV í ágúst að burtséð frá öllum gróðasjónarmið-um, þá verði viðskipti líka að grund-vallast á bjartsýni og ánægju. Það ríkti hins vegar ekki bjartsýni í herbúð-um fjár-festa og verð-bréfa-miðl-ara síð-ast-lið-innmið-viku-dag. Illa skuldsettar fjárfestingar„Það er hreint ómögulegt að segja hvað gerist á markaðnum næstu daga. Allt í einu hrynur allt og svo á fimmtudag tók allt að rísa á ný,“ segir Magnús um stöðu mála. Hann segir að þetta sé nokkuð sem allir verði að vera tilbúnir að glíma við sem stundi fjárfesting-ar á hlutabréfamark-aði. „Ég er náttúrulegaí rekstri á fjöldanum öllum af ólíkum fyr-irtækjum og það erþað sem getur bjarg-að mönnum þegarsvona staða kemur upp,“ segir hann.Magnús var ein-mitt einn þeirra sem keyptu hluta af eign-um Gnúps í Kaup-þingi þegar félag-ið hóf að selja frá sérhlutina í byrjun desem-ber. Innan bankakerfis-ins fást þær upplýsingar að eignir Magnúsar og Krist-ins í Kaupþingi hafi ver-ið keyptar á genginueitt þúsund og jafn-vel þaðan af hærra. Gengið á síðasta ári náði mestum hæðum í um það bil 1.300. Í dag er gengi þessara bréfa í kring um 750. Fjár-mögnun fyrir þessum við-skiptum var auðfengin, og fjárfestingafélög gátu auðveld-lega fengið lán upp á sjötíu til níutíu prósent af andvirði bréfanna, bæði með bankalánum og skuldabréfum seldum á markaði. Forðað frá gjaldþrotiÞegar stjórnendur Gnúps tóku til við að selja hluti í Kaupþingi þótti líklegt að þær aðgerðir dygðu til þess að koma félaginu í gegn um verstu fyrirsjáanlega hremming-ar. Það var hins vegar ófyrirséð fall á bréfum í FL Group sem nánast knésetti félagið. Forsvarsmenn Gnúps, þeir Magnús og Kristinn ásamt Þórði Má Jóhannessyni, forstjóra félags-ins, hafa á síðustu dögum farið flestar færar samningaleiðir til þess að forðast gjaldþrot. Stærstu lánar-drottnar félagsins eru stóru bank-arnir, Kaupþing, Glitnir og Lands-bankinn. Viðskiptablaðið kveðst hafa fyrir því heimildir að þess-ir lánardrottnar þurfi að afskrifa allt að tveimur og hálfum milljarði króna vegna falls Gnúps. Þessar skuldir eru að mestu leyti tryggð-ar með veðum, sem þýðir að lánar-drottnarnir geta að mestu leyti náð öllu sínu til baka, út úr félaginu. Geðhvarfasjúkur einstakl-ingurÞegar DV ræddi við heim-ildarmenn í bankakerfinu á miðvikudag mátti greina mikla svartsýni, nánast þannig að fólk horfði í gaupnir sér og ætti von á því að missa störfin. Á fimmtudag virtist bjart-ara yfir. Reyndur fjár-málagreinir lýsti þess-um aðstæðum svo,að ástandið á fjár-málamarkaði fariað mestu leyti eft-ir andlegu ástandi þeirra sem þar vinna. Á miðvikudag hafi öll sund virst lokuð enþegar botninum hafiverið náð hafi fólk séð að enn væru til staðar fjárfest-ingar- Kristin Björnsson Magnús Kristinsson SIGTryGGur ArI jóhAnnSSonblaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Varaþingmaðurinn Dögg Páls-dóttir tapaði rúmlega fjórum millj-ónum á dag í tæpa þrjá mánuði eft-ir að hlutabréf fyrirtækis hennar og sonar hennar Páls Ágústs Ólafsson-ar í SPRON fóru á almennan mark-að í október. Hlutinn keyptu þau fyrir um 580 milljónir síðasta sum-ar. Það var fjárfestingabankinn Saga Capital sem lánaði þeim fyrir bréf-unum. Nú hefur Saga Capital gjald-fellt lánið en Dögg og sonur, sem eiga fyrirtækið Insolidum, vilja ekki borga lánið strax. Þau krefjast þess að bankinn bíði með að innheimta lánið í tvö ár. Tap Insolidum hefur verið gríðarlegt en það nemur þrjú hundruð milljónum. Eftirstand-andi skuldir félagsins gagnvart fjár-festingabankanum eru rúmlega 320 milljónir. Fjárfestingabankinn ger-ir kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur um að þeir fái yfirráð yfir fyrirtæki