Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Blaðsíða 22
22 föstudagur 21. ágúst 2009 helgarblað Fjölmörg störf eru í boði, en at- vinnurekendur merkja lítinn áhuga meðal atvinnulausra á að sækja um láglaunastörf. Fólk kýs frekar að vera á atvinnuleysisbótum og njóta þeirra fríðinda. Þrátt fyrir að í síð- asta mánuði hafi 13.756 manns ver- ið atvinnulausir, vantar enn um 100 starfsmenn til starfa hjá frístunda- heimilum Reykjavíkurborgar. Fjöldi annarra starfa er laus hjá borginni, en samkvæmt upplýsingum geng- ur þó miklu betur en síðustu ár að manna þessi störf. Framkvæmda- stjórar sláturhúss og fiskverkunar eru sammála að áhugi Íslendinga á þess- um störfum hafi lítið aukist. Lægst launuðu bensínafgreiðslumenn og starfsmenn á kassa í verslunum hafa svipuð laun og þeir sem njóta fullra atvinnuleysisbóta. Fáir vilja koma í sláturtíð Sigurður Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri SAH Afurða á Blöndu- ósi, segir að um 60 manns komi tímabundið til starfa hjá fyrirtækinu í sláturtíðinni. Undanfarin ár hefur mestmegnis erlent verkafólk komið til starfa í um tvo mánuði. Þrátt fyrir að atvinnuástandið nú sé gjörbreytt frá því sem verið hefur undanfar- in ár er að sögn Sigurðar enn- þá lítill áhugi fyrir störfunum „Það er lítil eftirspurn en við finnum þó að hún hafi að- eins aukist í ár,“ segir Sig- urður. Aðspurður hvaða ástæðu hann telji vera fyrir því að Íslendingar sæki ekki í þessi störf, þrátt fyrir mikið at- vinnuleysi, segir hann: „Það er lítið atvinnu- leysi hérna á svæð- inu. Það er ekki hver sem er, sem er tilbú- in að rífa sig upp og fara að vinna í tvo mánuði hérna. Ef það væri meira atvinnu- leysi á svæðinu, myndi fólk kannski koma frek- ar.“ En hvað með atvinnu- laust fólk af höfuðborg- arsvæðinu? „Nei, við finnum ekki mikið fyrir því,“ seg- ir Sigurður. Hann segist heldur ekki telja að launin í sláturhúsinu, séu það lág að Íslendingar kjósi frekar að vera á atvinnuleysisbótum. Borgar sig að vera á bótum? Grunnatvinnuleysisbætur hækkuðu um síðustu áramót, miðað við 100 prósent bótarétt fást um 149 þús- und krónur á mánuði í bætur. Tekju- tengdar atvinnuleysisbætur, eru aft- ur á móti að hámarki 242 þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt upp- lýsingum frá ÍTR eru algengustu grunnlaun starfsmanna í frístunda- heimilum í fullu starfi, á bilinu 153 til 167 þúsund krónur. Háskólamennt- aðir starfsmenn á frístundaheim- ilum fá 177 til 194 þúsund krónur í mánaðarlaun. Samkvæmt launatöflu Eflingar frá 1. júlí fær starfsmað- ur í ræstingum 161 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir fullt starf og sam- kvæmt launatöfu Samtaka atvinnu- lífsins fær bensínafgreiðslumaður í fullu starfi í dagvinnu jafnvel enn minna. Á lægstu launum á frístundaheim- ilum og fullum atvinnuleysisbótum munar einungis um 4 þúsund krón- um. Ofan á það bætist að atvinnu- lausir foreldrar þurfa síður að greiða fyrir dagvist barna, á meðan þeir eru sjálfir heima við, auk þess sem kostnað- ur við að koma sér til og frá vinnu bætist við. Varla hægt að lækka bætur Árni Páll Árnason félagsmálaráð- herra segir að nú sé leitað leiða til þess að hvetja atvinnulausa til þátt- töku á vinnumarkaðnum.