mæðginanna. ókyrrð starfsmannaHluthafar í SPRON eru ekki þeir einu sem eru ósáttir við gengi SPRON þessa dagana því fregnir herma að mikil óánægja sé innan höfuðstöðva SPRON. Þar séu menn ósáttir við fárfestingastefnu bank- ans en hann hefur verið ragur við áhættufjárfestingar. Sú stefna hefur ekki skilað bankanum sterkari inn á fjármálamarkað. Þá vilja sérfræð-ingar meina að bankinn hafi verið stórlega ofmetinn þegar hann fór á hlutabréfamarkað. Þá var hlutafé hans andvirði 95 milljarða króna. Núna er markaðsvirði bankans um 40 milljarðar. Innherjaviðskiptum hafnað„Ég mótmæli þessu alfarið,“ segir Gunnar Þór Gíslason, fram-kvæmdastjóri Sundagarða og stjórnarmaður í SPRON. Mæð- ginin Dögg og Páll saka hann um innherjaviðskipti en sjálfur á hann virkan eignahlut í SPRON í gegn-um Sundagarða. Hann seldi bréf-in til Saga Capital síðasta sumar en mæðginin vilja meina að Gunn-ar hafi átt bréfin sjálfur þegar þau keyptu en ekki fjárfestingabankinn. Að sögn Gunnars fóru viðskiptin fram með leyfi regluvarðar sem sér um að viðskipti innan fyrirtækja séu innan löglegra marka. Varaþingmaður í boðsferðRétt áður en SPRON fór á al-mennan markað var um hundrað vel völdum einstaklingum boðið til Berlínar á vegum bankans. Með í för var Dögg en hún er fyrsti vara-þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi. „Varaþingmenn, líkt og almenn-ir þingmenn, þurfa að kunna fótum sínum forráð hvað boðsferðir varð-ar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna. Hann segir fyrstu varaþingmenn kjör-dæma lúta sömu lögmálum og þeir almennu og það sé spurning hvaða siðareglur séu þar við hæfi. Hann vill þó ekki taka afstöðu til dóms-máls Daggar og segir marga þing- Dögg Pálsdóttir Páll Ágúst ólafsson Milljónir fóru í súginn Magnús Kristinsson Álitsgjafar erusammála um að viðskiptamenn á borðvið Magnús, sem fjárfest hafa í kvóta,séu mun betur í stakk búnir til þess aðtakast á við hrun á mörkuðum. Sólveig Pétursdóttir talið er að nú blasi við uppgjör innan fjölskyldu Kristins Björnssonar vegna þeirra auðæfa sem nú hafa tapast. Eiginkona Kristins, sólveig Pétursdóttir, var alþingismaður ogdómsmálaráðherra þegar olíusamráðsmálið reið yfir. fjÖlsKYlDuAuÐ Peningar fjármálamarkaður er háðurduttlungum þeirra sem við hann starfa. gróði eða tap eru ekki raunverulegt fyrirbæri fyrr en breyta þarf eignarhaldi í peningaseðla. DV Helgarblað föstudagur 11. janúar 2008 11 menn stunda viðskipti á hlutabréfa-markaði utan þingheims. Gríðarlegt tap Alls hafa fjárfestar tapað um 55 milljörðum á hlutabréfum í SPRON. Bréfin hafa fallið úr genginu 18,9 í 8. Mest hefur gengið fallið í rétt rúma sjö. Dögg ásamt syni hefur tapað þrjú hundruð milljónum en sögur herma að tap sumra einstaklinga hafi verið mun meira. Sjálf hefur Dögg ekki viljað tjá sig um málið né heldur sonur hennar. Aðalmeðferð í dómsmálinu er lokið og dóms að vænta innan þriggja vikna. valur@dv.is Dögg Pálsdóttir tapaði fjórum milljónum á dag í tæpa þrjá mánuði. skuldar núna fjárfestinga-banka yfir þrjú hundruð milljónir. Jón G. Hauks-son FALLA UM 200 MILLJÓNIR Á MÍNÚTU Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hrynur. Markaðurinn féll um 360 milljarða fyrstu fjóra daga ársins þegar lækkunin nam 13,4 prósent-um. Þetta samsvarar 200 milljóna króna falli á hverri mínútu sem markaðurinn var opinn.Eftir daglegar lækkanir hækk-aði úrvalsvísitalan um rúmt eitt prósent í gær. Um morguninn birti Exista jákvæðar upplýsingar um stöðu lausafjár og fjármögnunar hjá fyrirtækinu í árslok 2007 og eru hækkanir raktar meðal annars til þessa. Bréf í Exista hafa lækkað gífurlega að undanförnu en fóru upp á ný eftir tilkynninguna.Úrvalsvísitalan var 5533,32 stig í lok gærdags og hafði þá lækkað um 12,22 prósent frá áramótum. Ásgeir Jónsson, forstöðumað-ur hjá greiningardeild Kaupþings, bendir á að þróuninni megi líkja við árið 2001 þegar bakslag var á mörkuðum eftir mikla uppsveiflu. Lækkunin þá var þó mun minni en nú eða um 9,10 prósent frá jan-úar til septembermánaðar þegar hún fór niður í 989 stig. Alþjóðleg lánskreppa vandamáliðJón G.Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, bendir á að aðstæður á mörkuðum séu tals-vert aðrar nú en fyrir ári: „Fyrir aðeins sautján mánuðum var úr-valsvísitalan um 5.500 stig eins og hún er núna og þá voru allir mjög sáttir og ánægðir. Það ríkti bjart-sýni á meðal fjárfesta og aðgangur bankanna að ódýru lánsfé erlend-is var greiður. Markaðurinn hafði rétt sig við eftir meðal annars lé-legar einkunnir erlendra matsfyr-irtækja. Þá varð hún sömuleiðis fræg svarta skýrslan frá Den Dans-ke bank sem sagði að allt væri að fara til fjandans hér á landi. Núna er hin alþjóðlega lánsfjárkreppa stóra vandamálið hér á landi sem annars staðar. Það er ekki lengur greiður aðgangur að ódýru láns-fé erlendis. Aðgangur venjulegs fólks, fyrirtækja og fjárfesta að lánsfé er orðinn miklu takmark-aðri. Í kjölfarið hefur verð á hluta- bréfum um allan heim fallið og seljanleiki eigna orðinn minni. Það er þó mjög misjafnt eftir fyrir-tækjum, sum hafa hækkað í verði. Tæp 40 prósenta lækkun frá júlíÍ janúarbyrjun í fyrra stóð úr-valsvísitalan í 6.528 stigum. Hún hækkaði jafnt og þétt og var í lok janúar 7.044. Hækkunin nam 7,89 prósentum.Bjartsýni ríkti á mörkuðum og hækkunin hélt áfram. Vísital-an náði hámarki 18. júlí þegar hún var 9.016 stig og hafði hækk-að um 38,11 prósent á árinu. Eftir það tóku við lækkanir með sveifl-um þó. Frá október hefur stefnan hins vegar verið algjörlega niður á við og er úrvalsvísitalan nú orðin lægri en hún var fyrir ári. Janúarmánuður Við ársbyrjun í fyrra var mik-il bjartsýni í viðskiptalífi á heims-vísu og verð hækkaði bæði á eign-um og hlutabréfum. Almennt séð er eignaverð nú að lækka í heimin-um og sú lækkun teygir anga sína hingað. Botninum náðJón segir margt benda til þess að lánsfé hafi í raun haldið verði hlutabréfa og fasteigna uppi: „Fjár-festingargetan er minni en áður, en íslensk fyrirtæki eru samt mun sterkari en fyrir sautján mánuð-um sem og íslenskt atvinnulíf al-mennt. Eigum við ekki að segja að botninum sé náð á hlutabréfa-markaðnum, hvað svo sem verður, og að núna hafi myndast tækifæri til að gera góð kaup á hlutabréfa-markaðnum. Það hefur augljós-lega hægt á öllu í atvinnulífinu. Það hefur kólnað í veðri en það er ekki komin kreppa.“ Ísland er kanarífuglÍ fjármálaheiminum er Ís-land stundum kallað kanarífugl-inn í kolanámunni vegna smæðar landsins og þess hversu opið það er. Í fyrndinni tíðkaðist að kola-námumenn tóku kanarífugl með sér í námurnar. Ástæðan var sú að ef gasleki kom fram var það fugl-inn sem fyrst fann fyrir henni því hann var minnstur. Ef fuglinn varð fyrir eitrunaráhrifum drifu námu-mennirnir sig í burtu. Sumir hafa haldið því fram að Ísland sé eins og þessi kanarífugl. Ef miklar svipt-ingar verða á fjármálamörkuðum hér sé ástæða fyrir stærri aðila að halda að sér höndum. ErlA HlynsDóTTir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Botninum náð jón g. Hauksson segir allt aðrar aðstæður á mörkuðum nú ení fyrra. Hann telur að botninum sé náð og áhyggjur af kreppu séu óþarfar. spáð í spilin Á Kaupþingi sem annars staðarsitja fjármálamenn sveittir og spá fyrir umhvort markaðir haldi áfram að falla. „Það hefur augljóslega hægt á öllu í atvinnulífinu.