„Þetta er mikið áhyggjuefni og maður heyrir að þetta sé verulegur vandi í ýmsum starfsgreinum. Við erum að horfa á hvaða úrræðum hægt er að beita. Menn hafa bent á samband bóta og lægstu launa, en þær bætur sem við erum að greiða nú eru ekki það ríflegar að það sé mikið svigrúm til lækkunar,“ segir Árni Páll. Hann bendir á að eitt úr- ræði sé að taka at- vinnuleysisbætur af fólki sem þigg- ur ekki þau störf sem því eru boð- in. Þurfum mika eftirfylgni Atvinnulausir hafa notið ým- issa fríðinda síðustu mánuði. Að- spurður hvort hann telji að atvinnu- leysisbætur og það umhverfi sem hafi verið skapað hér á landi, kunni að virka letjandi á fólk að koma sér út á vinnumarkaðinn, svarar Árni Páll: „Ef við værum með bætur sem væru langt umfram lægstu laun væri það hættulegt, en ég á ósköp erf- itt með að sjá að bæturnar séu það álitlegar að þær séu raunverulegur valkostur við launavinnu til lengri tíma litið. Það er ákveðið átak að fara af stað sem tekur mið af því að fólk sem er á bótum er að spara sér ýmsan kostnað, til dæmis dagvistar- og samgöngukostnað, en þegar það byrjar að vinna leggst slíkur kostn- aður aftur á fólk “ Árni Páll bendir jafnframt á mik- ilvægi þess að horfa til reynslu ann- arra þjóða, þar sem komið hefur í ljós að eftir því sem fólk hefur ver- ið án atvinnu lengur, verður erfið- ara að fá það til atvinnuþátttöku á nýjan leik.Fjöldi þeirra sem hef- ur verið atvinnulaus til lengri tíma, hefur aukist mikið á þessu ári. „Við erum að horfa á þetta í ljósi þessar- ar stöðu. Við verðum að vera betur í stakk búin til að taka við langtíma atvinnulausu fólki. Það mun þurfa miklu meiri orku og eftirfylgni til að hjálpa því fólki aftur út á vinnu- markaðinn. Lítil stemning fyrir fiskverkun Framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrir- tækis, sem DV ræddi við, segist merkja að heilt yfir sæki örlítið fleiri Íslendingar um störf í frystihúsum í ár, miðað við síðustu ár. Hann segir að þrátt fyrir atvinnuástandið sé eng- in bylting í umsóknum Íslendinga og að hlutfall íslenskra og erlendra starfsmanna sé mjög sambærilegt við það sem það hefur verið síðast- liðin ár. Annar atvinnurekandi í veitinga- geiranum segir að erfitt hafi reynst að fá atvinnulaust fólk til starfa hjá sér. Umsækjendur hafi farið fram á að fá greitt svart fyrir vinnu sína, því að öðrum kosti hafi það frekar viljað vera áfram á atvinnuleysisbótum. Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi verið í sögu- legu hámarki undanfarna mánuði, benda atvinnurekendur á að ekki sé hlaupið að því að fá fólk í láglaunastörf. Árni Páll Árnason ætlar ekki að lækka atvinnuleys- isbætur. Hann segir að eftir því sem fólk er lengur atvinnulaust sé erfiðara að fá það út á vinnumarkaðinn. Framkvæmdastjórar fiskverkunar og sláturhúss merkja lítinn áhuga Íslendinga á þessum störfum. „Það er lítil eftirspurn, en við finnum þó að hún hafi aðeins aukist í ár.“ ATVINNULAUSIR VILJA EKKI VINNA Árni Páll Árnason „Ef við værum með bætur sem væru langt umfram lægstu laun væri það hættulegt, en ég á ósköp erfitt með að sjá að bæturnar séu það álitlegar að þær séu raunverulegur valkostur við launavinnu til lengri tíma litið.“ VaLGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.