Það hefur kólnað í veðri en það er ekki komin kreppa.“ möguleikar í framleiðslugreinum á borð við sjávarútvegi og stóriðju, og því hafi fólk hafist handa að nýju. Strax á fimmtudagsmorgni tók úr-valsvísitalan að hækka.Markaðnum var því lýst eins og geðhvarfasjúkum einstaklingi. Í rauninni sé þar lítinn meðalveg að finna, annaðhvort sé fólk hel-tekið af heimsendaspám og svartsýni ellegar þá að allt leiki í lyndi. Hiðraunverulega verð-mat fyrirtækja á markaði liggi svo einhvers staðar þarna á milli.Það er engu að síður mat sér-fræðinga DV að hættan sé hvergi nærri liðin hjá. Jafnvel þótt hluta-bréfaverð taki að rísa hægt og bít-andi sé markað-urinn afar við-kvæmur og megi til að mynda alls ekki við því að krónan falli í verði.Slíkt gæti haft af-drifaríkar afleiðing-ar, hægst geti á öllumframkvæmdum og sam-dráttur á atvinnumark-aði gæti leitt til atvinnu-leysis. „Það er hreint ómögu- legt að segja hvað gerist á markaðnum næstu daga.“ Kristinn Björnsson Kristinn hefur séð um aðávaxta auð fjölskyldu sinnar, sem nú hefur skroppiðsaman. Kristinn var á sínum tíma forstjóri skeljungsog stóð í miðjunni á verðsamráði olíufélaganna. FJ LS L U U UR bReNNUR gnúpur FEllur 11. janúar 2008 7. nóvember 2008 Þyrlunni lagt Semur um afskriftir Magnús Kristinsson hefur samið við skilanefnd Landsbankans um að stór hluti 50 milljarða króna skulda hans við Landsbankann verði afskrifaður. fréttir 18. ágúst 2009 þriðjudagur 3 Litlu mátti muna að illa færi í hvalstöðinni í Hvalfirði á laugar- daginn þegar sprenging varð er starfsmenn stöðvarinnar voru að verka hval sem nýdreginn var á land. Önnur af tveimur Penth- rite-sprengjum sem notaðar eru á skutlana sprakk ekki við veiðarn- ir og sprakk þess í stað á planinu, í hvalnum, nærri verkamönnun- um. Samkvæmt heimildum DV var fullyrt við starfsmenn af áhöfn hvalveiðiskipsins að báðar sprengjurnar sem notaður voru við drápið hefðu sprungið við veiðarnar og hófust starfsmenn á plani því handa við að skera hval- inn, grunlausir um að ósprungin dínamíttúpa sæti föst í dýrinu. Fjölmargir starfsmenn voru að vinna við að verka hvalinn þegar gríðarleg sprenging varð. Penth- rite er lýst sem einhverju öflugasta sprengiefni sem notað er við starf- semi sem þessa. Höfuðverkur og suð í eyrum Heimildir DV herma að þegar sprengingin varð köstuðust starfs- menn til við hvellinn, hvalkjöt þeytt- ist í allar áttir, og fjölmargir kenndu sér talsverðs meins. Þónokkrir starfsmenn urðu fyrir því að hljóð- himnur rofnuðu vegna hins gríðar- mikla hvells. Tveir urðu þó verst úti og fóru þeir til skoðunar hjá eyrna- lækni í gærmorgun. Að sögn Krist- jáns Loftssonar, eiganda Hvals, hlutu þeir engan varanlegan heyrnarskaða af sprengingunni og mæta aftur til vinnu í kvöld. Í gær kenndu menn sér enn meins og kvörtuðu yfir höf- uðverk og suði í eyrum. Samkvæmt heimildum DV voru nokkrir óvinnu- færir eftir slysið. Hvalkjöt þeyttist um planið Hvalir eru drepnir með sprengiskutl- um sem venjulega springa þegar skutullinn gengur inn í skepnuna og drepur þar með hvalinn. Talsvert átak þarf þó til að sprengjan springi. Í umræddu tilfelli var tveimur skutlum skotið í hvalinn og sprakk önnur túp- an og banaði dýrinu. Hin gerði það hins vegar ekki eins og upphaflega var talið. Búið var að draga hvalinn á land og starfsmenn búnir að skera hann upp að hluta. Þegar verið var að hífa beinin burt með krana er talið að pinninn hafi farið úr sprengjunni svo hvalkjöt, hvalbein og starfsmenn þeyttust um planið. Mennirnir fengu gríðarlegt högg enda hvellurinn mik- ill og misstu þeir margir andann við höggið. Atvik sem þetta hefur aldrei gerst áður í hvalstöðinni svo vitað sé og er því um einstakt atvik að ræða. „Helvíti mikill dynkur“ Kristján Loftsson segir engan starfs- mann hafa slasast alvarlega í slysinu. „Þetta sprakk í innyflunum en það eru engar flísar í þessu sem þeysast út um allt. Það er bara högg- ið sem gerir þetta. Ég var nú sjálfur á planinu þegar þetta gerðist og þetta var helvíti mikill dynkur,“ segir Krist- ján í samtali við DV. Aðspurður seg- ir Kristján að sumir þeirra sem voru í eldlínunni á laugardaginn var séu farnir að skera aftur og vinnslan væri komin í fullan gang á nýjan leik. Ekki verið tilkynnt Hvalfjörður er í umdæmi lögregl- unnar í Borgarnesi og hafði henni ekki borist nein tilkynning um vinnuslys í gærmorgun þegar spurst var fyrir um málið. Hjá lögreglunni á Akranesi, sem oft hefur sinnt útköll- um í Hvalfirði vegna nálægðar, höfðu menn heyrt af umræddu atviki en þær upplýsingar fengust að það hefði ekki komið inn á borð hjá þeim. Vest- urlandsumdæmi Vinnueftirlitsins hafði ekki borist tilkynning um slys- ið þegar DV spurðist fyrir um málið á skrifstofu eftirlitsins á Akranesi í gær. Kristján sagði þó í samtali við DV síð- degis í gær að atvikið yrði tilkynnt til Vinnueftirlitsins. Ákveðið var fyrr á þessu ári að á árunum 2009 til 2013 megi veiða allt að 150 langreyðar á ári og 100 hrefn- ur. Kristján Loftsson sagði þá að fyr- irtæki hans Hvalur hf. myndi veiða allar 150 langreyðarnar. Engin önnur fyrirtæki eigi kvóta. Á annað hundrað starfsmanna hafa unnið í sumar við veiðar og vinnslu á langreyðum. HVALUR SPRAKK FRAMAN Í HVALSKURÐARMENN Kristján Loftsson „Ég var nú sjálfur á planinu þegar þetta gerðist og þetta var helvíti mikill dynkur.“ Sigurður MiKaEL jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Hvalur flensaður Starfsmenn kom- ust í hann krappann þegar hvalur sem þeir voru að gera að á laugardaginn sprakk í loft upp með miklum látum. Mynd: róbErt rEyniSSon Um það bil tólf hunduð greiðendur nefskatts RÚV þarf til þess að greiða laun og kostnað af Audi Q7 bifreið Páls Magnússonar útvarpsstjóra. Páll hafði tæplega 1.600 þúsund krónur í mánaðarlaun á síðasta ári og fram hefur komið að kostnaður RÚV vegna rekstrarleigu á bifreiðinni var um 205 þúsund krónur á mánuði. Páll hef- ur afnot af bifreiðinni sem hluta af ráðningasamningi sínum við Ríkis- útvarpið. Í árslaun hafði Páll rúm- lega 19 milljónir króna auk þess sem áætlaður kostnaður við bifreiðina nemur að lágmarki um 2,5 milljón- um króna fyrir árið. Í heildina rennur því nefskattur um það bil tólf hund- uð skattgreiðenda í að greiða laun og rekstarkostnað vegna Páls í starfi útvarpsstjóra. Þessi fjöldi samsvarar því að skattgreiðslur allra íbúa á aldr- inum 15 til 64 ára á Blönduósi og í Stykkishólmi fari í að greiða fyrir laun útvarpsstjórans. Íbúafjöldinn miðast við tölur Hagstofunnar. Búast má við því að laun Páls verði skert verulega á næstunni, enda boðaði Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra að eng- inn opinber starfsmaður verði með hærri laun en forsætisráðherra. Liðlega 200 þúsund einstakling- um og lögaðilum er gert að greiða nefskattinn, sem ætla má að skili RÚV um 3,7 milljörðum króna á ári. Auk þess hafði stofnunin 1.364 milljónir króna í auglýsingatekjur á rekstrarár- inu frá 1. september 2007 til 31. ágúst 2008. Þrátt fyrir miklar tekjur hefur RÚV glímt við rekstarerfiðleika og var um 40 starfsmönnum sagt upp í lok síðasta árs. valgeir@dv.is 1.200 manns greiða laun Páls Páll Magnússon Útvarpsstjóri er með um 20 milljónir króna í árslaun. Um það bil 1.200 skattgreiðendur þarf til að greiða fyrir laun og bifreiðahlunnindi útvarpsstjórans. TUG ILLJAR A S UL IR AGNÚSAR A S RI A AR Jón Fjörnir Thoroddsen held- ur fram þeirri tilgátu í nýlegri bók sinni um íslenska efnahagshrunið að eftir fall Gnúps í kringum ára- mótin 2007 til 2008, þegar byrjaði að síga á ógæfuhliðina í íslensku viðskiptalífi, hafi eigendur ís- lenskra fjármála- og stórfyrirtækja byrjað að lána hver öðrum í hring. Þessi hringekja fjármagnsflæðis út úr bönkunum og til þessara eignarhaldsfélaga gat ekki geng- ið endalaust að að því er Jón segir í bók sinni um íslenska fjármála- kerfið og því hafi hún hlotið að enda með hruni bankakerfisins. Upplýsingarnar um lánveit- ingarnar frá Landsbankanum til Magnúsar, og stöðu lánanna hjá skilanefndinni, passa nokkuð vel inn í þá mynd sem Jón Fjörn- ir dregur upp í bók sinni: Magnús virðist hafa notið sérstakrar fyrir- greiðslu í Landsbankanum sem gerði honum kleift að hafa greið- an aðgang að ógrynni lánsfjár. Við bankahrunið í haust urðu veð- in fyrir þessum lánum hins veg- ar verðlítil eða verðlaus og þeg- ar skilanefndin gengur á Magnús kemur á daginn að hann getur ekki staðið í skilum. Kvótinn bjargar Magnúsi Af upplýsingunum um samninga- viðræður skilanefndar Lands- bankans og Magnúsar að dæma virðist fjárhagsleg staða útgerð- armannsins vera afar slæm um þessar mundir. Það eina sem virðist bjarga hon- um frá því að vera settur í þrot sé að skilanefndin sjái hagsmun- um sínum betur borgið með því að láta hann borga af lánunum frekar en að setja hann í þrot. Þar ræður án efa úrslitum að Magn- ús er kvótaeigandi og hefur mikla reynslu af sjávarútvegi og ætti því að geta verið borgunarmaður fyrir einhverju af því sem hann er per- sónulega ábyrgur fyrir. Ekki náðist í Magnús Kristins- son við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 8 miðvikudagur 19. ágúst 2009 fréttir Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf Smáauglýsingasíminn er 515 5550 smaar@dv.is Bjarki Freyr Sigurgeirsson MANNDRÁP Í GLÆPAHREIÐRI Bjarki Freyr Sigurgeirsson, síbrota- maður sem verður 31 árs á sunnu- dag, var í gær úrskurðaður í gæslu- varðhald vegna gruns um að hafa orðið manni að bana í iðnaðarhúsi við Dalshraun í Hafnarfirði. Innbrot á heimili afa síns og ömmu er meðal þess sem Bjarki hefur verið dæmdur fyrir á liðn- um árum auk þess að brjótast inn á hárgreiðslustofu afa síns. Í dómi kemur fram að samkvæmt lækni hjá Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavand- ann megi að mestu rekja afbrota- hegðun Bjarka til vímuefnaneyslu hans. Alblóðugur í annarlegu ástandi Bjarki er grunaður um að hafa veitt fórnarlambinu þungt höfuð- högg eftir að þeir neyttu fíkniefna saman. Lögreglan rannsakar mál- ið sem manndráp. Tilkynning um málið barst lögreglu um klukkan hálf tólf á mánudagskvöld. Íbúi í húsinu við Dalshraun hringdi á lögreglu eftir að hafa komið að hinum látna. Þegar lögreglan kom á staðinn var Bjarki handtekinn fyrir utan húsið. Hann var alblóð- ugur og segir lögregla hann hafa verið í annarlegu ástandi. Ekki var hægt að yfirheyra Bjarka á þeim tíma, hann var færður á lögreglu- stöðina þar sem hann var látinn sofa úr sér vímuna og var hann yf- irheyrður síðdegis í gær. Látni maðurinn fannst í her- bergi sem Bjarki leigði á efri hæð hússins. Hann var með höfuð- áverka sem taldir eru hafa dregið hann til dauða. Rannsóknarlög- reglumenn voru að störfum í hús- inu í fyrrinótt og fram eftir degi. Áhugalaus um barnið sitt DV náði tali af barnsmóður Bjarna en saman eiga þau fimm ára stúlku. „Hún þekkir ekkert pabba sinn. Hann hefur ekki séð barnið sitt í fimm ár. Hann hefur bara ekki haft áhuga á barninu,“ segir hún. Þau Bjarki bjuggu saman um hríð og segir hún að hann hafi þá tek- ið sig virkilega á og reynt að vera edrú. Það hafi hins vegar gengið upp og ofan. Þegar hann var undir áhrifum eiturlyfja varð hann bæði afskaplega afbrýðisamur og jafn- vel ofbeldishneigður. „Hann varð mjög afbrýðisamur ef ég talaði við stráka sem ég þekkti,“ segir hún. Barnsmóðir Bjarka minnist hluta meðgöngunnar með hryll- ingi en hún segir hann þá hafa veist að henni með ofbeldi. Stuttu eftir að stúlkan fæddist yfirgaf móðirin Bjarka þar sem hún gat ekki afbor- ið hegðun hans og neyslu. „Ég sleit þessu bara. Barnið mitt er meira virði,“ segir hún. Hún hefur engin samskipti haft við Bjarka síðustu ár. Hún seg- ist hins vegar hafa rekist á hann í Mjóddinni í sumar og hann þá sagst vera á flótta. Heyrði öskur á kvöldin Nokkur herbergi hafa verið leigð út í húsinu að undanförnu. Nágrann- ar sem DV ræddi við voru sammála um að mikil óregla hafi verið í kring- um húsið í Dalshrauni undanfarið. Einn þeirra sem DV ræddi við hafði ekki heyrt af manndrápinu, en sagði að mikill hávaði hafi komið frá húsinu undanfarin kvöld. „Það hafa borist öskur þaðan þrjár næt- ur í röð,“ segir nágranni sem búið hefur í húsinu um vikutíma. Annar nágranni, sem rekur fyr- irtæki skammt frá húsinu, segist lengi hafa haft grunsemdir um að húsið væri dópgreni. Margsinnis hafi verið vesen á íbúum í húsinu, en lögreglan lítið aðhafst. „Þetta er óþjóðalýður,“ segir hann um ná- granna sína. Hann telur að íbúar í húsinu hafi fæstir verið í fastri vinnu, enda oftast heima á daginn og nokkur gestagangur í húsinu. Greinilegt er að mikil óregla hafi verið á sumum íbúum í húsinu. Á bílaplaninu fyrir framan hús- ið eru nokkrir númerslausir bíl- ar og segir nágranninn að menn hafi mikið verið að sýsla með þá og varahluti úr þeim. Einnig hafi lok- uð kerra á bílaplaninu vakið at- hygli hans, hún hafi verið mikið í notkun undanfarið og segist hann gruna að hún hafi verið notuð til að flytja þýfi. Rændi lyfjum af Landspítalanum Bjarki á að baki langan sakafer- il og var meðal annars dæmdur í 7 mánaða fangelsi fyrir margvís- leg brot árið 2006. Þá hafði hann stolið pakka af svæfingalyfinu Ket- amín á Landspítalanum í Fossvogi en lyfið var um tíma vinsælt meðal fíkla sem ofskynjunarlyf. Þá braust Bjarki einnig inn á hársnyrtistofu afa síns þar sem hann stal 30 þús- und krónum. Haustið 2006 var hann dæmd- ur í 30 daga fangelsi fyrir að hafa stolið 14 þúsund krónum í reiðufé og 5 bandaríkjadollurum á Land- spítalanum. Þá hefur hann síðustu 10 ár oft gengist undir sættir vegna fíkniefnalagabrota og margoft ver- ið tekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. vALGEIR ÖRN RAGNARSSON OG ERLA HLyNSdóttIR blaðamenn skrifa: valgeir@dv.is og erla@dv.is „Hún þekkir ekkert pabba sinn. Hann hefur ekki séð barnið sitt í fimm ár.“ Í varðhaldi Bjarki Freyr Sigurgeirsson var færð- ur í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem hann var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. MyNd RAkEL óSk SIGuRðARdóttIR Á vettvangi Lögreglan rannsakaði vettvang- inn í gær. Hún telur Bjarka og hinn látna hafa verið þar saman við fíkniefnaneyslu. MyNd RóBERt REyNISSON Leigði á efri hæðinni Bjarki leigði herbergi á efri hæð hússins þar sem maðurinn fannst látinn. MyNd RóBERt REyNISSON Vill fá saVing iceland Vestur Skógrækt og rusl Sigurður Hafberg við öskuhauginn sem á aðeins að innihalda óbrennanlegt sorp. Reyndin er önnur. Mynd GuðMundur SiGurðSSon „Þeir koma með allt ruslið frá Ísa- firði og sturta því hérna út við Klofn- ing þar sem það hefur fokið um víð- an völl vegna slælegra vinnubragða við urðun þess. Flateyringar eru að missa þolinmæðina gagnvart þess- um sóðaskap við útivistarsvæði þorpsbúa,“ segir Sigurður Hafberg, íbúi á Flateyri. Fast við urðunarsvæði Ísafjarðar- bæjar utan við Flateyri er skógrækt- arsvæði þar sem hafist var handa við gróðursetningu fyrir áratugum og hefur sorpgryfja nú verið grafin undir girðingu skógræktarinnar. Berjalönd eru í nágrenninu og vinsæl göngu- leið um Klofningsheiði þar sem urðu þjóðkunnir atburðir, þeir er svonefnd Skúlamál snerust um. Mikil og vaxandi óánægja er með- al Flateyringa vegna umgengni um sorpurðunarsvæðið sem ætlað er fyrir óbrennanlegt sorp sem ekki er hægt að eyða í brennsluofnum sorp- brennslunnar Funa á Ísafirði. Nokkr- ir íbúar sem rætt var við á Flateyri sögðu afar undarlegt hve mikill eld- ur hlytist af þegar kviknaði í þessu óbrennanlega sorpi og nefndu sem dæmi að slökkviliðið á Ísafirði hafi verið lengi að ráða niðurlögum elds í þessu óbrennanlega sorpi. Bent er á að mikið sé um bilanir í sorp- brennslustöðinni Funa og stöðin sé orðin svo léleg að stöðvarstjórinn kalli eftir því að tekin verði ákvörðun um hvort rekstri hennar verði hald- ið áfram. Þegar stöðin bili séu málin leyst með því að allt sorp sem til fell- ur er urðað við Klofninginn. „Það er alveg ljóst að það er ver- ið að þverbrjóta alla samninga um notkun þessa svæðis þar sem klárt er að urða eigi allt sorp daglega. Ég mætti á fund hérna þar sem með- al annars bæjarstjórinn var staddur ásamt fylgdarliði. Ég sýndi myndir af svæðinu og öllu ruslinu sem var þar í kring, viðbrögðin voru að ég hefði bara falsað myndirnar og svo var hlegið. Ég er alveg tilbúinn í að taka þátt í mótmælaaðgerðum gegn þessari umgengni og ákalla alla nátt- úruunnendur þessa lands og bið þá leggja okkur lið, Saving Iceland og hvað sem félögin öll heita sem vilja vernda náttúru og útivistarsvæði. Ég er ekkert ósáttur við að sorp sé urð- að þarna, það verður bara að gera það með viðunandi hætti og standa við þau loforð sem gefin hafa verið í samræmi við samninga þar um“ seg- ir Sigurður sem býst við að til mót- mæla muni koma ef ekki verður úr bætt. -GS „Viðbrögðin voru að ég hefði bara falsað myndirnar.“ „Það var mikil gleði þegar Hjálp líkn- arfélag kom með þessa góðu gjöf handa okkur,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskyldu- hjálpar Íslands. Baldur H. Úlfarsson og Tómas Bickel frá Hjálp líknarfé- lagi afhentu Fjölskylduhjálpinni á miðvikudag 900 þúsund krónur sem félagið hefur safnað að undanförnu. Hjálp líknarfélag hefur lagt sig fram við að safna fé fyrir þá sem þurfa að leita til Fjölskylduhjálparinnar og frá janúarmánuði 2008 hafa safnast 4,5 milljónir. Ásgerður er innilega þakklát og segir gjafirnar muna miklu fyrir Fjöl- skylduhjálpina. Á miðvikudag var önnur úthlutun eftir sumarfrí og leituðu þá um 200 fjölskyldur eft- ir aðstoð. „Þetta fólk hefur þreyjað þorrann á meðan við og önnur hjálp- arsamtök vorum í fríi,“ segir hún. Ásgerður segist hafa tekið eftir miklum fjölda nýskráninga eftir sum- arfrí, og þá sérstaklega í yngstu ald- urshópunum. „Það er þungt hljóðið í þeim,“ segir Ásgerður um skjólstæð- inga Fjölskylduhjálparinnar og eng- ar blikur eru á lofti um að efnahags- ástandið í landinu fari batnandi á næstunni. Því skipta gjafir og styrkir til Fjölskylduhjálparinnar gríðarlegu máli fyrir þá sem þangað þurfa að leita og Ásgerður ítrekar að enginn leiti eftir slíkri aðstoð nema honum séu allar aðrar bjargir bannaðar. erla@dv.is Hjálp líknarfélag safnar fé til styrktar þeim fátæku: Gaf tæpa milljón króna Þegið með þökkum Anna Auðunsdóttir, varaformaður Fjölskylduhjálpar, Baldur, Ásgerður Jóna og Tómas. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.